Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1977 Guðný Jónsdóttir —Minningarorð Sœmundur Sigurðsson Nokkur kveðjuorð F. 21.7. 1894. D. 11.1. 1977. Þann 11 þ.mán. andaðist i Borgarspítalanum Guðný Jóns- dóttir frá Siglufirði, kona Haralds Gunnlaugssonar fyrrv. síldar- matsmanns Guðný náði háum aldri og átti síðustu misserin við að striða þunga vanheilsu, sem hún bar af meðfæddum kjarki, sem aldrei hafði brugðizt henni i skóla langrar lífsreynslu. Frá- bærrar hjúkrunar naut hún hjá starfsfólki spítalans. Það skal hér með þakkað í hennar nafni og allra hennar vandamanna. Guðný Jónsdóttir var Austfirð- ingur að ætt og uppruna, f. í Gils- árteigshjáleigu 21. júli 1894. Fullu nafni hét hún Guðný Guð- laug. Voru foreldrár hennar þau Jón Eyjólfsson úr Eíðaþinghá og Guðrún Björg Jónsdóttir frá Skjögrastöðum. Þau eignuðust sex börn, sem upp komust. Eru þau nú öll látin nema Þórir, búsettur i Keflavík. Hin systkini Guðnýjar voru: Vilborg húsfreyja á Hofi i Alftafirði, Þórunn, giftist í Færeyjum og á þar marga af- komendur, Eyjólfur, bóndi á Bárðarstöðum i Loðmundarfirði, Þorsteinn, smiður í Hafnarfirði o.v. Arið eftir að Guðný fæddist, fluttust foreldrar hennar niður í Seyðisfjörð, þar sem þau bjuggu á ýmsum stöðum, síðast í Vestdal. Þar andaðist Guðrún rúml. fimm- tug árið 1910. Næstu árin dvaldi Guðný á Seyðisfirði. Árin 1914 og -15 eignaðist hún tvær dætur með unnusta sinum, Valdimar skip- stjóra Kristmundssyni, siðar í Kefiavik. Sú eldri, Unnur, andað- ist úr spönsku veikinni, en sú yngri, Ásta Þóra, er húsfr. í Reykjavík. 1 Vestmannaeyjum kynntist Guðný manni sinum, Haraldi Gunnlaugssyni gagnfræðingi á Eyrarbakka á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Fluttist þá Guðný þangað og voru þau Haraldur gef- in saman i Svalbarðskirkju árið 1920. Á Svalbarðsströnd bjuggu þau fyrstu 5 árín, síðan á Akureyri þar sem Haraldur stundaði jöfn- um höndum sjómennsku og skipa- smíðar. Þá lá leiðin til Siglufjarð- ar, þar stóð heimili þeirra um tveggja áratuga skeið. Siglu- fjarðarárin eru sá kafli i ævi Guðnýjar Jónsdóttur, sem minnir á hið bjarta starfsríka hádegi hvers sólarhrings. Þar sá hún um sitt stóra heimili af hógværri festu og trúrri umönnun meðan börnin voru að vaxa úr grasi, Ijúka skólagöngu og búa sig undir lifið, en húsbóndinn vann að ýms- um félagsmálum samfara störfum sinum við síldarverkunina. Þau Guðný og Haraldur éignuðust 9 börn og komust 7 þeirra til full- orðinsára: Ilörður verkamaður, Rvík, Unnur húsfr., Rvík. Þuríður húsfr., Siglufirði, Ágústa húsfr., Hafnarf. Gunnlaugur síldarm. m., Siglufirði, Lorclei húsfr., Rvik. og Herdfs heyrnl.kennari, Kópavogi. Árið 1959 fluttu þau hjón heim- ili sitt til Reykjavikur, enda var Haraldur þá farinn að vera lang- dvölum heiman að störfum fyrir Síldarútvegsnefnd. Siðustu árin bjuggu þau i Kópavogi. Var þá hjá þeim Herdis, yngsta dóttir þeirra, mátti segja að Guðný gengi börnum hennar tveim í móðurstað. Það var raunar eitt af einkennum Guðnýjar hve barn- góð hún var. Börn sóttu mikið til hennar og táknrænt er það, að litið stúlkubarn var lagt í kistu hennar. Guðný Jónsdóttir var i lægra meðallagi á vöxt, handsmá og fót- nett, fríð sýnum og vel á sig kom- in. Hún var frekar dul í skapi og alvörugefin en bauð af sér góðan þokka. Hún var vel verki farin, t.d. ágæt saumakona, afburða þrifin eins og fagurt heimili hennar bar Ijósan vott. Hún var afar gestrisin og ekki var gestur fyrr kominn inn fyrir dyrnar en hún fór að finna honum góðgerð- ir. Með söknuði og þökk minnist sá, er þetta ritar, margra glaðra og góðra stunda á heimili hennar i hópi vina og vandamanna. Guðný Jónsdóttir var þeirri gáfu gædd að njóta alls þess, sem