Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 FEBRUAR 1977 Karl B. Marteinsson, Skálateigi, minning Fæddur. 9. nóv. 1911. Dáinn. 25.. nóv. 1976. Laugardaginn 4. desember síð- astliðinn var til moldar borinn í Grindavík minn kæri föðurbróðir, Karl Björgvin Marteinsson, sem lést að heimili sinu 25. nóv. Karl var fæddur að Hólum í Norðfjarð- arhreppi þann 9. nóv. 1911. For- eldrar hans voru Marteinn Sigfús- son bóndi þar og eiginkona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Fluttu þau sfðar að Skálateigi í sömu sveit og þar bjó Karl mestan sinn búskap. Systkini Karls voru Sig- fús Þorsteinsson, hálfbróðir, en alsystkini Ingigerður Stefanfa og Svavar Kristinn og fóstursystir Anna. Er mér minnisstætt frá æsku minni hve innilegt samband var milli þeirra systkina, traust og hjálpsemi, vildu þau öll létta undir hvert með öðru, enda alin upp við gott atlæti á sönnu ágætis- heimili. Afi minn og amma voru mannkostamanneskjur og var mér mikil gæfa að fá að alast upp í skjóli þessa góða fólks, auk minna ágætu foreldra. Ég á ótal góðar minningar um Karl frænda minn, eða Kalla eins og ég kallaði hann. Árið 1942 gekk Karl að eiga eftirlifandi konu sfna, Dagmar Oskarsdóttur frá Leiti f Mjóafirði. Er mér minnisstæður brúðkaups- dagur þeirra, hve Dagmar var hugguleg og mikil dama i Fjólu- bláa flauelskjólnum og hann karl- mannlegur I dökku fötunum. Kari var ekki hár maður en hnellinn og samsvaraði sér hið bezta. Hanr var frfður, viðmótið oftast glatt og hlýlegt. Þau voru þennan dag svo hamingjusöm, svo ljómandi af kærleik og hlýju. Þannig virtust þau ávallt vera, veit ég að hjóna- band þeirra var óvenju gott, enda byggt á þeim stoðum, sem beztar eru í hverju hjónabandi, gagn- kvæmu trausti, ást og virðingu. Þeim varð fimm barna auðið, elztur er Óskar, sem heldur heim- ili með móður sinni. Marteinn, kvæntur og býr f Grindavfk, Björg Ingigerður, gift á Akranesi, Gerður Kristfn, gift og býr við Grimsárvirkjun, Baldur, yngstur, stundar nám f Reykjavík. Barna- börnin eru sjö, falleg börn og mannvænleg, yndi afa sfns og ömmu. Þegar Karl og Dagmar hófu bú- skap, byggðu þau upp á föðurleifð hans á Hólum í félagi við bræður Dagmar, þá Axel og Óskar, sem báðir eru látnir, langt um aldur fram. En meðan á uppbygging- unni stóð missti Karl heilsuna svo að hann var uppfrá því mikill öryrki. Vanheilsuna bar hann af aðdáunarverðri þrautseigju, aldr- ei heyrði ég hann kvarta, en oft skopaðist hann að sjálfum sér og sfnu auma ástandi, þegar liðagigt- in var sem verst að viðbættu magasári, hjartveiki og fleiru. Þegar móðir Karls lézt fluttist hann með fjölskylduna aftur að Skálateigi og önnuðust þau föður hans til hinzta dags. Bjuggu þau þar sfðan í um 20 ár, þar til fyrir rúmu ári að þau fluttu til Grinda- vfkur. Þar áttu þau indæla fbúð og við þeim blasti friðsælt ævi- Systir okkar og fósturmóðír ELÍNBORG KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Eyrarbakka, Skeiðarvogi 127, Reykjavfk, lézt I Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtudaginn 10. febrúar. Sigurður Kristjánsson, Jóhannes Kristjánsson, Kristján Sigurbjorn Sigurðsson, GuSmunda Magnúsdóttir. t Móðir okkar, LAUFEY FRÍÐA ERLENDSDÓTTIR frá Snjallssteinshöfða. Bröttukinn 21. Hafnarfirði, andaðist i Landsspítalanum 10-febrúar. Bömin. Útför föðursystur okkar t SESSELJU SIGURÐARDÓTTUR Háteigsvegi 15 Reykjavlk fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14 febrúar kl. 3 e.h. Stefania, Guðriður, SigriBur og Sigrún Pétursdætur. t Móðir okkar RAKEL ÞÓRARINSDÓTTIR, Vlðilundi 