Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 39

Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 39 U mf erdarreglnasamkeppni: Fylgjum reglum, fordumst slysin UM ÞESSAR mundir efna Sam- vinnutryggingar tii verðlauna- samkeppni sem reynir f þekk- ingu manna á umferðarreglum. 1 boði eru ein verðlaun en þau er ferð fyrir þrjá til Kanaríeyja, að verðmæti 225 þúsund krónur, að þvl er segir 1 fréttatilkynningu frá Samvinnutryggingum. Nánar segir I fréttatilkynning- unni: Nú stendur yfir samkeppni sem Samvinnutryggingar g.t. efna til. í keppninni reynir á þekkingu manna á umferðarreglum. Ein verðlaun eru i boði: ferð fyrir þrjá til Kanarieyja að verðmæti kr. 225.000.-. Samvinnutryggingar hafa gefið út litprentað umferðarkort á stærð við skrifborðsplötu (138 sm langt). Á þvi koma fyrir yfirleitt ailar þær aðstæður sem þekkjast i daglegri umferð borgarbúa. Um- ferðarráð leiðbeindi við gerð kortsins. Vonast er til að hver fjölskylda í landinu eignist um- ferðarkort og foreldrar bæði æfi sig og leiðbeini börnum sínum þannig, að allir öðlist betri skiln- ing á umferðarreglum.. Aukin þekking almennings á lögmálum o INNLENT umferðarinnar er ein megin for- senda þess að umferðarslysum fækki. Verðlaunasamkeppnin er til þess ætluð að koma fólki á sporið, fá það til að nota kortið og glöggva sig á aðstæðum sem það hefur verið í vafa um til þessa. Árekstur á umferðarkortinu er ólikt meinlausari en árekstur i umferðinni. Kortið er svo stórt að unnt er að nota minnstu gerð leik- fangabila við aksturinn. Til þátttöku i verðlaunasam- keppninni þarf að svara 36 spurn- ingum og senda svörin til Sam- vinnutrygginga fyrir 15. mars n.k. Umferðarráð samdi spurningarn- ar. Verkefnið er sett upp sem krossapróf og þvi auðunnið, sé þekkingin fyrir hendi. öllum landsmönnum er heimil þátttaka i samkeppninni. Umferðarkortið og spurninga- listar með svarseðlum fást á aðal- skrifstofu Samvinnutrygginga og í umboðum félagsins um land allt. Umferðarkortið kostar kr. 200.- en spurningalistar og svarseðlar eru afhentir án endurgjalds. Spurningarnar munu birtast i auglýsingum i dagblöðunum nú á næstunni og fylgja svarseðlar þar með. 1 dómnefnd samkeppninnar eru eftirtaldir menn: Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, Sigurður Ágústsson full- trúi Umferðarráðs og Sturla Þórðárson, fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavik. Heila- mænu- sigg fél- aginu berst stórgjöf HEILA-mænu sigg félaginu (Multiple-Sclerosis) hefur borizt stórgjöf, sem afhent var á mið- vikudaginn að Hátúni 12. Gjöfin er peningaupphæð, 220 þúsund krónur, og er hún gefin til minningar um hjónin frá Aratungu i Strandasýslu, Sigriði G. Friðriksdóttur og Bergsvein Sveinsson. Gefendur eru börn þeirra og barnabörn og skal nota gjöfina í þarfir sjúklinga, sem þjást af sjúkdómi þeim, sem fé- lagið er kennt við, eða í annað, sem stjórn félagsins telur mest aðkallandi. Myndin var tekin við afhend- ingu gjafarinnar, talið frá vinstri: Sigríður Stephensen, Sigfríður Maronsdóttir, Guðbjörg Berg- sveinsdóttir, Sverrir Bergmann, læknir, formaður félagsins, Berg- sveinn S. Bergsveinsson, Marinó L. Stefánsson og Ólöf Rikharðs- dóttir. Hjúkrunarfræðing- ar óska samninga FUNDUR hjúkrunarfræðinga, sem sagt hafa upp störfum hefur sent frá sér frétt þar sem segir m.a. að um sfðustu áramót hafi verið 1.458 félagar f Hjúkrunar- félagi tslands. Af þeim séu 558 1 fullu starfi, 266 f hálfu starfi og 142 erlendis. Laun nýútskrifaðra 1 / J[/ 1 rm \ > _ *“ '■* ^ ; m ?r , yr n m X i ,§? M ( • m Í ’ 'S l M MK «W - ' mfTV. * hjúkrunarfræðinga eru 99.941 kr., launafl. b-10 og með fulla starfsreynslu eftir launafl. B-ll, 106.486.