Morgunblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977
___Ævar R. Kvaran:
Hin
nýja
Jerúsalem
Emanuel Swedenborg:
Hin Nýja Jerúsalem
og
Hennar Himneska kenning.
Þýðandi: Sveinn Ólafsson.
Útg: Bókaútgáfan Þjóðsaga
Rvk. 1976.
Emanuel Swedenborg
(1688—1772) var ekki meðal
maður í neinu, sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann var
doktor i heimspeki, stærð-
fræðingur, eðlisfræðingur,
stjörnufræðingur, steina-
fræðingur, líffærafræðjngur,
liffræðingur og sérfræðingur i
málmvinnslu. Auk þess var
hann uppfinningamaður og
hafði hugboð um margar nú-
tímauppgötvanir. 1 einu rita
sinna, sem heitir Principia,
kom hann fram með kenningar
um stjörnuþoku, sextíu og
tveim árum áður en La Place og
tuttugu og einu ári áður en
Kant birtu skoðanir sínar. Næg-
ir það eitt raunar til þess að
tryggja honum tignarsæti í ríki
visinda og heimspeki. Og þó er
ekki enn allt upp talið. Þessi
merkilegi maður var einnig
ófreskur. Árið 1759 var hann
staddur í Gautaborg og sá þá
fyrir sér stórbruna, sem á sama
tíma gerðist í Stokkhólmi í 450
km fjarlægð. Hann lýsti bruna
þessum í einstökum atriðum,
hverju húsi sem brann fyrir
sig, og sendi borgarstjóra
Gautaborgar þegar skýrslu um
atburðinn: þótti þetta, eins' og
nærri má geta, alikynlegt. En
þó óx undrum manna enn meir,
þegar i ljós kom við rannsókn
síðar, að lýsing hans var algjör-
lega i hverju atriði sannleikan-
um samkvæmt. Sjálfur Kant
rannsakaði mál þetta sérstak-
lega, þvi hann átti erfitt með að
trúa þessu og ferðaðist i þvi
skyni til Svíþjóðar, þar sem
hann kynnti sér öll gögn máls-
ins. En þetta var svo kyrfilega
staðfest af ótal vitnum, að hann
taldi það fullsannað.
I nýjustu útgáfu brezku al-
fræðaorðabókarinnar er Svian-
um Emanuel Swedenborg ekki
veitt minna rúm en sjálfum
Einstein. Enda var Sweden-
borg, sökum ótrúlegrar þekk-
ingar, oft nefndur „Aristoteles
Norðurlanda“.
En Swedenborg fór ekki að-
eins sálförum milli borga til
þess að horfa á stórbruna, þeg-
ar líkami hans var staddur viðs-
fjarri, heldur taldi hann sig
fjórum sinnum hafa ferðazt inn
í hinn andlega heim og skrifaði
langar og ítarlegar lýsingar á
lífinu eftir dauðann i rit sitt
Leyndardómar himna og fleiri
bækur, sem eru heillandi lest-
ur.
Ein þessara bóka er hér kom-
in á íslenzku í þýðingu Sveins
Ólafssonar og stendur þar á
titilsíðu HIN NYJA
JERÚSALEM OG HIMNESK
KENNING HENNAR sam-
kvæmt þvi sem opinberað hef-
ur verið frá himnum. En þessi
bók kom fyrst út í Lundúnum
árið 1758. Fylgir hér með for-
máli sá, sem séra E.A. Stutton
gerði með hinni brezku hátíðar-
útgáfu þessarar bókar, sem
kom út 29. janúar 1938, og er
hann mjög þarfur þeim íslenzk-
um lesendum sem lítið vita um
Swedenborg.
1 upphafi ritverks síns
Arcana Coelestia skrifar
Swedenborg:
„Fyrir guðlega náð hefur mér
veitzt nú um nokkurra ára bil
að vera stöðugiega og óslitið i
samfélagi við anda og engla,
þar sem ég heyri þá tala og
ræddi við þá á móti. Á þennan
hátt hefur mér leyfzt að sjá og
heyra undursamlega hluti, er
eiga sér stað i öðru lífi, og sem
ekki hafa fyrr komizt til vitund-
ar eða gengið inn i hugsanir
nokkurs lifandi manns vor á
meðal. Ég hef verið fræddur
þar um efni er varða hinar
ýmsu tegundir anda, ástand
sálarinnar eftir dauðann, hel,
eða hið sorglega ástand hinna
trúlausu, himnana, eóa hið ólýs-
anlega hamingjuástand hinna
trúuðu, og þó sérstaklega varð-
andi trúarlærdómana, sem ját-
aðir eru og viðurkenndir um
gjörvöll ríki himnanna í heild
sinni.“ (Þýðing Sv. Ól.)
