Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 17

Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 17 Flóttamenn koma til Thailands Khieu Samphan (til vinstri) með Sihanouk fyrsta árið 1973 Lon Nol og kona hans á leið f útlegð að nánustu fylgismenn Lon Nols yrðu látnir svara til saka, en vonuðu að Rauðu Khmerarn- ir fylgdu kenningum Búdda- trúarinnar og sýndu öðrum Khmerum tillitssemi, virðingu og vinsemd. Á fyrstu klukkustund her- náms höfuðborgarinnar kom til nokkurra árekstra, og þótt Rauðu Khmerarnir refsuðu öðrum grimmilega, sem staðnir voru að þjófnaði eða öðrum af- brotum, létu þeir eigin her- menn afskiptalausa við sama verknað. Einnig áttu hermenn rauðliða það til að skjóta menn á götum úti, sem ekki sýndu þeim nægilega virðingu. En þetta voru óskipulagðir at- burðir, og jafnan er misjafn sauður í mörgu fé. Borgirnar tæmdar Það var svo klukkan á milli 9 og tíu þennan hernámsmorgun að til tíðinda dró, en þá til- kynntu yfirvöld kommúnista að allir borgarbúar, konur karlar, börn og gamalmenni, sjúkir jafnt sem heilbrigðir, yrðu að yfirgefa borgina strax, því í borgum ríkti spilling, sem þyrfti að uppræta. Engum var hlíft, allir voru reknir út á göt- ur, öll hús rýmd, einnig sjúkra- húsin, og á örskammri stundu höfðu hundruð þúsunda borgarbúa safnazt saman utan dyra og hafið gönguna miklu burt frá borginni, út í óvissuna. Sumir flóttamannanna höfðu Ijótar lýsingar á brottflutning- unum. Þannig sást til eldri manns, sem bar um tvítugan son sinn á bakinu út úr sjúkra- húsi og út í iðandi mannfjöld- ann. Sonurinn virtist koma beint af skurðarborðinu, því á hann vantaði báða fætur, og umbúðirnar um sárin voru al- blóðugar. Sonurinn þjáðist ber- sýnilega mikið, og sárbað föður sinn að leyfa sér heldur að deyja. Víða mátti sjá eiginkonur hermanna aka særðum eigin- mönnum sínum út á göturnar i sjúkrarúmum, sem voru á hjól- um, og hundruð karla, kvenna og barna stauluðust um göt- urnar á hækjum og sjúkraklæð- um. Brezki blaðamaðurinn Jon Swain fylgdist með atburð- unum úr skrifstofu í franska sendiráðinu í Phnom Penh, og kvaðst ekki i fimm ára sögu styrjaidarinnar hafa séð ömur- legri sjón. Sagði Swain þessi að Rauðu Khmerarnir hlytu að hafa gert sér það ljóst að fáir þeirra 20 þúsund særðu her- manna, sem reknir voru út á göturnar, gætu haldið lífi. „Maður hlýtur að draga þá ályktun að þeir hafi engar mannúðarlegar tilfinningar", segir hann. Skotglaðir Rauðliðar Lítið mátti út af bregða við brottflutning íbúanna án þess að Rauðu Khmerarnir beittu vopnum sínum. Þannig skýrir franskur kennari frá því að hópur rauðliða hafi verið á göngu skammt frá franska sendiráðinu og ruðzt gegnum hóp borgarbúa, sem var að hlýða fyrirmælum um að yfir- gefa borgina. Övart skildu rauðliðarnir sundur foreldra og börn þeirra. Þegar foreldrarnir reyndu að komast aftur yfir til barnanna, skutu rauðliðarnir á þau og bönuðu báðum. Maður nokkur kom á reiðhjóli framhjá hópi Rauðra Khmera og kallaði til þeirra að hann væri að fara að sækja fjölskyldu sína. Rauð- liðarnir skutu hann fyrirvara- laust til bana. Svona sögur og svipaðar eru óteljandi. En ekki urðu allir flóttamennirnir vitni að manndrápum beinlínis, hins- vegar fór það ekki framhjá neinum á göngunni löngu, sem á eftir fylgdi, hvað væri áð ger- ast. Allsstaðar, hvert sem farið var, mátti sjá fjölda rotnandi líka meðfram vegunum, og lík- daunninn lá yfir öllu. Þegar út á þjóðvegina kom var endalausum mannstraumn- um sagt að halda áfram eins hratt og unnt var, og