Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977
23
— Orkunýting
forsenda...
Framhald af bls. 18
egi, ef undan væri skilið fossafl,
sem af náttúruverndarástæðum
yrði ekki nýtt. Mikið væri um
orkufrekan iðnað i Noregi, sem
fyrst hefði verið i eigu útlend-
inga, en væri nú nær allur i
norskri eign. Mikið'af þessum
verksmiðjum þyrfti nú endurnýj-
unar við og þessi iðnaður þyrfti
þar meiri orku en hann gæti feng-
ið. Norski Alþýðuflokkurinn,
Kristilegi flokkurinn og Hægri
flokkurinn vildu hlúa að tiltækri
iðju í landinu, enda atvinna og
afkoma heilla byggðarlaga undir
því komin. Milliflokkarnir norsku
væru óráðnari i afstöðu — en SF
(norska alþýðubandalagið) eitt á
móti. Pólitísk afstaða til málsins
væri því svipuð þar og hér.
Benedikt dró í efa að Union
Carbide hefði dregið sig út úr
samstarfí hér vegna versnandi af-
komumöguleika slíkra verk-
smiðja. Þeir hefðu ætlað sér að
brjótast inn á Evrópumarkað
gegn um sameignaraðstöðu hér.
Skyndilega hefði verið horfið frá
slíkri útþenslu, e.t.v. vegna
mannaskipta í æðstu stjórn
„hringsins".
Benedikt sagði að fara þyrfti af
varúð og gát í stóriðju. Rangt
hefði verið að sínu mati að leyfa
sama erlendum aðila of mikil um-
svif, t.d. að byggja margar álverk-
smiðjur. Hyggilegt væri að skipta
við fleiri og hyggja að fjölbreytt-
ari framleiðslu. Hann hvatti til
fræðilegrar úttektar á íslenzkum
möguleikum í stóriðju, nefndi
m.a. demantaframleiðslu til iðn-
aðar.
Benedikt fjallaði um efnisatriði
samningsins við hið norska fyrir-
tæki. Rétt væri að fara varlega
þegar mótaðili réði framleiðslu-
keðjunni frá hráefnanámum,
gegn um framleiðslustig til vöru-
dreifingar. Sér virtist betur hafa
til tekizt hér en varðandi álið,
sérstaklega um sölu framleiðslu,
en frekari skýringa þyrfti við
varðandi hráefnisöflun til fyrir-
tækisins.
Þá ræddi hann um nýtingu
þriðju auðlindar okkar, orkunnar.
Taldi hann að óvirkjuð orka, en
virkjanleg, reiknað með 20% af-
föllum vegna náttúruverndar-
sjónarmiða, gæti gefið okkur 35
milljarða á ári i tekjur, miðað við
stórvirkjunarverð (sem þó væri
lágt talið). Þessa auðlind verðum
við að nýta, sagði Benedikt, eftir
öllum, tiltækum en skynsamleg-
um leiðum. Uttekt þyrfti að gera
á þessum miklu möguleikum, á
strangfræðilegum grunni, sem
verið gæti tslendingum styrkur
við ákvarðanatöku í framtíðinni.
Þá gagnrýndi Benedikt harð-
lega að Alþingi hefði í raun verið
svipt valkostum i virkjunarmögu-
leikum af „kerfinu". Lúta þyrfti
að hönnuðum valkostum, sem
Landsvirkjunarkerfið hefði jafn-
an tiltæka, en aðrir möguleikar,
e.t.v. æskilegri, biðu ókannaðir.
Þann veg hefði Alþingi misst
ákvörðunarvald siU til kerfisins.
Enn yrði því virkjað á eldgosa- og
jarðhræringabeltinu (Hrauneyja-
foss) og byggðasjónarmið snið-
gengið.
Að lokum ræddi Benedikt um
raforkuverð, annarsvegar með
smáum virkjunum, sem þýddu
dýrt rafmagn i framleiðslu, eða
með stórvirkjunum, sem að jafn-
aði biðu upp á ódýrari raforku,
Stórvikjanir væru hinsvegar háð-
ar orkufrekum kaupendum eða
framleiðslu. Ef hætt yrði við járn-
blendiverksmiðjuna nú, myndu
milljarðar króna koma ofan á raf-
orkuverð til almennings og iðnað-
ar á næstu árum, svo orkuverið
gæti risið undir stofnkostnaði.
