Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
25
— Hver er
framtíð . . .
Framhald af bls. 22
engin ástæða til að ætla að hinn
erlendi auðhringur hafi farið illa
út úr rekstrinum þessi 10 ár, því
hann á tiltölulega auðvelt með að
hagræða staðreyndum sér í hag.
Skiptir þar litlu máli hvort
íslendingar eiga meirihluta eður
ei þvi auðhringurinn ræður ætíð
sölu og dreifingu afurðanna, og
hefur í þvi sambandi nánast ein-
okunaraðstöðu í skjóli stærðar
sinnar og upisvifa á heims-
markaðnum.
í upphafi framkvæmdánna í
Straumsvík var gert lftið úr áhrif-
um mengunar frá álbræðslunni af
hendi yfirvalda. Skal þó taka
fram að í þá tíð voru menn ekki
eins meðvitaðir um afleiðingar og
áhrif mengunar frá stóriðju og
þeir eru í dag. Þó voru uppi radd-
ir sem vöruðu við þessum fram-
kvæmdum á grundvelli mengun-
arhættu. Enn á ný reyndust full-
yrðingar yfirvalda ómerkar.
Rannsóknir hafa sýnt að flúor-
magn í gróðri er, nú strax eftir
fyrsta áratuginn, komið upp fyrir
þau hættumörk sem alþjóðastaðl-
ar segja til um.
Rannsóknastofa iðnaðarins
birti niðurstöður þar sem segir að
flúormagn i gróðri sé orðið 40
hlutar úr milljón en viðurkennd
hættumörk eru 30 hl. m. Yfirklór
álunnenda hafa verið á þá leið, að
í sumum löndum séu hættumörk-
in sett við 60 hl. m. og því sé
ekkert að óttast. Það hafa hins
vegar þótt léleg vinnubrögð hing-
að til að miða sig sífellt við hið
versta, svo ekki sé talað um slíkan
hugsunarhátt í þjóðfélagi sem
stærir sig út á við af mengunar-
leysi. Til að geta staðið undir
nafni verður að setja ströngustu
staðla hér í framtíðinni sem
þekkjast í heiminum. Þó að hér sé
vitnað til niðurstaðna sérfræð-
inga þarf þeirra í rauninni ekki
við því mengunin suður í
Straumsvik er greinileg öllum
þeim er hafa eðlilega sjón og þef-
skynjun.
Mörgum finnst eflaust erfitt að
trúa því upp á stjórnvöld þessa
lands að þau fórni helstu náttúru-
auðæfum þjóðarinnar, óspilltu
umhverfi á altari hagvaxtarins og
það svo án þess að blikna. Þó er
fyllsta ástæða til þvi ekkert hefur
verið knúið á um uppsetningu
hreinsitækja af þeirra hendi.
Jafnvei þó vilji væri fyrir hendi
þvi myndi það litt duga því úr-
slitavaldið er í hendi hins erlenda
auðhrings. Hagsmunir hans eru á
allt öðru sviði en að vernda ís-
lenska náttúru og segir sig sjálft
að smáríkið ísland fær engu tauti
komið við samsteypur sem hafa
miklu meiri veltu en öll fjárlög
íslenska ríkisins.
Þetta er í stórum dráttum
reynsla okkar af stóriðju, og er þá
margt óupptalið sem ekki myndi
fegra myndina. 1 ljósi nýjustu
áforma ríkisstjórnarinnar er því
ekki óeðlilegt að menn velti fyrir
sér hvers konar framtíð bíði ís-
lensks þjóðfélags. Við hvers kon-
ar þjóðfélagi tekur íslenskur
hóteTborg
Einkasamkvæmi
Lokað
r
l
kvöld.
Drekmn
eftir Evgenie Schwartz
Sýning i Menntaskólanum við
Hamrahlið sunnudag 20. febrú-
ar kl. 20.30. Miðasata í skólan-
um frá kl. 14.
Leiklistafélag M.H.
