Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 11 Snjór, snjór og aftur snjór og Stephen var að hugsa um að hatda heim á leið, en nú líkar honum bara vel við snjóinn og er ekki lengur hálfhræddur við hann. ég er mjög hamingjusamur hér, segir Stephen. Það fer vel á með Stephen og Axel litla, enda Stephen mikill barnavinur og engir eru tungumálaerfiðleikarnir milli þeirra, þar sem Axel skilur Stephen eins vel og aðrir, en annars segist hann eiga i nokkrum erfið- leikum með að læra is- lenzkuna. er hann alltaf boðinn og búinn. Segir Jóhannes að Stephen hafi verið óvenju fljótur að tileinka sér vinnubrögð og gangi glaður til allra verka. Það hefur varla gerzt áður i sögunni að blökkumaður gerðist vetrarmaður á islenzku sveitabýli og allra sizt norður i Þistilfirði. Vissulega rak fólk þar um slóðir upp stór augu þegar það sá Stephen fyrst, en jafnaði sig fljótlega og tekur varla eftir þvi þó það sjái hann nú orðið, en Stephen hefur verið fyrir norðan í um þrjár vikur. — Fólkið hérna er sérstak- lega vingjarnlegt og mér þykir orðið mjög vænt um fólkið hér á Gunnarsstöðum, segir Stephen. Á Þórshöfn var mikið horft á mig fyrst og börnin f'ran' Snæðir svið og sórsaða hrntspnnga Marga framandi hluti hefur borið fyrir augu Ghanabúans eftir að hann kom til Islands. Norðurljósin hrífa hann og fyrst þegar hann sá þau stóð hann lengi i kvöldfrostinu og horfði á leik þeirra um loftin. Aldrei fyrr hafði hann séð svo mikinn snjó sem i Þistil- firðinum og vissi í rauninni ekki hvað snjór var. Honum stóð stuggur af sumum íslenzku matartegundunum fyrst i stað, borðaði þó allt umyrðalaust eftir að Berghildur húsmóðir hafði sagt honum hvað væri í hverju. Nú borðar hann allt með góðri lyst og iikar vel. Hann hefur meira að segja farið á þorrablót og snætt svið og súrsaða hrústpunga — þykir það herramannsmatur. Stephen gengur til allra verka með Jóhannesi bónda, hvort heldur er i fjárhúsum eða fjósi, hesthúsinu eða heima á bænum, hvað sem þarf að gera Mjótt á mununum í deildakeppninni [71 2. 3. 5. r i/inn. L HRCVFILl. ■ 0 ú V / 3 /2 2 Mzqln/r [8] i b s 1 6 32h y V. Wl-U'/JWBM UÁ ö ■ ú KffíavÍk V 0 ■ 7A'h 2 /2J s, KÓPAV06MK 7 m L TR. 5 7 81 33 H T HAFNARn, 'A 3ii HEsn Wt 1 5UOU9LAN0 S 2 V □ 2H0 □ IV& Deildakeppni Skáksambands Islands er nú vel á veg komin og sem fyrr er það Taflfélag Reykjavikur og Skákfélagið Mjölnir sem berjast um efsta sætið. Um síðustu helgi fóru Mjölnismenn til Akureyrar þar sem þeir sigruðu heimamenn 6—2. T.R. bætti þó um betur með því að sigra Sunnlendinga 8—0 í Reykjavik. Skákin sem hér fer á eftir er einmitt úr þeirri viðureign. Hvítt: Gunnar Gunnarsson (T.R.) Svart: Þórhallur B. Ólafsson (Suðurlandi) Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Rxe4 6. llel (Sjaldséður leikur. Algengara er 6. d4) b5? (Sterkara var 6 . . Rc5! 