Morgunblaðið - 19.02.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
Kjartan Jóhannsson, varaformadur Alþýduflokks:
Staðreyndir
um Kröflu
— í tilefni af skrifum Ragnars Arnalds
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins og Kröflu-
nefndarmaður, ritaði í s.l. viku
tvær greinar i Þjóðviljann um
Kröflumál. í þeim veitist hann
m.a. að mér og störfum, sem ég
hef unnið að ásamt öðrum.
Morgunblaðið hefur svo birt
obbann af þessum áburði og
rangfærslum. Nú má að vísu
vel vera, að álagið á þeim
Kröflunefndarmönnum sé orð-
ið svo mikið, að þeir sjáist ekki
fyrir og þykist sjá drauga í
hverju horni. Má þeim vera það
nokkur vorkunn og þó einkum
Ragnari, ef svo skyldi vera að
hann geti ekki fundið sálarró
með því að rýna í vísuna við
afmælisdaginn sinn, eins og
oddvita Kröflunefndar virðist
nægja til þess að finna frið og
styrk, eins og dæmin sanna.
Hitt kann lfka að vera, að grein-
ar Ragnars séu fyrst og fremst
barátta hans um forystu í
flokki hans svo sem við Hjörleif
Guttormsson, og Ragnar sletti
svo i aðra menn til þess að ekki
verði alltof áberandi, hvert
skeytunum er einkum stefnt.
En hvernig sem þessu víkur
við, get ég ekki látið hjá líða að
leiðrétta ýmsar missagnir í
greinum Ragnars. Þar sem
rangtúlkanir og ásakanir Ragn-
ars hafa birst bæði í Þjóðviljan-
um og Morgunblaðinu, hef ég
beðið bæði þessi blöð að birta
eftirfarandi athugasemdir mín-
ar. Þótt ærið tilefni sé, mun ég
leiða hjá mér margvísleg furðu-
legheit, undarlega meðferð
staðreynda og ýmsar dylgjur í
greinum hans, en fjalla einkum
um rekstraraðstæður Kröflu-
virkjunar og störf mín tengd
athugunum á þeim.
Skýrslan um
Norðurlandsvirkjun
Það verk, sem Ragnar vitnar
til og gerir að umræðuefni, er
skýrsla um fyrirhugaða
Norðurlandsvirkjun, sem yfir-
tæki meginhlutann af orkuöfl-
unar- og aðalflutningslínum á
Norðurlandi þar á meðal
Kröfluvirkjun. Verk þetta var
unnið fyrst og fremst fyrir
Samstarfsnefnd um orkumál
Norðlendinga, en hún mótaði
hugmyndir um Norðurlands-
virkjun og vann að athugun á
rekstrargrundvelli þess fyrir-
tækis. í skýrslunni eru mark-
aðs- og rekstraraðstæður fyrir-
tækisins kannaðar og skýrðar.
Að þessu verki vann ég ásamt
þremur öðrum mönnum þar á
meðal einum starfsmanni
Framkvæmdastofnunar ríkis-
ins undir umsjá Samstarfs-
nefndarinnar og samkvæmt
hennar óskum.
Fráleitur
áburður Ragnars
Ragnar ber það á borð að
skýrslan sé mótuð af pólitískum
sjónarmiðum mínum. Með
þessu er Ragnar í rauninni að
ráðast að starfsheiðri mínum og
heiðarleika. Þessu hef ég ekki
átt að venjast, þrátt fyrir um
áratugar starf við margvisleg
verkefni í þágu alls konar aðila.
Þykir mér áburður Ragnars
ekki bara ósanngjarn, heldur
hreinlega lúalegur.
Hin faglega vinna skilur sig
auðveldlega frá hinu pólitíska.
Hið faglega er til þess að upp-
lýsa og greina fyrir þá sem
ákvarðanirnar taka, en það eru
oft stjórnmálamenn.
