Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 8

Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 BLÓM VIKUNNAR |JJMSJÓN: ÁB. ® PELARGÓNÍA (Geranium) Sú var tíö að íslenskar húsmæður lögðu kapp á að rækta fallegar pelargóniur i gluggum sínum. Furða var hve vel þeim gekk að krækja sér í ,,afleggjara“ af hinum margvíslegustu gerðum og „koma þeim til“ eins og sagt var. Margur glugginn var þá blóm- skarti búinn sumarlangt og hýru auga rennt til þriflegra plantnanna sem næstum huldu þá — enda ekki allir stórir á þeim dögum. Sagt var að sumar þessara kvenna hefðu varast að hreyfa pottana hvað þá heldur að snúa þeim i gluggunum til þess að blómin, sem eðli sínu samkvæmt snúa sér í birtuna, — litu sem glæsilegast út séð utanfrá t.d. fjölfarinni götu. Eitthvað virðist hafa dofnað yfir pelargóniuræktuninni á seinni árum en likur benda til þess að hún sé að glæðast á nýjan leik. Pelargóniur eru blágresisættar — Geranium — og undir þvi nafni ganga þær í Bretlandi. Nafnið er leitt af grísku orði Pelargos = storkur, en blágresi er á Norður- löndum almennt kallað storkanef vegna lögunar á aldini margra þessara plantna. Arabisk munnmæli herma að pelargónfan hafi orðið til á svo- felldan hátt: Einhverju sinni hafi spámaðurinn þvegið skyrtu sína og hengt til þerris á óhrjálegan runna, en þegar skyrtan var þurr orðin og tekin af runnanum var hann orðinn að hinni fegurstu pelargóníu. Þekktar munu vera um 250 tegundir af pelargóníum og Baugblaðapelargónla (Pelargoniutn zanale) allflestar ættaðar frá Suður-Afríku. Að sjálfsögðu má skipta þeim í marga flokka, en af þeim sem kunnastar eru hér á landi má nefna: baugblaðapelargóníur (P. zonale) og enskar pelargóníur (P. grandiflorum o.fl.) Baugblaðapelargóníur eru auðþekktar á dökkum baug sem liggur yfir blöðin oft mjög áberandi. Stöngullinn er gildur blöðin stilklöng, nærri kringlótt. Blómin einlit rauð, rauðbleik eða hvít. Enskar pelargóníur bera stór skrautleg og oft marglit blóm í glæsilegum klösum. Stöngull þeirra er grennri og trjákenndari en hinna, blöðin stilkstutt og blaðjaðrarnir bylgjaðir. Pelargóníur eru yfirleitt fremur auðveldar i ræktun og fjölbreytni þeirra mikil og skemmtileg. Allar eiga það sammerkt að vera sólelskar og þurfa góða birtu. Sólskin getur þó orðið of sterkt fyrir þær, einkum í suðurgluggum og þarf þá að skyggja þær eða færa á heppilegri stað um sinn. Pelargóníum má fjölga með græðlingum sem heppilegast er að taka í febr./mars og setja annaðhvort í vatn eða mold blandaða sandi og varast að hafa í sól fyrr en greinilegt er að plantan hafi fest rætur. Pelargóniur þurfa frjósama mold, t.d. grasrótarmold bland- aða sandi, mómold og gömlum húsdýraáburði, þá þurfa þær og ríflega vökvun einkum framan af sumri. Gamlar plöntur þarf að klippa rækilega og snyrta snemma vors til þess að þær fái lögulegan vöxt og trjónist ekki upp. Heppilegasta vetrargeymsla er á björtum stað þar sem hiti fer ekki upp fyrir 10° C., en sjálfsagt verður því ekki víða við komið í okkar kappkynntu húsakynnum. Umsj.m. Eggjaframleiðendur Almennur félagsfundur verður haldinn föstu- daginn 18. febrúar kl. 14 í Útgarði, Glaesibæ. Allir eggjaframleiðendur velkomnir. Samband eggjaframleidenda. — Messur Framhald af bls. 7 BÆNASTAÐURINN Fálka- götu 10. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Samkoma kl. 4 siðd. Þórður M. Jóhannesson. KÁRSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma I safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastig kl. 11 árd. Guðsþjónusta I Kópavogs- kirkju kl. 2 siðd. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. MOSFELLSPRESTAKALL. Messa í Lágafellskirkju kl. 2 síðd. Æskilegt er að foreldrar fermingarbarna mæti ásamt börnum sínum. Séra Birgir Ás- geirsson. GARÐAKIRKJA. Barnasam- koma I skólasalnum kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Guð- mundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, prédikar. Séra Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósepssystra í G : rðabæ. Hámessa kl. 2 siðd. FRÍKIRKJAN 1 Hafnarfirði. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Safnaðarprestur. KALFATJARNARSÓKN. Barnasamkoma í Glaðheimum kl. 2 siðd. Séra Bragi Friðriks- son. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Innri- Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd og í Stapa kl. 1.30 slðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Þess er óskað að fermingarbörnin mæti ásamt foreldrum sinum. Sókn- arprestar. UTSKÁLAKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Guð- mundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. árd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA. Guðsþjónasta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. Þorlákshöfn.Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI N.L.F.Í. Hvera- gerði. Messa kl. 11 árd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. IS UirhVtfa Tl FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 í Vesturborginni 3ja herb. rúmgóð og vönduð íbúð á 1. hæð í steinhúsi skammt frá Miðbænum. Svalir, sér hiti. Við Miklubraut Sérhæð sem er dagstofa, borð- stofa, svefnherb., forstofuherb., eldhús og baðherb. Svalir, sér hiti, sér inngangur. íbúðin er á neðri hæð i þríbýlishúsi. Laus strax. Einbýlishús við Vesturberg, 8 herb. Nýtt og vandað hús. Bílskúrsréttur. Helgi Ólafsson lögg. fasteignasali kvöldsími 21155 Umboðssala Ósk um eftir að taka að okkur að selja vörur í umboðssölu. Góð sölusambönd á Reykjavíkur- svæðinu og um allt land. Tilboð sendist Mbl. merkt ,,G: 1 693 '. fyrir 20. febrúar. 2ja herb. við Álfheima Höfum í einkasölu 2ja herb. endaíbúð á 5. hæð með góðum suðursvölum. íbúðin er 70 fm. Rýjateppi á gólfum. Laus júlí—ágúst n.k. Verð 6.5 — 6.6 millj. Útb. 4.6—4.7 millj. Samningar og Fasteignir Austurstræti 10a 5. hæð Sími 24850 og 21970 Heimasimi 38157. Iðnaðarhúsnæði Vorum að fá í sölu við Auðbrekku. 270 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Lofthæð 3.600 tvennar innkeyrsludyr. Frekari upplýsingar á skrifstofunni. Athugið opið í dag frá 10 — 3 sunnudag kl. 1 —3. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998 Fasteignaviðskipti Hilmar Valdimarsson, Agnar Ólafsson, Jón Bjarnason hrl. 83000 Til SÖlu Parhús við Digranesveg Kóp. Parhús sem er tvær hæðir og kjallari rúmir 180 ferm. Gróinn garður. Bílskúrsréttur. Hægt að gera rúmgóða 2ja herb. íbúð í kjallara. Skipti á 3ja herb. íbúð æskilegt FASTEIGNAÚRVALIÐ SÍMI83000 Silfurteigil Sölustjóri: Auðunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf. 2ja herb. Hafnarfjörður góð kjör Höfum í einkasölu 2ja herbergja mjög vandaða íbúð á 5. hæð (lyfta) í háhýsi við Miðvang í Norðurbænum um 60 ferm. Fallegt útsýni Laus í maí' 77. Verð 6 milljónir útb. 4.5 milljónir við samning 1.2 milljóna mismunur af útborgun má skiptast á 18 mánuði með 2ja mánaða jöfnum greiðslum fram í júlí 1 978. 3ja herb. m/bílskúr góð kjör. Höfum í einkasölu 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Dúfnahóla í Breiðholti. íbúðin er með harðviðar- innréttingum, teppalögð. Verð 8.6 milljónir útb. 6 milljónir við samning 1.2 milljón mis- munur af útborgun má dreifast á 1 8 mánuði með tveggja mánaða jöfnum greiðslum í fram í júlí 1 978. _ Samnmgar og Fasteignir Austurstræti 10, 5. hæð s. 24850—21970 heimasimi 38157.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.