Morgunblaðið - 19.02.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977
ISI veitti HSI eina
milljón kr. í styrk
FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSl
hefur samþykkt að verja nú þegar
um einni milljón króna til Hand-
knattleikssambands tslands
vegna þátttökunnar f undan-
keppni Heimsmeistarakeppn-
innar, en eins og kunnugt er út-
hlutaði rfkisstjórnin 3 milljónum
króna aukaf jarveitingu til
lþróttasambands tslands vegna
fjárfrekra verkefna á vegum tSÍ
og sérsambanda þess á vfirstand-
andi ári.
Gísli Halldórsson, forseti ISÍ,
afhenti Handknattleikssamband-
inu fjárupphæðina i gær að við-
stöddu íslenzka landsliðinu í
handknattleik, þar sem það var að
leggja síðustu hönd á undirbún-
inginn fyrir ferðina til Austurrík-
is í Laugardalshöllinni.
Gert er ráð fyrir að verja veru-
legum hluta þessarar fjárupp-
hæðar til að styrkja Handknatt-
leikssambandið vegna þeirra
verkefna sem framundan eru hjá
því, að þvi er segir í fréttatilkynn-
ingu ÍSÍ, enda sé þessi aukafjár-
veiting fyrst og fremst tilkomin
vegna velgengni handknattleiks-
manna undánfarið.
Útboð í verk
í Breiðholti
SJÖ TILBOÐ bárust f útboð
Reykjavíkurborgar á gatnagerð
og lögnum f Hálsahverfi, 2.
áfanga. Hefur verið ákveðið að
taka tilboði lægstbjóðanda, Ás-
valds og Ilalldórs s.f., er buðust
til að taka verkið fyrir 62 millj.
203 þúsund 943 kr.
í útboð frá Hitaveitunni um
gerð stofnlagnar í Breiðholti III,
3. áfanga, bárust 7 tilboð. Hefur
verið ákveðið að taka tilboði fyrir-
tækjanna Hlaðbæjar h.f., Fjöl-
virkjans h.f. og Viðis Guðmunds-
sonar, sem buðu sameiginlega í
verkið 33.8 milljónir.
SflLW
SETUL
ElúNfl
NEi.BMBRSSfl
DORINN ER
EKKI VI9
Þó kemur fram að jafnframt
hyggist framkvæmdastjórn ISÍ
stofna utanfarasjóð afreksmanna
í íþróttum í þeim tilgangi að
tryggja að Island geti ávallt sent
íþróttamenn á stórmót erlendis,
þegar geta islenzks iþróttafólks sé
það mikil að sómi sé að fyrir land
og þjóð.
Gísli Halldórsson, forseti ISÍ, afhendir Sigurði Jónssyni formanni HSÍ, fjárstyrkinn
en auk þess sjást á myndinni landsliðsnefndarmaðurinn Kari Benediktsson og
landsliðsmennirnir Gunnar Einarsson, Geir Hallsteinsson og Þórarinn Ragnarsson.
Rannsókn handtöku-
málsins er að ljúka
— RANNSÓKN þessa
máls er á lokastigi, sagði
Steingrímur Gautur
Kristjánsson umboðsdóm-
ari í handtökumálinu svo-
nefnda, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Steingrimur sagði að
hann ætti eftir að yfir-
heyra nokkra aðila en hann
stefndi að því að ljúka
Rúmlega 30 eggjaframleiðendur sóttu fund Sambands eggjafram-
leiðenda. Ljósm. Mbl. RAX.
Samband eggjaframleiðenda:
Alifuglaframleidsla felld
undir söluskipulag búvöru?
