Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 pínrgmtiMaliíílí Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 í lausasölu 60 hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480. kr. ð mðnuSi innanlands. .00 kr. eintakiS. Verður áfram- haldandi efna- hagsbati tryggður? AthyglisverS batamerki komu í Ijós I flestum þáttum efnahagsmála þjóðarinnar á liðnu ári. Þau sögðu til sin i rikisfjármálum með halla- lausum rtkisbúskap. í fyrsta sinn um árabil, stöðvun á skuldaaukningu rikissjóðs á heildina litið og stöðvun á vexti rfkisútgjalda F hlutfalli við þjóðartekjur. Þau sögðu ennfremur til sín í hjöðnum viðskiptahalla við aðrar þjóð- ir, sem verið hafði um 12% af heildarútflutningi á árunum 1974 og 1975, en fór niður i tæp 4% á liðnu ári. Þau sögðu ennfremur til sín F minni verðbólguvexti, en vöxtur hennar komst upp F um 53% á árinu 1974, en varð um 30% 1976. Sá árangur varð að vFsu verulega minni en vonir stóðu til, sem kallar á frekara samstarf þjóðfélagsstéttanna til við- náms á þeim vettvangi. Loks sögðu þessi batamerki til sFn F bættri gjaldeyrisstöðu, þó að hún sé enn neikvæð. Miðað við gengi F árslok 1976 rýrnaði nettógjaldeyris- staða okkar um 16,4 mill- jarða á árunum 1974 og 1975: rúmlega 10 milljarða á árinu 1974 og 6,2 milljarða á árinu 1975. Hins vegar skán- aði nettógjaldeyrisstaða okk- ar á árinu 1976 um 3,4 mill- jarða, miðað við sama gengi. Þrátt fyrir þennan verulega bata er nettóstaðan enn nei- kvæð um 430 milljónir króna. Gjaldeyrisforðinn ásamt nettóstöðu viðskipta- bankanna er þvi nánast ( lág- marki þess, sem nauðsynlegt er til að tryggja eðlileg gjald eyrisviðskipti, eða sem svarar almennum vöruinnflutningi F hálfan þriðja mánuð. Tæmandi upplýsingar um alla þætti greiðslujafnaðar liggja enn ekki fyrir. Ætla má að erlendar lántökur hafi numið alls um 20 milljörðum króna. Að frádregnum endur- greiðslum á erlendum lánum á árinu nema þær um 12 milljörðum króna. Framan- greindar tölur um breytingu á gjaldeyrisstöðu og hreyfingu langtFmalána benda til þess, að fyrri áætlanir um 8,8 mill- jarða viðskiptahalla séu ná- lægt lagi, en það er þriðjung- ur hallans frá árinu áður. Sá árangur, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, sýnir, að þjóðin er á réttri braut út úr þeim efnahags- erfiðleikum og þvi sjálfskap- arviti, sem á rætur að rekja til vinstri stjórnar áranna og al- þjóðlegrar efnahagskreppu. Þessi efnahagsbati stendur hins vegar ekki það traustum fótum, enn sem komið er, að þjóðin geti slakað á rFkjandi aðhaldsaðgerðum. Þvert á móti þarf að efla þær, þann veg, að við glutrum þvF ekki niður, er áunnizt hefur, og náum enn frekar árangri i hjöðnun verðbólgu og við- skiptahalla. Jafnframt þarf að sigla áfram milli skers og báru F aðhaldsaðgerðum, svo sem gert hefur verið, til að tryggja atvinnuöryggi um gjörvallt landið. Til þess að það takist þarf viðtækt sam- starf rtkisvalds, stjórnunar peningamála F landinu og aðila vinnumarkaðarins. En hér er um sameiginlegt hags- munamál allra þjóðfélags- þegnanna að ræða, að skapa jafnvægi F efnahagslffi þjóðar- innar, hagstæðan viðskipta- jöfnuð út á við, atvinnuör- yggi. hjöðnun verðbólgu og aukna verðmætasköpun F þjóðarbúinu, sem allt eru forsendur nýrrar sóknar til bættra Iffskjara þjóðarinnar. Deilur um keisarans skegg mega ekki sundra samstöðu þjóðarinnar F þvF sameigin- lega markmiði. Við verðum sjálf, nú sem endranær, okk- ar eigin gæfu — eða ógæfu — smiðir F þessu efni. Árið 