Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 17

Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 17 Færeysk frímerki njóta vaxandi álits ég séð. Hitt er svo annað mál, að frimerki geta ekki gefið nema ófullkomna mynd af málverkum, eins og við þekkjum af okkar eigin frimerkjaútgáfu, sbr. málverk Ásgrims Jónssonar. Um alllangan tíma hefur leg- ið hjá mér grein, sem Helgi Gunnlaugsson trésmiður samdi um færeysk frímerki að beiðni minni, þar sem ég vil gjarnan vekja athygli íslenzkra frimerkjasafnara á færeyskum frimerkjum og um leið áhuga þeirra á að safna þeim. Hef ég þá fyrst og fremst i huga frá þeim tima, er Færeyingar tóku við stjórn póstmála sinna, þ.e. 30. jan. 1975, enda á það ekki að verða söfnurum ofviða. Helgi Gunnlaugsson þekkir færeyska frimerkjasögu betur en aðrir islenzkir safnarar, þar sem hann hefur lengi safnað fær- eyskum frímerkjum og stimpl- um. Vil ég ekki lengur fresta þess að koma grein hans á framfæri I von um, að lesendur þáttarins hafi bæði gagn og gaman af. Kemur hún hér nær óbreytt frá hendi hans. Mér vitanlega hefur litið verið skrifað um hina nýju frímerkjaútgáfu Færeyinga. Vil ég því bæta úr þvi með nokkrum orðum. Hinn 30. ágúst 1909 voru bæjarráði Tórshavnar send tvö samhljóða bréf, undirrituð af Johs, O. Joensen og Jens av Reyni, með ósk um, að hlutast yrði til þess, að Færeyingar fengju sín eigin frímerki. Engar undirtektir fékk þetta mál, og það lá í dái þar til 1940, að Jóannes Patursson og annar þingmaður til hreyfðu þvi að nýju. Var það talsvert rætt, en lognaðist út af. Ég hef lesið tvö bréf frá Jóannesi um þetta efni til „Föroya Filatelist Felag“, þar sem hann óskar eftir umsögn þess og ráð- leggingum. Var það fúslega lát- ið í té, en kom að engu haldi. Þegar líða tók að 100 ára afmæli Jóannesar komu fram almennar raddir um að fá færeysk frimerki og þá I byrjun minningarfrimerki um hann. Allt lenti þetta i vangaveltum og ekkert varð úr fram- kvæmdum. Hér mun einnig hafa komið til ótrúleg stirfni danskra yfirvalda. Er hún þó litt skiljanleg, þar sem Græn- land hafði fengið eigin frímerki 1938, og gefið þau út óslitið síðan, enda þótt það sé hluti af Danmörku, en Færeyjar aftur haft svipað fullveldi frá 1948 og við höfðum frá 1918. Fyrir nokkrum árum var svo hafinn harður áróður fyrir málinu, sér- staklega þó í Danmörku af hálfu frimerkjakaupmanna og safnara, með þeim árangri, að þumbaraöflin létu loks undan. Var þá ákveðið að fyrstu fær- eysku frímerkin kæmu út haustið 1974. Þvi var þó frestað til 30. jan. 1975, en þann dag voru gefin út 14 frímerki. Næsta útgáfa kom -út 1. apríl 1976 i tilefni þess, að þá tóku Færeyingar póstþjónustuna að öllu leyti i sinar hendur. Vmsir hafa gagnrýnt fjölda merkjanna i fyrstu útgáfu, en það er ekki sanngjarnt ef rétt er á litið. Frá 30. jan. 1975 voru dönsk merki ekki lengur gild i Færeyjum, og þá þurftu þeir vitanlega að sjá við öllu. Vitað var um ýmsa stórkarla í frímerkjaheiminum, sem höfðu hug á að gera „business" í sam- bandi við þessa fyrstu útgáfu. En póstmeistarinn í Tórshavn er réttur maður á réttum stað og hann sá við vinunum. Engar misfellur, ekkert verðgildi keypt upp, allar pantanir afgreiddar nákvæmlega, enda hefur hann yfir að ráða ágætu starfsliði og vel út búnu. 850 þús. bréf voru stimpluð I samb. við fyrstadagsútgáfuna 1975, þar af 5000 sett fjórblokkir og 40 sett með öllum 14 verðgild- um á öllum póststöðvum (38) eyjanna. Voru á fyrsta degi seld frimerki fyrir 10 milljónir færeyskra króna. Hér var ekki um óvandaða framleiðslu að ræða. 11 merkin í útgáfunni frá 30. jan. 1975 voru prentuð í stálstungu i prentsmiðju dönsku póststjórn- arinnar og grafin af Czeslaw Slania og prýðilega vönduð að allri gerð. Danir hafa einnig á siðustu árum tekið stórt stökk fram á við í gerð vandaðra og fallegra frimerkja af ýmsum Önnur útgáfa Færeyinga kom út 1. april 1976, svo sem áður er sagt frá. Verðgildin voru þrjú. 125 aur., færeyskur bátur, teikning eftir Fridtjof Joensen, 800 aur., landpóstur eftir ljós- mynd. Fyrsti pósturinn var að- eins stuttan tíma í starfi, en sá, sem við tók gegndi þvi í 30—40 ár. Myndin á frimerkinu er af honum. Bæði þessi merki eru prentuð i prentsmiðju dönsku póststjórnarinnar i stálstungu, og grafin af Czeslaw Slania. Umslag með færeyskum frfmerkjum og fyrstu jólamerkjum Fær- eyinga merkisstöðum og landslagi, sem öll eru I stálstungu. Þeir