Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
Samband íslenzkra samvinnufélaga 75 ára á morgunrj
ÉG hefi stundum sagt það við kunningja mína í Verzlunar-
_____ráði íslands, er þeir hafa haldið því fram, að Sambandið
væri orðið allt of mikið bákn í þjóðfélaginu — að ef ekki Sambands*
ins nyti við, væri þjóðnýting á íslandi miklum mun meiri og sú
starfsemi sem Sambandið færi með, væri
þá að meira eða minna leyti ríkisrekin.
Þetta sagði Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, í upphafi samtals, sem
Morgunblaðið átti við hann í tilefni 75 ára afmælis
hins mikla fyrirtækis, sem hann veitir forstöðu.
Stærð Sambandsins
Ef borin er saman heildarvelta kaupfélaganna, Sam-
bandsins, samstarfsfyrirtækja SÍS og innstæður í
Samvinnubankanum við niðurstöðutölur ríkis-
reikningsins fyrir árið 1975, kemur í ljós, að Samband-
ið og félög skyld því velta um 75 milljörðum króna, en
niðurstöðutölur rikisreikningsins eru aðeins tæplega
60 milljarðar króna. Fyrsta spurningin, sem lögð var
fyrir Erlend Einarsson, var hvort honum fyndist eðli-
legt að ein fyrirtækjasamsteypa velti jafnvel hærri
fjárhæðum en ríkissjóður. Erlendur sagði:
„Þessar tölur eru ekki sambærilegar. Menn verða að
hafa i huga, þegar litið er á þessar veltutölur, að um
það bil helmingur þessarar fjárhæðar er umboðssala
innlendra afurða, sjávarafurða og búvara. Sambandið
annast sölu þessara afurða fyrir ákveðin umboðslaun,
sem eru yfirleitt 2%. 1 sambandi við þetta ber að gæta
þess, að verðhækkanir verða á helztu búvörum 4 sinn
um á ári, samkvæmt
reglum um að bændur
eigi að fá hliðsta-ð laun
og aðrar stéttir þjóð-
félagsins. Utkoman úr
þessu da-mi er sú, að í
stað þess að reikna 2%
umboðslaun á sölu
kindakjöts á hverjum
tíma, hefur verið
ákveðið að leggja haust-
verðið til grundvallar.
Þetta þýðir að raun-
veruleg umboðslaun
vegna kjötsölunnar
hafa reynzt lægri — eða
á síðastliðnum fjórum
árum frá 1,64% í 1,83%.
Þetta dæmi á við
ákveðið samvinnufélag,
en ég geri ráð fyrir að
útkoman hjá öðrum
félöguni sé ekki langt
frá þessu. Þessi um-
boðslaun notar Sam-
bandið síðan til þess að
greiða ýmsan kostnað,
sem sífellt hækkar, svo
og þjónustu."
En ef ég leitazt við að svara spurningunni, er bezt að
ræða um markaðshlutdeild Sambandsins, einstakra
deilda þess og samstarfsfélaga. Ef fyrst er minnzt á
bankastarfsemina þá voru innlán í Samvinnubankan-
um um áramót 1975 6,9% af heildarinnlánum í
innlánsstofnunum, en ef við tökum innlánsdeildir
Sambandsins með, er hlutur þeirra 3,5% og er sam-
vinnuhreyfingin þá með 10,4% innlána. Ber þá að
hafa í huga að kaupfélag er sjálfstæð stofnun."
„Hvað um Samvinnutryggingar? Hver var markaðs-
hlutdeild þeirra?"
„Það hefur verið gerð lausleg athugun á þvt, hve
stóran hluta iðgjalda Samvinnutryggingar hafa í
heildartryggingum skaðatryggingafélaga, eins og þau
eru kölluð. Samkvæmt þessari athugun hefur komið í
ljós, að Samvinnutryggingar hafa24,6% iðgjalda.“
„Hvað um Olíufélagið h.f.?“
„Markaðshlutdeild Oliufélagsins mun hafa verið á
síðastliðnu ári um 43%. Þess ber að geta að Olíufélag-
ið er ekki aðeins eign Sambandsins, heldur standa
einnig að því aðilar, sem standa utan þess og sam-
vinnuhreyfingarinnar. Eingarhluti Sambandsins í
Olíufélaginu er 40% og það á einn mann í stjórn af 5.
heildarútflutningi sjávarafurða vera um 15% Hins
vegar er hlutdeild Sambandsins i frystum sjávarafurð-
um um 25%.“
„Hve stóran hlut á Sambandið í flutningum til og
frá landinu?"
