Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 23 Einar Scheving Árnason -Minning Einar lést að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 8. janúar s.l. Hann var fæddur 8. september árið 1900 að Hrærekslæk í Hróarstungu, N-Múl. Foreldrar hans voru Árni Stefánsson, Árna- sonar bónda í Gagnstöð í Hjalta- staðaþinghá, N-Múl., og Sigurlin Einarsdóttir frá Krossstekk í Mjóafirði. Árni bjó á Hrærekslæk frá 1894—1906, er hann lést. Hafði hann þá misst konu sína og einn son. Eftir stóðu fjögur börn munaðarlaus. Tvö eidri börnin voru tekin í fóstur, Guðbjörg og Stefan, en Einar og Rannveig, yngstu börnin, voru áfram á Hrærekslæk. Jón Ármannsson, frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra, og Margrét Snorradóttir, kona hans, keyptu jörðina með þvi skilyrði að annast uppeldi þeirra Einars og Rannveigar og greiða erfingjum eftirstöðvar af kaupverði jarðarinnar, er þau gætu séð um sig sjálf. Arið 1911 kynntumst við Einar fyrst. Við vorum saman I skóla. Þá var farskóli í sveitinni og kennt var einn mánuð i einu á bæjunum. Fljótt urðum við Einar góðir félagar. Við renndum okkur á skiðum og skautum, vorum allt- af í keppni og svo flugumst við á, til að jafna ágreining. Á milli bæja okkar, Hrærekslækjar og Hallfreðarstaða, er aðeins hálf- tíma gangur. P’ært var frá á báðum bæjum, eins og þá var algengt. Oft hittumst við i hjáset- unni. Alitaf fórum við að reyna með okkur í einhverjum leik. Einn sunnudagur er mér minnis- stæðastur. Ég sit yfir ánum, en Einar kemur að finna mig. Hann heldur áfram ferðinni og hittir mig I hjásetunni. Það er glaða sólskin og við verðum ásáttir um að fá okkur bað í Hallfreðarstaða- læknum. Við leitum uppi hyl og vöðum út í. Okkur kemur saman um að reyna nú með okkur og vita hvor geti vaðið lengra út í hylinn. Við vorum álíka stórir, eða litl- ir. Svo vöðum við út í. Vatnið er kalt, en hvorugur lætur á þvi bera. Við höldumst i hendur. Þegar vatnið nemur við höku, lít- um við þegjandi hvor á annan. Eitt skref enn og báðir fara í bólakaf. Nú vissi hvorugur hvað gerðist fyrr en við skriðum upp á bakkann og slepptum handtak- inu. Við skulfum meir af hræðslu en kulda. Nú urðum við vinir. Við áttum okkur leyndarmál. Þegar Einar var tuttugu og eins árs fór hann frá Hrærekslæk til Seyðisfjarðar. Réðst hann lær- lingur hjá Sigurði Björnssyni, tré- smið og og lauk því námi eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og vann að húsabyggingum og ann- arri trésmíði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann slasaðist ár- ið 1952, féll af vinnupalli og hryggbrotnaði. Eftir það gekk hann ekki heill til skógar, en vann þó í iðn sinni allmörg ár enn. Hann fékk heilablæðingu ár- ið 1968 og svo aftur 1971 og iam- aðist all mikið. Fyrst var hann heima i umsjá dóttur sinnar. Svo iá leiðin að Reykjalundi, Ási i Hveragerði og þaðan að Grund. Einar kvongaðist Guðrúnu Þórðardóttur árið 1931. Þau eign- uðust einn son, Örn Scheving, sem nú er fasteignasali. Þau skildu samvistir árið 1934. Hann stofnaði heimili öðru sinni með Þórönnu Friðriksdótt- ur árið 1936. Þau eignuðust fjög- ur börn. Eitt dó ungt, en þessi þrjú eru á lífi: Birgir, sem er trésmiður, Árni, hljóðfæraleikari, og Sigurlín, flugfreyja. Öll eru þau fjölskyldufólk og búa hér i borginni. Þórönnu konu sina missti Einar árið 1965. Einar var harðduglegur að hverju