Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÍ). LAUGARDAGUR 12. FEBRL'AR 1977! Járnblendifélagið: 450 millj. kr. í tekjuskatt á ári MORGUNBLAÐIÐ innti Gunnar Sigurðsson, forstjóra Járnblendi- féiagsins, eftir þvf 1 gær hver væri áætlaður tekjuskattur fyrir- tækisins þegar það væri tekið til starfa. Gunnar kvað meðaltekjuskatt á ári áætlaðan 12,6 miilj. norskra króna eða um 450 millj. fsl. kr. Kvað hann meðaltalið miðað við 17‘/í ár, en fyrirtækið mun engan tekjuskatt greiða fyrstu árin á meðan verið er að koma þvf á stofn, en sfðan kvað Gunnar skatt- byrðina vaxa mjög eftir þvf sem vaxtabyrði fyrirtækisins minnk- aði. Fjallfoss flytur tæki Energoprojekt til Reni við Svartahaf FJALLFOSS, skip Eimskipafélags Isfands, fer væntanfega þann 21. febrúar n.k. til sovésku borgarinnar Reni við Svartahaf með öll tæki sem Energoprojekt á og hefur notað við virkjunarframkvæmd- irnar við Sigöldu. Samkvæmt því sem Sigurlaugur Þorkelsson blaðafulltrúi Eimskipafélags Islands tjáði Morgunblaðinu 1 gær munu tæki Energoprojekt vera alls um 1000 lestir að þyngd mest eru þetta jarðvinnslutæki og flutningabflar Talið er að Fjallfoss verði tvær vikur á leiðinni til Reni, sem er á landamærum Rúmeníu og Sovétríkjanna og mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenzkt flutningaskip siglir inn í Svartahaf, en eins og kunnugt er sigldi olfuflutníngaskipið Hamrafell þessa leið oft á ári meðan það var i eigu íslendinga. Á heimleið er ráðgert að Fjallfoss taki salt í einhverju Miðjarðarhafslandanna og flytji til íslands. Æfingamiðstöð fyrir hreyfilömuð börn byggð við Hhðaskóla Á HAUSTI komanda er ráðgert að taka 1 notkun sérstaka deild 1 Hlfðaskóla fyrir þau hreyfihömluðu börn, sem hafa verið f skólan- um. Á fundi borgarráðs f vikunni var lagt fram bréf frá fræðslu- stjóra, Kristjáni J. Gunnarssyni, ásamt teikningu að viðbyggingu við Hlfðaskóla, sem ætluð væri fvrir deild hreyfihamlaðra barna, og féllst borgarráð fyrir sitt leyti á teikninguna. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar er hér um að ræða litla viðbygg- ingu við skólann er hefði að geyma rúmgóðan æfingasal þar sem sjúkraþjálfarar myndu æfa börnin, herbergi fyrir sérfræðinga og tannlæknisherbergi. Sagði Krístján að veittar hefðu verið um 15 milljónir króna til byggingarinnar á fjárlögum yfirstandandi árs og væri ráðgert að taka þessa byggingu í notkun hinn 1. september n.k. Arkitektar eru þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sig- urðsson. EINU SINN/ VAK HA90R %y\ m tvo ?atæku« A9 VIANN «0R6A9I EKK/ £YR\ \ SKAÍTA. ST/JN90M VA«9 RfKlO mU A© SfóJA A9 60RÉ.A WONOM, SVO ALLS' LAOS m Y/ANN. W flNA SEM WANN WAT9/ TlL VfSS A9 HTA A \W« MoKKOftRA M/LDÓNA YF/KWÁTfOR \ &ANKA ANNA9 SLAGX9, fÁ' 1 f/NAft WLLMNIR \ SKOLOA- 6KE90M ST0N9UM STM SAMI ftANK/NN KLVP7/ AT WONOM 06 SM0 tll\IN 06. TINN VfX/LL TIN'b 06 6B-N60I? OWÁ NOKKOK YtUNWOO VOSONOA V£áAK VANNI6 S.TÓ9 S>nrtþQcprast ovfntýrh Hvöt: Fundur um mikil vægi sjálfboðavinnu FÉLAG sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, Hvöt, heldur á mánudag almennan fund í Sjálfstæðishúsinu við Bol- holt. Fundarefnið verður: Um mikilvægi sjálfboða- vinnu í félagssamtökum, og frummælendur verða þau Ragnheiður Guðmundsdóttir laéknir og Gunnar Helgason for- maður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík. Þá mun verða boðið upp á upplestur á fundin- um, og það gerir Anna Guðmundsdóttir leikkona. Smáskjálfti í grennd Siglufjarðar tBUÁR 1 Siglufirði og 1 Ólafsvlk urðu varir við jarðskjálfta 1 fyrri- nótt en samkvæmt upplýsingum Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings, var aðeins um smávægilegan skjálfta að ræða, 3,3 stig. Upptök hans voru 5—10 km suðsuðvestur af Siglufirði, en á þvf svæði eru algengír minni háttar skjálftar. Ráðunautar og rannsóknamenn 1 landbúnaði skiptast á skoðunum. Þórarinn Lárusson, ráðunautur Ræktunarsambands Norðurlands, í ræðustól. Ljósm. Mbi. Fríðþjófur. Leiðbemendur 1 landbúnaði á fundi SÍÐASTLIÐNA viku hefur staðið yfir 1 Reykjavfk árlegur Ráðu- nautafundur Búnaðarfélags ts- lands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Fund þennan sækja ráðunautar búnaðarsam- bandanna I landinu, ráðunautar Búnaðarfélagsins og starfsmenn og sérfræðingar Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins en að þessu sinni sátu fundinn milli 50 og 60 manns. Á