Kenningar Swedenborgs eru
víða mjög heillandi og fagrar,
eins og þessi bók ber vitni. Til
þess að átta okkur á því skulum
við til dæmis spyrja hann um
það, hvernig þetta himnariki,
sem honum verður svo tíðrætt
um, sé. (í svörum hans er
stuðzt við fleiri rit en það sem
hér er sérstaklega til umræðu).
Jú, það er stöðugt ástand
kærleika i verki. Kærleiksríkt
lif nær út yfir gröf og dauða.
Enda er dauðinn einungis
framhald lífsins. Hann táknar
hvorki umbreytingu né endalok
núverandi tilveru. Og Sweden-
borg lætur sér ekki nægja þess-
ar fullyrðingar, heldur lýsir lif-
inu eftir dauðann i einstökum
atriðum:
„Það liða aðeins nokkrir dag-
ar eftir dauða líkamans þangað
til maðurinn fer inn I annan
heim,“ segir hann. Þegar mað-
urinn deyr líkamsdauða er
hann leiddur inn í visst ástand,
sem er mitt á milli svefns og
vöku, en í þessu ástandi finnst
honum hann samt vera glaðvak-
andi. Öll skilningarvit hans eru
eins næm og þegar hann var
vakandi I líkama sínum. Og
þegar andinn fer að venjast
umhverfi sínu smátt og smátt
og gera sér grein fyrir dauða
sínum, þá bregður mörgum i
brún, þvi sá heimur sem hann
er staddur í er svo svipaður
þeim sem hann yfirgaf, að
margir neita að trúa þvi yfir-
leitt, að þeir séu i rauninni
dánir. Þannig kemst hinn ný-
komni andi að því að hann hef-
ur líkama, svipaðan þeim, sem
hann yfirgaf; hann hittir fyrir
sams konar fólk og-hann vand-
ist á jörðinni, og hann sér i
kringum sig svipaða hluti og
atburði og hann var vanur.
Hann nýtur með öðrum orðum
raunverulegrar, áþreifanlegrar
tilveru.
Nú, er þetta þá öldungis eins
og lífið hérna megin? Nei, á þvi
er einn reginmunur.
Skilningarvit manns eru miklu
næmari, miklu meira lifandi.
Bn maðurinn tekur ekki ein-
ungis með sér skilningarvit sín,
heldur einnig skoðanir sínar,
fordóma, venjur og öll þau
sálarlegu áhrif, sem uppeldi
hans og lifsreynsla i fyrra lífi
leiddi af sér. Þannig hafa ýms-
ar göfugar sálir þráð til dæmis
að eiga viðræður við vitrustu
menn allra alda og fá nú ósk
sína uppfyllta. Öðrum guð-
hræddum sálum hefur á jörð-
unni verið komið til að trúa því,
að á himnum sé sífelldur sam-
fagnaður og allur tíminn fari í
bænastundir og tilbeiðslu.
Þessum öndum er leyft að
ganga í musteri og framkvæma
þar helgiathafnir sínar, eins
lengi og þeim þóknast. Komast
þeir fyrst I hrifningarástand,
en þegar langur bænatími er
liðinn tekur að draga úr ákaf-
anum — suma tekur aó syfja,
aðrir taka að geyspa eða hrópa
um það að losna, og allir verða
þannig að lokum uppgefnir á
óhófi þessarar tilbeiðslu.
Að lokum læra andarnir
hvert er hið sanna eðli himna.
En það liggur i þeim unaði, að
gera eitthvað, sem er öðrum og
sjálfum manni til góðs. Með
öðrum orðum, að tilbiðja Guð
liggur ekki i sifelldum sálma-
söng. Það liggur í því að láta
ávexti kærleikans njóta sin —
þ.e. að vinna af dyggð, einlægni
og iðni að því starfi sem hentar
manni bezt, þvi að i þessu ligg-
ur guðsástin, og því að elska
náunga sinn.