sem hann gekk. Hann var vinsæll og vinfastur. Einarður var hann og fylgdi ótrauður því máli, er hann taldi sannast. Glaðvær var hann og undi vel i góðra vina hópi. Félagslyndur var hann og félagshyggjumaður, sósialisti og hernámsandstæðingur. Einum traustum íslendingi er nú færra, er hann kveður. Á heimili Einars var gott að koma. Þar fann ég alltaf sömu traustu vináttuna og hlýja hand- takið og á æskudögum. Börnum Einars og fjölskyldum þeirra færi ég minar innilegustu samúðarkveðjur. Eiríkur Stefánsson SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ER það ekki veikleiki meðai ykkar mótmælenda að leggja áherzlu á „endurfæðingu“ og nema staðar þar, án þess að halda áfram og heimfæra kristindóminn til athafna I sam- félaginu? Hvað hafið þið gert t.d. f sambandi við baráttuna gegn fátæktinni? Mér finnst þér hafið lftið gert eins og flestir yðar Ifkar. Má ég minna yður á, aö það var ,,mótmælandinn“ William Booth, sem stofnaði Hjálpræðisherinn, og að það var annar mótmælandi, George Williams, sem stofnaði Kristilegt félag ungra manna (KFUM), fyrir unga menn, sem börðust í bökkum og áttu ekkert heimili? Drjúgur hluti starfs mins snertir ýmis svið í lífi samfélagsins. Ef þér lesið söguna án allra hleypidóma, geri ég ráð fyrir, áð þér komizt að raun um, að evangeliskir menn eða mótmælendur (sem þér gagnrýnið) hafa sennilega gert meira en nokkur annar hópur til þess að létta þjáningum og fátækt meðal mannkynsins. Þeir hafa vissulega tekizt á við vandamál sam- félagsins. Nú vil ég bæta því við, að ég lít svo á, að til sé fátækt, sem nái dýpra en sú, er snertir efnahag manna, og þurfi að vinna bug á, og það er hin andlega fátækt. Framkvæmdastjóri í þjóðfélags- vísindum sagði fyrir nokkru í menntaskóla einum: „Andleg fátækt — fólki finnst einmitt, að það sé þjakað af henni. Hún kemur stundum fram í sinnu- leysi, uppgjöf, sektarkennd og örvæntingu. Það er nauðsynlegt að vinna gegn henni engu síður en efnalegri fátækt." Ef satt skal segja, hef ég varið ævi minni til þess að létta alls konar fátækt, og ég ætla að halda því áfram, meðan mér endist aldur. Bandalag Reykjavíkurkvenna kynna sér skattalagafrumvarpið LAUGARDAGINN 15. þ.m. hélt Bandalag kvenna í Reykjavík kynningarfund um frumvarp það til laga um tekju og eignaskatt, er nú liggur fyrir Alþingi. 125 fulltrúar frá öllum aðildar- félögunum sóttu fundinn, en í Bandalaginu eru 30 félög með um 11 þúsund meðlimum. Gestir fundarins voru: Ríkisskattstjóri Sigurbjörn Þor- björnsson Form. Kvenfélagasambands ís- lands Sigriður Thorlachius FRÁ LEIBBEININGASTðÐ HUSMÆÐRA Hvað þarf að hafa í huga, þegar kegptur er ngr kæliskápur Fyrst þarf að athuga, hve stór hann má vera, miðað við það pláss, sem fyrir er i eldhúsinu. Athugið einnig, hvort þægileg- ast sé að hjarirnar á skáphurð- inni séu vinstra megin eða hægra megin en á mörgum teg- undum má breyta því, hvort hurðin opnast til hægri eða til vinstri. Það er mikið atriði, að skáphurðin falli nægilega þétt að skápnum. Athuga má með pappírsræmu, hvort svo sé. Hún á að festast á milli, þegar skapnum er lokað. Ennfremur þarf að athuga, hvort auðvelt sé að opna og loka skápnum og hvort góðar geymslur séu í skaphurðinni og auðvelt að hreinsa þær. Er ljós í skapnum og er unnt að breyta bilinu á milli hillanna? En hæfilegt bil á milli hillna er um 15 cm. Eru hillufestingarnar sterklegar