æskulýður? Valdastétt okkaf mót-
ar nú þjóðfélag eftir sinu höfði,
þjóðfélag er henni þykir henta
best við núverandi aðstæður. Þær
aðstæður eiga eftir að gjörbreyt-
ast er fram líða stundir. Þess
vegna fáum við ekki annað séð en
að þetta sé fyrst og fremst mál
ungs fólks. Það er því ekki annað
en sjálfsögð réttlætiskrafa að
sjónarmiðum ungs fólks í dag sé
gert jafn hátt undir höfði og þeim
Nordölum sem nú ráða ferðinni.
Innan 30 ára verður núverandi
valdastétt að mestu horfin af
sjónarsviðinu og ný kynslóð tekin
við. Mest er um vert, að land vort
verði komandi kynslóðum jafn
byggilegt og það hefur verið um
aldir. Gullöld fiskveiðigróðans er
senn á enda, verði sú aðgát höfð,
sem æskilegt þykir. Landkostir
bjóða upp á fjölmarga aðra mögu-
leika og manneskjulegri landi og
lýð en framleiðslu álklumpa og
herðijárns i byssustingi. íslensk-
ar mengunarrannsóknir eru ekki
að heldur komnar svo langt að við
getum séð víð öilum klækjum er-
lendra sérfræðinga, sem eru á
mála hjá hinum erlendu auð-
hringjum. Við eigum heimtingu á
því að fá landið okkar í sómasam-
legu ástandi úr höndum álfurst-
anna, en ekki eins og þá hryggðar-
mynd sem sýnd var frá Japan i
sjónvarpinu á dögunum.
Æska þessa lands kærir sig ekki
vitund um að taka við þjóðfélagi
undirokuðu af erlendum fjöl-
gróða-fyrirtækjum. Hún ætlar sér
fullhuga að halda í þá ávinninga,
sem áunnist hafa með baráttu for-
feðranna, sem náði hámarki sínu
með sjálfstæðisyfirlýsingunni
1944 (og lágmarki 7 árum síðar).
Við gerum okkur fyllilega ljóst,
að ísland getur ekki kallast sjálf-
stætt og fullvalda ríki, nema þjóð-
in standi vörð um efnahagslegt
sjálfstæði sitt. Enginn fullgreind-
ur þegn getur heldur látið við-
gangast, að náttúru landsins verði
stórspillt eins og gerst hefur nú í
kringum Straumsvík. Fyrir það
hljótum við enda sýndargróðann
einan og litil er ánægjan við raf-
greiningarkerin!
Á stundargróði og stóriðjufíkn
spilltrar valdastéttar hins ís-
lenska þjóðfélags að koma niður á
þeim kynslóðum, sem land þetta
eiga að erfa? Svari því hver eigin
svari. Áhyggjuglampi er i augum
margra í dag, þegar áformin koma
nú fyrir augu almennings.
Við, sem undir þetta ritum, lýs-
um yfir algerri andstöðu við þá
ábyrgðarlausu afstöðu stjórn-
valda að taka hvert tug-
milljarðalánið á fætur öðru í fjár-
festingar, sem komandi kynslóðir
kæra sig ekkert um að eiga og ef
tii vill eftir að kikna undan og
bogna. í sögubókum okkar er oss
innrætt neikvætt hugarfar i garð
dana fyrir þá áþján, er á oss var
lögð, en hver á dómur komandi
kynslóða eftir að verða um þá
samtið vora, er undirritar alla þá
stóriðju- og risavirkjanasáttmála,
sem hönd á festir, og fella ekki
einu sinni krókódílatár yfir? Það
er illt að tilheyra þessari samtið
og fá ekki hönd við reist. Eða
hvað? Er ekki kominn timi til
fyrir okkur, yngra fólkið i land-
inu, að láta meira til okkar taka?
