Morgunblaðið - 12.02.1977, Side 40
TICINO RAFLAGNAEFNI
SPRINT DYRASÍMAR
TST INNANHÚSSSÍMAR
RZB LAMPAR
it POLVA RÖR
LJÓSFARI H.F.
Grensásvegi 3
simar 30600 - 30601
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
IRoreuniiLibib
LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977
S vartolía hækk-
ar um 10,5%
Loðnubræðslur og togarar
aðalsvartolíunotendurnir
Við tókum myndina af þessum galvösku smiðum þegar við heim-
sóttum Svansprent f Kópavogi f tilefni iðnkynningar Kópavogs, en
smiðirnir, Gunnlaugur Hjálmarsson og Ólafur Tómasson, voru að
gera timbrið klárt fyrir uppslátt þriðju hæðar húss Svansprents.
Fjölbreytt kynning var á fyrirtækjum f Kópavogi, enda margs
konar iðnaðarfyrirtæki þar og skólafólk ór skólum bæjarins heim-
sótti fjölda fyrirtækjanna iðnkynningardagana.
Ljósmynd Mbl. RAX
RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest
samþykkt verðlagsnefndar frá
því á miðvikudaginn um 10,5%
hækkun á svartolfu. Hækkar
tonnið af svartolfu úr 21,000 krón-
um f 23,200 krónur frá og með
deginum f dag. Loðnubræðslur og
hluti togaraflotans nota langmest
af þeirri svartolfu, sem flutt er til
landsins. Að sögn Georgs Ólafs-
sonar verðlagsstjóra eru erlendar
verðhækkanir ástæðan fyrir þess-
um hækkunum, en olfa hefur
hækkað mikið að undanförnu
vegna vetrarhörku vfða um heim.
Að sögn Ágústs Einarssonar,
viðskiptafræðings hjá LÍÚ, nota
nu um 10 togarar svartoliu. Sagði
Ágúst, að ef reiknað væri með að
hver togari notaði 3Vi tonn af
svartolíu að meðaltali á úthalds-
dag og úthaldsdagar. væru 330,
þýddi hækkunin um 2,5 milljón
króna viðbótakostnað fyrir hvern
togara eða um 25 milljónir fyrir
alla togarana.
Jónas Jónsson, forstjóri Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar i
Reykjavik, sagði að hækkunin
skipti vafalítið milljónatugum
fyrir bræðslurnar á ári. Sagði
Jónas að reiknað hefði verið með
svartolíuhækkun við ákvörðun
loðnuverðs, þannig að litlar líkur
væru á þvi að loðnuverði yrði sagt
upp vegna hækkunarinnar.
Vill kaupa Vængi
á iy2 nafnverði
„Hluthafa að átta sig á því, á hvom
„hestinn,, þeir vilja veðja”
HAFÞÓR Helgason, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Flugfélagsins Vængja, hef-
ur nú boðið hluthöfum í
200 millj. króna
sjónmrpskvik-
mynd um Para-
dísarheimt
Jón Þórarinsson, dagskrár-
stjóri Lista- og skemmtideild-
ar sjónvarpsins, tjáði Mbl. f
gær að á fundi leiklistarstjóra
norrænu sjónvarpsstöðvanna f
Helsingfors í vikunni hefði
verið ákveðið endanlega að
gera þriggja kvölda sjónvarps-
kvikmynd um Paradfsarheimt
Halldórs Laxness. Á fundinum
var einnig mættur leiklistar-
stjóri norður-þýzka sjónvarps-
Framhald á bls 22.
Vængjum að kaupa fyrir-
tækið á VA nafnverði.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Hafþór og spurði
um gang málsins. Hann
sagði:
„Ég vil kaupa öll þau hlutabréf
sem menn vilja selja og hef boðið
V/i verð. Hluthafar eru nú 23 og
hlutafé er 12,1 millj. kr., en það
liggur fyrir eins og málin standa
að hluthafar þurfa nú að átta sig á
því á hvorn „hestinn" þeir vilja
veðja. Ef þessi kaup ganga hef ég
í hyggju að endurskipuleggja
reksturinn. Það er leitt hvernig
mál hafa þróazt hjá fyrirtækinu,
því nú eru aðeins þrír flugmenn
þar i vinnu og sá fjórði á uppsagn-
arfresti, en þegar bezt lét hjá
Vængjum voru 10 flugmenn starf-
andi þar.