4E, Akureyri, lézt I Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri þann 10 febrúar 1977. Jarðarförin fer fram þann 1 6 febrúar kl 1 3 30 frá Akureyrarkirkju Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjálparsveit Skáta Akureyri Börn hinnar látnu. t Fósturfaðir minn. BJÖRN SKÚLASON, Baldursgotu 12 er lézt 6. febrúar, verður jarðsungínn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14 þ m kl 13 30 Knútur Höjriis kvöld, er hann var svo snögglega burtkvaddur af þessum heimi. Ut- för hans fór fram f fögru veðri og að viðstöddu fjölmenni og var öll sú athöfn mjög falleg og um margt óvénjuleg og eftirminnileg. Mér er mikil eftirsjá að Kalla frænda mfnum, hann var mér alla tíð sem annar faðir og þau hjónin bæði mér svo óskaplega góð, féll aldrei skuggi á vináttu okkar. Langar mig að minnast hér á eitt atvik, sem lýsir vel framkomu hans við mig. Það var einn fagran sunnudagsmorgun, er ég var fimm ára, að foreldrar mfnir og Kalli ásamt fleirum ætluðu f reið- túr inn f Hóladali með Inga T. Lárussyni og Kristínu Ágústsdótt- ur, konu hans, en þau voru miklar hestamanneskjur. Ég vildi fara með, ég var vitlaus i hesta og tilbað tónskáldið, hann var ljúfur og góður og átti alltaf súkkulaði. En faðir minn sagði að ég væri of lítil til að fara, þau riðu svo hratt. Ég grét og grét, ég var jú eina barnið og var óvön að vera neitað um nokkuð. Jú, allir reyndu for- tölur, en ekkert dugði. Þá kom Kalli frændi minn, hann bauðst til að ríða með mig inn að Hólum, ef ég yrði góð eftir heima þegar þau færu. Jú, ég sættist á þetta, ef ég fengi að fara á Brynju, en það var hryssa, sem hann átti og af öllum hrossunum bar, hvað vöxt og vilja snerti. Nú var sá ljóður á, að merin var svo erfið að fáir fengu við ráðið. En Kalli var mjög góður hestamaður og á Brynju fórum við tvfmennandi inn að Hólum og til baka. Engin ferð á ævi minni hefur verið mér meira virði, hún var hið fullkomna Guttormur Hermann Vigfússon —Minning Fæddur 27. júnf 1916 Dáinn 18. janúar 1977 Við vorum staddir á Brúarfossi f Cambridge Maryland í Banda- ríkjunum, þriðjudaginn 18. janú- ar. Umhverfið allt óvenju kulda- legt og dautt. Skipið er svo gott sem frosið inni í höfninni, svo þykkur er ísinn umhverfis það. Það er frost og grá hélumóða um- lykur allt umhverfið. Á fsnum sit- ur hópur smáfugla sem bera sig aumlega. Þeir eru búnir að bíða við skipið í allan morgun og ábyggilega orðnir langeygðir og hryggir, það var enginn sem kom aftur á skipið og kastaði til þeirra brauðmolum eins og undanfarna morgna. Já, hvað kom til. Jú, eins og rithöfundurinn sagði: Móða tímans virðist vera lygn, en þó er hún svo spora-drjúg að undrun gegnir. Já, móða tfmans hafði sannar- lega verið sporadrjúg. Mann setur hljóðan um stund, fregnin, hann Hermann vinur þinn er dáinn. Dáinn, er það eina sem maður getur sagt. Dáinn. Já, ósköp var allt hljótt og sorglegt um borð f Brúarfossi þessa stund. Jú, við skipsfélagarnir vorum einum okkar besta vin og góðum dreng fátækari. Guttormur Hermann Vigfússon var látinn. Hermann eins og hann var jafn- an kallaður, hafði þjáðst nokkuð af of háum blóðþrýsting og varð oft að taka á öllu sínu til að vinna sfn verk, en þeim verkum sem Hermann átti að vinna þurfti eng- inn að hafa áhyggjur af, og ekki var hann að kvarta eða biðja aðra um hjálp. Það var nokkuð sem Hermann átti erfitt með. Hermann var sérstakt snyrti- menni, bæði með sjálfan sig og það umhverfi, þar sem hann vann. Hermann var lærður þjónn og var búinn að vinna á ýmsum stöð- um bæði til sjós og lands, en eins og hann sagði mér eitt sinn, „þá lfður mér alltaf best úti á sjó.