„Á árinu 1975 fluttu skip skipadeildar Sambandsins
100,9 þúsund smálestir en heildarflutningarnir voru
732 þúsund smálestir. Hlutur Sambandsins í
flutningunum varþví 13,8%.“
„Hvað um iðnaðarrekstur Sambandsins?"
„Samkvæmt bráðabirgðatölum varð velta iðnaðar-
deildar á síðastliðnu ári 4.369 milljónir króna og er
það 43% aukning frá árinu áður. Þegar þessar tölur
eru skoðaðar verða menn að hafa í huga þá verðbólgu-
þróun, sem verið hefur. Utflutningur Sambands-
framleiðslunnar er aðallega ullar- og skinnavörur,
og nam hann á síðastliðnu ári á vegum iðnaðar-
deildar um 1.6 milljörðum króna en það eru 42% af
heildarútflutningi iðnaðarvara á árinu 1976, þegar
frá er talið ál og kisilgúr. Mikil uppbygging hefur átt
sér stað 1 iðnaði á vegum Sambandsins og benda má
sérstaklega á að Ullarverksmiðjan Gefjun hefur verið
stækkuð og afkastageta hennar stóraukin á síðastliðnu
ári í ullar- og kembiiðnaði. Full vinnsla er nú í
sútunarverksmiðjunni og stefnt er að því að fullvinna
sem mest af skinnunum í mokkaskinn og vinna úr því
fatnað. Þess má geta að veruleg aukning varð í skinn-
fataframleiðslu á síðastliðnu ári. Þá á Sambandið
skipti við margar sauma- og prjónastofur víðsvegar
um land. Það er stefna Sambandsins að láta fullvinna
vörur sínar á hinum ýmsu stöðum landsins eftir
því sem aðstæður leyfa. A síðastliðnu ári gerðist
Sambandið eignaraðili að prjónastofunni Dyngju á
Egilsstöðum og ein grein af starfsemi Gefjunar var
flutt til Sauðárkróks. Er það sængurfatagerð, en haf-
inn er útflutningur á ullarflókasængum. A Sauðár-
króki á að koma fyrir fleiri starfgreinum.
f Sambandsins
nyti ekki við,
væri þjóð
nýting meiri á íslandi
Þjónusta SÍS
„Hvaða þjónustu
annast Sambandið fyrir
þessi umboðslaun?"
„Hér má nefna
köstnað við sölu innan-
lands og útflutning,
kostað við verðjöfnun,
umsjón afurðalána fyrir
sambandsfélögin, auglýsingar innheimtu söluand-
virðis og skil á þvf til kaupfélaganna, hagræðingar
þjónustu og námskeiðahald fyrir félögin og fleira
mætti telja. Ég vil fullyrða, “ sagði Erlendur, „að
hvergi er hægt að finna lægri umboðslaun, enda hefur
búvörudeild ekki getað tekið sinn þátt í greiðslu á
óskiptum kostnaði Sambandsins. Ástæður fyrir þess-
um lágu umboðslaunum eru, að Sambandið er
þjónustustofnun við bændur, enda hafa þeir verið
helzti bakhjarl þess. Á árinu 1975 námu umboðslaun
búvörudeildar 84 milljónum króna. Til samanburðar
við umboðslaunin sem Sambandið tekur af búvörum
mætti minnast á, að viðskiptabankarnir fá í þóknun
frá 1.15% — 1.35% fyrir að annast milligöngu um
afurðalán út á búvörur, sem endurseld eru 1 Seðla-
bankanum. Menn hafa ekki talið þetta óeðlilega þókn-
un.“
„En hvert er þá umfang Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga í verzlun landsmanna?"
„Kaupfélögin, sem eru 49 eru allt sjálfstæðar stofn-
anir,“ sagði Erlendur Einarsson, „og þau hafa öll
sérstaka stjórn. Þótt kaupfélögin séu félagsaðilar að
Sambandinu, þá fer stjórn þess alls ekki með stjórn
kaupfélaganna. Sambandið er aðeins stofnað sem
þjónustuaðili fyrir kaupfélögin og það verða menn
sérstaklega að hafa í huga. Varðandi samstarfsfélög
Sambandsins, og þar á ég við þau fyrirtæki, sem
stundum hafa verið ranglega kölluð dótturfyrirtæki
þess, þá er sérstök stjórn yfir þeim og þau rekín sem
sérstakar einingar. Þessi félög tengjast samt Sam-
bandinu með ýmsum böndum, t.d. þeim að menn
innan Sambandsins sitja í stjórnum fyrirtækjanna.