Það þarf vart að taka það
fram að þessi mildi maður fann
öllum góðum mönnum stað I
himnariki, hvort sem þeir voru
kristnir eða ekki. Um þetta seg-
ir hann: „Það finnst ekki stafur
um það í Ritningunni, að gera
eigi mun á persónum eða þjóð-
um, þareð englarnir láta sig
engu skipta persónuleika
Abrahams, ísaks og Jakobs, og
sjá engan mun á Gyðingum og
öðrum þjóðum, annan en mis-
munandi kosti einstakling-
anna.“
Swedenborg segir einnig, að
öll börn séu send til himna,
hvort sem þau séu skirð eða
ekki, ogþar sé þeim hjúkrað og
þau alin upp af englum.
I þessu óskalandi hjartans er
kærleikurinn takmarkalaus,
segir Swedeneorg. Enda er hér
engin tilfinning tima, heldur
einungis breytingar á ástandi.
Árstíðaskiptin á þessum guð-
dómlega stað fara eftir tilfinn-
ingu hjartans. Sé maður glaður
i hjarta er vor og dögun; sé
maður hryggur er vetur og nótt.
Þá er ekki heldur um að ræða
fjarlægðir eða rúm í venjuleg-
um skilningi. „Þegar maður
færist frá einum stað til annars
er hann fljótari í ferðum ef
hann óskar að fara þangað, en
seinni ef hann er tregur til
þess,“ segir Swedenborg. Kær-
leikurinn er sá öxull sem allt
snýst um í þessari paradís
Swedenborgs. Aldur og elli eru
úr sögunni. Þeir sem dáið hafa
þreyttir og útslitnir en lifað í
kærleika til náunga sins standa
aftur í fullum blóma æsku og
fegurðar, sem engin orð fá lýst.
Já, þetta eru aðeins örfá sýn-
ishorn úr lýsingu þessa undar-
lega manns á stað sem hann
segist sjálfur hafa heimsótt, og
getur hver haldið um það sem
honum gott þykir.
Slikt frjálslyndi I trúmálum
var blátt áfram andleg sprengja
á átjándu öld, enda lokuðu
flestir hug sinum og hjarta fyr-
ir þessum skoðunum. Trúar-
brögð sem leyfðu slíkt
umburðarlyndi, að jafnvel
Búddhatrúarmönnum,
Múhameðstrúarmönnum og
Gyðingum var hleypt inn í
himnaríki, voru rikjandi trúar-
skoðunum blátt áfram stór-
hættuleg. En Swedenborg bjó
yfir óttaleysi þess, sem telur sig
þjón sannleikans. Hann dreifði
afritum af verkum sínum um
meginlandið og óskaði eftir um-
sögnum um þau. „En ekki ein
einasta rödd svaraði,“ eins og
hann komst að orði. Var þetta
þá allt unnið fyrir gýg? Nei.
Það voru menn uppi á þessu
tímabili, sem töldu fulla ástæðu
til þess að kynna sér þessar að
ýmsu leyti byltingarkenndu
skoðanir.
Emerson, Hawthorne,
Carlyle, Thoreau, Colericge, De
Quinsey, Materlinck og Göthe
voru menn, sem ekki létu segja
sér, hvaó þeir mættu lesa. Og
með hjálp þessara mikilmenna
gat Swedenborg eytt ævagöml-
um fordómum margra manna
og fyllt heiminn sólskini nýrrar
hugsunar.
Sökum þess, hve merkilegur
Framhald á bls. 29
Ingólfur
Bjarnason:
Höfn vid
Dyrhólaey
ÞAÐ liggur í augum uppi að íbú-
um suðurlandsundirlendisins
hefur verið það mikill þyrnir í
augum, hvað suðurströnd íslands
hefur verið afskipt, hvað hafnar-
aðstöðu snertir, miðað við aðra
landshluta.
Sem betur fer hefur nú verið
brotið í blað, þar sem Árnessýsla
hefur nú fengið sina ágætu höfn í
Þorlákshöfn.
Næsta stórverkefni, þegar lokið
verður brúargerð við ölfusárós,
ætti að vera hafnargeró fyrir
Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu, og það vill svo
vel til að höfn við Dyrhólaey
getur fullnægt þörfum beggja
þessara sýslna.
