Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 Myntslátta í fornöld Þessi miðaldamynd sýnir hvernig málmplata er slegin til og síðan klippt niður f peningastærð. Peningarnir eru svo slegnir f mótunum. Vogin er notuð til að athuga þyngd peninganna. Síðan er fært inn i bækur hvert magn slegið hefur verið og fullgerðu peningarnir geymdir f járnslegnu kistunni í forgrunninum. Málmbræðslan sést svo f gegnum lúguna á veggnum. Það voru Forn-Grikkir, er tæknivæddu myntsláttuna. Tæknin sú var reyndar ekki f öðru fólgin en hamri og sterk- um manns handlegg. Skorin var mynd — spegil- mynd — í mót, er var stautur úr bronsi (siðar úr járni og enn síðar úr stáli). Mynd þessi var Efra og neðra mót, sem notuð voru til myntsláttu f Grikklandi til forna. framhlið peningsins. Stautur- inn, sem hún var skorin i, var síðan skorðaður af f steðja. Bak- hlið peningsins var síðan skorin í stansinn, nokkurs konar meitil. Steyptar málmplötur, um það bil hringlaga, voru barðar til I sem næst jafna þyngd og þykkt. eftir RAGNAR BORG Voru síðan settar í ofn og hitað- ar og málmurinn þannig gerður mýkri. Þessi málmplata var svo sett heit með töng ofan á mótið I steðjanum. Málmurinn var yfir- leitt gull eða silfur — siðar kopar, sem allt eru mjúkir málmar. Myntsláttumaðurinn hélt siðan stansinum með ann- arri hendi sn sló síðan snöggt í hann með hamrinum í hinni hendinni tvisvar eða þrisvar sinnum. Er myntin hafði þann- ig verið slegin var hún tekin aftur með töng úr mótinu. Af framangreindri lýsingu má ráða hvers vegna alltaf er talað um að slá mynt. Þessi aðferð, sem fundin var upp af Forn-Grikkjum til að slá pen- inga, var nefnilega notuð i meir en 2200 ár. Peningar eru enn þann dag i dag slegnir þannig að málmþynnur eru settar milli tveggja móta. Vélvæðingin hef- ir komið I stað handaflsins, en það eru ekki meira en 100—150 ár síðan svo varð. Peningar, sem slegnir voru með aðferð Forn-Grikkja, voru auðvitað meira og minna óreglulegir f lögun. Mjúkur málmurinn þandist I allar áttir undan högginu. Svo var lika, að málmplatan lenti ekki alltaf á réttum stað, áður en höggið reið af í miðju mótinu. Vantar þvi stundum í myndina á pen- ingnum. Ekki var heldur reynt alltof mikið að gera peningana alveg kringlótta. Hugað var að stöðlum á peningunum, sorfið af þeim sem voru of þungir og fyllt í þá, sem ekki náðu vigt. Við þetta urðu peningarnir auð- vitað enn ankannalegri í lag- inu. Audi ÍOO LS Audi-verksmiðjurnar voru sell- ar á fót í Þýskalandi 1965 og byggðu á grunni I)KVV frá því fyrir heinisstyrjöldina síðari. I dag tilheyra þa-r samsteypu ásanit NSl' og VVV . Audi 100 gerðin kom fyrst fram haustið 1968 og S-coupé gerð árið eftir. Nú hafa niiklar breytingar verið gerðar á Audi 100 bílunum og augljósust er útlitsbreytingin, en hún er veruleg og til böta bæði að utan og innan. Telja niá grunngerð- irnar þrjár, Audi 100, 100S og 100 5E. Af hverri þeirra eru síðan fáanlegar þrjár gerðir með mismunandi útbúnaði. I Audi 100 bflnum er 85 hestafla, 1600 rúmsm vél, í 100S gerð- inni er 115 hestafla, 2000 rúmsm vél, og í 100 5E gerðinni er 136 hestafla, 2200 rúmsm vél, sem er sérstök fyrir þá sök að hún er fimni strokka. Bíllinn. sem hér er aðallega um ra'tt. er Audi 100 LS. Vélin, sem er 115 hestöfl < 1)1 X) við 5500 snún./mín. er ny 2ja lftra. Þjöppunarhlutfallið er 9,3:1 og innsogið er sjálfvirkt. Bíllinn vegur óhlaðinn 1150 kg og er því 60 kg þyngri en eldri útgáf- an. Krafturinn er hins vegar einnig aukinn og er hann ága't- Nýr ur. Hraði í gírunum er 50 km/klst. í fyrsta, 90 km/klst. í 2.. 130 km/klst. í 3. og hámarks- hraðinn í 4. gír er yíir 170 km/klst. Viðbragðið 0—100 km/klst. er um 11 sekúndur. Bíllinn er íramhjóladrifinn eins og áður og undirstýrir hann lítillega i beygjum. Bíll- inn er hæfilega þungur í stýri en stýrishjólið er í stærra lagi. Högg upp í stýrið eru allmikil á holóttnm vegum en annars er gott að keyra audíinn á möl og fjaðrabúnaður er góður. Sa'tin er mjög stíf og finnst mögum þaó þægilegt en stuðningur við hrygginn neðst, í framsæt- unum, mætti vera betri. Hnakkapúðar fylgja. Sætin eru há þannig að útsýni úr bílnum er mjög gott en hins vegar finnst mér stýrishjólið verá í lægra lagi þó það venjist vel. Frágangur að innan er allur hentugur og laus við glys. Mælaborðið kann að virka nokkuð plastlegt en mælar eru stórir með hvítum tölum á svörtum grunni og mjög la'si- legum. Audi 100 er mjög rúmgóður að innan, bæði frammí og afturí. Korta- og hanskahilla, sem er fyrir ol'an pedalana nær nokkuð langt niður. Hvort það er til óþæginda getur bæði ákvarðast af smekk og líkams- byggingu viðkomandi öku- manns. Annars er rúmgott hanskahólf með ljósi. Farangursgeymslan er mjög rUmgóó. Miðstöðin er þriggja hraða og hitar mjög vel. Loftræsting er sömuleiðis góð. Kælivifta vélarinnar er með hitastilli og ler því ekki i gang nema þegar bíllinn er vel heit- ur. Hún er hins vegar fremur hávaðasöm og sérlega er áber- andi ef hún fer í gang þegar bíllinn er kyrrstæður. Audi 100 LS er ekki sérlega sportlegur i akstri, fremur þægilegur öllu heldur og góður kraftur eins og íram hefur komið. Gírskiptingar eru þægi- legar og girstöngin nú stutt. Bremsurnar eru mjög góðar. Verðið ætti að vera vel sam- keppnishæft, uni kr. 2.720.000.-. Umboðið hefur Hekla hf. Laugavegi 170. Nýtt hallandi grill og Audi-hringirnir f jórir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.