Morgunblaðið - 19.02.1977, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Ifrétt í Morgunblaðinu i
fyrradag. þar sem fjallað
var um úrslit dönsku þing-
kosninganna, var frá þvi
skýrt, að eitt helzta baráttu-
mál miðdemókrata i Dan
mörku undir forystu Erhards
Jakobsens væri að berjast
gegn vinstri áróðri i skólum
og menntastofnunum Dan-
merkur. Flokkur miðdemó-
krata er sem kunnugt er
klofningsbrot úr Jafnaðar-
mannaflokknum danska,
þannig að enginn getur
haldið þvi fram, að þar sé á
ferðinni sótsvart íhald. Þessi
fregn vakti óneitanlega
nokkra athygli og hún sýnir,
að í Danmörku er pólitískur
áróður vinstri manna í skól-
um landsins bersýnilega
orðinn mikið vandamál, enda
mundi stjórnmálaflokkur ekki
gera baráttu gegn slíkum
vinstri áróðri i skólum lands-
ins að einu helzta stefnumáli
sinu nema umtalsverður
vandi væri á ferðum.
Fyrir skömmu var fjallað i
forystugrein Morgunblaðsins
um þá staðreynd, að vinstri
sinnar í kennaraliði fram-
haldsskólanna hér á landi
gerast stöðugt djarfari i til-
raunum til þess að misnota
aðstöðu sina og hafa uppi
pólitiskan áróður yfir
nemendum. í þessu sam-
bandi var vakin athygli á
tvennu: annars vegar máli
kennara í skóla einum i Kópa-
vogi, sem skyldaði nemendur
sina til þess að lesa áróðurs-
pésa frá Fylkingunni sem
námsefni' og hins vegar á
grein eftir alkunnan vinstri
mann, sem lengi hefur verið
kennari hér, en virðist nú
starfa í Sviþjóð, Gisla
Gunnarsson sagnfræðing,
sem taldi það sjálfsagt mál,
að kennarar notuðu aðstöðu
sína til þess að vinna sínum
eigin pólitísku skoðunum
fylgi meðal nemenda.
Það er alkunna, að á síðari
árum hefur færzt mjög i vöxt i
framhaldsskólum kennsla i
svonefndum þjóðfélags-
fræðum eða félagsvisindum
eða stjórnmálafræðum, svo
og í nútima bókmenntum.
Þetta eru þær tvær kennslu-
greinar, sem gefa kennurum,
sem á annað borð vilja mis-
nota aðstöðu sína tækifæri til
að halda uppi meðal
nemenda áróðri fyrir ákveðn-
um stjórnmálaskoðunum og
til framdráttar tilteknum
vinstri sinnuðum rithöf-
undum á sviði samtima bók-
mennta. Einstaka nemendur
hafa i viðræðum manna á
milli nefnt fjölmörg dæmi um
slíka misnotkun i þessum
kennslugreinum og fer ekki á
milli mála, að hættan á stór-
felldum áróðri í skólum
landsins er orðinn að veru-
leika nú þegar ekki síður hér
en i Danmörku.
Sjálf hugsunin, sem að
baki býr hjá hinum vinstri
sinnuðu kennurum er for-
kastanleg. Hún er sú, að
þeim beri að notfæra sér þá
aðstöðu, sem þeir hafa til
þess að hafa þau áhrif á ungl-
inga sem eru í mótun, að það
stuðli að þvi að brotið verði
niður það þjóðskipulag sem
við búum við. Þetta vilja þeir
gera undir því yfirskini, að
þeir séu að temja nemendum
sínum sjálfstæðar skoðanir I
stað þess að þar tileinki sér
skoðanir foreldra sinna eða
annarra j raun og veru er
tilgangur þessara kennara
einmitt þveröfugur. Hann er
sá að taka unglingana á við-
kvæmasta aldri og heilaþvo
þá áður en þeir hafa öðlast
menntun, þroska og yfirsýn
til þess að móta sér sjálf-
stæðar skoðanir á þjóðfélags-
málum. Það er einnig fáheyrð
framhleypni hjá þeim vinstri
sinnuðu kennurum, sem
þannig hugsa að ætla að það
sé í þeirra verkahring að ala
unglinga upp og móta lifsvið-
horf þeirra. Væntanlega er
það enn skoðun flestra for-
eldra í þessu landi, að það sé
þeirra verkefni að ala börn sin
upp og búa þeim það um-
hverfi sem leiði til sjálfstæðs
einstaklings ( orði og æði.
Það er auðvitað alveg Ijóst,
að langflestir kennarar hér á
landi rækja starf sitt af
skyldurækni og heiðarleika
og fá raunar alltof lág laun
fyrir það þýðingarmikla starf,
sem þeir vinna. En það er
kominn til sögunnar í fram-
haldsskólum tiltölulega lítill
hópur kennara, sem hefur
mjög eindregnar vinstri
sinnaðar stjórnmálaskoðanir
og hafa valizt til kennslu í
lykilgreinum eins og þjóð-
félagsfræði og nútíma bók-
menntum, sem líta öðrum
augum á starf sitt en megin-
þorri íslenzkra kennara. Það
er þessi tiltölulega litli en
áhrifamikli hópur, sem nú er í
vaxandi mæli að láta til sín
heyra opinberlega og virðist
ekki lengur hræddur við að
láta þá skoðun í Ijós, svo allir
megi sjá og heyra, að það sé
sjálfsagt mál að reka póli-
tískan áróður i skólum. Hér
þarf að bregða við skjótt.
