Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAC.UR 19. FEBRUAR 1977 21 Eftir rækilegan lestur á þeim fjórum bindum, sem þegar eru komin á prent af ritverkinu Rætur fslenskrar menningar, hef ég komist að þeirri niður- stöðu, að höfundurinn, Einar Pálsson, sé annað tveggja skyggnasti og rökvísasti vísindamaður íslands á sviði hugvísinda, eða mesta núlif- andi skáld þjóðarinnar — nema hvort tveggja sé. Ókunnugt er mér um hversu marga skoðanabræður ég kann að eiga i þessu efni, en alveg vafalaust eru þeir nokkrir, þótt þeir láti enn litið á sér bera. Augljóst er hins vegar, að hvorki er þá að finna í löggiltu musteri Islenskra fræða, Háskóla Islands, né I nefndum þeim sem úthluta heiðri og sóma og fé úr verðlaunasjóðum til umbunar fyrir skáldskap eða vísindi, þvi að mér vitanlega hefur Einar Pálsson enn öngva viðurkenningu uppskorið af þeim akri, sem hann hefur plægt og sáð okkar á meðal. Meira að segja hefur hann orðið að gefa rit sin út á eigin kostnað og ekki fengið að ræða efni þeirra innan veggja Háskólans. Öngvu að síður virðist mér óyggjandi vissa fengin fyrir þvi, að hann sé nú þegar orðinn heimsfrægur meðal lærðustu háskólamanna erlendis þeirra sem fást við menningarfræði miðalda og trúarbragðavísindi. Er Einar nýjasta og gleggsta dæmið um sannleiksgildi hins gamla spak- mælis, að torvelt sé að verða spámaður i sinu eigin föður- landi. Sjálfur gæti hann með Vesturheims, þá ekki einnig geta lært af rannsóknum heiðingjans, Einars Páls- sonar?" Viss gamansemi felst i þess- um orðum, þó i alvöru séu mælt. en vafamál tel ég, að með réttu sé hægt að nefna Einar Pálsson heiðingja, því að í sann- leika sagt hefur hann varpað undra björtu skilningsljósi á margt, sem kristnum mönnum hefur virst torræð gáta í guðspjöllunum, en verður þeim ný opinberun eftir lestur rita Einars. Ég vil hér með skora á alla þá íslendinga, sem láta sig nokkru varða menningu okkar að fornu og nýju, svo sem skáldskapar- list og ritlist, löggjöf, þjóð- félagsskipan og trúarbrögð, að lesa spjalda milli ritverk Einars Pálssonar: Rætur íslenskrar menningar. Þetta stórkostlega timamótaverk felur i sér Ragnarrök hefðbundinnar söguskoðunar Norrænudeildar Háskólans og innlendra og út- lendra fyrirrennara þeirra, sem nú skipa embættin, en jafn- framt býður hann upp á himin og nýja jörð, sem ris úr ægi iðjagræn með gullnar töflur i grasi. Ekki ber að skilja orð min svo, að ég telji Einar Pálsson hrekja allar kenningar norrænufræðinga. Hann styður til dæmis í meginatriðum fyrri skoðanir um uppruna ís- lendinga — hvaðan landnáms- menn hafi komið, en röksemda- auður hans gerir keltnesku (Irsku) áhrifin I landnámið, lagasetninguna og þjóðfélags- þvi sem hann nefnir „Hjóli Rangárhverfis", sem er í raun og veru landnám Ketils hængs, nákvæmlega mælt og skorðað ginnhelgum tölum, sem gilt höfðu um þúsundir ára i menningarsamfélögum heims. Frumeining þess var fetið, sem aftur skiptist I 36 byggkorn. Miðja Hjóls Rangárhverfis var Steinkross á Rangárvöllum skammt norðaustur frá Hofi, jörð Ketils hængs. Þvermál hjólsins er 21600 fet, ginn- heilög tala fornþjóða, sem svar- ar til 64.136 km að nútima lengdarmáli. Sé þetta þvermál Hjóls Rangárhverifs framlengt til Þingvalla, Alþingisstaðarins, kemur út sama tala tvímögnuð það er að segja 432000 fet, sem var jafnvel enn helgari tala meðal fornþjóða. „Bókmenntaleg" rannsókn i hefðbundnu formi liggur ekki til grundvallar nýjum skilningi Einars á hinu mikla meistara- verki, Njálu, heldur hefur hann notað hana sem formúlu til út- reiknings á fjölmörgum teg- undum goðsagna og táknmáls. Möguleikinn til þessara hluta byggist á því, að Njála er ekki samin samkvæmt rithefð 19. aldar og nútímans, heldur sam- ríkjandi ritform I Evrópu allt frá fornöld og langt fram yfir blómaskeið íslenskrar saganrit- unar. Launsagnir eru bókmenntir, þar sem ritað er dult — speki þjóðfélags.hug- myndafræði eða heimsmynd geymd i rituðu máli, er fjallar um