7. Bxc6 dxc6 8. Rxe5 Re6 og staðan er i jafnvægi) 7. Hxe4 bxa4 8. Rxe5 Rxe5 9. Ilxe5 + Be7 10. Del d6 11. He2 Be6 12. d4 d5 13. f4 Kf8 (Eftir . . . g6 14. f5 gxf5 15. Bh6 er svartur illa beygður) 14. Bd2 c5 15. Rc3! Dd7 (Ef 15 . . . cxd4 þá 16. f5 dxc3 17. Bxc3 Bxf5 18. Bxg7+! og vinnur. Eða 16... ,Bxf5 17. Rxd5! Bc5 18. Bb4 Dxd5 19. He5 og hvítur hefur yfirburða- stöðu) 16. Df2 c4 17. Hael Bf6? (Nauðsynlegt var 17 . . ,g6) Þórhallur B. Óiafsson Gunnar Gunnarsson 18. f5! Bxf5 19. Rxd5! Ilb8 (Ef 19 . . .Dxd5 þá 20. Bb4+ Kg8 21. He8+) 20. Rxf6 gxf6 21. Bh6+ Kg8 22. Dg3+ Bg6 og svartur gafst upp um leið. Skákþing Kópavogs 1977 hófst sl. þriðjudag að Hamra- borg 1 í Kópavogi. Þáttakendur í meistaraflokki eru 18 og er þeim skipt i þrjá riðla, en tveir efstu menn i hverjum riðli tefla siðan til úrslita um efsta sætið. Famvegis verður teflt á laugar- dögum kl. 2 og miðvikudögum kl. 8. Fyrirfram er ástæða til að ætla að þeir Þröstur Bergmann og Sævar Bjarnason komi til með að berjast um efsta sætið. Hinn 13 ára gamli Jóhann Hjartarson setti þó óvænt strik í reikninginn hjá Sævari með þvi að leggja hann að velli í 2. umferð: Hvitt: Sævar Bjarnason Svart: Jóhann lljartarson Drottningarbragð 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 Be7 5. Bg5 Rbd7 6. cxd5 (Uppskitaafbrigðið svonefnda. Þó má segja að það eigi betur við að hafa ekki leikið riddara til f3 þegar skipt er upp á d5 og leika siðar Rge2. Botvinnik fyrrum heimsmeistari beitti þeirri uppbyggingu oft með góðum árangri) exd5 7. e3 c6 8. Dc2 0-0 9. Bd3 h6 10 Bh4 (10. h4! var enn betri leikur, enda má 9. leikur svarts teljast ónákvæmur) Ile8 11. 0-0-0 (Öruggara framhald er 11. 0-0 Re4 12. Bxe7 Dxe7 13. Bxe4 dxe4 14. Rd2 og staðan er í jafnvægi, en Sævar ætlar sér greinilega að tefla upp á sókn) Re4! 12. Bxe7 Dxe7 13. Kbl Rdf6 14. Re5 Bf5 15. f3 Rxc3 + 16. Dxc3 Bxc3+ 17. Dxd3 c5 18. g4 c4 19. Dc2 Rd7 (Hvítur hótaði 20. h4 og 21. g5) 20. f4 Framhald á bls. 29 Ntjrbill... Moido Borgartúni 29 sími22680 Nú kynnum við nýjustu gerðina af Mazda: Mazda 323. Þetta er 5 manna bíll byggður í „hatchback“ stíl, sem sameinar kosti stationbíls og fólksbíls og tryggir um leið frábæra plássnýtingu og formfegurð. Vélarstærðir eru tvær 1000 eða 1300 cc, í senn aflmiklar og sparneytnar. Gormafjaðrir eru á öllum hjólum og tryggir það góða fjöðrun á misjöfnum vegum. Sílsar og grinda- bitar eru úr galvaniseruðu stáli, og aðrir undirvagnshlutar eru zinkhúðaðir. Mazda 323 er eins og aðrar gerðir á Mazda ríkulega búinn aukahlutum. Við fjölyrðum ekki meira um þennan nýja bíl en bjóðum ykkur að koma og skoða hann hjá okkur, því sjón er sögu ríkari. MAZDA ... mest seldi japanski bíllinn á tslandi í dag. Bílasýning laugardag og sunnudag frá kl. 1—6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.