Morgunblaðið - 12.02.1977, Page 21

Morgunblaðið - 12.02.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 21 Kosningar í Danmörku næstkomandi þriðjudag Verkfallsboðun frestað þar til að kosningunum loknum Mogens Glistrup spáir nýjum kosningum og falli Ankers Jörgensens innan fárra mánaða Frá Lars Olsen fréttaritara Morgunblaðsins 1 Kaup- mannahöfn. EF þingkosningar stæðu ekki fyrir dyrum f Dan- mörku á þriðjudaginn kemur hefðu fyrstu verkfalls- boðanir verkalýðsfélaganna komið 1 gær, en verka- lýðshreyfingin vill ekki leggja borgaraflokkunum f hendur það vopn ( kosningabaráttunni. Þvf verða fyrstu verkföllin ekki boðuð fyrr en daginn eftir kosningarnar, 16. febrúar. Samningaviðræður um endurnýjun ágústsamkomu- lagsins ganga treglega, meðal annars af þvf að Þjóð- þingið hefur beint þvf til launþega og vinnuveitenda að launahækkunum verði haldið innan 2% marka, en einnig munu úrslit kosninganna og sú stjðrn, sem verður við völd að þeim loknum hafa sitt að segja um afstöðu vinnuveitenda og danska alþýðusambandsins til kjarasamninga. Flest bendir til þess að Anker Jörgensen gegni áfram embætti forsætisráðherra eftir kosningar, og að rfkisstjórnin verði eftir sem áður minnihlutastjórn jafnaðarmanna. Niðurstöður allra skoðanakannana, sem hér hafa verið gerðar að undanförnu, benda til þess að fylgi jafnaðarmanna fari vaxandi, en fylgi helzta stjórnarandstöðuflokksins, Vinstriflokksins, minnkandi. Ef marka má skoðanakannanir verður þó ekki hjá þvf komizt að taka einnig tillit tif þess að niðurstöðurnar gefa til kynna, að eftir kosningar eigi 11 stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi, og þetta getur gert strik f reikninginn þegar kemur að þvf að mynda rfkisstjórn. Mogens Glistrup, formaður hins hægri sinnaða Framfaraflokks, sem einkum stefnir að þvf að draga úr skattaálögum, er meðal þeirra, sem telja að stjórn jafnaðarmanna verði áfram við völd f Danmörku eftir kosningar, en hann heldur þvf fram, að efnt verði aftur til kosninga f landinu á þessu ári — sennilega áður en flestir Danir fara f sumarleyfi. Glistrup segir þetta f viðtali við Politiken f gær, og rökstuðningur hans fyrir þessari fullyrðingu er þessi: „í sfðasta lagi þá hrynur allt f rúst hjá Anker Jörgensen forsætisráð- herra.“ Þessi ummæli eru athyglisverð, ekki sízt vegna þess að Framfaraflokknum er spáð meira fylgi í þingkosn- ingunum á þriðjudaginn en Vinstriflokknum, og þar með verður hann fjölmennasti stjórnarandstöðuflokk- urinn. Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem er einn smáflokk- anna, er hvað viðkemur stjórnmálaskoðunum ein- hvers staðar mitt á milli jafnaðarmanna og kommún- ista. Eftir kosningar mun flokkurinn gera harða hrfð að Poul Dalsager, núverandi sjávarútvegsráðherra jafnaðarmannaflokksins, vegna undanlátssemi hans við Breta I sambandi við fiskveiðistefnu Efnahags- bandalagsins. Fulltrúi Sósíalfska þjóðarflokksins i markaðsmálsnefnd Þjóðþingsins, Jens Maigaard, verð- ur f forsvari fyrir flokkinn í þessu máli, en hann heldur því fram að Danir eigi að beita neitunarvaldi gegn tillögum Breta um fiskveiðimál bandalagsins, enda telur hann að nái þær fram að ganga sé hætta á að stoðunum verði kippt undan dönskum sjávarútvegi og séu Bretar nú í þann veginn að tryggja sér allt of stóran hlut af þeim afla, sem veiðist í fiskveiðilögsögu POUL HARTLING, formaður Vinstri- flokksins, sem jafnaðarmenn saka um að hafa steypt Dönum út i ótima- bærar kosningar i skugga verkfalla. MOGENS GLISTRUP — verð- ur flokkur hans næstfjölmennasti stjórnmálaflokkur Danmerkur eftir kosningar? ANKER JÖRGENSEN greiðir atkvæði ásamt eiginkonu sinni í síðustu kosningum. Búinn að vera áður en Danir fara í sumar- leyfi, segir Glistrup. EBE. Sömu skoðunar er blaðið ,,Politiken“, sem hefur birt forystugrein undiryfirskriftinni „Ósvífni Breta". Með þessum málatilbúnaði Sósialiska þjóóarflokks- ins hefur afstaðan til Efnahagsbandalagsins orðið liður í kosningabaráttunni. Er það vonum seinna þar sem meirihluti Dana er mótfallinn aðildinni að EBE, en Danmörk er eina landið þar sem svo háttar. Óróleiki á vinnumarkaði setur sinn svip á kosn- ingabaráttuna. Póstmenn hafa tekið upp vinnu að nýju en sú vinnustöðvun var hin 24. á tveimur árum. Berlingsku blöðin koma enn ekki út, og hörgull er á dagblöðum