1977 kann að verða úrslitaár F þessu efni, hvern veg okkur til tekst að tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar og treysta stmældir almennrar framtiðarvelmegunar f þjóð- félaginu. Innlán meiri en útlán að er eftirtektarvert, að á árinu 1976 jókst inn- streymi fjár F bankakerfi landsins meir en útstreymið. Innlánsaukning þess nam 32,6% á árinu 1976, en var 28,3% á árinu 1975. Aukn ingin er einkum talin stafa af hinu nýja vaxtaaukareikn- ingskerfi, en F árslok höfðu safnazt um 8.6 milljarðar á vaxtaaukareikning bankanna. Útlán bankanna jukust hins vegar um 12.6 milljarða eða um 25,8% á móti 27.2% árið á undan. Stefnt hafði verið að þvF að útlánaaukning bankanna færi ekki yfir 20% á árinu. Farið var um 6% fram úr þeirri áætlun. En á móti kom hagstæðari þróun spariinnlána en reiknað var með. Sæmilegt jafnvægi er þvF talið F heildarviðskiptum bankanna á liðnu ári. BÚNAÐARSAMBAND Kjalarnes þings boðaði sl. laugardag til al- menns bændafundar um kjara- og afurðasölumál bænda I Félagsheimil- inu Fólkvangi. Auk bænda úr Kjósar- sýslu voru saman komnir é fundinum alifugla- og svlnabændur vlðs vegar a8 af landinu þvl fundurinn var sér- staklega helgaSur málefnum ali- fugla- og svlnabænda en sú breyting hefur orðið á undanförnum árum á starfsvæSi BúnaSarsambandsins. a8 hefSbundnu búgreinarnar, kúa- og sauSf járbúskapur, hafa I vaxandi mæli vikiS fyrir ýmsum aukabúgrein- um, sem svo hafa veriS nefndar, s.s. alifugla- og svlnarækt. Á fundinum kom fram, aS veruleg offramleiSsla er um þessar mundir á eggjum og töldu fundarmenn aS þar væri ekki slst um aS kenna ófullkomnu sölu- og dreif ingarkerf i. Þá ályktaSi fundurinn aS opinber fyrirgreiSsla ætti ekki aS verka hvetjandi til stór- rekstrar innan neinnar búgreinar I landinu. Á fundinum fluttu framsöguerindi Halldór E. SigurSsson, landbúnaSar- ráSherra, Gunnar GuSbjartsson. for- maSur Stéttarsambands bænda, og Stefán Pálsson. framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaSarins. Af hálfu BúnaSarsambands Kjalarnes- þings flutti framsöguerindi Páll Ólafsson I Brautarholti en hann stýrSi einnig fundinum ásamt Ólafi Andréssyni I Sogni. Fundarritarar voru þeir Gunnar SigurSsson, Tinda- stöðum, og Magnús Sigsteinsson, BlikastöSum. Er Páll Ólafsson hafSi sett fundinn voru flutt framsögu erindi. Samdráttur F búvörusölunni mesta áhyggjuefnið Gunnar Guðbjartsson hóf mál sitt með þvt að minna á, að 30 ár væru nú liðin frá setningu laga um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins og samningu fyrsta verðlagsgrundvallar land- búnaðarins Á þessum tlma hefði bústærðin tvöfaldast og afurðamagnið hefði aukist um 30%. Þessi fram- leiðsluaukning hefði þó ekki orðið til þess að bændur fengju hlutfallslega hærri tekjur, heldur hefði þessi fram- leiðniaukning einungis komið neytend- um til góða. Gunnar sagði, að hlutur vinnulauna bóndans og fjölskyldu hans I brúttótekjum búsins hefði lækkað úr 85% I 45% og væri það afleiðing aukinnar tækni og breyttra búskaparhátta. — Samdráttur I sölu landbúnaðar- vara innanlands á sl ári er að mlnum dómi eitt mesta áhyggjuefni bænda- samtakanna I dag, sagði Gunnar. Fram kom hjá honum, að I fyrra dróst sala á mjólk saman um 4% en framleiðslan var áþekk og árið áður Sala á dilka- kjöti dróst saman á slðasta ári um milli 7 og 8%. Meðal ástæðna fyrir þessari þróun nefndi Gunnar að verð búvöru til neytenda hefði hækkað meir en verð til framleiðenda og kæmu þar til áhrif niðurgreiðslna