SAMBAND eggjaframleiðenda hélt í
gær almennan félagsfund þar sem
fjallað var um það ástand, sem ríkt
hefur í eggjasölumálum að undan-
förnu. En eins og komið hefur fram I
fréttum, hefur verð á eggjum lækkað
að undanförnu en Samtök eggja
framleiðenda auglýstu I haust að
heildsöluverð á einu kílói af eggjum
ætti að vera 450 krónur, en á
fundinum í gær kom fram að senni-
lega væri raunverulegt heildsöluverð
nú um 300 krónur. Á f undinum I gær
ræddu eggjaframleiðendur m.a. með
hvaða hætti mætti koma verðskrán-
ingu á eggjum f það horf að framleið-
endum yrði tryggt ákveðið lágmarks-
Klakkur - nýr
togari afhent-
ur um helgina
FULLTRÚAR útgeróarfé-
lagsins Klakks í Vest-
mannaeyjum héldu utan til
Póllands í gær til að veita
viðtöku nýjum togara, sem
hlotið hefur nafnið Klakk-
ur. Afhending togarans fer
fram um helgina en gert er
ráð fyrir að togarinn verði
kominn til landsins um
mánaðamótin.
Klakkur er systurskip Ölafs
Jónssonar, sem kominn er til
landsins, og er skipið 492 tonn.
Þrjú stærstu fiskvinnslufyrirtæk-
in í Eyjum, ísfélagið, Fiskiðjan og
Vinnslustöðin, tóku sig saman um
kaup á þessum togara, og mynd-
uðu sérstakt félag um rekstur
hans. Að sögn Stefáns Runólfs-
sonar, framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar, er markmið
þessara togarakaupa fyrst og
fremst að tryggja meiri samfellu í
vinnslu þessara frystihúsa en nú
verð og hvort rétt væri að stofna til
dreif íngarmiðstoðvar á eggjum.
Fundurinn samþykkti að fela stjórn
Sambands eggjaframleiðenda að vinna
að athugun á þvi á hvern hátt fram-
leiðsla alífugla verði felld undir sölu-
skipulag búvöru Miklar umræður urðu
á fundinum um hvort rétt væri að
eggjaframleiðendur stofnuðu sameig-
inlega dreifingarmiðstöð á eggjum,
sem tækí við eggjum frá framleiðend-
um og sæi um pökkun sölu og dreif-
ingu þeirra Slík dreifingarmiðstöð
starfaði I Reykjavík um 1960 en varð
að hætta starfsemi sinni eftir eitt ár
vegna þess að einstakir framleiðendur
seldu egg sín án milligöngu stöðvar-
innar og buðu þau á lægra verði. Voru
þeir fundarmenn, sem til máls tóku,
yfirleitt sammála um að æskilegt væri
að stofna dreifingarmiðstöð en ágrein-
ingur var um hvort rétt væri að þar yrði
um einkasölu að ræða eða hvort dreif-
ingarstöðvarnar yrðu fleiri en eín.
Töldu menn helstu kosti þess að koma
upp dreifingarmiðstöð að þar með yrði
mögulegt að geyma egg og miðla þeim
í samræmi við eftirspurn og hægt væri
að taka upp heilbrigðisskoðun en fram
kom hjá formanni Sambands eggja-
framleiðenda, Þórarni Sigurjónssyni I
Laugardælum. að hann teldi að þess
yrði ekki langt að biða að heilbrigðisyf-
trvöld gerðu kröfu til þess að fram færi
Framhald ð bls. 22
rannsókninni 1. marz. Þá
myndi hann gefa út frétta-
tilkynningu með ýmsum
upplýsingum um málið.
Síðan myndi hann geyma
málið í nokkra daga en
senda það að því búnu til
saksóknara.
Að sögn Steingríms hefur rann-
sókn handtökumálsins orðið um-
fangsmeiri en hann taldi i fyrstu
og skýrslur hafa verið teknar af
tugum manna. Hann kvaðst hafa
reynt að flýta rannsókninni eins
mikið og hægt var, m.a. vegna
þess að Hauki Guðmundssyni
hefði verið vikið úr starfi á meðan
rannsóknin færi fram, og þvi
hefði verið rétt að flýta henni
eins og kostur var. Nú eru liðnir
rúmir tveir mánuðir frá þvi
Hauki var vikið úr starfi rann-
sóknarlögreglumanns í Keflavik
um stundarsakir.
