Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
3
Norðmenn reyna saltfisk-
sölur til Portúgals:
Hafa ákveðið að
gefa Portúgölum
1000 millj. króna
hafrannsóknaskip
NORSKIR saltfisk- og skreidar-
framleiðendur eiga við verulega
erfiðleika að etja um þessar
mundir, að þvl er lesa hefur mátt
í norskum blöðum undanfarið, og
á það ekki sízt rætur sfnar að
rekja til þess að helzta markaðs-
land Norðmanna fyrir saltfisk —
Brasilfa hefur tekið upp háa inn-
borgunarskvIdu, sem dregið hef-
ur mjög úr útflutningi Norð-
manna þangað. Brasilfa hefur
keypt um 40% af saltfiskfram-
leiðslu Norðmanna, en þar sem
þessi markaður hefur nú brugðist
hafa norskir framleiðendur og
sölusamtök þeirra beint augum
sfnum f æ rfkara mæli að
Portúgal, sem hefur um árabil
verið helzti kaupandi saltfisks frá
Islandi.
Vandamál þessarar greinar
norsks sjávarútvegs hafa verið
mjög til umræðu T norskum blöð-
um allt frá því fyrir áramót. Blað-
ið Nordlands Framtid skýrir frá
því um síðustu mánaðamót, að
tekist hafi samningar milli sam-
taka fiskframleiðenda og samtaka
saltfisk-seljenda um 20 þúsund
tonna framleiðslu, er geti hækkað
i um 30 þúsund tonn á tímabilinu
fram til 1. maí, en þessi fram-
leiðsluaukning er háð því að
samningar takist við Portúgali
um kaup á saltfiski. Kemur fram,
að sölusamtök framleiðenda hygg-
ist snúa sér til sjávarútvegsráðu-
neytisins í þvi skyni að leita eftir
útflutningsstyrk, þar eð Portúgal-
ir geti ekki greitt nægilega hátt
verð til að standa undir fram-
leiðslukostnaði í Noregi.
Fulltrúar norskra seljanda hafa
nýlega verið í Portúgal til að leita
eftir sölusamningum við Portú-
gali á salfiski, en eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst hefur
ekki verið gengið frá neinum
samningum. Þó má vera að bráða-
birgðasamkomulag liggi fyrir en
að samningurinn sé háður þvi
skilyrði að norskir framleiðendur
og seljendur fái tilskiida styrki
við útflutninginn heima fyrir.
Verkun saltfisks og skreiðar er
hreint byggðastefnumál af hálfu
Framhald á bls. 24.
Lézt eftir umferðarslys
IIINN 4. febrúar s.l. lézt á Borgar-
spltalanum Kolbrún
Hjálmarsdóttir frá Dalvfk.
Kolbrún slasaðist lifshættulega
á Skúlagötu í Reykjavík 3.
nóvember s.l. þegar bifhjól, sem
hún var farþegi á, lenti í árekstri
við bifreið, með þeim afleiðingum
að Kolbrún skall harkalega I göt-
una. Lá hún meðvitundarlaus á
gjörgæzludeild Borgarspítalans í
rúma þrjá mánuði, þar sem hún
Iézt 4. febrúar. Kolbrún var tvítug
að aldri, fædd 29. ágúst 1957.
Kolbrún
Hjálmarsdóttir.
Sigurður á veiðar
strax í fyrrinótt
ÞRÁTT fyrir bilunina í Astic-
tæki Sigurðar RE hélt skipið á ný
til loðnuveiða í fyrrinótt og verð-
ur ekki tekið I slipp fyrr en að
loðnuvertlðinni lokinni, komi
ekki eitthvað annað til.
Drundi í
björgum
Eyjanna
Vestmannacyjum, 18. feb.
FJÖLDI fólks i bænum
vaknaði við hávaðann frá
kröftugri þrumu um kl. 1 í
nótt, en eldingunni laust
niður í Klifið og skemmdir
munu hafa orðið á einhverj-
um mannvikjum landsfm-
ans þar.
Hávaðinn frá þrumunni
var slikur að drundi í
fjöilunum og bergmálið
ómaði þrivegis. Menn töldu
vist að eitthvað hefði hrunið
úr björgum Eyjanna, en allt
var á sinum stað i morguns-
árið.
—Sigurgeir.
Er skemmdirnar á skipinu voru
kannaðar í Reykjavík í fyrradag
var fyrst talið að ekki þýddi að
senda skipið á veiðar án þess að
gagnger viðgerð færi fram á
Astic-búnaðinum. í fyrrakvöld
tókst þó síðan að stilla botnstykki
tækisins þannig að það getur
starfað með viðunandi árangri.
Að vísu getur það ekki leitað eins
hratt og áður, en þó nægilega
meðan loðnan er eins þétt og ver-
ið hefur undanfarið. Sigurður
hélt síðan á veiðar á ný í fyrrinótt,
eftir að skipið hafði losað liðlega
1000 tonn í Reykjavík.
Selásinn
á næstu
LANDEIGENDUR í Selási
hafa auglýst aðalfund
félags, sem þeir hafa
myndað með sér. Um er að
ræða um 90 landeigendur,
sem fram koma sem ein
heild i samningum gagn-
MORGUNBLAÐINU bárust
spurnir af því eigi alls fyrir
löngu. að ungt fólk, tvö
pör, við nám ( Myndlista-
og handíðaskóla íslands
hefði gengið í hjónaband i
þeim tilgangi einum að ná
út skyldusparnaði sínum.
j tilefni af þessu hafði
Morgunblaðið samband við
Hildi Hákonardóttur, skóla-
stjóra fyrrnefnds skóla, og
spurði hana hvað mikið
væri til í þessum fregnum.