fagurt er i litum og tónum og lesmáli. Hún var lestrarfús og í banalegu sinni lagði hún ekki frá sér bókina meðan hún fékk valdið henni. Guðný Jónsdóttir öðlaðist mikla lífsreynslu á sinni löngu ævi, þvi það er eins og gengur að margt skeður á langri leið. En öllu þvi sem að höndum bar, tók hún með æðrulausri ró og af þeirri kjar- miklu festu, sem ekkert fékk haggað. Sjálfsagt hefur hún stundum kosíð að sitthvað hefði farið á annan veg en raun varð á, áföllin færri, sigrapnir stærri. En skyldi hún samt ekki, þegar á allt var litið, hafa verið sammála eyfirzku skáldkonunni, Kristinu Sigfúsdóttur, er hún kveður: Kn væri mér boðið, að burt væri máð það. sem bjó mér sárasían harm og Ijómandi gleði á leið mfna stráð og lagt mér I skaut allt, sem hefi ég þráð og vakti mér vonir f harmi. þá kysi ég heidur inn harðsótta leik, sem ég hefi við andstæður þrevtt, því nú hef ég fundið, þótt vörn mfn sé veik og vængjatak stutt f hlekkingareyk, að f baráttu er blessun mér veitt. Nú er þessari baráttu lokið. Við þökkum Guðnýju Jónsdóttur ævi hennar og störf og biðjum öllum ástvinum hennar blessunar í söknuði þeirra. Fæddur 10. október 1925 Dáinn 8. janúar 1977 Aðeins nokkur kveðjuorð að skilnaði frá aldraðri föðursystur. Sæmundur var fyrsta barnabarn afa og ömmu á Urðarstig 13, og Stefaníu ömmu, sem unnu honum svo heitt. Hann var sólargeisli okkar föðursystkinanna, nú er ég ein eftir af öllum þeim hóp. Við glöddumst öll svo hjartanlega með foreldrum hans yfir þroska hans og áttum með þeim ógleymanlegar gleðistundir. Ég man enn mörg af hnyttnum til- svörum hans, þegar hann var litill drengur. Og minningarnar frá æskuárum Sæmundar, þegar hann greip gítarinn og söng með sinni djúpu, fögru rödd. Söngur og hljómlist var hans töfraheimur, sem hann gat notið í hópi góðra söngfélaga. Þá var sem sál hans leystist úr fjötrum, en Sæmundur var nokk- uð dulur í skapi. I hinu langa sjúkdómsstriði við ólæknandi sjúkdóm sýndi hann kjark og þol- gæði. Sorgin er mikil hjá ást- vinum Sæmundar, en ég bið þeim huggunar og styrks i þessari þungu raun. É vil enda þessar línur með erindi eftir eitt af upp- áhaldsskáldum hans, Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Þungt er tapió, það er vissa — þó vil ég kjósa vorri móóir: aó ætfó megi hún minning kyssa manna er voru svona góóir — aó ætfó eigi hún menn aó missa meiri og betri en aórar þjóóir. Friður Guðs fylgi honum og öll- um ástvinum hans, þökk fyrir allt. 4 Fríða. Kallaður hefur verið frá okkur drengur góður. Vandfundin eru þvi þau orð sem hæfa. „Þitt er menntaó afl og önd, eigiróu fram aó bjóóa: hvassan skilning, haga hönd, hjartaó sanna og góóa.“ Stephan G. Sæmundur Sigurðsson réðst sem húsvörður að Álftamýrar- skóla í mars 1973 eftir að hafa starfað við trésmiði i mörg ár og þar áður sem farmaður. Strax kom í ljós, að Sæmundur var af- burða starfsmaður. Þegar þurfti að lagfæra og fága eitt og annað var hann óðfús að liðsinna öllum i smáu og stóru þrátt fyrir mikinn eril og iangan vinnudag. Honum tókst á afar stuttum tima að að- laga sig þeim starfsþáttum sem iðkaðir eru á svo stóru heimili sem skóli er. Þar eru margir ólíkir fjölskyldumeðlimir, sem koma úr mörgum áttum og hafa mismunandi skoðanir á hlut- unum. Honum var ljúft og lagið að leysa vanda allra, jafnt starfs- fólks sem nemenda, i starfi sinu dag hvern, þótt i mörg horn væri að lita. Sæmundi reyndist létt að um- gangast okkur starfsfólk og nem- endur skólans. Honum fylgdi fylgdi jafnan hressandi blær sem kom öllum i gott skap, en hann gat einnig verið alvörugefinn og ákveðinn i skoðunum sinum. Hann gladdi okkur með nærveru sinni, því kimnigáfu bar hann mikla og jafnvel eftir að hann