Benedikt sagði að lokum að
þingflokkur Alþýðuflokksins
myndi fylgja þessu frumvarpi.
Landsbyggðar-
hagsmunir
sniðgengnir
Karvcl Pálmason (SFV) gagn-
rýndi að þingmenn hefðu ekki
fengið jafnsnemma í hendur
framkomið frumvarp um járn-
blendiverksmiðju. Svo væri að sjá
sem framverðir járnblendimáls
hefðu ekkert lært af samskiptun-
um við Union Carbide, eða af því,
að það fyrirtæki hefði dregið sig í
hlé, með ærnum kostnaði. Engin
breyting hefur átt sér stað í hug-
um forgöngumannanna. Hann
vék síðan að margháttuðum fram-
faramálum í strjálbýli, m.a. í
virkjunum, sem það fjármagn
væri betur komið í, sem nú skyldi
renna í Hvalfjarðarjárnblendið.
Ekki hefðu legið á lausu 100
milljónir, sem þurft hefði til að
tvöfalda afköst feitfiskbræðslu i
Bolungarvík, en milljarðatugir
tiltækir, að því er virtist, í eitt
risafyrirtækið enn á Suðvestur-
horninu. Þetta væri byggðastefna
ríkisstjórnarinnar í framkvæmd.
Hann deildi hart á Alþýðuflokk-
inn fyrir afstöðu hans til málsins.
Og enn skyldi virkjað hér syðra,
Hrauneyjafoss. Kerfið hefði i
raun hrifsað ákvörðunarvaldið af
Alþingi.
Þjóðlegir
atvinnuvegir
og óþjóðlegir
Sigurður Magnússon (Abl)
taldi efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar stefnt í voða með inn-
rás erlendra auðhringa í atvinnu-
og efnahagsmál þjóðarinnar.
Þessir auðhringir væru viðsjár-
gripir og nokkurskonar framhald
fyrri nýlendustefnu. Valið stæði
milli þjóðlegra atvinnuvega, sem
reynast myndu okkur bezt hér
eftir sem hingað til, og óþjóð-
legra, í höndum erlendra auð-
hringa. Alþýðubandalagið hefði
jafnan haft forystu um eflingu
hinnar þjóðlegu framleiðslu í
landinu. Hann líkti stóriðjunni
við verzlunareinokun fyrri tima
hér á landi.
Stjórnarþingmaður
andvígur
frumvarpinu
Páll Pétursson (F) lýsti sig
andvígan frumvarpinu. Ástæðan
til þess að Elkem kysi sameign
um verksmiðju hér væri sú, að
þeim yrði selt rafmagn á hálfu því
verði, sem það þyrfti að greiða i
Noregi, ef það færði út kvíar þar.
Hann taldi þessa verksmiðju
verða landbúnaði til hnekkis í
nágrenni hennar og raska sam-
ræmi í byggð og atvinnurekstri,
sem fyrir væri. Það er dýrt spaug
að reisa verksmiðju upp á 19.000
m.kr., sagði þingmaðurinn. Verk-
smiðju, sem auk þess nýtur fríð-
inda á sviði tolla, skatta og í kaup-
um á raforku og veitir máske ekki
af slíkum hlunnindum. Þá verður
að reisa félaginu nýja höfn upp á
800 m.kr., sem betur væri komin
út á Akranesi. Það tekur engu tali
að þessi verksmiðjuhöfn þrengi
kosti í uppbyggingu annarra
hafna i landinu. Hann vitnaði til
þingsályktunartillögu, sem hann
flytur ásamt Ingvari Gislasyni
þess efnis, að eftirleiðis sé óheim-
ilt að gera samninga um raforku-
sölu til orkufreks iðnaðar nema
þeir séu þannig úr garði gerðir að
tryggt sé að ætíð sé greitt meðal-
framleiðslukostnaðarverð fyrir
heildarframleiðslu raforku í land-
inu, þannig að öruggt sé að ís-
lendingar þurfi aldrei að greiða
niður orkuverð til orkufreks iðn-
aðar.