og söluskatts Gunnar sagði, að gæta þyrfti að I hvaða átt stefndi vegna hækkunar á kostnaði við vinnslu og sölu landbúnaðarafurða, þannig hefði slátur- og heildsölu- kostnaður kindakjöts hækkað um 40% milli áranna 1 975 og 1 976 Opinber fyrir- greiðsla hvetji ekki til stór- rekstrar í neinni búgrein Um aukabúgreinarnar sagði Gunnar, að afurðir þeirra hefðu allar verið inni I verðlagsgrundvellinum 1 94 7 en hefðu smám saman verið teknar út úr honum og nú síðast kartöflur I haust. Sérstök verðskráning hefði I haust verið tekin upp á kartöflum og folaldakjöti en vafasamt væri að þessi verðskráning væri I samræmi við ákvæði laga. Til að hægt væri að verðleggja aukaafurð- irnar þyrfti að liggja til grundvallar verðlagsgrundvöllur, þe yfirlit yfir framleiðslukostnað við þessar vörur. Sagði Gunnar það skoðun slna, að vafasamt væri að komist yrði hjá því að taka upp verðlagningu á svlna- og alifuglaafurðum en grundvallaratriði til að sllkt yrði hægt væri að framleiðend- ur þessara vara hefðu með sér sterk sölusamtök I llkingu við Grænmetis- verslun landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna. Hvað snerti eggjaframleiðsluna. sagði Gunnar, að menn mættu ekki gleyma þvl, að á sama tlma og kvartað væri undan offramleiðslu, væru flutt egg til landsins en það er fyrir Kefla- vlkurflugvöll Sagði Gunnar að þennan markað ættu Islenskir bændur að fá en til þess að svo gæti orðið þyrfti að taka upp stranga heilbrigðisskoðun og flokkun á eggjunum. — Það er Ijóst að ef heldur áfram með þvi móti, sem nú er, að hver bjóði niður verð fyrir öðrum, getur hænsnaræktin ekki gengið til frambúðar, sagði Gunnar. Að siðustu gerði Gunnar að umtals- efni afurðalán landbúnaðarins og sagði. að þar væri breytinga þörf Það væri rétt að sláturleyfishafar gætu ekki allir náð þvl marki að greiða 75% af afurðaverðinu til framleiðenda við inn- legg enda væri á takmörkunum að lánafyrirgreiðslan ein sér gæti gert sláturleyfishöfum sllkt kleift Gunnar sagði, að mjólkurbúin fengju ekki aðra opinbera lánafyrirgreiðslu en afurðalán út á birgðir Það væri hins vegar eðli- leg krafa að bændur fengju 90% af vöruverðinu við innlegg en til þess yrðu mjólkurbúin að fá aukna lánafyrir- greiðslu, þvl þau þyrftu að hafa eitt- hvert rekstrarfé — Það, að bændur hafa ekki náð umsömdum launum, hefur ekki slst verið vegna þess að hlutur launa þeirra I brúttótekjum búsins hefur farið minnkandi og þegar dráttur verður á uppgjöri til þeirra kemur það niður á launum þeirra, sagði Gunnar að lok- um. 1800 milljónir til ráðstöf unar hjá stofnlánadeild f ár Stefán Pálsson gerði grein fyrir lán- veitingum Stofnlánadeildar land- búnaðarins til hinna svokölluðu auka- búgreina og sagði að frá árinu 1970 hefðu lánveitingar til svlna- og alifugla- ræktar orðið hlutfallslega mestar árið 1973 eða 3% af heildarútlánum deildarinnar Á árinu 1976 lánaði deildin alls 153 7 milljónir króna og þar af fóru 14,8 millj. til minkaræktar, l, 3 millj. til svlnaræktar, 1 9,5 millj. til hænsnaræktar, 10,5 millj. til fiski- ræktar og 1 6,3 til gróðurhúsa. Stofnlánadeildin hefur átt við nokkra erfiðleika að etja á slðustu árum vegna kostnaðar, sem deildin hefur orðið að bera af teknum lánum umfram tekjur af veittum lánum Á árinu 1976 varð deildin að taka á sig 295 milljónir króna af þessum sökum. Landbúnaðar- ráðherra skipaði á sl sumri nefnd til að endurskoða lög stofnlánadeildarinnar m. a með þessa erfiðleika deildarinnar I huga og greindi