Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 1
40 SIÐUR
39. tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977
Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Sovétmenn mótmæla:
Carter stendur vid
fyrri yfirlýsingar
Carter forseta f bandarfska sendi-
ráðinu f Moskvu.
Sovézki sendiherrann lét i ljós
óánægju Sovétríkjanna með yfir-
lýsingar Carterstjórnarinnar, við
Arthur Hartman, sem gegnir
embætti utanríkisráðherra í fjar-
veru Cyrus Vance, sem er i Mið-
austurlöndum.
Sovézka fréttastofan Tass
skýrði frá fundinum og sagði að
Sovétríkin höfnuðu öllum til-
raunum Carterstjórnarinnar til
afskipta af innanríkismálum
þeirra.
Dobrynin hefur þegar hitt
Carter og Vance eftir að Banda-
ríkjamenn vörpuðu svonefndri
„tengsla“ stefnu sinni fyrir borð,
en aðalborðberi hennar var
Henry Kissingek, sem vildi að
mannréttindi væru látin liggja á
milli hluta í þeirri von að ein-
hverju yrði framgengt á öðrum
sviðum.
Utanríkisráðuneytið band i-
ríska vildi ekkert segja um fund
Dobrynins og Hartmans. Tals-
maður sovézka sendiráðsins vildi
aðeins staðfesta að fundurinn
hefði átt sér stað i gærkvöld, 12
Framhafd á bls. 24
Washington, Moskvu,
18. febrúar. AP. Reuter.
JIMMY Carter, forseti Bandarfkj-
anna, stóð fastur á afstöðu sinni
til mannréttinda þrátt fyrir
kvartanir Sovétmanna um að
hreinskifni Bandarfkjastjórnar
stefndi slökun spennu á milli
austurs og vesturs f voða. Blaða-
fulltrúi hvfta hússins, Jody
Powell, hafnaði röksemdum
Sovétmanna og lýsti þvf yfir að
tilraunir til að frelsa heiminn frá
hættunni af kjarnorkusprengj-
unni mættu ekki verða til þess að
látið yrði skeika að sköpuðu um
frelsi einstaklingsins.
Hann sagði fréttamönnum að
Carter væri ekki að reyna að ögra
sovézku stjórninni, heldur kæmi
hann fram sem kjörinn talsmaður
bandarfsku þjóðarinnar, sem léti
f ljós það álit, sem hann teldi bezt
lýsa tilfinningum hennar til
mannréttinda. Powell var að
svara spurningum vegna mót-
mæla Anatoli Dobrynins, sendi-
herra Sovétrfkjanna, við utan-
rfkisráðuneytið f gærkvöld vegna
yfirlýsinga bandarfsku stjórnar-
innar um mannréttindi.
Sendiherra Sovétrfkjanna f
Washington, Anatoly Dobrynin,
hefur borið fram mótmæii gegn
yfirlýsingum stjórnar Carters um
mannréttindi, sem hann segir
ekki hafa bætandi áhrif á sambúð
Sovétrfkjanna og Bandaríkjanna.
Talsmaður sovézka sendiráðsins
segir að sendiherrann hafi farið f
utanrfkisráðuneytið f gærkvöld,
eftir að andófsmanninum Andrei
Sakharov var afhent bréf frá
Andrei Sakharov með bréfið frá Carter.
EBE gefur 40 sovézkum
togurum veidiheimild
Briissel, 18. febrúar. AP
EFNAHAGSBANDALAG Evrópu
tilk.vnnti f dag að það hefði gefið
út leyfi til 40 sovézkra togara til
veiða innan 200 mflna fiskveiði-
lögsögu bandalagsins fram til 31.
marz næst komandi. Alexander
Ishkov, sjávarútvesráðherra
Sovétrfkjanna, sagði að í janúar
hefðu helmingi fleiri sovézkir
togarar verið að veiðum f EBE
lögsögunni.
Eamonn Gallagher, starfsmað-
ur framkvæmdanefndar EBE,
sagði að togararnir 40 væru
samanlagðir svipaðir að stærð og
hinir 27 togararnir, sem banda-
lagið bauðst upphaflega til að
veita veiðileyfi. Samkvæmt því
tilboði áttu aðeins 17 togarar að fá
að veiða í einu og sagði Gallagher
að því skilyrði væri haldið.
Þetta voru fyrstu viðræður
Sovétrikjanna og Efnahagsbanda-
lagsins, en Sovétmenn hafa ekki
viljað veita tilveru þess viður-
kenningu. í sameiginlegri yfirlýs-
ingu, sem gefin var út eftir við-
ræðurnar, sem tóku þrjá daga,
segir, að menn séu ,,að miklu leyti
sammála um mörg grundvallar-
atriði“ varðandi langtima samn-
ing. Viðræður verða teknar upp
að nýju 28. febrúar.
Viðræðunum lauk með sam-
eiginlegum blaðamannafundi
Ishkovs, Gallaghers og Paul H.
Scott, aðstoðarráðuneytisstjóra í
brezka utanríkisráðuneytinu, en
hann var formaður viðræðu-
nefndar EBE. Ekkert svar fékkst
á fundinum við spurningu um
hvort eitthvað væri eftir að þeim
38.000 tonna kvóta, sem Sovét-
mönnum var boðinn fyrstu þrjá
mánuði þessa árs. Ishkov sagði
þetta vera tæknilegt spursmál,
sem yrði rætt síðar.