og -þannig útbúnar, að auðvelt sé að draga hillurnar fram, og er brík á hillunum að aftan, sem kemur I veg fyrir að mætvælin detti niður, þegar hillurnar eru dregnar fram? Er auðvelt að komast að hitastillinum og er skápurinn sléttur að innan (engin skörp horn), þannig að auðvelt sé að hreinsa hann? Er unnt að stilla fæturna á skápn- um, svo að hann geti staðið lá- réttur á gólfinu, enda þótt það kunni að hallast dálítið? En hætt er við að hurð skápsins kunní að skekkjast, ef hann stendur ekki alveg láréttur. Nokkur munur er á frostinu i frystihólfinu í hinum ýmsu teg- undum af skápum. Hafa flestir kæliskápaframleiðendur merkt hurðir fyrstihólfa með stjörn- um, sem gefa til kynna, hve mikið frost er í frystihólfinu, enda hefur alþjóðleg mæli- kvarðaskipulagsnefnd (den internationale standard- iseringsorganisation ISO) sam- þykkt reglur þar að lútandi: Stjörnur eiga að vera með 6 oddum, staðsettar í ramma á loki frystihólfsins. Ein stjarna merkir, að í frystihólfinu sé a.m.k. 6° frost, tvær stjörnur 12° frost og þrjár stjörnur 18° frost. Frystihólf kæliskápa eru ein- göngu ætluð til að frysta i van- illuís o.þ.h. og til þess að geyma matvæli, sem þegar er búið að hraðfrysta. Ef ekki er nema —6° i frystihólfinu, geymast frosin matvæli þar einungis i nokkra daga en ef hins vegar er —18° i frysti hólfinu, má geyma þar frosin matvæli i lengri tíma. Sigríður Haraldsdóttir. Form. Kvenréttindafélags ís- lands Sólveig Ölafsdóttir og framkv.stj. Jafnréttisráðs Berg- þóra Sigmundsdóttir. Ríkisskattstjóri skýrði og ræddi mjög ítarlega frumvarpið. Eftir framsöguræðu ríkisskattstjóra fóru fram fyrirspurnir og umræð- ur um frumvarpið. Höfðu konur geysilegan áhúga á mörgum atriðum og að sjálf- sögðu var rætt mest um atriði er snertir skattlagningu útivinnandi húsmæðra, sérsköttun hjóna o.fl. Þá þótti konum mjög athyglis- vert, að engin kona átti sæti í nefnd þeirri er fjallaði um frum- varpið, þótt hæg hefðu verið heimatökin, þar sem við eigum ágætar konur á Alþingi. Fundurinn stóð frá kl. 9 og 'n til kl. rúmlega fjögur með aðeins kl.tíma hádegisverðarhléi. Fóru konur stórum fróðari heim og þökkuðu ríkisskattstjóra ánægjulegan dag. Innan bandalagsins starfar skattamálanefnd, sem er skipuð eftirtöldum konum: Geirþrúður H. Bernhöft formað- ur, Gerða Ásrún Jónsdóttir, Guðrún S. Jónsdóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir og Þór- unn Valdimarsdóttir. Stjórn bandalagsins skipa: Unnur Ágústsdóttir formaður, Halldóra Eggertsdóttir vara- formaður og ritari og Margrét Þórðardóttir féhirðir. Sigalda: Flæddi inn í stöðvarhúsið Á SUNNUDAG flæddi inn á tvær neðstu hæðirnar f stöðvarhúsinu við Sigöldu, en vatnið náði þó ekki upp f aflvélarnar og hlaust Iftið sem ekkert tjón af. Rögnvaldur Þorláksson verk- fræðingur sagði í samtalí við Morgunblaðið i gær, að bráða- birgðastifla framan við stöðvar- húsið hefði brostið og þvi hefði vatnið náð til að flæða inn og dælur hefði ekki haft undan. Sagði hann að í framtiðinni ætti vatn að renna í gegnum tvær neðstu hæðirnar, en sográsirnar lægju þar i gegn og í næstu viku hefðu átt að fjarlægja bráða- birgðastifluna, þannig að vatn fengi aðgang inn í húsið. Frá fundi Bandalags kvenna í Reykjavík, þar sem rætt var um skattalagafrumvarpið. I ræðustóli er rfkisskattstjóri, Sigurbjörn Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.