Ég hef miðað við að þessi mál
liggi ljós fyrir þann 15. feb. n.k.
og þá er ég tilbúinn að ræða ýmsa
þætti þessa máls nánar.“
Fíkniefnamálin:
Tveir
nýir
menní
gæzlu
TVEIR menn, báðir rúm-
lega tvítugir, hafa verið úr-
skurðaðir f gæzluvarðhald
vegna þeirra fíkniefna-
mála, sem eru í rannsókn
um þessar mundir. Sitja þá
sex karlmenn í gæzluvarð-
haldi vegna rannsóknar
þessara mála.
Að sögn Arnars
Guðmundssonar, fulltrúa
við Fíkniefnadómstólinn,
var íslendingur úrskurðað-
ur i allt að 20 daga gæzlu-
varðhald á fimmtudags-
kvöld en síðdegis í gær var
bandarískur ferðamaður
úrskurðaður í allt að 30
daga gæzluvarðhald.
Tengjast þeir nýja fíkni-
efnamálinu, sem nú er í
fullri rannsókn.
Ekki er tímabært ennþá,
að sögn Arnars, að segja
frá málavöxtum.
Vinnuveitendasambandið:
Vill samstöðu með ASÍ í
viðræðum við ríkisvaldið
□
□
SjS samþykkt VSl ð bls. 20
Vinnuveitendasamband
íslands hefur lýst sig
reiðubúið til viðræðna við
verkalýðshreyfinguna um
það með hverjum hætti að-
ilar vinnumarkaðarins
*
Utreikningar Kauplagsnefndar:
Kauptaxtar verkamanna hækkuðu
um 33,5%, verðbólgan um 35,5%
Hækkun vegna rauðu strikanna
2,5% um næstu mánaðamót
KAUPGJALDSHÆKKUN
samkvæmt svokölluðu „rauðu
striki" á að koma til framkvæmda
frá og með 1. marz næstkomandi.
Kauplagsnefnd hefur nú reiknað
út hver kauphækkunin á að vera
og er niðurstaðan 2.50%. Þvf á að
hækka laun um næstu áramót
sem þvf nemur. Er þá kaupgjalds-
hækkun frá þvf er gildandi kjara-
samningar voru gerðir orðin á
kauptaxta verkamanna 33.5%, en
sé reiknað út, hvað kauptaxtar
allra aðildarfélaga ASl hafa
hækkað að meðaltali er hækk-
unin frá undirskrift samninga
32.4%. Á þessum samam tfma er
hækkun framfærsluvfsitölu
34.5%.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út hækkun framfærsluvísitölunn-
ar í febrúarbyrjun og reyndist
hún 37 stigum hærri en hún var i
nóvemberbyrjun. Framfærslu-
vfsitalan er nú 682 stig og hefur
hækkað frá nóvember um 5.77%.
Við gerð kjarasamninganna síð-
ustu var vísitalan tæplega 507
stig. Eins og áður segir er hækk-
un kauptaxta verkamanna, sem af
er samningstímanum 33.5%, en
hækkun vísitölunnar 34,5% og
hefur því að mestu tekizt að halda
í horfinu gagnvart verðlagsþróun,
þrátt fyrir að áfengis- og tóbaks-
hækkun hafi ekki áhrif á rauðu
strikin, heldur aðeins fram-
færsluvísitöluna. Hið sama er að
segja um launalið bóndans í verð-
lagsgrundvelli landbúnaðarvara.
Samkvæmt upplýsingum Hagstof-
unnar var á þessu sfðasta tímabili
milli útreikninga vísitölunnar
verðhækkun á búvörum, fiski,
kaffi, áfengi, tóbaki, bensini og
mörgum öðrum vörum. Þá hækk-
uðu hitaveitu- og rafmagnstaxtar,
póst- og símagjöld.