Verkfalls-
boðuní
Dannuxku
Kaupmannahöfn, 18. febrú-
ar Reuter.
MARGIR vinnuveitendur i
Danmörku fengu í dag verk-
fallsboðun frá 12 verkalýðs-
félögum eftir að samningstil-
raunir um nýtt tveggja ára
launatímabil fóru út um þúfur.
Anker Jörgensen forsætisráð-
herra sagði i dag að hann
myndi hitta fulltrúa vinnuveit-
enda á morgun til að ræða við
þá um ástæðurnar fyrir því að
slitnaði upp úr viðræðum við
danska Alþýðusambandið. I
laúnamálatillögu stjórnar Jör-
gensens er gert ráð fyrir 6%
launahækkunum á ári næstu
tvö ár og segja talsmenn verka-
lýðsforustunnar að kröfur
þeirra séu innan þess ramma,
en vinnuveitendur segja að
kröfurnar sé um 2—3% meiri
hækkun.
Bílslysið var hegning
guðs segir Idi Amin
Nairobi, 18. febrúar. AP.
FORSETI Uganda, Idi Amin, lét I
dag efasemdir heimsins varðandi
aðdraganda dauða tveggja ráð-
herra landsins og erkibiskups
anglikönsku kirkjunnar f Uganda
sem vind um eyru þjóta með því
að segja að bílslysið, sem þeir
áttu að hafa farist f, hefði verið
„hegning guðs“.
Rfkisútvarpið f Uganda hafði
það eftir Amin i viðræðum hans
við sendinefnd frá Sameinuðu
þjóðunum, að hann hefði engar
áhyggjur af erlendri gagnrýni þvf
hann væri saklaus af öllum glæp-
um. Sagði útvarpið hann hafa
sagt: „Þetta var hegning guðs, þvf
guð vill ekki að aðrir þjáist.“
Utvarpið svaraði ásökunum
hvaðanæfa úr heiminum um að
öryggissveitir Ugandahers hefðu
myrt Janani Luwum erkibiskup
og ráðherrana Charles Oboth-
Ofumbe og Erinayo Oryema, og
endurtók fyrri fréttir sinar um að
þremenningarnir hefðu farist í
bilslysi sem varð þegar þeir
reyndu að taka völdin af bílstjór-
anum, sem ók þeim í fangelsi.
Mennirnir höfðu verið handtekn-
ir fyrir að hafa gert samsæri um
að steypa Amin af stóli.
Urvapið sagði að krufning hefði
leitt í ljós að biskupinn hefði lát-
Framhald á bls. 24
Nicolae Ceausescu
Rúmenía:
Yfirvöld
ráðast
gegn and-
ófsmönnum
Búkarest, 18. febrúar.
Reuter.
YFIRVÖLD f Rúmenfu hafa
gripið til harkalegra ráðstaf-
ana til að kveða niður Iftinn
hóp andófsmanna undir for-
ystu rithöfundarins Paul
Goams, sem undirritaði opið
bréf til aðildarrfkja Ilelsinki-
sáttmálans fyrr f vikunni, þar
sem stjórnvöld í Rúmenfu og
hinum Austantjaldslöndunum
eru sökuð um brot á mannrétt-
indum. Var Goma handtekinn
ásamt fleiri félögum sfnum f
gær og Nicolae Ceauseseu, for-
seti Rúmeníu, réðst harkalega
á andófsmennina f ræðu í
Búkarest í dag þar sem hann
kallaði þá svikara og slúður-
bera, sem væru að koma sér út
úr rúmensku þjóðfélagi. Þetta
sterka orðalag gaf eindregið
Framhald á bls. 24
Danir
fallast
á fiskveiði-
tillögur
Kaupmannahöfn, 18. febrúar.
Reuter.
MEIRIHLUTI dönsku stjórn-
málaflokkanna féllst f dag á
málamiðlunartillögu um fyrir-
komulag fiskveiða innan fisk-
veiðilögsögu Efnahgasbandalags-
ins, sem felur í sér stöðvun sfld-
veiða í Norðursjó og bann við
spærlingsveiðum austur af Skot-
landi. Danski sjávarútvegsráð-
herrann, Poul Dalsager, féllst á
tiliöguna f Briissel fvrr f vikunni
með þeim fyrirvara að hún fengi
þingstuðning f Kaupmannahöfn.
Flokkarnir gáfu samþykki sitt
eftir aö Dalsager hafði skýrt efna-
hagsbandalagsnefnd þingsins frá
þvi að flest samtök sjómanna
hefðu fallist á timabundnar tak-
markanir á veiðum.
Samkvæmt tillögum EBE skulu
síldveiðar stöðvaðar á milli 28.
febrúar og 30. marz og spærlings-
veiðar austan við Skotland milli
21. febrúar og 30 marz. Báðar
fisktegundirnar eru mikilvægar
fyrir sjómenn á vesturströnd
Jótlands.
Mogens Glistrup, leiðtogi Fram-
faraflokksins, sem er næststærsti
flokkur Danmerkur, var helzti
andstæðingur málamiðlunartil-
lögunnar og sagði að samþykkt
hennar væri meira í ætt við upp-
gjöf en málamiðlun.