“ Hann var lengi á Gullfossi, þar leið honum ve! og þess skips sakn- aði hann mikið. Hann vildi vera frjáls eins og fuglinn, á sífelldu ferðalagi og þjónninn var honum í blóð borinn, ef svo má segja. Hann hafði yndi af að vera i gleð- skap og gleðja aðra, þá kemur mér ekki sfst i hug ef börn voru annars vegar þvf barngóður var Hermann með eindæmum. t Eigínmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JAKOB ÓLAFUR PÉTURSSON. Kotárgerði 10, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl 13 30 Margrét Jónsdóttir Hrefna Jakobsdóttir Ingvi R. Loftsson Erna Jakobsdóttir Ólöf Þráinsdóttir Margrét og Nanna Guðrún Ingvadætur. t Þökkum öllum auðsýnda hjálp og vináttu við útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, SÓLVEIGAR KRISTJÁNSSON. Þrastargötu 4. Fyrir hönd vina og vandamanna, Karly J Legere Kristján S. Kristjónsson Elvar Kristjónsson tengdabörn. barnabörn og vinir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SALÓMONS SÆMUNDSSONAR Ketilsstöðum Kristín Gunnarsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. ævintýri og hún var uppreisn æru minnar f viðskiptum við þá full- orðnu. Ég held að eitt slfkt góðverk hljóti a vera gildur aðgöngumiði að himnarfki, en ég veit að Kalli vann mörg slfk verk. Hann var einkar barngóður enda hændust flest börn að honum. Síðar áttu synir mfnir þess kost að vera heimagangar hjá þeim hjónum og sækja þangað allt gott. Þau voru bæði samhent f gestrisninni, á þeirra borðum var ávallt góður, fallega borinn fram matur, enda var Dagmar sérstök húsmóðir, reglusöm, þrifin og smekkleg. Sakna ég þess mjög, að koma heim í sveitina mfna og finna þau ekki lengur f „gamla bænum“, jar sem áður bjuggu afi minn og amma. Ég vona bara að ég fái að hitta þau öll f öðrum heimi. Þá getum við Kalli vonandi látið gammana geysa, hestana okkar hvítu, sem okkur þótti vænst um. Ég þakka mínum kæra frænda vináttuna og bið honum blessunar Guðs, einnig eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönnum, um leið og ég votta þeim innileg- ustu samúð. Sigrún Sigfúsdóttir. Ég kynntist Hermanni fyrir u.þ.b. 3 árum er hann réðst á þetta skip og lengi verður f huga mér, hvað hann var alltaf léttur í lund, hugsunin, húmorinn og strákurinn f honum var alltaf sí- ungt. Oft var safnast saman f „messanum" og hlegið innilega, ef sögumaðurinn var Hermann sem var að rifja upp gömul ævin- týri og sögur frá fyrri tfmum, en af þvf átti hann nóg. Hann hafði vissar áhyggjur af þvf ef hann þyrfti að hætta á sjónum og sér- staklega ef hann þyrfti að liggja eitthvað. En hann var búinn að búa sig undir það að ýmsu leyti, en sannarlega átti hann ekki von á þvf að svona stutt væri eftir eins og raun varð á. En hvað er dásam- legra en að láta óskirnar rætast? Slíkra endaloka var hann einmitt búinn að óska sér, þegar að kall- inu kæmi. Ættum við þá ekki að vera sátt við orðinn hlut, við sem aðeins þekktum hann og vorum vinir hans. En hann átti líka meir en bara vini. Hermann átti einnig tvo syni frá seinna hjónabandi, sem að vfsu eiga nú heima hjá sinni móð- ur f Þýzkalandi, en eru hér nú, til að fylgja föður sfnum sfðasta spöl- inn. Þeir eru Alvin Vigfús og Ing- bert Jóakim. Þeirra sorg er sár og ekki bætanleg með fáeinum lfn- um. Ég votta þeim mfna innileg- ustu samúð, svo og öðrum góðvin- um Hermanns heitins. Hermanni þakka ég samfylgdina og allar þær ánægjustundir sem við höf- um átt saman. Ilafsteinn Jóhannesson. ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.