fundinum hafa að þessu sinni verið flutt fjöldamörg erindi um einstaka þætti landbúnaðar og kynntar niðurstöður tilrauna sem unnið hefur verið að og unnið er að i landbúnaði. Hefur meðal ann- ars verið fjallað um möguleika til bættrar heyverkunar, fjallað var um sauðfjárrækt og þá meðal ann- ars um ýmsa möguleika til hag- ræðingar I þeirri búgrein og kynntar voru niðurstöður rann- sókna á breytingum á kjötgæðum og vaxtalagi dilka við ræktun. Þá var á fundinum fjallað nokkuð um leiðbeiningastarfsemi í land- búnaði og töldu ýmsir að það sem helzt stæði leiðbeiningastarfsem- inrti fyrir þrifum væri skortur á mörkun heildarstefnu í fram- leiðslumálum landbúnaðarins en aðrir töldu að sú stefna væri fyrir hendi. Viðskiptajöfnuður okkar við Sovét ríkin versnaði 1976 um 119,6% VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR í viðskiptum íslendinga og Sovétríkjanna versnaði um 119.6% á árinu 1976 miðað við árið 1975. Viðskipti tslendinga við Sovétríkin voru óhagstæð 1975 um 2.730.7 milljónir króna, en árið 1976 voru þau óhag- stæð um 5.995.5 milljónir eða rétt tæplega 6 mili- jarða króna. Utflutningur íslendinga til Sovétríkj- anna minnkaði um 20.2% á sama tíma og verðmæti þeirra vara, sem tslending- ar keyptu frá Sovétríkj- unum, jókst um 28,8%. Frá þessu er skýrt í Ennfremur verða kaffi- veitingar og er allt sjálf- stæðisfólk velkomið. Fundurinn verður sem áður segir í Sjálfstæðis- húsinu við Bolholt n.k. mánudag og hefst kl. 20.30. janúarhefti Hagtíðinda, sem Hagstofa Islands gef- ur út. íslendingar fluttu út til Sovétríkjanna á árinu 1975 vörur fyrir 5050.7 milljóna króna, en 1976 nam útflutningur til Sovét- ríkjanna 4.028.8 milljónum króna. Á árinu 1976 urðu FRÁ og með 1. mars n.k. hefur Bergþór Konráðsson verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambandsins, með aðsetri á Akureyri. Hann er ráðinn í stað Hans Kristjáns Árnasonar, sem ráðinn hefur verið í starf aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá Innflutnings- deild. Bergþór Konráðsson er fæddur 17. júlí 1947. Hann varð stúdent viðskiptin íslendingum enn óhagstæðari eins og áður er getið, en það ár var innflutningur frá Sovétr- Ikjunum rúmlega 10 mill- jarðar eða 10.024.3 milljón- ir króna, en árið 1975 nam innflutningurinn 7.781.4 milljónum króna. Bergþór Konráðsson frá Menntaskólanum I Reykjavík 1966, Cand oecon frá Háskóla Islands 1971, MBA frá University of Minnesota «973. Ráðinn fulltrúi framkvæmdastjóra Iðn- aðardeildar Sambandsins frá ágúst 1976. Hann er kvæntur Hildi Björg Halldórsdóttur og eiga þau 3 börn. Sala varnar- liðseigna: Forstjóra- staðan er enn óveitt ENGINN ákvörðun hefur verið tekin um það hver hinna 34 um- sækjenda hreppir forstjórastarfið hjá Sölu varnarliðseigna. Um- sóknarfresturinn rann út fyrir nokkrum vikum. Utanríkisráð- herra veitir starfið. Helga Eyjólfssyni hefur verið falið að gegna forstjórastörfum þar til eftirmaður hans tekur við. Furdufyrirbœri nœrri Siglufiröi: Skipti litum úr eldrauðu í bláhvítt SIGLFIRZK hjón sáu kynlegt fyrirbæri um kl. 23 I fyrrakvöld þegar þau voru á kvöldakstri ( grennd við Strákagöng. Við höfðum samband við þau hjón I gær og sagðist eiginmanninum, Jóni Dýrfjörð, svo frá: „Við fór- um 1 kvöldakstur 1 góða veðrinu á fimmtudagskvöld og ókum vestur fyrir Gat eins og við segjum hér, eða í gegnum Strákagöng. Þegar við vorum stödd um það bil hálfan kílómetra vestan við Sauðanes- vita, sáum við mjög kyniegt Ijósfyrirbæri á himni. Við fylgdumst með þessu fyrirbæri I 15 mín., frá 23,03 til 23,18 en á meðan setti ég niður stikur og tók mið á fyrirbærið. Á föstu- dagsmorgun fór ég síðan og fann út stefnuna og þegar við sáum fyrirbærið fyrst var það f 276 gráðu stefnu frá okkur og um 18—20 gráður frá láréttri stefnu. Að liðnum 15 mínútum hafði ljósfyrirbærið færzt frá 276 gráðunum og í 300 gráður eða til norðurs. Ljósið frá þessu var mjög skært og skipti litum frá eldrauðu og yfir í bláhvitt. Við sáum vitann á Skagatá mjög vel, en þetta ljós var mun skýr- ara og sterkara, minnti á þegar halastjarnan var hér á ferð fyrir nokkrum árum. Skip sáum við úti á sjónum í um það bil 12 mflna fjarlægð get ég trúað, en ljósfyrirbærið var að öllum líkindum utar. Fyrirbær- ið hvarf okkur sjónum mjög skyndilega." Aðstoðarframkvæmda-, stjóri Iðnaðardeildar SÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.