í 3. grein rammasamnings aðila
vinnumarkaðarins 28. febrúar
1976 segir m.a. svo: „Ef vísitala
framfærslukostnaðar verður
hærri en 612 stig 1. febrúar 1977
og minnst 4.4% hærri en vísitalan
1. október 1976, skulu laun sam-
kvæmt samkomulagi þessu
hækka frá 1. marz 1977 í hlutfalli
við hækkun vfsitölunnar umfram
612 stig eða umfram þá vísitölu,
er reiknuð var út 1. október 1976
að viðbættri 4.4% hækkun, hvort
sem hærra er. „Niðurstaða Kaup-
lagsnefndar samkvæmt þessum
útreikning er þvf sú, að kaup
skuli um næstu mánaðarmót
hækka um 2.50%, svo sem áður er
getið.
geti komið fram sameigin
lega gagnvart rfkisvaldinu
f kjarasamningum þeim,
sem fyrir höndum eru, en í
samþykkt framkvæmda-
nefndar VSÍ frá þvf í gær
kemur fram, að sambandið
álítur svo mikið f húfi að
vel takist til við kjara-
ákvarðanir í vor að ekki
verði hjá þvf komizt að
leita nánari samvinnu við
stjórnvöld um lausn kjara-
málanna.
I samþykkt framkvæmdanefnd-
ar VSI kemur fram að það telur
meginviðfangsefni aðila vinnu-
markaðarins að halda svo á mál-
um, að niðurstöður kjarasamn-
inga stuðli að en hindri ekki að
áfram stefni f rétta átt I efnahags-
málum þjóðarinnar. I kjarasamn-
ingunum f vor verði að taka raun-
verulegt mið af efnahagshorfum,
spám um þjóðarframleiðslu,
þjóðartekjur og verðlagsþróun.
Ákvörðun peningalauna sem ekki
tæki mið af þessu myndi reynast
afdrifarík.
I samþykktinni segir ennfrem-
ur, að VSl telji það enn sem fyrr
grundvallaratriði að aðilar vinnu-
markaðar semji sjálfir um kaup
sin og kjör, en með auknum um-
svifum hins opinbera hafi hins
vegar smám saman orðið
óhjákvæmilegt að hafa samráð
við stjórnvöld við töku kjara-
ákvarðana og þegar sérstaklega
standi á geti verið nauðsynlegt að
leita samstarfs við ríkisvaldið um
lausn kjaramála.
Vinnuveitendasambandið
kveðst vænta stuðnings verka-
lýðshreyfingarinnar við óskir
vinnuveitenda uni afnám eða
lækkun ýmissa opinberra álaga
og gjalda á atvinnureksturinn,
sem styrkt geti rekstrargrundvöll
atvinnuveganna. Á sama hátt sé
Vinnuveitendasambandið fúst til
að leggja lið tillögum er miði að
þvf að bæta hag hinna lægst laun-
uðu og segir að í þessu sambandi
geti komið til greina aðgerðir á
sviði skattamála, tryggingamála
eða húsnæðismála, svo að dæmi
séu nefnd, enda verði að telja
slíka kjarabótaleið mun heppi-
legri hinni hefðbundnu eins og
nú standi sakir.
Kröflusvæðið:
Búizt vid
skjálftahrinu
og kvikuhlaupi
SAMKVÆMT upplýsingum
Páls Einarssonar jarðeðlis-
fræðings á Raunvfsindastofn-
uninni er búizt við skjálfta-
hrinu á Kröflusvæðinu f lok
þessa mánaðar og kvikuhlaupi
stuttu sfðar, eða um miðjan
marz. Sfðast varð kvikuhlaup
20. jan s.l., en nú er landrisið
þar mjög mikið og f langan
tfma hefur það verið með þvf
hraðasta sem þekkist á svæð-
inu. Frá 22. jan. s.l. hefur
landrisið verið mest 10 milli-
metrar á sólarhring f miðju
svæðinu en þar sem virkjunar-
húsin eru hefur risið verið
mest 5 mm á sólarhring.