— segir Erlendur Einarsson forstjóri í samtali við Morgunblaðið
Auk kaupfélaga eiga ýmsir aðrir aðilar eignaraðild að
Olíufélaginu. Má þar m.a. nefna: Bæjarútgerð Reykja-
víkur, Olíusamlag Keflavíkur, Hval h.f., Utgerðarfélag
Akureyringa, Venus h.f., Einar Þorgilsson h.f., svo
nokkrir aðilar séu nefndir.“
Innan við
20%
innflutnings-
„En hver er hlutur Sambandsins
verzlun landsmanna?“
„Því miður liggja ekki fyrir opinberar tölur um
innflutningsverzlunina og skiptingu hennar milli
hinna ýmsu aðila. En samkvæmt lauslegri athugun er
Ijóst, að hlutdeild Sambandsins í innflutnirigsverzlun
eða heildsölu er innan við 20%. Það þýðir að aðilar,
sem eru innan annarra samtaka, eru með yfir 80% af
heildsöluverzluninni. Ég sagði innan annarra sam-
taka, en menn verða að gera sér grein fyrir því, að til
eru hliðstæð samtök, svo sem félag kaupmanna og
félag stórkaupmanna, sem standa að Verzlunarráði
Islands. Þessi félög hafa að vísu engan innflutnings-
rekstur sjálf, en ég held að þegar við ræðum um
Sambandið verðum við að gera okkur grein fyrir því
að félagsform þess býður upp á almenna þátttöku í
gegnum kaupfélögin, en þau eru opin almenningi, þar
sem hver félagsmaður fer með eitt atkvæði án tillits til
eignarhluta hans.“
,ííver er hlutdeild Sambandsins í útflutningi
sjávarafurða?“ ~
„Samkvæmt athugun, sem gerð hefur verið,“ sagði
forstjóri Sambandsins, „þá mun hlutur Sambandsins i
. Smásöluverzlun
„Hve stór hluti smásölu-
verzlunar landsmanna
er i höndum Sambands-
ins og kaupfélaganna?"
„Þvi miður liggja
ekki fyrir neinar
nákva'mar tölur um
það," sagði Erlendur
Einarsson. „Ég tel nauð-
synlegt að Hagstoía
Islands geri könnun á
markaðshlutfalli hinna
einstöku aðila í smá-
söluverzluninni, en það
þýðir að smásöluaðilar
yrðu að gefa upp ýmsar
veltutölur. Ljóst er hins
vegar, að kaupfélögin
hafa stórt hlutfall úti á
landi, ekki sízt á fá-
mennum stöðum, þar
sem lítið olnbogarými
er fyrir samkeppni. Það
er ekki fýsilegt 4yrir
einkaverzlun að setja
sig niður á smáum stöð
um, en þar halda kaup-
félögin ein velli. Við
getum t.d. nefnt
Norðurfjörð á Strönd-
um. Hver myndi vilja
opna þar verzlun og
keppa við Kaupfélag
Strandamanna? I Rvík
er markaðshlutfall
samvinnuverzlunarinn-
ar hins vegar mjög
lítið í smásölu. Sam-
kvæmt lauslegri athugun virðist hlutdeild samvinnu-
hreyfingarinnar í smásöluverzluninni í Reykjavík og
Kópavogi vera um 11% og er þá hlutur Sláturfélags
Suðurlands talinn með. Ef honum er sleppt verður
hlutdeild KRON innan við 6% af markaðnum. Þetta
veldur okkur áhyggjum í samvinnuhreyfingunni, ekki
sízt vegna þess að hagkvæmast er að reka verzlun á
hinum stóra Reykjavíkurmarkaði. Víðast hvar úti á
landi er vöruvelta lítil og umsetning hæg og verða
kaupfélögin að liggja með tiltölulega miklar vöru-
birgðir. Þegar svo er verður kostnaður á hverja selda
einingu mjög mikill.“
Og Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, heldur áfram: „Það urðu
okkur mikil vonbrigdi, að ekki fékkst leyfi til að koma
upp stórmarkaði í tengslum við hina nýju birgðastöð
Sambandsins, sem langt er komið með að reisa við
Sundin í Reykjavík. Ég tel að samvinnuhreyfingin
hafi verið afskipt með lóðaúthlutun undir verzlunar-
hús á undangengnum árum. Þessi litla markaðshlut-
deild Sambandsins i Reykjavik hefur þau áhrif að
samvinnuhreyfingin getur ekki orðið eins hlutgengur
aðili í samkeppni á stærsta markaði smásöluverzlunar
í landinu, svo sem æskilegt er.
Við höfum einnig gert könnun á hlutdcild okkar í
smásöluverzlun í Reykjaneskjördæmi (Kópavogur
undanskilinn) og sýnir hún að kaupfélögin hafa þar
um 24.2% af smásöluverzluninni. Ég teldi æskilegt, að
samvinnuhreyfingin gæti náð hliðstæðri stöðu 1
Reykjavík og hún hefur þar.“