Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 5

Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 5 Klukkan 21.40: „Stolið stælt og skrumskælt...” ALLT í grænum sjó, stolið skælt og skrumskælt, heitir þáttur á dagskrá útvarpsins í kvöld, klukkan 21.40. Þáttur þessi erí umsjá þeirra Jörundar Guðmundssonar og Hrafns Pálssonar. Gefið er upp i dag- skrá að tveir ókunnir gestir komi i heimsókn. Jörundur vildi ekkert fara i felur með hverjir þessir gestir væru, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum i gær, þar sem hann vinnur hjá Sverri Þóroddssyni og co. „Gestirnir i þættinum á laugardaginn verða þeir Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason", sagði hann. „Þátturinn gengur að mestu út á þorrablót, þ.e.a.s þeir Árni og Bessi skella sér á eitt slikt. Síðan heyrum við i manni uppi á Keflavíkurflugvelli, sem er á leið til útlanda og er ofsalega flughræddur, en reynir að telja sjálfum sér trú um að svo sé ekki. Svo verður auðvitað eitt- hvað um skopstælingar, t.d. heyrum við Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra og Geir Hallgrimsson forsætisráðherra syngja gamanvísur. Og þá heyrum við þáttinn „Um dag- inn og veginn" að þessu sinni í umsjá Örnólfs Thorlacius," sagði Jörundur hlæjandi. „Jú, jú ég er alltaf að herma eftir fólki. Byrjaði á þessu fyrir alvöru árið 1969 eða tveimur árum eftir að ég kom til Reyija- víkur." En Jörundur Guð- mundsson er fæddur á Akur- eyri árið 1 947, þar gekk hann í gagnfræðaskóla og kom til Reykjavíkur, þar sem hann fór í Iðnskólann til að nema rakara- iðn tvítugur að aldri. „Daginn, sem ég lauk námi við Iðnskól- ann gekk ég út hrópandi af ánægju og sagði skilið við iðn- ina fyrir fullt og allt. Hverjum ég hef mest gaman af að herma eftir? Ég held Gísla Halldórssyni leikara. Sennilega vegna þess að hann er eini maðurinn, sem tekur því virki- lega illa. En ég get bara ekki annað gert en að herma eftir honum þegar hann var t.d. að lesa söguna um Hjalta litla í sveitinni. En Gisli virðist þvi miður ekki geta tekið þessu og neitaði meira að segja að koma fram i útvarpsþætti, sem ég hafði verið í og bar því að „þessi drengur" hefði verið gestur í þættinum viku áður, en „þessi drengur" var vist ég. Svo hef ég mikið gaman af því að stæla Geir Hallgrímsson, þvi hann á það til að tala svolítið vélrænt en hann virðist alls ekki taka því illa að ég hermi eftir honum, held hann sé bara ánægður með það. Árna Gunnarsson ritstjóra hef ég líka gaman af að stæla „Heyrðu vinur ertu sybbinn" (með áherzlu á errunum) það er týpiskur Árni Gunnarsson. Jú, jú þeir eru margir skemmtiegir. Aftur á móti er enginn kven- maður, sem ég hef lagt út í að herma eftir. Finnst engin þeirra, sem ég nú þekki, hafa nógu sérkennilega rödd, nema Emilía Jónasdóttir leikkona, en hún var að hætta um það leyti.sem ég var að byrja, þannig. . Ég hef þann háttinn á að taka raddir þeirra, sem ég hermi eftir, upp á segulband og hlusta svo á þær alltaf öðru hverju til að halda mér í æf- ingu. — Það er gaman að þessu öllu. Sérstaklega hefur veturinn í vetur verið viðburða- ríkur og það er óvanalega mik- ið um þorrablót og alls lags skemmtanir sem stendur," sagði Jörundur Guðmundsson „hermikráka" að lokum. Á meðfylgjandi mynd er Sfmon ívarsson, sem sjónvarps- áhorfendur munu sjá f kvöld klukkan 20.55. Hann mun leika lög í sjónvarpssal eftir Bach og Visée. Sfmon tvarsson stundar nám f gftarleik f Vfnarborg f vetur. Flugfélagsþotur í nýjum búningi UM ÞESSAR mundir er verið að Ijúka við að mála Boieng 727 þotur Flugleiða S nýjum lit og segja kunnugir að þoturnar séu mun liflegri en áður. Að sögn Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hefur verið breytt um liti á þotunum. Rauði liturinn myndar nú breiðan geira á skrokknum og er meira ráðandi en áður. Þá er blái liturinn orðinn Ijósari. Ennfremur hefur neðri hluti þotanna verið málaður grár, en hann var ómálaður áður. Á myndinni sést Gullfaxi þota FÍ i hinum nýja búningi á Keflavíkurflugvelli. BÍLASÝNING Verður í sýningarsal Bílasölunnar Braut, Skeifunni 11 laugardag frá kl. 8—19 - sunnudag frá kl. 1 —19 Sýndir verða: Datsun Datsun 180B (Nýtt model) —Datsun 160J Datsun 120Y (4ra dyra)— Datsun120Y (sjálfskiptur) Datsun Pick-up (níðsterkur) Subaru Drif á öllum hjólum Gjörið svo vel að líta inn á bílasýningu okkar í Skeifunni 11 og kynnist nýjustu gerðum og nýjungum í japönskum bílaiðnaði Ingvar Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.