Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1977 Lesefni og sjálfsákvörð- unarréttur Fróölegl var að hlýða á bollaleggingar Örlygs Hálfdánarsonar bókaút- gefanda og Árna Bergmanns blaðamanns I Sjónvarpinu nýverið um bókaútgáfu f land- inu. Þar gægðist fram það sjónarmið hjá þeim sfðarnefnda, að bókaút- gáfur skyldu sækja undir opinbert eftirlit með val útgáfuefnis a.m.k. við vissar kringumstæður. Þetta marxíska sjónarmið byggist á þvf viðhorfi m.a., að almenningur, sem hingað til hefur haft sjálfdæmi um les- efni sitt, sé ekki dóm- bær á ágæti bókmennta, heldur þurfi til að koma „vitsmunir" og „smekk- ur“ ofan frá. Þetta er gamalkunnur rök- stuðningur fyrir rit- skoðun af því tagi, er tfðkast í þvf stjórnkerfi, sem kennt hefur verið við „alræði“ og óþarfi er að gera frekari grein fyrir, svo mjög sem árekstrar þess við ýmsa lista- og menntamenn hafa komið við sögu undanfarið. Ljóð í lífi þjóðar Eitt af því sem Árni færði fram, máli sínu til stuðnings, var það, að Ijóð ættu ógreiðan aðgang að almenningi í dag. 1 kjölfar þessarar fullyrðingar birti Böðv- ar Guðmundsson grein í Þjóðviljanum, þar sem hann gerir grein fyrir samskiptum við bókaút- gáfufyrirtækið Mál og menningu, sem Árni Bergmann þekkir ef- laust deili á. Þar kemur fram að þetta, stundum kallaða róttæka útgáfu- félag, neitaði að gefa út Ijóð Guðmundar heitins Böðvarssonar (sem sögð voru andvitsmunaleg). Annað útgáfufélag, háð „markaðslögmálum", hafi þá komið til skjal- anna, og Ijóðin verð- skuldaðar móttökur al- mennings. Ljóðabækur seljast að víu mismunandi vel, eins og aðrar bæk- ur, enda mismunandi að gæðum. Á undan- förnum árum hafa þó nokkrar Ijóðabækur selst gjörsamlega upp. Sem dæmi um Ijóðabók, sem almenningur tók opnum örmum, má nefna Ljóð Jóns frá Ljárskógum, er út kom fyrir síðustu jól og fékk frábærar viðtökur. Fjölda annarra dæma mætti nefna. Hitt er svo annað mál að gagnstæð dæmi má einnig tína til. En bezt fer á því að hver og einn ráðo því hér eftir sem hingað til hvers konar bókmennt- ir hann kaupir eða fær í bókasöfnum og les. Og Ijóðið verður áfram hluti af Iffi þessarar þjóðar — og sjálfsagt er að hvetja fólk til að njóta þess, sem yngri höfundar hafa að bjóða f Ijóðagerð. Neðanjarðar- listamenn Frá því var skýrt í fréttum í gær, að sovézka lögreglan hefði meinað nokkrum kunn- um listamönnum að mæta við setningu „óopinberrar sýningar" í Lenfngrad, sem opnuð var í fyrradag. Einnig kom lögreglan í veg fyr- ir, að nafngreindir lista- menn fengju að taka þátt f þessari sýningu, sem halda átti f einka- íbúð. Margir, þar á með- al hinn kunni listmálari Oskar Rabin, voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Lögreglan I bar því við, að sýning i þessi væri til ágóða fyr- I ir Amnesty Internation- i al, alþjóðleg samtök til I baráttu fyrir mannrétt- | indum og til hjálpar ! pólitfskum föngum, i enda þótt aðgangur að I sýngunni væri ókeypis, | að sögn Natasja I Kasarinovu, húsráð- | anda sýningarfbúðar. ! Þetta dæmi, sem hér I hefur verið nefnt, er ' dæmigert fyrir „rit- I skoðunarþjóðfélagið", ' þó „neðanjarðarlista- I rnenn" hafi notið öllu ' meira frelsis undanfar- I ið en áður í Sovét- rfkjunum, eða ekki jafn I algjörs eftirlits. Engin ástæða er til að I ætla að róttæk öfl hér á landi stefni viljandi f | beina listfjötra. Því er a.m.k. erfitt að trúa. | Hinsvegar vekur það ugg, er ritskoðunar- | sjónarmið skjóta upp kolli, jafnvel undir því | yfirskini, að nauðsyn- legt sé að hafa „vit“ fyr- | ir sauðsvörtum almúganum! Einhver takmörk þarf að vísu að setja fyrir útgáfu | hreins sora og siðspill- andi efnis, enda gert. | En bókaútgáfa þarf að . vera sem frjálsust, ef | vcl á að vera. Og ekkert . er eðlilegra en að hún | nái yfir allbreitt svið, i enda „smekkur" fólks I margbreytilegur. Og i ekki verður annað séð I en íslenzkir bókaútgef- | endur hafi yfirleitt I staðið sig vel í starfi | sfnu, þó sjálfsagt megi enn betur gcra á þeim | vettvangi sem öðrum. Yfirvídd Svört stígvél úr mjúku leðri Verð 13.900,- Póstsendum Skósel, Laugaveg i 60 sími 21270 Fré NA V/MOR, Pól/andi Tveggja þilfara línuveiðarar, neta og togskip Helztu mál: lengd 32.50, breidd 7.60, dýpt frá efra þilfari 5.70. Byggð í klassa + 1 A1 Norsk Veritas úthafsísklassa "C". íbúðir fyrir 15menn. Fiskilest 185rúmm. Frystilest 19rúmm. Aðalvél MWM 81 0 hp á 750 snún. Tvær hjálparvélar 70 KVA 3x380 v. Háþrýstidekkbúnaður frá Karmöy Mek. Verksted. Fullkomnustu fiskileitar-, siglinga- og fjarskiptatæki. Verð mjög hagstætt og afgreiðslutími stuttur, samskonar skip eru í smlðum hjá Navimor fyrir Færeyinga. Leitið nánari upplýsinga GUNNAR FRIÐRIKSSON Garðastræti 6 s. 15401. 16341 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.