var orðinn sjúkur, lék hann einatt á als oddi og gerði að gamni sínu. Hans hæga og frjálslega fram- koma aflaði honum vinsælda og trausts. Oft hafa nemendur spurt um Brodda húsvörð eftir að hann veiktist, en svo var hann kallaður i þeirra hópi, vegna burstaklipp- ingar. Milli hans og nemenda skólans hafði skapast góð vinátta. Skarð Sæmundar Sigurðssonar verður vandfyllt. Honum þótti vænt um starf sitt. Hann kom á vinnustað sinn jafnt frídaga sem og aðra daga og gaf sig allan að starfi sinu, og sýndi þá ávallt ár- vekni og vandvirkni við hvað sem að höndum bar, og ef ekki var allt sem best var á kosið fór hann ekki frá fyrr en vandinn var leystur. Slík var ábyrgðartilfinning hans. Siðast en ekki sist, ber okkur að þakka honum persónulegan vin- skap og hjálpsemi við allar kring- umstæður. Við samstarfsfólk hans i Álfta- mýrarskóla þökkum honum vin- áttu, samveru og samvinnu nú er leiðir skilja um sinn. Við sendum eiginkonu hans, Sigríði Kristjáns- dóttur, og vandamönnum öllum hugheilar samúðarkveðjur. Guð styrki þau i sorg þeirra. „Snar f bragúi snarpur, snöfurlegur garpur fold til fullrar kyrróar færóur er I dag; drengur sá hinn djarfi dags hefur lokió starfi. Fáir léku fyróar frægilegri slag.“ Jakoh Thorarensen. Það er huggun i harmi að eiga góða minningu um góðan dreng. Guð blessi minningu hans. Samstarfsfólk og nemendur Álftamýrarskóla. t Litla dóttir okkar, SOLVEIG lést í Landspltalanum 10 janúar. Útförin hefur farið fram. Solveig M Björling, Gústaf Jóhannesson. t Alúðarþakkír fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar og systur minnar, GUÐRÍÐAR SVEINSDÓTTUR Bergur Sturlaugsson, Karóllna Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, KRISTFINNUR ÓLAFSSON, Steinagerði 18, sem lést I sjúkrahúsi i London 1 1 janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 21 jan kl 1 3 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands Fyrir hönd aðstandenda, ... Kristln Kjartansdóttir, Gunnlaugur Kristfinnsson. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför eíginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR Freyjugötu 1 7 B Sigurjóna Sofffa Sigurjónsdóttir, Hulda R. Magnúsdóttir, Sigurjón S. Magnússon Gyða Magnúsdóttir Pálina Þ. Magnúsdóttir Guðmundlna O. Magnúsdóttir Sigrún L. Helgadóttir Pálina Stefánsdóttir Gestur Hallgrfmsson Jón Þ. Sigurjónsson Áskell Magnússon Hafsteinn Hannesson og barnabörn. Vegna útfarar EINARS Á. SCHEVING, verður skrifstofa okkar lokuð í dag. Eignaþjónustan, fasteigna- og skipasala, Njálsgötu 23. G.B.r. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐNÝAR PETRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Skólavegi 8, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur. Runólfur Runóltsson, Einar Ólafsson, Sigrún Steinsdóttir, Stefán Runólfsson, Helga Viglundsdóttir, Ólafur Runólfsson, Sigurborg Björnsdóttir, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, ÁSGERÐAR BENEDIKTU SIGVALDADÓTTUR Guð blessi ykkur öll Stefán Guðjónsson, Hreiðar Stefánsson, Jenna Jensdóttir, Sigurlína Stefánsdóttir. Einar Árnason, Hermlna Stefánsdóttir, Hreiðar Aðalsteinsson, Rósa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum, sem heiðruðu minningu GUÐRÚNAR INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Frá Husey, Blöndubakka 14. Reykjavlk og vottuðu okkur samúð vlð andlát hennar og útför, þökkum við af heilum huga Sigurður Halldórsson Jenný Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Halldór H. Sigurðsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Katrln J. Sigurðardóttir, og barnabörn. Haukur Kjerúlf, Guðrún Frederiksen, Eyþór Ólafsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.