eitthvað annað á yfir- borðinu. Þannig er það algengt að persónur bókar séu dæmi- gervingar tiltekinna hug- mynda, siða eða stofnana." Þetta merkir með öðrum orðum, að Einar Pálsson telur langliklegast, að flestar persónur Njálu og Landnámu hafi verið raunverulegar lif- andi persónur, sem arfsagnir gengu um mann fram af manni, bæði í munnlegri geymd og einnig skráðri, til dæmis á höfuðsetri Oddaverja. — Þessar arfsagnir notar höfundur Njálu og gæðir þær mögnuðu lífi. Vafalaust gefur hann mörgum af sögupersónum sinum, orðum þeirra og athöfn- um, sitt eigið svipmót og sam- tiðarmanna sinna á síðari hluta Sturlungaaldar, eins og dr. Barði Guðmundsson færir sterk rök fyrir i riti sinu: Höfundur Njálu. En samtimis og um leið gæðir að fyrsta bindið væri ályktun, það er kjarni hugmynda. (Einar nefnir þær tilgátur. G.D.). Þetta bindi og hin næstu væru þá greinargerðin. Þetta er ef til vill orsök þess, að fræði- menn sáu ekki ástæðu til að ræða fyrsta bindið, þar eð rök- stuðningur máls lægi ekki fyrir. Nú er úr þvi bætt og umræðuvettvangur skapaður. Mega þeir nú ekki undan skorast eða verða minni menn ella. Satt að segja er þessi bók slík opinberun, að maður hrekkur víða hastarlega við. Hvers vegna í ósköpunum hafði ekki einhver séð þetta fyrr? — Ástæða væri til að áhuga- menn um sögu fögnuðu þessu verki, annar eins hundavaðs- háttur og ríkt hefur í sögu- skoðun síðustu ára, þar sem lærðir jafnt sem leikir hafa keppst um að framleiða ýkju- hugmyndir og afsönnunar- kenningar á sannfræði sagn- anna — Má segja að alla hluti skildu þeir jarðlegri skilningu. Höfundur þessa verks tekur okkur einfaldlega með sér upp á sjónarhól, hvar blasir við aug- um hugmyndaheimur forn- aldar, þar með islenskra land- Guðmundur Daníelsson: Vituð ér enn - eða hvat? Huston Smith prófessor Einar Pálsson og Joseph Campbell goðfræðingur. fyllsta rétti tekið sér i munn orð Krists, þegar lærdómsmenn Gyðinga sökuðu hann um villu- trú og árásir á lögmálið. Þá svaraði hann og sagði „Ekki er ég kominn til að niðurbrjóta lögmálið, heldur til að fullkomna það.“ Sem betur fer hafa nokkrir visindamenn miðaldafræða — menningar- og trúarbragðasögu — lesið þrjú fyrstu bindin I ritsafni-Einars. (Það fjórða, Steinkross, kom út rétt fyrir jól 1976). Suma þessa menn gæti ég nafngreint, enn fremur rit þeirra og háskóla þá, þar sem þeir eru prófessorar, allt frá páfastóli i Róm til Bandarikjanna og Kanada: Ég iæt það þó hjá líða að sinni. Óþarfa hlédrægni virðist samt að þegja yfir því, :ð Einari hefur verið boðin föst prófessorstaða í fræðigrein sinni við heimsfrægar mennta- stofnanir miðaldafræða úti í löndum. Rektor einnar þeirrar hefur látið svo ummælt, og ég hef orð hans svört á hvítu fyrir framan mig: „Ur því hinn heilagi Tómas frá Aquina gat lært svo margt af heiðingjanum Aristótelesi, hví skyldum við, kristnir menn skipulagið mun þyngri á metum en þau eru áætluð I ritum annarra höfunda. norrænna fræða, þvi að yfir- leitt virðast þeir halda, að öll menning íslendinga á þjóð- veldistímanum og fram yfir ritunartíma íslendingasagna hafi orðið til úr öngvu, nema þá úr latneskri versagerð krikju- skóla biskupssetranna og munklífi klaustranna, og að litið sem ekkert hafi verið sótt til gamalgróinnar menningar umheimsins. Einar Pálsson sýnir og sannar aftur á móti með óteljandi dæmum og tilvitnunum, teikningum og tölvísi, að heimsmynd land- námsmanna, landnámið sjálft, lögskipan og ritlist hafi staðið í órofa tengslum við heims- menninguna allt frá Ind- verjum, Súmerum, Egyptum, Hebreum, Grikkjum til tra, Dana, Svia og Norðmanna. Það allra furðulegasta og stórkostlegasta við hinar rök- visu kenningar Einars er þó, að lykilinn að hinum leyndu dómum hámenningar okkar finnur hann i Njálu, Land- námu, Sæmundar-Eddu, SnorraEddu, Gylfaginningu og kvæmt rithefð miðalda, svo nefndri alligóriskri rithefð. Til þess að gera ljósara hvað hér er átt við, er rétt að vitna orðrétt I það sem stendur efst