Sem barn kynntist ég áhuga
föður mins, Bjarna Jenssonar,
héraðslæknis í Síðuhéraði, fyrir
þessu máli og ætla að gamni minu
að taka upp smá grein, úr bókinni
„Faðir minn læknirinn". En þar
skrifa ég meðal annars: „Hafn-
leysið á suðurströnd landsins var
föður minum mikill Þyrnir í
augum, og vildi hann mikið á sig
leggja, ef það mætti verða til þess
að höfn yrði gerð við Dyrhólaey,
sem hann taldi besta staðinn fyrir
slikt mannvirki. Var áhugi hans
svo mikill, að hann skrifaðist á við
ýmsa menn um málið, þar á meðal
erlenda auðmenn, sem hann vissi,
að vildu láta gott af sér ieiða. I
þessum tilgangi skrifaði hann til
dæmis auðjöfrinum Andrew
Carnegie, en það bar ekki
árangur. Ég held, að Carnegie
hafi fundist óskin svo stór, að
hann gæti ekki sinnt henni, þótt
honum fyndist málið I sjálfu sér
mjög athyglisvert."
Eins og vænta má, eru ekki allir
á einu máli um staðarval fyrir
hafnargerð og ekki einhuga um
tillögur til hafnargerðar, þó
Dyrhólaey yrði fyrir valinu. Hins-
vegar eru menn sammála um, að
hafnargerð á þessu svæði sé nauð
syn, og styðja það með líkum rök-
um.
Eftir því sem ég best veit, hafa
komið fram tillögur um þrjá
staði:
1. Höfnvið Þykkvabæ.
2. Höfn við Skaftárósvita.
3. Höfn við Dyrhólaey.
Það getur verið ágætt að hafa
valkosti, en þar sem ég er ekki
nógu kunnugur i Þykkvabænum
og nágrenni, verð ég að styðjast
við umsögn I Morgunblaðinu 14.
júli 1973: „1 rauninni er alveg
Sigurður Herlufsen:
Fluor og
heilsuvemd
Venjulegt brunnvatn inniheld-
ur að meðaltali 0.08 ppm (milljón-
asta hluta úr litra) af
kalsiumfluorid. Fluoráhangendur
telja æskilegt hlutfall 1.2 ppm, en
mismunur á þessu tvennu er 150-
faldur, ekki svo litið rask á hlut-
föllum. Svo er á það að líta að
blöndun er gerð með natrium-
fluorid sem er miklu hættulegra
efni og margfaldar þá áhættu sem
slíku er samfara.
Fluorjóni er minnsti neikvæði
jóni sem til er, en hefur þó jafn
mikil áhrif og klórjóni sem er
margfalt stærri. Hættan af fluor-
jóna er að sama skapi meiri þar
sem hann kemst nær frum-
kjarnanum með sin óeðlilegu
niðurrifandi áhrif.
Það er talað um að almenningur
eigi ekki að hafa afskipti af þessu
máli, lærðir menn skuli hafa alla
forsjá. Margar hliðar eru á því
máli sem öðrum. Fleira er vit en
það sem viðurkennt er hverju
sinni.
Fyrir nokkrum áratugum voru
það nokkrir sérvitringar (m.a.
náttúrulækningamenn) sem
héldu því fram að trefjaefni væru
nauðsynleg sem hluti fæðunnar.
Ekki þarf að taka fram að hinir
leiðandi menn heilbrigðisstéttar-
innar gáfu trefjaefnum engan
gaum.
Nú gerist sá ánægjulegi atburð-
ur að ungur læknir kemur fram á
sjónarsviðið og leggur réttilega
áherzlu á hinn veigamikla þátt
sem efni þessi skipta fyrir heilsu-
farið. Þetta er lítið dæmi um að
það sem opinber heilsugæzla ekki
vissi fyrir áratugum var þó rikj-
andi sannleikur nokkurra manna
og sem þeir breyttu eftir og nutu
góðs af.
Sannleikurinn er sá að heil-
brigðismál hafa verið á villigöt-
um, því miður. Áherzla er svo til
eingöngu lögð á að meðhöndla og
bæta heilsu þeirra sem leggjast
sjúkir og misboðið hafa likama
sinum árum saman. Það þarf að
snúa við í þessum efnum og nota
hluta af orku heilbrigðismála-
kerfisins til upplýsingastarfsemi
og fyrirbyggjandi aðgerða. Fram-
tak hins unga læknis er ef til vill
vísbending um það sem koma
skal, og er það innilegt fagnaðar-
efni ef svo reynist.
Þar með erum við komin að
kjarna þessa máls sem snýr að
tannheilsunni. Orsök tann-
skemmda eins og annarra heil-
brigðisskemmda, eru fyrst og
fremst neyzluvenjur. Að leiða
málið frá þessari þungamiðju og
setja traust sitt á fluoreitrið, er i
sjálfu sér uppgjöf fyrir grundvall-
arvandanum.
Til að njóta þeirra lífsgæða sem