Hversu fráleitur þessi áburð-
ur Ragnars er, sést nú reyndar
strax af því, hvernig að verkinu
var staðið. Það var unnið undir
umsjá og eftir forskrift Sam-
starfsnefndarinnar um orku-
mál Norðlendinga og f sam-
vinnu við Framkvæmdastofnun
rikisins. Af hálfu Fram-
kvæmdastofnunarinnar vann
einn bagfræðinga hennar að
verkinu. 1 Samstarfsnefndinni
voru m.a. framámenn úr báðum
stjórnarflokkunum, Sjálf-
stæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum. Formaður
nefndarinnar er alþingismaður
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við
sem að verkinu unnum mætt-
um margsinnis á fundum með
nefndinni og einstökum
nefndarmönnum, einkum for-
manninum, þar sem reikni-
forsendur voru ræddar og gerð
var grein fyrir gangi verksins
og framsetningu. Nefndin fékk
m.a. drög að skýrslunni til um-
fjöllunar mörgum vikum áður
en hún kom út til þess að koma
með ábendingar og athuga-
semdir. 1 öllu þessu starfi ríkti
hin bezta samvinna. Þetta eru
eðlileg vinnubrögð við verkefni
af þessu tagi, en jafnframt má
sjá hversu fráleitt er að bera
það á borð, að skýrslan sé póli-
tískt innlegg frá mér.
Markmið
skýrslunnar
Skýrslan um Norðurlands-
virkjun var unnin til þess að
varpa ljósi á rekstraraðstæður
þess fyrirtækis. Raforkufram-
kvæmdir hafa þá náttúru, að
meginhluti kostnaðar er vegna
stofnframkvæmdanna, sem síð-
an verður að standa undir með
orkusölunni. Ef raforkufram-
kvæmd á að standa á eigin fót-
um fjárhagslega, er þannig
fyrst og fremst tvennt, sem
skiptir máli, fyrir utan stofn-
kostnaðinn, nefnilega hvers
konar lán fást fyrir stofnkostn-
aði og hversu stór markaðurinn
verður. Samstarfsnefndin hafði
áhuga á því að fá áætlað hvað
verðið á orkunni frá Norður-
landsvirkjun þyrfti að vera hátt
til þess að standa undir útgjöld-
um miðað við mismunandi sölu-
magn orku og lánakjör á
Kröfluvirkjun. Þetta verð er
stundum nefnt jafnkostnaðar-
verð. Jafnframt vildi nefndin
fá samandregnar áætlanir um
líklegt orkusölumagn Norður-
landsvirkjunar á Norðurlandi
og Austfjörðum. Á þessu höfðu
nefndarmenn áhuga, af því að
þeim var ljóst, að þessi atriði
skiptu sköpum um afkomu-
grundvöll fyrirtækisins. Hitt
trúi ég öllum haL alltaf verið
ljóst, að fá mætti út lága tölu í
krónum á kWh fyrir Kröflu-
virkjun, með því að deila áætl-
aðri afkastagetu upp í áætlaðar
afskriftir stofnkostnaðar yfir
25 ár, enda kemur það fram í
skýrslunni og hefur alltaf. legið
fyrir. En sú tala er fræðileg ef
sölumagn orku er ekki skoðað.
Tekjur koma einungis af seldri
orku. Þess vegna er áhugaverð-
ara að skoða verðið i samhengi
við markaðsaðstæður.
■ * * w i i *■«•*'* * * * * wmmw w t.m * ** »
Lánakjör
samkvæmt
forsendum
seðlabankastjóra
Varðandi lánakjörin á
Kröfluframkvæmdum var valið
að lita á þrjú dæmi. í fyrsta lagi
7 ára lán með 9,5% vöxtum, I
öðru lagi 15 ára lán með 9,5%
vöxtum og i þriðja lagi 16 ára
lán með 8% vöxtum. Þessi lána-
kjör voru ekki valin af tilviljun.
Tvö hin fyrri voru valin í sam-
ræmi við erindi dr. Jóhannesar
Nordal, seðlabankastjóra, á
þingi Sambands íslenzkra raf-
veitna hinn 23. marz 1976 um
stöðu í fjármálum raforkufyrir-
tækja á ísandi. í þessu erindi
hafði dr. Jóhannes einmitt sett
fram tölur um greiðslubyrði
raforkukerfisins, þar sem gert
var ráð fyrir þessum kjörum á
lánum til Kröfluvirkjunar,
nema þar var reyndar miðað
við 10% vexti á 15 ára lánunum
en ekki 9,5%. Þótti einsýnt, að
seðlabankastjórinn væri góð
heimild um hvað taka bæri til
viðmiðunar í þessum efnum.
