Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977
Ingibjörg Gunnjóna Guð-
jónsdóttir — Minning
Fædd 6. janúar 1905.
Dúin 13. janúar 1977.
Nunna frænka hefur nú lokið
hlutverki sínu á þessari jörð, en
minningarnar geymast hjá okkar
fjölskyldum og vinum.
Nunna var fædd á Flateyri í
húsi sem kallað var Langagörn,
en í dag mundi slíkt hús vera
nefnt raðhús. 1 þessu húsi bjuggu
foreldrar mínir með sinn stóra
barnahóp, afi og amma svo og
Guðjón Sigmundsson og Svanfríð-
ur Jónsdóttir, foreldrar Nunnu.
Nunna var einkabarn Svanfríð-
ar, en hún var systir fyrri konu
Guðjóns Gunnjónu, sem lést 1899
frá 4 börnum sínu á hverju árinu,
en dóttur átti hún rétt fyrir and-
látið sem lést nokkurra daga göm-
ul.
Við andlát Gunnjónu flosnaði
heimili Guðjóns upp, en börnin 3
fóru tii frændfólksins. Þuríður
sem býr i Ameríku, nú 82 ára, var
alin upp hjá afa mínum og ömmu,
Jón, nú 81 árs, fyrrv. bæjarstjóri
á Isafirði og áður bókhaldari hjá
Eimskip, tók Svanfríður sem þá
var ráðskona hjá Ellefsen á Sól-
bakka, Ragnheiður, nú 80 ára, fór
til föðursystur sinnar Jónasínu og
Ölafs Magnússonar á Þingeyri.
Guðjón giftist Svanfríði nokkrum
árum eftir lát fyrri konu sinnar
og kom þá Jón með henni aftur á
heimilið.
Arið 1928 flutti Guðjón til
Reykjavíkur með fjölskyldu, en í
hana hafði bæst fóstursonur,
Franklín Jónsson, sem ólst upp
hjá þeim eins og sonur væri, en
hann er frændi Svanfríðar og
Gunnjónu, fyrri konu Guðjóns.
Þegar ég kem til Reykjavíkur í
skóla árið 1933 hefjast kynni mín
aftur af Gamlanda, en það kölluð-
um við börnin Guðjón. Á heimil-
inu er Nunna og kynntist ég
henni þvi vel og náin tcngsl voru
alla tíð siðan.
Eftir fráfall Svanfríðar 1936
bjuggu þær systurnar, Nunna og
Ragnheiður, fósturbróður sínum
og föður yndislcgt heimili til
dánardags hans 1945.
Öll voru þau vinnandi úti, Guð-
jón scglasaumari hjá Eimskip,
Ragnheiður í Sjóklæðagerðinni
og Nunna í Sælgætisgerðinni Nóa
t
Systir okkar og fóstursystir
INGIBJÓRG GUNNJÓNA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR.
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20 janúar kl
13.30
Ragnheiður Guðjónsdóttir,
Þuríður Guðjónsdóttir Ljungblad,
Jón Guðjónsson,
Franklfn Jónsson.
t
EYMUNDURMAGNUSSON
skipstjóri
Bárugötu 5
verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju föstudagmn 21 janúar, kl
13.30
Þóra Arnadóttir
Magnús Eymundsson, Eirlka Sigurhannesdóttir
Kristrún Eymundsdóttir Halldór Blöndal
Árni Þór Eymundsson Elizabeth Eymundsson,
Katrln Eymundsdóttir Glsli G. Auðunsson.
Útför föðurbróður okkar
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
Háteigsvegi 1 5
Reykjavfk
ter fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2 1. janúar kl 10 30
Stefanla, Guðríður, Sigrlður og Sigrún Pétursdætur
t
Einlægar þakkir fyrir samúð við andlát og jarðarför.
KÁRA SIGURÐSSONAR.
húsasmiðs,
Miðtúni 14.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki hjartadeildar Land-
spítalans fyrir frábæra umönnun í erfiðum veikindum
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu,
PÁLÍNU M PÁLSDÓTTUR.
Vesturbraut 23, Hafnarfirði.
Páll R. Ólafsson, Emelia Þórðardóttir,
Þorbjörg Ó. Morthens, Emanúel Morthens,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við
andlát og útför foreldra okkar
GUÐRÚNAR OLGEIRSDÓTTUR
°9
ALBERTS RAGNARS GUÐJÓNSSONAR
Sonja Albertsdóttir.
Elfsabet Albertsdóttir,
Sævar Albertsson.
og síðar í Sælgætisgerðinni Vík-
ing.