- kr. Um hátlðar fá þeir álag kr. 211.56 á klst. Æðsta em- bætti hjúkrunarfræðinga á sjúkrastofnunum er staða hjúkrunarforstjóra sem er f launafl. B-21 152.367,- kr. Síðan segir í fréttinni: Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum við Borgarspit- alann, Landakotsspítalann og Vífilsstaðaspítalann álíta að með bættum kjörum verði talsverð bót ráðin á ofangreindu ófremdar- ástandi (þ.e. skorti á starfsfólki og miklu vinnuálagi). Mun það bæði auka áhuga á hjúkrunar- námi og halda fólki betur i starfi. Ef tekið er mið af hinum Norðurlöndunum er islenzk hjúkrunarstétt ótrúlega langt á eftir, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Krefjumst við þess að verða metin að verðleikum og væntum sanngjarnra málaloka, samninga, og að unnt verði að komast hjá neyðarástandi í sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Lcikbrúðuland: Meistari Jakob Á MORGUN, sunnudag 13. febrúar, frumsýnir Leikbrúðu- land þrjá nýja leikbrúðuþætti. Fyrsti þátturinn fjallar um stutta ævi lltillar holtasóleyjar. Siðan koma gamlir kunningjar „tfu litlir negrastrákar" og loks er nýr þáttur um Meistara Jakob, sem í þetta sinn vinnur í happadrætti og lendir af þeim sökum f ýmsum þrengingum. Starfsemi Leikbrúðulands er orðin föst í sessi og hefur undanfarin fimm ár sett upp sýningu hvern vetur að Fri- kirkjuvegi 11 I húsnæði Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. 1 þetta sinn er sýning Leikbrúðulands seinna á ferðinni en að vanda og er ástæðan sú að Leikbrúðu- land tók þátt i gestaleik Þjóð- leikhússins á „Litla Prins- inum“ I haust, og fór i leikferð til Chicago. Aðstandendur Leikbrúðu- lands eru: Bryndis Gunnars- dóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leikstjóri Meistara Jakobs er Hólmfríður Pálsdótt- ir. Arnhildur Pálsdóttir leik- stýrir hinum þáttum sýningar- innar. Leikstjöld gerði Þorbjörg Höskuldsdóttir. Sýningar verða á hverjum sunnudegi kl. 3 að Fríkirkju- vegi 11. Miðasala hefst kl. 1 á sunnudögum og verður svarað í sima 15937 frá 1—3, en aðeins sýningardagana. Fjörugt skáklíf í Kópavogi AÐALFUNDUR Taflfé- lags Kópavogs var hald- inn nýlega. Fyrri stjórn var einróma endurkjör- in en hana skipa: Sigurð- ur Kristjánsson, formað- ur, Jörundur Þórðarson, varaformaður, Sverrir Kristinsson, gjaldkeri, Björn Halldórsson, rit- ari, og Hjalti Karlsson, meðstjórnandi. í tilkynningu frá félaginu segir. að starfsemin sé mjög blómleg um þessar mundir. Meðal annars hefur félagið gengizt fyrir þremur hraðskák- mótum, þar sem umhugsunar- timi er 15 minútur. Sigurveg- arar hafa orðið Sturla Péturs- son, Björn Halldórsson og Erlingur Þorsteinsson. Skákþing Kópavogs hefst þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20. Mótið verður með nokkuð nýstárlegu sniði. Keppendum