eru lika að vinna sig i áliti sem frimerkjaland, sbr. uppboð á Stockholmia 74, þar sem Dan- mörk þaut upp, en ísland stóð i stað. Þrjú hæstu verðgildin í útgáfu Færeyja frá 30. jan. eru með málverkamyndum og því marglit. Þau eru djúpprentuð í seðlaprentsmiðju Finnlands- banka I Helsinki. Prentun virðist góð og skila trúlega — eftir þvi sem við má búast — útliti málverkanna, en þau hef Þriðja merkið er 160 aur., færeyski fáninn, marglitt. Það er teiknað af Zakarias Heinesen og offsetprentað í prentsmiðju Finnlandsbanka. Hér er sama vandaða vinnan og á 1. útgáfunni. Vel er staðið að útgáfu færeyskra frímerkja og byggt á þjóðlegum og sögulegum grunni. Eg varð þess einnig var á frimerkjasýningunni i Þórs- höfn í maí sl. meðal sýningar- Frlmerkl eftir JÓN AÐALSTEIN JQNSSON gesta, að Færeyjar njóta nú þegar álits meðal safnara sem gott frímerkjaland. Geta íslendingar gert sér margt óþarfara til afþreyingar en safna þessum frímerkjum frænda okkar. Fyrst og fremst ber að þakka það póstmeistaranum, Esbern Midjord, hversu vel hefur til tekizt. Eins og þegar hefur komið fram, hefur hann full- komna og góða stjórn á öllum póstmálum landsins og þar að auki glöggan og velviljaðan skilning á óskum og þörfum safnara með útgáfu á vönd- uðum og vel hugsuðum merkj- um. Færeyingar eru heppnir að hafa slíkum embættismanni á að skipa. Hér endar grein Helga Gunn- laugssonar, og er hún að mín- um dómi þörf og tímabær hug- vekja um færeysk frímerki. Á þessu ári mun færeyska póststjórnin gefa út tólf frí- merki. Koma hin fyrstu út 28. apríl nk. Verða þau fjögur og með myndum af færeyskum fiskiskipum. í júní koma út þrjú frímerki með fuglamynd- um og siðar á árinu fimm merki, sem mun upphaf af flokki frímerkja, sem nefnist „Öprofil“. Öll frimerki, sem Færeyingar gefa út á þessu ári, verða prentuð í Englandi. Um f jöimörg ár skipti islenzka póst- stjórnin við enska prentsmiðju um prentun frímerkja okkar, en þvi miður tókst vinna þeirra ekki alltaf nógu vel, einkum að þvi er varðaði miðjun merkj- anna og tökkun. Vonandi verða frændur okkar í Færeyjum heppnari í viðskiptum sinum við Englendinga en við. FORD CORTINA L ogGLl,6 Ford Cortina 1600 L FORD Cortina leit fyrst dagsins ljós i Bretlandi árið 1962. Síðast breytti hún um búning árið 1970. Þrátt fyrir vinsældir i þeim búningi kom gjörbreytt boddý á Cortínuna s.l. haust. Þetta boddý er raunar eins og á þýzkum Ford Taunus og kom fyrst fram í janúar 1976. Með þessu nýja boddýi er bætt útsýni úr Cortínunni enda glerfletir fram- og afturrúðu 15% stærri en áður. Endurbæt- ur hafa auk þess verið gerðar á fjaðrabúnaði, stýringu og bremsum. Hér er aðallega rætt um L og GL gerðir hinnar nýju Cortí'nu en það eru ódýrustu gerðirnar, sem hingað eru fluttar. Breytingarnar leyna -sér ekki og finnast mjög greinilega strax og ekið er af stað. Stýris- hjólið er litið og leðurklætt og stýring nákvæm, fjöðrun frem- ur stif og bremsurnar, sem eru með vökvaaðstoð, eru góðar. Gírkassinn er óbreyttur enda hefur hann þótt mjög góður. Hingað kemur Ford Cortina ekki með minni vél en 1,6 litra. Vélin í L og GL gerðunum er BHar umsjón BRYNJÓLF- UR HELGASON 1593 rúmsm., 68 hestöfl (DIN) við 5200 snún./'min. og þjöpp- unarhlutfallið 8,2;1. Endurbæt- ur á vél eiga að hafa dregið nokkuð úr bensíneyðslu frá þvi, sem er á eldri gerðunum. Krafturinn er sæmilegur en viðbragðið 0 — 100 km/klst. 16,9 sek. ekkert sérstakt þó það nægi vafalítið flestum og hámarkshraðinn tæpir 150 km/klst. Þyngdin hefur aukist nokkuð og er nú nálægt 1100 kg þegar bílinn er óhlaðinn. Mælaborðið er nýtt og mjög smekklegt og vel læsilegir mæl- ar. Stjórntækjum er flestum vel fyrir komið. Loftræstikerfið er nýtt og gott. Miðstöðin er 2ja hraða. GL gerðin, sem er dýrari en L, er með vandaðri innréttingu og viðbótar tæknileg atriði svo sem timastilli í þurrkrofa og sportlegra stýrishjól en L gerð- in. Ford Cortina er rúmgóð eins og áður. Sætin eru góð og hnakkapúðar fylgja framsæt- um. Nýja Cortinan er örlítið lengri en sú eldri. 2ja og 4ra dyra bílarnir eru nú 432.6 sm langir, 169,9 sm breiðir og 132,1 sm háir. Verðið á Ford Cortina L er um kr. 1.960.000.- og á Cortina GL um kr. 2.085.000,- i báðum tilvikum miðað við tveggja dyra bila. Umboðið hefur Sveinn Egils- son hf., Skeifunni 17. Mælaborðíð (Cortina L gerðinni Mælaborð f GL gerðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.