Stefán frá starfi nefndarinnar og tillögum hennar, sem nú eru til umfjöllunar hjá rlkisstjórn- inni Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að gagnvart neytendum væri sama hvort vextir á útlánum deildar- innar yrðu hækkaðir eða tekið upp sérstakt verðjöfnunargjald. sem næmi 1% á verði búvöru við sölu hennar til neytenda Hins vegar taldi nefndin ekki fært að hækka vexti á útlánunum, þvl sllkt hefði aðeins I för með sér aðstöðu- mun hjá bændum vegna mismunandi byggingartlma húsakosts á jörðum. í tillögum nefndarinnar, sem nú liggja fyrir rlkisstjórninni, er þvl gert ráð fyrir, að lagt verði 1% verðjöfnunargjald á búvöru við sötu til neytenda og gefi þetta gjald af sér 200 milljónir króna I tekjur, sem fari til að mæta kostnaði deildarinnar vegna lántöku. Stefán sagði, að á árinu 1 976 hefðu verið samþykktar nokkrar takmarkanir á útlánum deildarinnar og væri nú ekki lánað til stærri fjósa en fyrir 35 kýr, 500 kinda fjárhús. hænsnahúsa fyrir 4000 hænur og svlnahúsa fyrir 30 gyltur Sagði Stefán að þessar reglur hefðu verið teknar upp ma með neysluþörf landamanna I huga og auk þess yrði að svara þeirri spurningu hvort viðhalda ætti byggð I landinu eða framleiða búvörur fyrir landsmenn á örfáum stórum búum. Að slðustu sagði Stefán, að hann ættí von á því, að deildin hefði til ráðstöfunar um 1800 milljónir króna á þessu ári og miðað við þær lánsum- sóknir, sem lægju fyrír. ætti að verða hægt að sinna öllum brýnum verkefn- um. Stefán sagði að óþolandi væri að ekki greiddu allir framleiðendur búvöru lögboðin gjöld til Stofnlánadeildar Greiðsla á þessum gjöldum væri laga- skylda og það væri þvl einfaldlega brot á lögum, ef bændur greiddu ekki til deildarinnar. Bændur á óþurrkasvæðunum töpuðu 1350millj. Halldór E. Sigurðsson rakti nokkuð afkomu þjóðarbúsins á sl ári og horfur á nýbyrjuðu ári. Sagði Halldór að allar stéttir hefðu orðið að búa við lakari kjör á slðustu árum vegna erfiðs árferðis. Hvað bændur snerti gæti sexmanna- nefnd ekki tekið tillit til þess hvernig veðráttu yrði háttaðá þvl tlmabili. sem verðlagning nefndarinnar ætti að gilda Tekjur bænda á árabilinu 1970—'75. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 17 Á bændafundinum F Fólkvangi á laugardag voru saman komnir auk bænda á félags- svæði Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings, alifugla- og svfna- bændur viðs vegar að af landinu. Þessi mynd sýnir hluta fundarmanna. Ljósm. Mbl. t.g. sagði Halidór að hefðu farið batnandi Óþurrkarnir í sumar og fyrrasumar hefðu ekki síst orðið til að skapa þann fjárhagsvanda, sem nú væri við aðetja hjá-bændum. Nefndi ráðherrann í því saitibandi, að áætla mætti að bændur á óþurrkasvæðunum sunnan- og vest- anlands og á Vestfjörðum hefðu orðið fyrir 1350 milljón króna tapi vegna skerts fóðurgildis heyja frá sl. sumri. Fóðurgildi heyjanna yrðu bændur nú að bæta upp með kaupum á fóðurbæti Ráðherra sagðist ekki gera ráð fyrir, að til neinna erfiðleika kæmi á þessu ári vegna greiðslna á útffutningsbót- um, þar sem upphæð þeirra í fjárlög- um nú væri töluvert hærri en í fyrra Fram kom hjá Halldóri, að nefnd undir forystu hagstofustjóra ynni nú að því að kanna möguleika á breytingum á niðurgreiðslum og söluskatti á land- búnaðarvörum en um hugsanlegar nið- urstöður þess starfs sagðist ráðherrann ekki geta fullyrt. Halldór sagði þaðsína skoðun að nauðsynlegt væri að afurða- lán landbúnaðarins gerðu sláturleyfis- höfum kleift að greiða 90% af innleggi