Lánskjörin til 15 ára miðast við
endurfjármögnun, þ.e. breyt-
ingu styttri lána i lengri lán og
varar dr. Jóhannes reyndar við
því að aukinni greiðslubyrði
verði auðveldlega mætt með
þeim hætti. Þriðja dæmið (16
ára lán og 8% vextir) miðast
hins vegar við vegið meðaltal á
skuldum Landsvirkjunar og
gefur því til kynna rekstrar-
stöðu Norðurlandsvirkjunar, ef
hún byggi við sömu aðstæður
og Landsvirkjun að þessu leyt-
inu.
Hin völdu lánskjör eru þann-
ig, ekki fráleitt uppátæki úr
mér eins og Ragnar Arnalds vill
vera láta, heldur voru þau valin
i samvinnu við Samstarfsnefnd-
ina samkvæmt þeim forsendum
sem seðlabankastjóri taldi
raunhæfar og eðlilegar í erindi
sínu og • notaði löngu fyrr til
þess að meta greiðslubyrði af
Kröfluvirkjun. Auk þess var
svo tekið dæmi meó samskonar
kjörum og Landsvirkjun nýtur.
Hinu má svo bæta við, að reikn-
að var með lítilli greiðslubyrði
af öðrum'eignum Norðurlands-
virkjunar, t.d. var eftir forsögn
nefndarinnar gert ráð fyrir, að
fyrirtækið eignaðist byggðalinu
úr Hrútafirði til Kröflu endur-
gjaldslaust.
Á grundvelli ofangreindra
lánakjara og annarra for-
sendna, sem nefndin tiltók, var
heildargreiðslubyrði fyrir-
tækisins yfir 30 ára timabil og
jafnkostnaðarverðið á heild-
sölustigi á kWh síðan fundið
fyrir mismunandi sölumagn.
Hitt er fráleitur útúrsnúning-
ur, að reiknað sé með 7 ára og
15 ára afskriftartíma. Tölurnar
i skýrsfunni gefa til kynna hvað
virkjunin þarf að borga skv.
tilgreindum forsendum, en
ekki bókhaldslegar afskriftir.
Vantar
viðbótarmarkað
Við áætlun raforkumarkaðar
á Norðurlandi og Austfjörðum
var byggt á spám Orkustofnun-
ar og Rafmagnsveitna ríkisins.
Af niðurstöðum skýrslunnar
má sjá, að greiðslubyrði og til-
svarandi jafnkostnaðarverð
orkunnar verður mjög hátt
næstu 5—10 ár, nema til komi
viðbótarmarkaðir fram yfir
spár um markaði á Norðurlandi
og Austurlandi, auðvitað mis-
hátt eftir lánakjörum, en alltaf
mjög hátt. í skýrslunni voru
þessvegna tekin dæmi um 200
til 400 Gwh viðbótarmarkað.
Framhald á bls. 24.
* »f > 9 MiMIIIII III Mf * **
Messiaen á tón-
leikum Kammer-
sveitar Reykjavíkur
Á undanförnum tíu árum eða
svo hefur nafn franska tón-
skáldsins Olivier Messiaen risið
æ hærra á himni tónlistarinnar.
Nú er svo komið að Messiaen,
sem áður var tiltölulega óþekkt-
ur, má hiklaust telja eitt af
merkustu tónskáldum á þessari
öld. Þótt mest hafi borið á hin-
um risavöxnu hljómsveitar-
verkum hans nú hin siustu ár,
ber nú ekki síður á flutningi æ
fleiri fyrri verka hans, sem vak-
ið hafa míkla athygli ekki að-
eins tónlistarfólks, heldur einn-
ig hins almenna hlustanda, því
að þótt verk hans séu oft mjög
óvenjuleg og frumleg, eru þau
samt aðgengileg ðvönum hlust-
anda við fyrstu kynni. Hér á
landi hefur tónleikagestum
lítið sem ekkert gefist kostur á
að heyra verk þessa franska
tónskálds, að undaskildum
nokkrum orgel- og píanó-
verkum.
Það er því mikið fagnaðar-
efni, að á næstu tónleikum
Kammersveitar Reykjavíkur,
sem haldnir verða n.k. sunnu-
dag kl. 4 síðde^is 1 Bústaða-
kirkju, verður fluttur hér á
landi í fyrsta sinn Kvartett um
endalok tímans eftir Messiaen.
Flytjendur verksins eru: Rut
Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Nina
Flyer, cellóleikari, Gunnar
Egilsson, klarínettleikari og
Þorkell Sigurbjörnsson, tón-
skáld og píanóleikari. Verk
þetta er feiknarlega erfitt i
flutníngi og verður vissulega að
telja flutning þessa verks lista-
viðburð hérlendis.