Þótt ég væri heimagangur á
heimili þeirra, fyrst á Bárugötu
34 og síðar á Fjölnisveg 14, á
meðan Gamlandi lifði, þá urðu
enn nánari kynni okkar Nunnu
þegar hún hóf starf í fyrirtæki
mínu 1974.
Nunna var af gamla skólanum,
dyggur þjónn húsbónda sinna. Ég
veit að oft var hún lánuð frá Vík-
ing til að hjálpa til á heimili ann-
arra, sem í tengslum voru við Jón
Kjartansson, forstjóra i Víking.
Hún hafði þann starfa hjá mér
að sjá um vissar hreingerningar
og þurrka af á skrifstofum, en
eins og ég hefi oft heyrt hjá mínu
starfsfólki, þá sveif hún um fyrir-
tækið við sín störf og varð maður
varla var við hana, þótt hún ynni
störfin að mestu á venjulegum
vinnutíma.
Hún var árrisul og tók alltaf
vagninn kl. 7, því hún vildi ljúka
vissum verkum áður en aðrir
komu til vinnu. Þetta var hennar
eigin ákvörðun.
Það er sárt að missa góða vini,
en skarð hennar hjá Gunnari Ás-
geirssyni hf. og Velti hf. verður
vandfyllt. Sárast mun þó vera fyr-
ir eftirlifandi systkini sem nú
kveðja sína yngstu systur, og þá
helst Ragnheiði sem bjó með
henni frá því 1936, en þær áttu
saman íbúð að Goðheimum 1.
Fjölskyldan í Goðheimum 1,
Franklín fósturbróðir þeirra,
Gyða kona hans og dæturnar Val-
gerður og Svanfríður munu sakna
Nunnu, en þótt þau byggju sitt i
hvorri ibúðinni þá var þetta ávallt
sem ein fjölskylda.
Nunna mun einnig þakka
Franklín og hans fjölskyldu fyrir
þann mikla hlýhug sem þau
sýndu henni og að hafa haft því
láni að fagna að Franklín réðst í
að byggja með þeim í Goðheimum
1, þar sem þær eignuðust eigin
íbúð.
Við ættingjar og vinir Nunnu
fögnum því að hennar banalega
var stutt og kvalalítil.
Ég kveð Nunnu með þessum
orðum, og með þakklæti fyrir góð-
ar samverustundir frá fjölskyldu
minni og starfsfólki. Ég veit að
tekið er á móti henni í hinum
óþekkta heimi sem hún nú kemur
til með sömu blíðunni, eins og
hún sjálf sýndi hvar sem hún fór.
Ég færi Rönku systur hennar,
svo og þeim systkinum hennar
öðrum, Franklín og fjölskyldu
samúðarkveðjur okkar hjónanna
og barna okkar, en minningarnar
um Nunnu munu geymast. Megi
Guð umvefja ástvini hennar með
náð sinni og eilífri miskunn.
Gunnar Ásgeirsson.
Nú þegar Nunna frænka er dá-
in, bregður fyrir mörgum minn-
ingum í huganum. Þegar ég kom
til Reykjavíkur 1939 var heimilið
á Fjölnisvegi 14 eitt hið fyrsta,
sem ég kom á, og þangað lá leið
mín oft á næstu árum. Heimilis-
faðir þar var Guðjón Sigmunds-
son, frændi minn, en seinni kona
hans, Svanfríður ömmusystir
mín, var þá látin, en þau hjón
voru systrabörn. Dætur hans,
Ragnheiður og Gunnjóna, gegndu
þar húsmóðurstörfum, og í heim-
ilinu var bróðir minn, Franklín,
sem þau Svanfríður og Guðjón
höfðu tekið kornungan í fóstur
þegar móðir okkar veiktist og dó
skömmu síðar frá stórum barna-
hóp.
Það er minnisstæður andi, sem
ríkti á þessu heimili. Heimil-
ififólkið vann allt utan heimilis,
en hafði alltaf stúlku í hálfsdags-
vist. En á sunnudögum þegar allir
voru heima, mátti segja að þar
væri fullt hús gesta frá morgni til
kvölds, ungir og gamlir ættingjar
og vinir, og allir skemmtu sér.
Guðjón frændi sat og reykti pípu
sinu og geislaði af fjöri, og
systurnar lögðu sitt til og rausnar-
legar veitingar.