framleiðenda strax við innlegg, en til þess að því marki yrði náð þyrfti að auka bæði afurða- og rekstrarlán land- búnaðarins. Sagði Halldór að þessi málefni hefðu meðal annars verið rædd við seðlabankastjóra Landbúnaðarráðherra ræddi að lok- um nokkuð um útflutning á landbún- aðarvörum og sagði það trú sína að útflutningsbætur yrðu ekki lagðar nið- ur og íslendingar þyrftu að vinna betur að markaðsöflun fyrir landbúnaðaraf- urðir sínar. Sagðist ráðherrann óttast hversu mjög íslendingar hefðu bundið sig við Norðurlandamarkað Þar þyrfti að sækja á fleiri mið. Sölukerfi eggja framleiðenda byggt á frumskógalögmálinu Páll Ólafsson, Brautarholti, sagði að Ijóst væri að á tveimur sfðustu árum hefði efnahagur fslenskra bænda sigið Páll Ólafsson setur fundinn. töluvert á ógæfuhliðina. Að hluta væri þetta afleiðing almennra efnahagserfið- leika en ýmislegt augljóst ranglæti þyrfti þó að leiðrétta. Bent hefði verið á augljóst ranglæti við útreikninga launa bóndans og þá vaknaði sú spurning hvort lögin um Framleiðsluráð land- búnaðarins væru nothæf til að tryggja bændum laun til jafns við aðrar stéttir. Sagði Páll að lögin tryggðu nú kaup- endum landbúnaðarvöru allarr hagnað- inn af aukinni framleiðslu, sem orðið hefði til vegna meiri tækni og meira vinnuálags bóndans. Sagði Páll að vegna aukinnar ein- hæfingar búanna og mismunandi hraða á tæknivæðingu væri núverandi aðferð til ákvörðun á launum bóndans orðin úrelt Þannig hefði skapast mis- ræmi f tekjum sauðfjárbænda og kúa- bænda — misræmi, sem ekki er sann- gjarnt Páll tók fram að þetta atriði væri á valdi bænda sjálfra að leiðrétta og það yrðu þeir að gera nú þegar. Minnti Páll á, að mikil breyting hefði orðið á landbúnaðarframleiðslu í Gull- bringu- og Kjósarsýslu frá því að svæð- ið var aðalmjólkurframleiðslusvæði fyr- ir Reykvíkinga yfir í hænsna- og svína- rækt. Um afurðasölumál landbúnaðar- ins sagði Páll, að Ijóst væri að ýmsir þættir þeirra væru bændum til skamm- ar og stéttinni til ávirðingar og nefndi hann í þvf sambandi útflutningsbætur. Um eggjaframleiðsluna sagði Páll, að þar væri um algjöra ringulreið að ræða Sölukerfi eggjaframleiðenda byggist nánast á frumskógarlögmál- inu. Sá, sem er sterkari, lifir en sá minni deyr og þetta ástand, sagði Páll, að kaupmenn hefðu nú notfært sér og þvingað verð á eggjum langt niður fyrir framleiðslukostnað Þarna þyrfti að verða breyting á og eggjaframleiðend- ur yrðu sjálfir að hafa um það forystu að koma þessum málum í lag. Páll gerði nokkuð að umtalsefni inn- flutning fóðurinnflytjenda á kjarnfóðri og sagði að bændur væru notaðir sem tilraunadýr, og látnir bera sjálfir kostnaðinn ef illa færi, þegar fóður- blöndunarfyrirtækin eru að gera breyt- ingar á fóðurblöndum sínum. Þá taldi Páll að rangt væri að farið við upp- byggingu á innlendri fóðurframleiðslu með því að stuðlað væri að stórfram- leiðslu á vegum rlkisins, sem bændur gætu ekki staðið í samkeppni við, vildu þeir koma upp eigin fóðurframleiðslu. Alifugla- og svfna- rækt á mörkum iðnaðar Gunnar Bjarnason, alifugla- og svínaræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands, sagði að vandinn, sem við væri að etja, væri að koma alifugla- og svínaræktinni inn í þá landbúnaðar- stefnu sem nú væri fylgt hér. Þessar búgreinar væru á mörkum þess að vera iðnaður frekar en landbúnaður og segja mætti að eggjaframleiðsla væri í einstaka tilvikum orðinn stóriðnaður hér á landi. Búgreinarnar alifugla- og svlnarækt væri hægt