i lausasölu. Þá eru á döfinni hjá þeim dagblöðum, sem út koma, aðgerðir vegna auglýsinga, sem unnar eru á auglýs- ingastofum, en starfsmenn þeirra eru ekki i stéttarfé- lögum, og neita setjarar hreinlega að snerta við þess- um auglýsingum. Meðal annars hefur þetta orðið tii þess að kosningaauglýsingar Vinstriflokksins birtast ekki, og það hefur aftur kallað á ásakanir um pólitíska ritskoðun og misnotkun aðstöðu í sambandi við kosn- ingarnar. Meðan öll þessi ósköp ganga á hefur nýr stjórnmála- flokkur litið dagsins ljós, flokkur eftirlaunaþega, sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að eftirlaun verði hækkuð. Skoðanakannanir benda ekki til þess að flokkurinn fái kjörinn þingmann, en stofnun flokks- ins hefur gert það að verkum að 12 flokkar ganga nú til kosninga. Fleiri flokkar hafa ekki boðið fram í nokkrum þingkosningum til þessa, en hvað sem um það má segja er þó allavega ljóst, að danskir kjósendur — 3.5 milljónir að tölu — geta ekki kvartað yfir því að hafa ekki úr nógu að moða þegar þeir ganga að kjörborðinu eftir helgi. {•ÍMilKNINGASTOM IANOMNMNWIN5 Eins og meðfylgjandi skýringarmynd sýnir er mikill munur & vinnu við sauðf járrækt eftir mánuðum. Þannig er vinnuálagið þrefalt meira um sauðburðinn f maf en f mánuðunum janúar — aprfl. Á búreikningabúum hefur ekki verið notuð sú hagræðing, sem beitt var við tilraunina á Skriðuklaustri. HíEgt að minuka vinnu á sauðburði um helming VIÐ vinnurannsóknir, sem framkvæmdar voru við sauðburð á Tilraunabúi Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Skriðuklaustri vorin 1975 og 1976 kom f Ijós að með beitingu ákveðinnar hagræðingar má draga úr vinnuþörf á hverja kind á sauðburði um nær helming. Þær hagræðingaraðferðir sem beitt var á búinu á Skriðuklaustri, fólust einkum f gerð sauðburðaráætlunar skiptingu ánna f ákveðna hópa eftir burðartfma og notkun hólfa við fjárhúsin og burðarstfa f fjárhúsum. Niðurstöður mælinganna voru þær að vinnuþörf á sauðburði á vetrarfóðraða kind mældist 1.7 mfnútur vorið 1975, en 2 mfnútur vorið 1976. Hins vegar hefur vinnuþörf á sauðburði á búreikningabúum reynzt um 3.9 mfnútur á kind. Dr. Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búfjárdeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, sagði í gær að þessi niðurstaða væri fyrir margra hluta sakir at- hyglisverð. Hingað til hefði mikil vinnuþörf við sauðfjárbúskap á mestu annatfmunum og þá sér- staklega yfir sauðburðinn verið talin ein helzta hindrunin fyrir þvi að hægt væri að stækka sauð- fjárbúin. Sagði dr. Stefán að miðað við þessar tölur virtist mega stækka meðal sauðfjárbúið um nær helming og miðað við 400 kinda bú næmi sá timasparnaður, sem fram kæmi við þessar hag- ræðingaraðgerðir, 13 klst, á sólar- hring, á mesta annatímanum við sauðburðinn en nú þyrftu sauð- fjárbændur með um 400 kindabú að vinna allan sólarhringinn, þegar vinnuálagið er mest. Við báðum dr. Stefán að lýsa stuttlega fyrir okkur þeim hag- ræðingaraðgerðum, sem beitt hefði verið á búinu á Skriðu- klaustri. Sagði dr. Stefán, að fylgzt væri með ánum um fengi- tímann og skráð hvenær þær fengju fang. Þá væru ærnar flokkaðar í hópa nokkru fyrir byrjun sauðburðar og á Skriðu- klaustri þar sem ærnar hefðu verið 610, þegar tilraunirnar voru gerðar, voru þær flokkaðar I 7 hópa eftir þvi hvenær þær áttu tal. Hópunum er haldið aðgreind- um þar til hver hópur fyri~ sig er kominn á tal. Gert er ráð fyrir að óbornar ær og geldfé geti legið úti i hólfum eða í sérstökum króm í fjárhúsi. Ær sem komnar eru að burði eru teknar i sérstaka burðardeild og er einn hópur tekinn inn i burðardeildina i einu. Rannsóknir sýna að flestar bera ærnar á tali en frávik geta þó verið fjórir dagar fyrir tal eða eftir tal. Þegar ærnar taka lamb- sótt eru ærnar teknar i burðar- stigur, látnar bera þar og vera þar einar i a.m.k. 6 klst. Frá þvi að þær taka lambsóttina Gert er ráð fyrir að tvilembur séu inni i 3 sólarhringa, i útistium næstu 7 sólarhringa og i graslausum úti- hólfum á fullri gjöf, þar til beit er orðin nóg. Gert er ráð fyrir að hafa einlembur inni i 1 til 2 sólar- hringa en ráð er fyrir þvi gert að geta haldið öllu fé á gjöf fram yfir sauðburðarlok. —með hagræðingaraðgerðum á fengitíma og sauðburði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.