úti á landsbyggðinni bættust við hópar frá öðrum borgum, því allar borgir og þéttbýliskjarnar voru viku eftir sigur kommún- ista orðnar mannlausar, um- kringdar hermönnum til að koma í veg fyrir að íbúarnír leituðu þangað á ný. Meðfram þjóðvegunum voru einnig hermenn á verði, og á vissu millibili herflokkar, sem völdu úr mannþyrpingunni smá hópa eins og veiðimenn. Þessir hópar fengu svo fyrirmæli um að setjast að þar sem þeir voru, byggja sér íbúðarkofa og rækta jörðina. Ekki mátti fólkið taka sér búsetu í yfirgefnum húsum, heldur fékk hver fjölskylda 25 fermetra svæði til að koma upp nýbyggingu úr hverju því bygg- ingarefni, sem tiltækt var á st aðnum. Aftökur 1 fyrstu einbeittu Rauðu Khmerarnir sér að því að finna fyrrverandi yfirmenn úr her Lon Nols, háttsetta opinbera starfsmenn og lögreglumenn, og voru þeir líflátnir. Seinna var svo óbreyttum hermönnum og lægra settum starfsmönnum fyrri stjórnarinnar búin sömu örlög, og þá oft allri fjölskyldu þeirra. Þannig birta þeir Barron og Paul lýsingar af því hvernig fjölskyldurnar voru fluttar út á opin svæði um- kringd hermönnum. Svo var einn í einu leiddur fram, látinn krjúpa milli tveggja hermanna vopnuðum byssustingjum, og - þegar merki var gefið ráku hermennirnir byssustingina í bak og brjóst krjúpandi manns- ins, Svo voru eiginkonurnar leiddar fram og síðast börnin, og blóðið flaut um akrana. Þegar hermönnum og opin- berum starfsmönnum fyrri stjórnar hafði verið komið fyrir kattarnef, beindist athyglin að kennurum, stúdentum og menntamönnum, því menntun- in gat verið hættuleg að dómi nýju ráðamannanna. Nú gátu yfirvöldin tilkynnt: „Rúmlega tvö þúsund ára saga Kambódíu er ekki lengur til'\ og var það að miklu leyti rétt. Borgirnar stóðu mannlausar, gömul hand- rit og skjöl, bækur og bók- menntir höfðu orðið eldinum að bráð eða flotið til hafs niður eftir Mekong fljótinu, og þjóðin barðist við hungurdauðann. Þá var einn.leiðtoga nýju heranna, Ieng Sary, sendur sem fulltrúi Kambodíu til Allsherjarþings' Sameinuðu þjóðanna. Við kom- una til New York sagði hann: „Borgirnar hafa verið hreinsað- ar“. Og við komuna til fundar SÞ fékk hann innilegar móttök- ur fulltrúa ríkja viða urn heim. þjóðernisástæðum — vegna þess hve fámennir þeir eru. Þeir eru tuggugu sinnum fleiri en íslend- ingar. KOSTIR KONUNGSVELDIS Til marks um það hvert sverð og skjöldur konungsveldið sáluga var listamönnum, er flutningur Björns Th. Björnssonar á endur- minningum einkaþjóns Thorvald- s* . Lýðveldið íslenska gæti ýmis- i t af konungs- og lénsskipulag- inu lært í sumum málaflokkum. Endurminningar þessar eru eitt- hvert hugþekkasta efni sem í háa herrans tíð hefur heyrst í útvarp- inu — og flutningurinn eins og við er að búast þegar Björn á í hlut. Thorvaldsensafnið í Kaup- mannahöfn er veglegt minnis- merki um list Thorvaldsen — en framtak þjónsins danska er minn- ismerki um manninn bak við verkin, og að sínu leyti ekki síðra hinu fyrrnefnda. Hann hefur varðveitt manninn Thorvaldsen handa komandi kynslóðum. Handaverk manna verða með tim- anum framandleg, fjarlæg, miklu fyrr en snjöll dæmi af stórbrot- inni sál í önn hversdagsins. ER TÆKNIN AÐ KOMA ÍSLANDI A HELJARÞRÖM? Ritskýrandi einn sagði fyrir skömmu höfundi einum það til lasts að hann breiddi sjálfan sig yfir allt sem hann fjallaði um. Það gleymdist að taka fram hvern annan en sjálfan sig höfundur ætti fremur að breiða yfir mál- efni. Varla skráp annarra manna. Ég breiddi mig ekki nægilega út yfir raforkumálin í síðasta pistli — eða öllu heldur: ályktanir sem draga má af þeim rúmuðust ekki í pistlinum. Ég var að velta fyrir mér hvort tæknin — svo mót- sagnakennt sem það kann nú að hljóma — geri ekki hið svokallaða jafnvægi í byggð landsins að þvi meiri rekstrarlegri fásinnu sem henni fleygir fram. lsland er sagt orkuauðugt land; samt er raforkuverð hér — og þá er átt við nettóverð hæst á norður- löndum. Það leiðir hugann að vandamáli sem sýnt er að verður í fullu fjöri löngu eftir að allir sem nú eru á dögum í landinu verða komnir undir græna torfu. íslend- ingar eru alltof fáir og allt of dreifðir um land sitt. Landið- of stórt — eða við of fáir, eftir því hvernig á það er litið. Þetta mis- ræmi milli umfangs byggðar og^ fólksfjöldans virðist vera sú botn- lausa hít sem svelgir arðsemi landkosta og tækni og rafmagns- verðið er gott dæmi um. Og svo virðist að eftir því sem tækninni fleygir fram aukist misræmið fremur en hitt. Þetta er víta- hringur. Og við ráðum ekki ferð- inni. An tækniþróunar til jafns við nágrannalöndin erum við ekki samkeppnisfærir til langframa — og tæknin kostar offjár og krefst ítrustu rekstrarhagkvæmni, ein- mitt þeirrar hagkvæmni sem ekki eru forsendur fyrir í þjóðfélagi af okkar gerð, ekki óbreyttu. Allir þessir vegir, símalínur, rafstreng- ir og turnar, endurvarpsstöðyar, samgöngutæki, allt þetta flandur um hundrað og fjögur þúsund ferkílómetra svæði, allar þessar hafnir. Þær eru t.d. sjötíu að tölu, það hálfa væri yfrið nóg til að taka við þeim afla sem berst á land hringin i kringum landið — en afli er fluttur úrleiðis með ærnum kostnaði inn á nálega hverja krummavík í atvinnuskyni í stað þess að flytja fólkið eitthvað saman, t.d. á þrjátíu og fimm punkta í stað þess að láta það hírast á sjötíu. Jöfnunargjaldið á póstinum er alveg skinandi dæmi um hagkvæmnina á rekstri af þessu tagi, það kostar tíu sinnum meira aá senda Morgunblaðið til Kaupmannahafnar frá Reykjavík en frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Það gerir jöfnunar- gjaldið — vegna dreifbýlisins. Og þjóðinni er hætt að fjölga svo nokkru nemi; og stóraukin sókn kvenna í atvinnulífið og hátækni- legar getnaðarvarnir munu enn hamla gegn barneignum. A annað þúsund manns flúðu land á síð- asta ári, þreyttir á verðbólgu og landlægum fjárkröggum. Mis- ræmið vex, æ hærri brestir bylja í undirstöðum efnahagslifsins. Hengiflugið, kollsteypan, er á næsta leyti. Land með einhverjar hæstu þjóðartekjur í heimi að tiltölu, er láglaunasvæði. Ekki vegna þess að þjóðin sveitist undir auðstétt — heldur vegna þess að rekstrar- form þjóðarbúsins er fyrir löngu úrelt. Ef rekstrarformið er ein- hverskonar heilög kýr sem enginn þorir að blaka við og ef ekki má þjappa þjóðinni eitthvað saman og það snarlega, er einsýnt að við verðum að leita til þeirra ágætu skipuleggjenda, Þjóðverja, um lausn á enn stærri vanda en vanda sakamála. Geysifröðlegt væri að sjá tillögur sérfróðra út- lendinga um arðsamar úrbætur á rekstri fslenska þjóðarbúsins, að fá að sjá eins og tíu tillögur ásamt jafnmörgum arðsemisútreikning- um. Kannski fylgdi þvi sársauka- minnst röskun að flytja inn fólk, skipulega — í þeim mæli árlega að innflutningurinn yrði okkur ekki menningarlega banvænn. Við tileinkum okkur þá það nýti- lega í fari útlendinganna — og í staðinn hlöðum við þá gjöfum frjálshuga einstaklingshyggju og fyrir hana og íslenskuna mega þeir sem koma úr þrengslunum og af hrognamáissvæðunum úti í heimi prísa sig sæia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.