Þingmaðurinn taldi að fjárhag
þjóðarinnar væri stefnt í voða
vegna „glannalegrar stefnu í raf-
orkumálum". „Við virkjum of
stórt í einu.“ Nær væri að fara sér
hægar og leggja megináherzlu á
samtengingu dreifikerfis og
styrkingu þess. Þannig gætum við
nýtt orkulindirnar sjálfir.
Páll vék að því að við ættum
ekkert frekar að hleypa útlendum
auðhringum inn i atvinnuland-
helgi okkar en fiskveiðilandhelgi.
Hann minnti á, hvern veg farið
hefði ef „braskhneigt skáld, sem
ól með sér drauma um stórat-
vinnurekstur útlendinga á Is-
landi" fyri 60 — 70 árum, hefði þá
fengið að ráða ferð. Þá værum við
ekki sjálfstæð þjóð í dag. Þá væri
þetta land ekki jafn gott og raun
bæri vitni um nú, sagði hann að
lokum.
Samtök fram-
Stjórn Félags framreiðslumanna: Fremri röð: Viðar Ottesen,
varaform., Haraldur Tómasson, form., og Halldór E. Malmberg
ritari. Aftari röð: Óskar Magnússon, gjaldkeri, Brynja Guð-
mundsdóttir, spjaldskrárritari og tsleifur Jónsson 1. varamaður.
og matreiðslu
manna 50 ára
1 stjórn Félags matreiðslumanna eru: Eirfkur Viggóson, form.,
Úlfar Eysteinsson varaform. Aftari röð: Jón Snorrason, ritari,
Gfsli Theodórsson meðstj. og Guðbrandur G. Björnsson gjaldkeri.
NÚ ERU liðin 50 ár frá stofnun
samtaka Matreiðslu- og fram-
reiðslufólks, en 12. febrúar
1927 var stofnað Matsveina- og
veitingaþjónafélag tslands að
Hótel Heklu. Frumkvöðull að
stofnun félagsins var Ólafur
Jónsson veitingaþjónn, en
hann hafði vlða starfað m.a.
sem veitingaþjónn I tsrael.
í samantekt eftir Ingólf Jóns-
son frá Prestbakka um félögin
segir að Matsveina- og veitinga-
þjónafélag hafi starfað allt til
ársins 1941 er það var leyst upp
í tvö félög, Matsveina- og
veitingaþjónafélag Reykja-
vfkur og Matsveina- og
veitingaþjónafélag Islands.
Nafni Matsveina- og veitinga-
þjónafélags Reykjavfkur var
árið 1947 breytt í Félag fram-
reiðslumanna og sama ár var
lögum Matsveina- og veitinga-
þjónafélagi Islands breytt og
félaginu skipt í tvær deildir,
matreiðslu og framleiðsludeild.
Þá var árið 1950 gengið frá
samningum milli beggja félag-
anna og hafa þau starfað sem
samtök á vinnáttugrundvelli
síðan. Hlutu samtökin nafnið
Samband matreiðslu- og fram-
reiðslumanna en 1965 var lög-
um sambandsins breytti mörg-
um atriðum og tekið upp nafnið
Samband starfsfólks f veitinga-
húsum, S.S.V.
Árið 1965 keyptu Félag Mat-
reiðslumanna og Félag fram-
reiðslumanna ásamt sex öðrum
stéttarfélögum efstu hæð húss-
ins nr. 7 við Óðinsgötu í Reykja-
vík og hafði hvert félag sína
eigin skrifstofu en sameiginleg-
ur fundarsalur var fyrir þau
öll. Varð mikil breying á allri
aðstöðu félaganna og um leið
urðu þau sjálfstæðari hvert fyr-
ir sig.
Verkföll og
vinnudeilur
Fyrsta verkfallið, sem samtök
matreiðslu og framreiðsluenn
stóðu að, var 24. janúar 1941,
var 24. janáar 1941 en það var
samúðarverkfall með Sjöfn, fél-
agi starfsstúlkna á veitingahús-
um. Stóð verkfall þetta til 14.
febrúar, en var þá lýst ógilt
með Félagsdómi sakir form-
galla.
Árið 1950 og 1955 voru harð-
vftug verkföll háð til að knýja
fram samninga við skipafélögin
og tókust samningar að lokum.
Deilt var um kjaramál og einn-
ig um forgangsréttindi iðn-
lærðra manna til starfa á skip-
unum.