Snorri Sigfússon, sá merki
skólamaður, minnist áranna, sem
hann dvaldi á Falteyri, i II. bindi
æviminninga sinna: „Ferðin frá
Brekku." Þar segir hann, er hann
minnist vinatengsla milli sins
heimilis og þeirra Svanfríðar og
Guðjóns:
„Guðjón Sigmundsson er einn
hinn skemmtilegasti maður, sem
á vegi minum hefur orðið á langri
ævi. Hann átti til að bera flesta þá
kosti, sem taldir munu jafnákjós-
anlegir í fari manna, svo sem
dugnað, samviskusemi og greið-
vikni, ágætt hjartalag og gott
skaplyndi. Gletni hans og gaman-
semi var frábær, og allra manna
best lét honum að segja gaman-
sögur."
Þessi ummæli eru svo sannar-
lega sönn, það fann ég vel þegar
ég las þau 25 árum eftir að Guð-
jón frændi dó. Þannig var heimil-
islífið á Fjölnisveginum. Það var
eitthvað, sem dró allt þetta fólk
að. Eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni. Hún Nunna frænka, sem
Fædd: 4.9. 1904.
Dáin: 13.1 1977.
Pú Ijós sem á\ allf > sa \ ildir mér
þú loKar cnn.
í Kegnum hárur. hrim og \odasker
nú hirlir senn.
Ok <‘g finn aflur andans íogru d\ r
ok ongla þá sem harn ég þekkli fyr.
N.—M.J.
I dag er hún Lauga frænka okk-
ar kvödd hinztu kveðju. Þá er
margs að minnast og margs að
sakna frá liðnum dögum. Hún var
alltaf hin glaða og góða mann-
eskja sem kom jafnan færandi
hendi, gleðjandi. Hún var alltaf
gefandinn en ekki þiggjandinn,
sú sem veitti hjáiparhönd hvenær
sem var og ósérhlifin. Börnin okk-
ar syrgja hana einlæglega því
þeim þótti öllum vænt um hana
fyrir þær ótalmörgu stundir sem
hú gladdi þau og gaf þeim. Það
eru margir sem eiga Laugu gott
að gjalda. Hún hefur hlynnt að og
hjálpað mörgum bágstöddum og
sjúkum. Síðustu árin eftir að hún
missti heilsuna voru henni hrein
pfslarganga. Hún átti afar bágt en
kvartaði ekki frekar en fyrri dag-
inn, andmælti engu, beygði sig
fyrir því sem ekki Varð umflúið.
Hún trúði á annað líf og huggaði
sig við og sagði það að betra tæki
við hinum megin. Síðustu tímana
fannst henni hún vera heima á
nú hefur kvatt okkur, átti svo
sannarlega ágætt hjartalag og
gott skaplyndi, og fleira, sem sagt
var um föður hennar. Hver myndi
það hafa verið, sem hún vildi ekki
greiða gjöra? Ekki fældi hún
unga fólkið frá, hún átti svo létt
með að sjá í gegnum fingur við þá
ungu með sín æskubrek, hún bara
brosti og blikkaði mann með öðru
auganu. Þeir munu ekki ófáir,
vinir Franklíns bróður míns, sem
minnast Nunnu og Rönku og allr-
ar þeirrar vinsemdar, sem þeir
urðu aðnjótandi á því heimili á
ungdómsárunum.
Nunna giftist ekki og átti ekki
börn, en Franklín, fósturbróðir
hennar, var henni sem sonur,
enda sá aldursmunur á. Það eru
ekki nema tiltölulega fáir mánuð-
ir i hans lífi, sem þau bjuggu ekki
undir sama þaki. Svo tóku við
dætur hans, þær Valgerður og
Svanfríður, og þær hafa elskað
hana og hún þær.
Andlát hennar bar snöggt að, og
hún dó í faðmi eldri systurinnar,
Valgerðar, og hið síðasta sem hún
mælti við Valgerði, var:
„Nú er um að gera að vera
sterk."
Þannig var hennar líf, hún var
sterk og kvartaði aldrei.
Nú í dag, þegar við kveðjum
Nunnu frænku i hinsta sinni, vil
ég færa henni hjartans þökk frá
mér og Gróu systir, sem um tíma
bjó á þeirra heimili, fyrir allt hið
góða, sem hún lét okkur í té.
Blessuð sé hennar minning.
Guðrún I. Jónsdóttir.
æskustöðvunum sem hún þráði.
Það var hennar líkn.
1 von um að lífið sigri dauðann
eins og birtan bcr sigur af myrkr-
inu og það góða og jákvæða sigrar
alltaf að lokum, kveðjum við
frændfólkið hana með söknuði og
munum hana eins og hún var.
Far þú i friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Nanna og Rúna.
Afmœlis- og
minningargreinar
Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar verða að berast blað-
inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem
birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli.
Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið.
Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu
línubili.
Guðlaug Björg Jóns-
dóttir — Minning