„Giftingar meðal nemenda virðast
hafa verið mjög vinsaelar eftir ára-
Sparimerkjagiftingar og dýrtíðaruppbót:
Andrlna Jónsdóttir og OaSi Guðbjartsson voru gefin saman'af borgar-
dómara I slSustu viku. „Við sparimerkjabrúðkaup virðist ekki tlSkast aS
bregSa sér I betri fötin."
„Bæði gert í gríni og
alvöru” sagði ein nýgift
Kunningjarnir fagna brúðhjónunum ákaft með hrfsgrjónum eftir athöfn-
ina.
mót, en ekki endilega innbyrðis,
þ.e.a.s. mér er kunnugt um :ð
nemendur hafa gifzt einhverjum
utan skólans " Þess má geta hér að
sjálf gifti Hildur sig á gamlársdag
síðastliðinn og var sú athöfn I 16
aldar stíl og fór fram uppi á Smyrla-
búð sunnan við Heiðmörk og var
drukkið Ólafsminni ,.En það var
ekki til að ná út sparimerkjum."
sagði Hildur, hlæjandi ,,Og ég vona
að ég hafi ekki komið þessum
giftingum af stað
,,Mér er kunnugt um tvo nemend-
ur, sem giftu sig í gær út af spari-
merkjum, eftir því sem þeir segja,
og svo annað par, sem gifti sig í
siðustu viku af sömu ástæðu að því
er sagt er En kannski krakkarnir séu
að hylma yfir og þetta séu bara
ósköp venjulegar. rómantískar gift-
ingar Það er svo mikill gáski í
nemendum hér að maður veit varla
hvort um alvöru eða grín er að
ræða Við höfum einnig staðið mikið
í því að gefa nemencfum vottorð til
þess að þeir geti náð út spari-
merkjum sinum — en ég held að
reglum um skyldusparnað sé þannig
háttað að sýni fólk hjúskaparvottorð
fær það borgað út allan þann
skyldusparnað, sem það á inni, svo
og dýrtíðaruppbót eða visitölu ’
Einn nemendanna í Myndlista- og
handiðaskólanum, sem gekk I
hjónaband i síðustu viku með
öðrum nemanda úr skólanum. heitir
Andrina Jónsdóttir, 23 ára, og sagði
hún m a i samtali við blaðið
„Jú. það er rétt, við giftum okkur
til að ná út þeim skyldusparnaði.
sem við áttum inni. Eiginmaður
minn heitir Daði Guðbjartsson og
við erum fyrirtaks vinir, en ætlum að
skilja einhvern tíma i næsta mánuði
Daði þurfti að borga skuldir og ég er
að flytja í nýtt húsnæði og það. sem
ég hafði tekið út af sparimerkjum
fyrir þetta árið, dugði hreinlega ekki
til Við fáum ekki námslán fyrr en á
þriðja ári. Ég er í fyrsta bekk og hef
hingað til unnið mér inn peninga
með því að prjóna lopapeysur og
leigði mér húsnæði með þvi skilyrði
að ég sæi um hreingerningar þar."
Andrína er eins og fyrr er getið 23
ára Hún hefur síðastliðin þrjú ár
unnið á skrifstofu borgarverkfræð-
ings og fékk 400 þúsund krónur út í
sparimerkjum þegar hún sýndi hjú-
skaparvottorð sitt fyrr i þessari viku
Daði fékk 1 00 þúsund
„Við litum á þetta sem grin. þótt
einhverjir aðstandenda okkar kunni
að taka þetta nærri sér En við
gerðum þetta lika af brýnni nauðsyn
og mér er kunnugt um marga
nemendur sem eiga i fjárhagskrögg-
um, þannig að ég yrði ekkert hissa
þótt fleiri gengju i sparimerkjahjóna-
band á næstunni "
Þessi mynd krefst engra skýringa
Morgunblaðið hafði samband við
Auði Þorbergsdóttur borgardómara
og spurði hana hvort henni væri
kunnugt um giftingar af þessu tagi
Hún svaraði þvi til að hún hefði
gefið margt fólk saman og sagði
„Maður spyr ekki fólk af hverju það
giftir sig."
Björn Ingvarsson yfirborgar-
dómari hefur haft mikið með hjóna-
skilnaði að gera en kvaðst aðeins
muna eftir einu tilfelli þar sem fólk
hefði komið og sótt um skilnað
tveimur mánuðum eftir að það var
gefið saman
Samkvæmt upplýsingum frá veð-
deild Landsbanka íslands. fær fólk
greitt út allan sinn skyldusparnað
sýni það hjúskaparvottorð Skólafólk
þarf vottorð frá skóla sinum og
lögreglustjóra til að sýna fram á að
það hafi stundað nám sex mánuði af
árinu
byggingahæfur
tveimur árum?
vart Reykjavíkurborg, en
eitt aðalmál á aðal-
fundinum verða samn-
ingar við borgina, sem
þegar hefur látið skipu-
leggja hverfið.
Páll Llndal borgarlögmaður
sagði i gær, að málið væri á um-
ræðustigi. Samningarnir eru um
uppgjör við landeigendur og um
afhendingu á landi og ráðstafanir
til þess að gera Selásssvæðið
byggingahæft á næstu tveimur
árum, 1978 og '79.
Eigendurnir munu eiga landið
áfram, en afhenda ákveðið
skylduframlag, þar sem nauðsyn-
legt er að kaupa vissa hluti. Þá fer
sumt af löndunum í makaskipti.
Landeigendur koma fram sem
heild gagnvart borgarráði og
skiptir borgin sér ekki af þvi,
hvernig eigendurnir gera upp sin
á milli.
Aðalfundur landeigendafélags-
ins mun fjalla um umboð til
stjórnar félagsins til þess að
halda áfram samningum við borg-
ina.