Kvartettinn um endalok tím-
ans á sér óvenjulega sögu. Árið
1939 var Messiaen handtekinn
af nazistum og var fangi þeirra
í tvö ár í Stalag-fangabúðunum
í Görlitz. Þar samdi hann þetta
verk og var það frumflutt í
fangabúðunum 15. janúar 1941
að viðstöddum 5 þúsund föng-
um. Messiaen lék sjálfur píanó-
hlutverkið. „Aldrei," segir
hann, „hefur verið hlýtt á leik
minn af slikri athygli og skiln-
ingi. Það var tónlistin ein, sem
gerði mér kleift að lifa af
grimmd og hrylling fanga-
búðanna." Tildrögum verksins
hefur Messiaen lýst á þessa
leið:
„Ástæðurnar fyrir hinni
óvenjulegu hljóðfæraskipan
þessa verks má rekja til sér-
stakra kringumstæðna. Ég var
stríðsfangi í Silesiu og meðal
vina minna þar voru fiðlu-
leikari, klarínettleikari, celló-
leikari og ég sjálfur, píanó-
leikari. Með slíkan hóp laðaðist
ég skiljanlega ekki að vatns-
flóðum og skrímslum Opin-
berunarbókarinnar, heldur að
þögn tilbeiðslu hennar og hin-
um undursamlegu friðarsýnum
hennar. Hvers vegna var þessi
texti valinn? Ef til vill vegna
þess, að á stundum algerrar ein-
veru koma upp öfl þau, sem
stjórna lífinu. Að öðru leyti
segir þessi texti frá öllu, sem ég
bind vonir mínar við, öllu, sem
ég ann og mér er hjartfólgið.
í fyrsta lagi regnboginn, tákn
tilbrigða i tóna-litskrúði hinna
innri, litauðugu sýna, sem ég
upplifi, er ég hlýði á og les
tónlist. Og þá eru það orð
engilsins: „Tíminn mun undir
lok liða“. Þessi truflandi setn-
ing, sem allir textaskýrendur
eru ósammála um, — en þarna
er hún, hjúpuð tign og alvöru.
(Þess skal getið hér, að hér er,
stuðzt við gömlu, ensku bibliu-
þýðinguna. Versin, sem hér er
vitnað i eru úr 10. kafla Opin-
berunar Jóhannesar, 1. — 7.
vers, en í íslenzku þýðingunni
virðist annar skilningur lagður
í þessi orð, sem lauslega þýdd
eru: Timinn mun undir lok
líða. („There shall be timé no
longer"). Messiaen heldur
síðan áfram: „Hljóðfallið, með
skiptingu sinni, breytingum,
umskiptum sinum og ójafn-
leika, er hluti af timanum. Og
tíminn er í tengslum við rúmið.
Þegar við erum ekki lengur háð
fjarlægðum, þegar við erum
Iaus úr viðjum þess, sem er á
undan og á eftir, þegar við
förum inn í aðra vídd, handan
við það, sem við þekkjum, og
öðlumst þannig ofurlitla hlut-
deild i Eilifðinni, þá skiljum
við einfaldleika orða engilsins
og þá hefur tíminn vissulega
liðið undir lok. Að öðru leyti er
nóg að hlýða á tónlistina."
Þannig lýsir höfundur verki
sínu, en hann hefur auk þessa
gefið á því tæknilegri skýr-
ingar, sem of langt mál væri að
fara út í hér. Það kemur skýrt
fram i orðum Messiaen, að
hann er frumlegur hugsandi og
býr yfir sérstæðum stíl. Þættir
verksins eru átta og eru heiti
þeirra ekki síður óvenjuleg: 1.
Kristalstiðagerð. 2. Söngur
handa englinum, sem boðar
endalok timans. 3. Ómælisdýpi
fuglanna. 4. Intermezzo. 5. Lof-
gjörð um eilífð Jesú. 6.
Tryllingsdans handa hinum sjö
trompetum. 7. Regnbogaklasi
handa englinum, sem boðar
endalok tímans. 8. Lofgjörð um
ódauðleika Jesú.
Ilalldór Haraldsson
planóleikari
tiffitfiiif »* w iii • •• *■* 11 m s ii * * • * i * c * * t * i r* i * c * * ii ifi ii
11