að reka að mestu óháð jarðnæði og þar með óháð þeim viðhorfum sem rfktu innan framleiðslu hinna hefðbundnu búgreina, sauðfjár- ræktar og kúabúskapar. Sagði Gunnar að meðal annars af þessum orsökum væri erfitt að ræða málefni þessara búgreina innan bændasamtakanna. Gunnar sagði að nú væri mikið talað um að koma þyrfti skipulagi á sölu- og framleiðslumál eggjaframleiðenda og l sjálfu sér gætu svína- og alifuglabænd- ur farið inn á það sölukerfi, sem þegar Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, F ræðustól. Til hliðar Páll Ólafsson, næst ræðustól, þá Ólafur Andrés- son, Gunnar Sigurðsson, Magnús Sigsteinsson, Stefán Pálsson og Gunnar Guð- bjartsson. væri til staðar hjá öðrum búvörufram- leiðendum en Gunnar sagðist ekki hafa séð að það kerfi .væri í raun betra en það sem eggjaframleiðendur byggju nú við Gunnar sagði, að markaðurinn á hverjum tíma ætti að vera það, sem takmarkaði framleiðsluna, en vandinn væri að sjá svo um að út í þessa framleiðslugrein færu ekki fleiri en gætu lifað af henni. Hvað varðaði innlendar rannsóknir á framleiðslukostnaði alifugla- og svlna- afurða. sagði Gunnar, að til staðar væru erlendar rannsóknir, s.s. I Dan- mörku, á þessu sviði. sem nota mætti til að byggja upp verðlagsgrundvöll. Varðandi útlánareglur Stofnlána- deildarinnar sagði Gunnar, að 4000 hænsna bú væri lltið bú og einungis I samræmi við þá landbúnaðarstefnu. sem hér væri rekin og væri með réttu ekki annaðen byggðavernd Hvenær fær Fram- leiðsluráð að vita um útflutninginn Ferdinand Ferdinandsson, ráðunaut- ur, Lykkju, vitnaði til þeirrar sam- þykktar aðalfundar Búnaðarsambands Kjalarnesþings að bændur væru ekki látnir greiða vanreiknaðan sölu- og vinnslukostnað af launum sínum. Bar Ferdinand fram þá fyrirspurn, hvort Framleiðsluráð landbúnaðarins fengi ekki upplýsingar um þær landbúnaðar- vörur sem til stæði að flytja úr landi? Vitnaði hann I þessu sambandi til út- flutnings á undanrennudufti á sl. hausti Á sama tíma og þetta undan- rennuduft væri flutt úr landi væri yfir- vofandi skortur á ungnautakjöti en undanrennuduftið væri einmitt eitt besta fóður, sem hægt væri að fá til eldis á kálfum Sagði Ferdinand, að fyrir um 10 árum hefðu ráðunautar haft í frammi nokkra gagnrýni á land- búnaðarstefnuna en þaggað hefði verið niður í þeim, en nú væri Ijóst að grlpa þyrfti til einhverra aðgerða og leiðrétta ýmislegt, sem ekki hefur farið á þann veg, sem ákjósanlegast hefði verið Þá gagnrýndi Ferdinand hversu seint láns- loforð Stofnlánadeildar I fyrra hefðu borist bændum. Oddur Andrésson, Neðra-Hálsi, bar fram nokkrar fyrirspurnir. Spurði Oddur, hvort útflutningsbæt- ur væru ekki lögverndaðar allt að 1 0% af heildarverðmæti búvöruframleiðsl- unnar og hvernig heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar væri reiknað út, t.d. hvort teknar væru með tekjur af minkarækt, alifugla- og svína- rækt og laxveiði Að slðustu spurði Oddur hvernig staðið hefði á því að framlag til útflutningsbóta á árinu 1 976 var áætlað of lágt I fjárlögum og þegar vitað var að þörfin var meiri. Gunnar Guðbjartsson sagðist vilja biðja um skýringar á þeim orðum land- búnaðarráðherra, að tekjur bænda hefðu farið batnandi á árabilinu frá 1970 til 1975. Ráðherra hefði í samanburði sínum talið afskriftir bændum til tekna vegna breytinga. sem gerðar hefðu verið á skattafram- tölum á þessu tfmabili. Sagði Gunnar að ósanngjarnt væri að bæta þessum lið við tekjur bænda, því þetta væri útlagður kostnaður