Eðlilegt er, að yfirvöld
menntamála geri nú grein
fyrir þvi, hvernig háttað er
kennslu í þeim náms-
greinum, sem hér hafa verið
gerðar að umtalsefni, hverjir
það eru sem ákveða námsefni
i þessum kennslugreinum og
hvaða eftirlit er haft með þvi,
að ekki sé um misnotkun að
ræða. Slíkra upplýsinga var
krafizt þegar mál kennarans í
Kópavogi kom upp á síðasta
ári, en þær fengust ekki þá og
hafa ekki fengizt siðan.
Foreldrar þeirra barna og
unglinga, sem nú sitja i skól-
um landsins eiga heimtingu á
þessum upplýsingum.
En nokkurn lærdóm má
draga af því fyrir lýðræðis-
sinnað fólk, að flokkur
Jakobsens var einn af sigur-
vegurunum í dönsku kosn-
ingunum.
Pólitískur
áróður í skólum
Sveinn Tryggvason:
Sláturhúsin og
slátrunarkostnaðurinn
t Morgunblaðinu þann 15.
þ.m. er grein eftir Steinþór
Gestsson, alþm., sem hann
nefnir: Gera þarf nýja áætlun
um uppbyggingu sláturhúsa. t
greininni gætir slikrar
ónákvæmni og þekkingarskorts
á málinu, að ég tel mér skylt að
leiðrétta það sem rangt er hjá
greinarhöfundi. Ástæðan fyrir
því að ég tek mér penna í hönd
til að gera athugasemd við
nefnda grein, er sú að ég hefi
verið formaður þeirra nefnda,
sem gert hafa tillögur um
uppbyggingu húsanna. Annars
þykir mér það miður að þurfa
að skrifa aðfinnslugreinar við
jafn góðan kunningja minn og
Steinþór er, en svo var hallað
réttu máli, að ég get ekki annað
en skrifað dálitlar aðfinnslur
um málið, en ég biðst ekki
afsökunar á þeim þætti, sem ég
á í endur- eða uppbyggingu
sláturhúsanna.
í fyrsta lagi er það höfuð mis-
skilningur hjá Steinþóri, að
slátrunarkostnaðurinn sé 139.-
krónur á hvert kg kjöt eða
132,50 ef gæruþunginn er með-
talinn. Ég vil þó telja Steinþóri
það til afsökunar, að þessari
tölu er víða fleygt fram án
frekari útskýringar og ber
hann fyrir sig ummæli for-
manns Stéttarsambands
bænda, sem út af fyrir sig er
ekki slæm heimild, en sá galli
er þó þarna á, að Gunnar út-
skýrir ekki ummæli sin um
sláturkostnað þannig að fullt
gagn sé að.
Af þeim kostnaði sem Stein-
þór tilfærir, kr. 139.- pr. kg.
eru kr. 79,30 eða 57,05% út-
gjöld sem falla á kjötið frá
framleiðanda til smásala og
koma ekkert við gerð slátur-
húsanna, en kr. 59,70 eða
42,95% er rétt að telja til
sláturkostnaðar.
Til þess að mér verði trúað i
þessum efnum hefi ég sundur-
liðað þetta betur, samkvæmt
þeim skýrslum sem Sexmanna
nefnd hefur nýjastar og sam-
kvæmt því meðaltali, sem
nefndin hefur lagt til grund-
vallar við núgildandi verð-
lagningu. Sú sundurliðun, sem
ekki er háð gerð sláturhúsanna,
er sem hér segir:
1. Umbúðir .!...............................Kr. 5,86 pr. kg
2. Kjötskoðun og stimplun ..................kr. 1.00 pr. kg.
3. Flutningskostnaður á kjöti frá slðturhúsi .kr. 5,73 pr. kg.
4. Frysting ............................. kr. 13,20 pr. kg.
5. Tryggingar ..............................kr. 2,64 pr. kg.
6. Skrifstofukostnaður ....................kr. 12,69 pr. kg.
7. Heildsöluskotnaður .....................kr. 21,48 pr. kg.
8. Rýrnun ................................ kr. 7.05 pr. kg.
9. Opinber gjöld............................kr. 1,00 pr. kg.
10. Vextir og bankakostnaður ...............kr. 6,15 pr. kg.
11. Verðjöfnunargjald ..................... kr. 2,50 pr. kg.
Samtals kr. 79,30 pr. kg.