Steingrímur Gautur sagði að
lokum, að hann myndi taka til
rannsóknar ávlsanamál Hauks
Guðmundssonar jafnskjótt og
handtökumálinu lyki, en Stein-
grímur hefur sem kunnugt er ver-
ið skipaður setudómari í málinu.
Richard Björgvinsson for-
maður Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Kópavogi
AÐALFUNDUR Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi var haldinn í
fyrrakvöld. Formaður full-
trúaráðsins var kjörinn
Upplýstu peysuþjófnað-
inn snarlega og þjófur-
inn gekk út á skyrtunni
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
f Ilafnarfirði upplýsti óvenju-
legt þjófnaðarmál I gær. Mála-
vextir eru þeir, að f sumar gerð-
ist það um borð í skipi einu, að
peysu var stolið frá skipverja.
Hann grunaði sterklega ákveð-
inn mann um þjófnaðinn, en
ekkert sannaðist I málinu.
Sfðan gerðist það í gær, að
peysueigandinn mætti hinum
grunaða úti á götu, fklæddan
peysunni ffnu. Gekk hrann rek-
leitt til hans og bar upp á hann
peysuþjófnaðinn, en hinn þver-
neitaði. Þessu undi peysueig-
andi illa og lét hann það vcrða
sitt næsta verk að fara á lög-
reglustöðina og kæra þjófnað-
inn.
Hinn maðurinn var nú kallað-
ur f yfirheyrslur og var hann
enn í peysunni. Þverneitaði
hann í fyrstu, en viðurkenndi
að lokum að hafa tekið peys-
una. Sveinn Björnsson, lög-
regluforingi í Hafnarfirði, sem
stjórnað hafði yfirheyrslunum,
var ekkert að tvínóna við hlut-
ina, heldur skipaði þjófnum að
afklæðast peysunni þegar i stað
og gekk þjófurinn út úr lög-
regiustöðinni á skyrtunni.
Richard Björgvinsson, for-
seti bæjarráðs Kópavogs,
og hlaut hann 35 atkvæði.
Fráfarandi formaður,
Kjartan Jóhannsson, hlaut
16 atkvæði.
Aðrir, sem kjörnir voru í stjórn,
voru: Skúli Sigurðsson,
Guðmundur Gíslason og Helgi
Hallvarðsson. Allir þessir menn
voru fyrir í stjórn fulltrúaráðsins,
nema Helgi Hallvarðsson, sem
áður hefur ekki setið í stjórn ráðs-
Samningaviðræð-
ur ekki hafnar
SAMNINGAVIÐRÆÐUR eru enn
ekki hafnar milli fjármálaráðu-
neytisins og lögmanna þeirra
fjögurra manna, sem sátu í gæzlu-
varðhaldi í fyrra vegna Geirfinns-
málsins, en síðan var sleppt. Að
sögn Ingvars Björnssonar, eins
lögmannanna, bíða báðir aðilar
eftir gögnum Geirfinnsmálsins.
Hefjast samningaviðræður ekki
fyrr en aðilar hafa kynnt sér þau
gögn rækilega.
Bilun í dráttar-
braut Slippsins
VEGNA bilunar á fisksjár-
tækjum togarans Sigurðar
kom fram að ekki væri unnt að
taka togarann í slipp hjá Slipp-
félaginu i Reykjavík og því
væri ætlunin að sigla skipinu
til Akureyrar. Morgunblaðið
spurðist fyrir um þetta hjá
Þórarni Sveinssyni, fram-
kvæmdastjóra Slippfélagsins.
Þórarinn sagði, að í upphafi
ársins hefði orðið óhapp í
slippnum, er verið var að taka
togarann Júni upp. Þá
skemmdist vagninn í dráttar-
brautinni. Viðgerð er að ljúka.
Þá frétti Mbl. í gær, að tekizt
hefði að gera við fisksjártæki
Sigurðar, svo að skipið mun
ekki þurfa að fara i slipp.