Þá kom fram f máli Gunnars, að ákvæði laga banna ekki að greiddar séu útflutningsuppbætur á egg en hins vegar er meðferð þeirra hér ekki í samræmi við þær reglur. sem gilda erlendis, og því getur ekki orðið um útflutning á eggjum að ræða nema við tækjum upp slfkt heilbrigðis- eftirlit Vegna spurningar Ferdinands. sagði Gunnar. að hingað til hefði það ekki verið föst regla að leitað væri til Fram- leiðsluráðs áður en landbúnaðarvörur væru fluttar til sölu á erlendan markað Stjórnarráð hefði algjörlega haft með þessi mál að gera. Nú hefði verið ákveðið að gera þarna breytingu á og Framleiðsluráð fengi vitneskju um fyrirhugaðan útflutning áður en hann ætti sér stað Halldór E. Sigurðsson sagði f tilefni orða Gunnars Guðbjartssonar um launasamanburð hjá bændum milli ára, að breyting á skattalögunum 1970 hefði verið gerð að ósk bænda og það væri því ekki rétt að saman- burður sinn sýndi ranga mynd af dæminu. Ráðherra sagði það rétt hjá Oddi á Hálsi, að útflutningsbæturnar væru lögverndaðar að 10% markinu. Framhald á bls. 31 Útflutningur undan- rennuduftsins án vitundar land- búnaSarráðherra ,, 1. Fundurinn telur að framleiðsluráðslögin um verðlagningu landbúnað- arafurða hafi ekki veitt bændum þær tekjur sem þeir eiga að hafa sam kvæmt lögum. Skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambands bænda að beita sér fyrir því að verðlagsgrund- völlur landbúnaðaraf- urða verði endurskoðað- ur þannig að bændur fái þau laun sem þeir eiga að fá, til jafns við aðrar stéttir, sem þeim ber samkvæmt lögum. 2. Vegna þess ástands sem skapast hefur í verð- lagsmálum landbúnaðar- ins að undanförnu og fyrirsjáanlegt er að verði a.m.k, um sinn skorar fundurinn á stjórn Stétt- arsambands bænda, að hún beiti sér fyrir þvf að vinnslu- og sölustöðvum landbúnaðarafurða verði tryggð næg afurða- og rekstrarlán til þess að þær geti greitt afurða- verð örar en gert hefur verið og allt að 90% við innlegg. 3. Fundurinn telur óviðunandi, að bændur greiði vanreiknaðan dreifingar- og vinnslu- kostnað af nettólaunum sinum. 4. Fundurinn telur fyrirsjáanlegt að rekstr- argrundvöllur fjölda búa muni bresta á næstunni, vegna þess hve afurðar- verð fæst nú seint greitt en síauknar kröfur um staðgreiðslu véla og rekstrarvara til búanna. 5. Fundurinn mótmæl- ir harðlega allri frestun á hækkun á útsöluverði landbúnaðarvara, til sarrjræmis við aukinn vinnslu- og dreifingar- kostnað, en slík frestun hefur oft valdið bændum verulegu fjárhagstjóni. 6. Fundurinn fagnar stofnun Svínaræktar- félags íslands á sl. ári og leggur jafnframt áherslu á, að félaginu takist með góðu samstarfi við sölu- aðila að gera þessa bú- grein arðvænlega og tryggja neytendum góða voru. 7. Fundurinn sam- bykkir að Framleiðsluráð landbúnaðarins gangi eftir að allar greinar landbúnaðarins greiði sin sjóðagjöld og hvetur til skila á þeim en þó sé tekið fullt tillit til veltu hinna ýmsu búgreina. Ennfremur að opinber fyrirgreiðsla við landbún- aðinn svo sem leiðbein- ingastörf og lánafyrir- greiðsla verki ekki hvetjandi til stórrekstrar innan neinnar búgreinar F landinu. Ennfremur ályktar fundurinn að stefnt verði að endurbót- um frá þvi, sem nú er á dreifingu og sölu á eggjum 8. Fundurinn telur mjög brýnt, að sem al mennust samstaða náist meðal bænda um verð- lags- og kjaramálin og hvetur bændasamtök um allt land til að gera og senda frá sér sam- þykktir og ályktanir i þeim efnum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.