Otgjöld þau sem hægt er að reikna með að hækki eða lækki
telja beinlínis til kostnaðar í eftir hagkvæmri vinnu í
sláturhúsi, sem hægt er að húsunum, eru sem hér segir:
1. Laun og launatengd gjöld ..................kr. 40,00 pr. kg.
2. Fæðiskostnaður starfsfólks..................kr. 4.20 pr. kg.
3. Rafmagn ...................................kr. 1,46 pr. kg.
4. Olfa og hiti ..............................kr. 0,96 pr. kg.
5. Viðhald ....................................kr. 4.10 pr. kg.
6. Afskriftir ................................kr. 4.00 pr. kg.
7. Húsaleiga (keypt) .........................kr. 0,25 pr. kg.
8. Vmsar rekstursvörur .......................kr. 4,38 pr. kg.
9. Tekju- og eignaskattur.....................kr. 0,35 pr. kg.
Samtals kr. 59.70 pr. kg.
Sveinn Tryggvason
Inni í þessu meðaltali eru öll
nýju og stóru sláturhúsin og
auk þess ein þrjú hús af eldri
gerðinni og sem taka á möti
tiltölulega litlu magni miðað
við stóru húsin. Eins og séð
verður af framanskráðri
sundurliðun, er fyrri hluti
hennar ekki tengdur neinni
ákveðinni gerð sláturhúsa. Þeir
liðir mundu falla á kjötið án
tillits til þess hvenær húsið var
byggt, hve stórt það er, en þó
eru allar likur sem benda til
þess að sum þessara útgjalda
yrðu hlutfallslega þyngri í
litlum húsum en stórum.
Síðari hluta þessarar sundur-
liðunar má telja að tilheyri
sjálfri slátruninni og þá grfpur
þar inn f sú hagkvæmni sem
kann að vera í húsinu, eða mis-
munandi mikil hagkvæmni..
Engar tölur eru handbærar um
það hvort gömlu húsin eru hag-
kvæmari i rekstri en nýju stóru
áúsin. Þau útgjöld, sem talin
;ru upp í síðari hluta
tpptalningarinnar falla líka á
Kjötið þó f gömlum húsum væri,
og litlar sem engar líkur eru
fyrir því að útgjöldin séu minni
hjá litlum húsum ,þó gömul
séu.
Ástæður þær er lágu til
grundvallar uppbyggingu
sláturhúsanna á þann hátt sem
gert var eru þessar:
1. Hinn skammi tími, sem
sauðfjárslátrunin stendur yfir
á hverju ári, gerir það að verk-
um að afkastageta sláturhús-
anna þarf að vera miklu meiri
og standa kemur yfir heldur en
annars staðar þekkist. Hér-
lendis þarf að slátra milli 8 og 9
hundruð þúsund fjár á 4 til 6
vikum. Við þurftum þvi að taka
f notkun slátrunaraðferðir, sem
ekki þekktust hér áður, einkan-
lega eftir að sauðfé tók að
fjölga svo mjög.
2. Kröfur heilbrigðisyfir-
valda um útbúnað sláturhús-
anna og vinnubrögð f þeim hafa
stöðugt aukist og á það við bæði
um islensk sem erlend
heilbrigðisyfirvöld. Eitt það
meginatriði, sem taka verður
tillit til í þeim éfnum, er að-
staða dýralækna við heil-
brigðisskoðun. Það þarf að vera
unnt að rekja saman skrokk og
innyfli á þann hátt að engin
hætta sé á að það misfarist.
Færikeðjuaðferðin er einmitt
mjög hentug í þessu tilliti því
sami hraði er á færikeðjunni,
sem skrokkarnir hanga í og
innyflaskálunum.
3. Við samanburðartilraunir
kom í ljós að vinnuaflsþörfin
við færikeðjuhúsið í Borgar-
nesi var mun minni en i 6 öðr-
um húsum sem notuðu eldri
aðferðir. í Borgarnesi var
vinnuaflsþörfin 38 mfnútur pr.
kind. í húsi nr. 2 var hún 42,5
mínútur, f húsi nr. 3 52,5
mínútur, í húsi nr. 4 51 mfnúta,
í húsi nr. 5 49 mínútur, í húsi
nr. 6 45 mfnútur og í húsi nr 7
61 mínúta. Ég hefi gefið
þessum húsum númer í þessari
grein, því menn eru oft við-
kvæmir fyrir útkomu á vinnu-
mælingum, er snerta þá sjálfa.
Þegar fyrsta sláturhúsanefndin
sat að störfum voru framan-
skráðar vinnumælingar eina
vitneskjan sem nefndarmenn
höfðu við að styðjast, en síðari
mælingar staðfesta mjög að
þessar mælingar hafa verið
nærri réttu lagi. Þó skal það
viðurkennt að munur afkasta
er ekki svona mikill ef um
minni hús er að ræða. Við höf-
um þvf ekki mælt með færi-
keðjuútbúnaði i hús þar sem
slátruri nær ekki 1500—2000
kindum á dag.
I nokkrum minni húsanna
sem einnig hafa verið byggð
Framhald á bls. 23
Nokkrar athugasemdir við grein
Steinþórs Gestssonar, alþm.