er skipt I nokkra undanráðs- riðla, sem allir verða mjög svipaðir að styrkleika. Efstu menn i riðlunum komast siðan áfram í A-úrslitariðil, næstu menn I b-riðil og þannig áfram. Mótið er því með svipuðu sniði og Ólympiuskákmótin hafa verið. Teflt verður að Hamra- borg á miðvikudögum og laugardögum en biðskákir á þriðjudögum. Sýningu Egils í Sólon ísland- us að ljúka SYNINGU þeirri sem nú stendur yfir í Gallerí Sólon lslandus (við hlið Morgun blaðshússins) á tuttugu teikn- ingum Egils Eðvarðssonar lýk ur nú um helgina. Verður sýn- ingin opin 1 dag, laugardag, frá 14—18, en á morgun, sunnudag, verður hún opin frá 14—22. Yfirlýsing vegna nafn- birtingar í Geirfinnsmáli MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi yfirlýsing. Vegna yfirlýs- ingarinnar skal það tekið fram, að á blaðamannafundi þeim sem Karl Schtitz og aðrir rannsóknarmenn Geirfinnsmálsins héldu fyrir skömmu, voru birt nöfn þeirra þriggja manna, sem sitja f varðhaldi vegna málsins og auk þess nafn sambýliskonu eins þeirra, en hún var með f förinni til Keflavfkur, og sendibflstjórans, sem átti að flytja spfrann til Reykjavfkur. Er yfirlýsingin á eftir vegna hans: „Vegna nafngreiningar skjól- stæðings míns Sigurðar Óttars Hreinssonar, i dagblöðum, út- varpi og sjónvarpi, þegar sagt var frá niðurstöðum rannsóknar i svo- nefndu „Geirfinnsmáli", skal tek- ið fram eftirfarandi: 1. Skjólstæðingur minn er sagð- ur hafa verið sá maður, sem ók sendiferðabifreið til Keflavík- ur að beiðni Kristjáns Viðars. 2. Skjólstæðingur minn var ein- göngu yfirheyrður við rann- sókn „Geirfinnsmálsins" sem vitni og átti því lögum skv. að njóta réttarstöðu vitnis. Nafn- birtingu skjólstæðings mins tel ég þvi með öllu óheimila. Þvi er farið fram á þessa leiðrétt- ingu, að frásagnir fjölmiðla um þátt skjólstæðings mín i málinu voru óljósar og í mörg- um tilvikum villandi. Hefur nafnbirtingin raskað mjög stöðu og högum skjólstæðings mins. 3. Við rannsókn „Geirfinnsmáls- ins“ kom ekkert fram, sem leiddi I ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi vitað hvað átti að sækja eða flytja frá Keflavík kvöld það, sem Kristján Viðar sendi hann þangað. 4. Við rannsókn „Geirfinnsmáls- ins“ kom ekkert fram, sem leiddi I ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi haft hina minnstu hugmynd um þá atburði sem áttu sér stað i dráttarbrautinni umrætt kvöld. 5. Við rannsókn Geirfinnsmáls- ins kom ekkert fram, sem leiddi I ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi verið I „félagi“ með sakborningum um glæpastarfsemi fyrr né sið- ar eða haft við þá önnur tengsl, að þvi undanskildu, að skjól- stæðingur minn og Kristján Viðar voru systkinabörn. 6. Þar sem fjölmiðlar hafa átt þátt í því að meiða æru skjól- stæðings mins að ósekju, er þeim hér með gefinn kostur á að birta yfirlýsingu þessa i þeirri von, að almenningi skilj- ist sá óréttur, sem skjólstæð- ingur minn var beittur með nafnbirtingunni. Einnig er það von undirritaðs, að yfirlýsing þessi nægi til þess, að skjól- stæðingur minn geti lif að eftir- leiðis án þess að skuggi og harmur „Geirfinnsmálsins" hvili yfir höfði hans um aldur og ævi.“ Róbert Árni Hreiðarsson lögfr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.