Árið 1966 um sumarið var
háð verkfall i veitingahúsum,
en þvi lauk með setningu
bráðabirgðalaga, þar sem verk-
fallið var bannað og gerðardóm-
ur settur til að úrskurða um
ágreiningsatriðin.
31. mai 1972 fór félag mat-
reiðslumanna í verkfall og lagði
þá Félag framreiðslumanna
einnig niður störf. Var mikil
harka i verkfallinu og eru átök
við Óðal og Hótel Sögu mönn-
um í fersku minni. Verkfallinu
lauk 10. júní með samningum,
en Ólafur Jóhannesson, þáver-
andi forsætisráðherra, hafði
beitt sér fyrir lausn verkfalls-
ins og í þvi skyni kallað lög-
menn félaganna á sinn fund.
FELAGSMÁL
Áður hefur verið getið kaupa
á húsinu við Óðinsgötu 7 og
leiddu þau húsakaup af sér
breytingar á allri aðstöðu félag-
anna og svipazt var nú eftir
nýjum verkefnum þar sem stór-
hugur óx og allt félagsstarf
varð fastara í skorðum. Arið
1969 eignaðist Félag mat-
reiðslumanna hlut í fram-
kvæmdum Iðnaðarfélaga að
Svignaskarði I Borgarfirði og á
þar nú sumarhús. Einnig hefur
félagið keypt land I Norðurkoti
i Grimsnesi þar sem reist hefur
verið sumarhús, sérstaklega
ætlað ekkjum vg börnum lát-
inna félagsmanna til sumar-
dvalar.
Matsveina- og veitingaþjóna-
félag íslands gaf i nokkur ár út
Félagstiðindi en þau hófu
göngu sína árið 1930 og þar er
að finna fróðleik um starf sam-
takanna frá fyrstu árunum. Það
kom út I nýjum búningi árið
1963 og allt til ársins 1974 en
siðan þá hefur ekki verið um
reglulega útgáfu að ræða. Þá
gaf Samband Matreiðslu- og
framreiðslumanna út timaritið
Gestinn um nokkurra ára skeið.
Á liðnum árum hafa félögin
stofnað ýmsa sjóði sem hafa
komið að miklum notum svo
sem lífeyrissjóð, félagssjóð,
fræðslusjóð styrktarsjóð,
vinnudeilusjóð og orlofs-
heimilasjóð og enn fleiri.
Samtök matreiðslu- og fram-
reiðslumanna beittu sér
snemma fyrir bættri menntun
stétta sinna og viðurkenningu á
starfsgreinunum sem sérstök-
um iðngreinum. Sú viðurkenn-
ing hlauzt árið 1941 en það varð
ekki fyrr en árið 1947 að frum-
varp um skóla varð að lögum og
var hann settur á stofn árið
1955. Var hann fyrst til húsa i
Sjómannaskólanum, Matsveina-
og veitingaþjónaskólinn, eins
og hann hét, en fyrir nokkru
var hann færður I Hótel Esju og
heitir nú Hótela og veitinga-
skóli Islands. Áður en skólinn
kom til voru haldin námskeið
fyrir verðandi matreiðslu- og
framleiðslumenn á skipum.
1 febrúar 1967 gaf Janus
Halldórsson, framreiðslumað-
ur, félagi sinu innrammaða
matseðla frá þvi fyrir og um
aldamót svo og ljósprentað ein-
tak af 10 ára afmælisriti sam-
takanna. Siðar gaf hann Félagi
framreiðslumanna gamlar
myndir og eru þessar minjar
vel varðveittar á skrifstofu
félagsins, en Janus er einn af
heiðursfélögum samtaka Fél-
ags matreiðslu- og framreiðslu-
manna. Aðrir heiðursfélagar
eru Sigurður B. Gröndal, Guð-
mundur H. Jónsson, Davíð Þor-
láksson, Kai Ölafsson, Sæmund-
ur Þórðarson, Bjarni Jóhannes-
son, Henry Cristian Hansen og
Jón Maríasson.
Næstkomandi miðvikudag
verður opið hús I Sjómanna-
skólanum kl. 15—17 og er þang-
að boðið félagsmönnum og öðr-
um velunnurumsamtakanna.
Framhald á bls 22.