á blaðsíðu 15 I þriðja bindi rit- safnsins, Tfmanum og Eldinum, og er þar vitnað í enska miðaldafræðinginn W.P. Ker: „Miðaldafræðingum ber saman um að fyrrgreind rit- hefð, svo nefnd alligórfa, hafi verið eitt helsta bókmennta- form miðalda. í alligóriskum bókmenntum — (sem nefna mætti launsagnir á íslensku G.D.) er eðlilegur söguþráður notaður til að geyma dulda lær- dónia. Innvigðum er ætlað að skilja verkið tvennum skilningi, þó að almenningi sýnist þetta einföld frásögn á yfirborðinu. Launsagnir eru ríkjandi rithefð í Evrópu allt frá timum forn-Grikkja. Þær eru svo þekktar allt frá Hómer til Miltons, að meginhluti bók- menntanna „beygir sig undir ofurvald" þeirra,“ segir W.P. Ker. Einar Pálsson orðar sömu hugsun á þessa leið: „Alligória — launsögn — var Njáluhöfundur persónur sinar og umsvif þeirra goðsögulegum eiginleikum, gerir þær að persónugervingum fornrar heimsmyndar, sem með kristni- töku og síðar afnámi goðaveldis er bannfærð af „rétttrúnaðar- mönnum" nýs siðar, og verður síðan gleymskunni að bráð — að mestu leyti. Njála verður því ein og þríein, eins og Guðirnir. Yfir- burða snillingur hefur skapað Njálu og sameinað ihenni eigin samtíð, arfsagnir um sögualdar- fólkið og landnámsmennina, trú þeirra og siði, og þar með menningararf allrar heims- byggðar frá upphafi. Einar Pálsson tekur ekki beina afstöðu til þess, hver höfundur Njálu sé, en ekkert í ritsafni hans, Rótum Islenskrar menningar, rekst á við tilgátur Barða Guðmundssonar. Sjálfur efast ég ekki um að tilgáta dr. Barða sé rétt: að höfundur Njálu sé siðasti goðorðsmaður íslands. afburðamaðurinn Þor- varður Þórarinsson frá Val- þjófsstað tengdasonur Odda- verjans Hálfdánar á Keidum og konu hans, kvenskörungs Sturlunganna, Steinvarar Sig- hvatsdóttur. Ekki minnist ég þess að hafa séð á islensku nema eina blaða- grein, sem ber þess ótviræðan vott, að islenskur maður hafi lesið og skilið bækur Einars Pálssonar, en þegar sú grein var samin og birt, voru aðeins tvö fyrstu bindin af „Rótum islenskrar menningar“ komin út. Greinin birtist i Morgun- blaðinu 29. desember 1970 og höfundur hennar er Kristján skáld frá Djúpalæk. Fyrirsögn greinarinnar er: Merkasta bók ársins. — Þar segir meðal annars: „Fyrsta bindi þessa ritverks kom út siðastliðið ár og bar undirtitilinn Baksvið Njálu — Talað á þingmáli mætti segja, námsmanna og eftirkomenda þeirra margra fram yfir ritunartima Njálu. Þessi heimur, sem Einar sýnir okkur, er goðheimur. Hann lýkur upp dyrum þessa heims með þeim eina lykli, sem að honum gengur og höfundurinn smiðaði á löngum vinnudegi með tækjum þeim, sem nefnast vilji og vit. En efni lykilsins er innsæi. Birta þessa goðheims er heilagt ljós ævaforns átrún- aðar, er sameiginlegur var öllum indó-evrópskum þjóðum frá því löngu fyrir vort timatal. Mál þess heims er táknmál. Innviðir hans háþróuð visindi talna, er styðjast við raunveru- legar mælingar og merkjalinur, auk tákngilda sinna. Nú kynnu ýmsir að halda að okkur kæmi litt við órar goð- fræða en höfundur veit betur. Hann sannar að fornmenn færðu þennan goðheim niður til sin og þrýstu mynd hans á hinn sýnilega heim, helguðu jörð sína með táknum hans og persónugervingum náttúruafla sem guða, þar sem timinn einn var eilífur. Dæmi um þetta hefur hann fundið á íslandi, Danmörku, irlandi og allt suður um Litlu-Asíu til Ind- lands. Það eru engin tök á að gera bók þessari skil nú, en ég segi undir spott eða spámannsorð, að Einar Pálsson hefur fundið sannleik sem fyrr eða siðar verður viðurkenndur sem visindaafrek. Einar rifur ekki niður ís- lendingasögur, hann byggir upp. Hann skilur tvimerkingu þeirra, það er sagnamál og táknmál. Hann sýnir okkur nýja mynd af landnáms- mönnum, ekki siðlausa menntunarsnauða sjóræningja, heldur djúpvitra höfðingja, handhafa ævafornrar alþjóð- legrar visku og trúarspeki. Við Framhald á bls. 23 Einar Pálsson og Rætur íslenzkrar menningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.