Því er það að oss þykir vitaverð
skammsýni ráða ríkjum þegar
hinir og þessir minni spámenn í
íslenska valdastiganum rjúka upp
og biðja um erlenda stóriðju fyrir
sig og sín byggðarlög. Ekki er það
tilviljun að hvergi í Evrópu hefur
verið reist álver síðan árið 1967 (í
Holyhead i N-Wales og þá við
geysileg mótmæli ibúanna). Stað-
reyndin er sú að það þýðir ekki að
bjóða svokölluðum siðmenntuð-
um þjóðum lengur upp á ál-
bræðslur sökum þess ófagnaðar
Sunnuhátíó
Þorrablót
Fegurðasamkeppni ís/ands
Súlnasal Hótel Sögu
sunnudagskvöldið
20. febrúar.
Húsid opnad k/. 19.00.
DAGSKRÁ:
ÞORRABLÓT
Veglegt veizluborð fyrir aðeins kr. 1 850.-.
2. FERÐAKYNNING,
sagt frá heillancTi áfangastöðum í Sunnuferðum 1977,
ódýrum Kaupmannahafnarferðum, Kanadaflugum o.fl.
3. KVIKMYNDASÝNING
4. Hinir óviðjafnanlegu HALLI OG LADDI flytja nýjan
skemmtiþátt.
5. TÍZKUSÝNING,
Karonstúlkur sýna það nýjasta úr tizkuheiminum, þ.á m.
baðfatatizkuna 1977.
&
Fegurðarsamkeppni Islands
Samkomugestir kjósa ungfrú Reykjavík 1977, sem siðar
tekur þátt í keppninni um titilinn Fegurðardrottning
íslands 1977 og um þátttöku i alþjóðlegum fegurðar-
samkeppnum.
7. STÓR FERÐABINGÓ.
Vinningar: 3 sólarlandaferðir.
8. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríður Sig-
urðardóttir leika og syngja m.a. spönsk og grisk lög.
Dansað til kl. 1
AÐGANGUR ÓKEYPIS. AÐEINS RÚLLUGJALD
MUNIÐ AÐ PANTA BORÐ TÍMANLEGA
ALLIR VELKOMNIR NJÓTIÐ GÓÐRAR OG
ÓDÝRRAR SKEMMTUNAR
í SÖLSKINSSKAPI HED SUNNU
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
er þeim fylgir. Nú hin síðustu ár
hafa stóru álhringarnir aðeins
fengið inni í vanþróuðum löndum
þar sem engar kröfur eru gerðar
til þeirra varðandi verndun um-
hverfis og starfskrafta. Þar stend-
ur spurningin iðulega um það:
viljum við lifa við eymd og
hungursneyð eða við eymd og ál-
sora.
Málið horfir sem betur fer ekki
svona við okkur islendingum. Við
erum ekki eins þjakaðir af
nýlendukúgun og fáfræði svo við
ættum að vera færir um að velja
og hafna af nokkurri skynsemi.
Með þetta í huga eigum við erfitt
með að sætta okkur við fávíslegar
óskir um álbræðslur við Dyrhóla-
, ey, Þykkvabæ og Laugarvatn.
Okkar skoðun er sú að hver lófa-
stór blettur Tslensks lands sé of
verðmætur til að kasta honum í
það fúafen sem erlend stóriðja er,
svo ekki sé talað um náttúrulegar
gersemar eins og Dyrhólaey.
Nei, það má svo sannarleg
byggja hér upp lífvænlegt og arð-
bært atvinnulíf án þess að fórna
okkar óspilltu náttúru. Við viljum
benda á ótæmandi möguleika
okkar til framleiðslu matvæla
sem hlýtur að vera sú atvinnu-
grein sem mikilvægust er í soltn-
um heimi. Ennþá vantar t.d. tals-
vert upp á að íslendingar geti séð
sjálfum sér fyrir kartöflum, og
ekki myndi það ástand batna við
byggingu álvers í Þykkvabænum
því með því yrði grundvellinum
kippt undan frekari kartöflurækt
þar í sveit. Ennþá eru ónýttir
möguleikar okkar til ylræktar
sem þó eru gífurlegir í skjóli allr-
ar okkar orku úr fallvötnum og úr
iðrum jarðar. Ónefnd er sú hug-
mynd að nota þá raforku sem
annars væri hálfgefin erlendum
gróðafyrirtækjum (sem helst
allra ættu að komast af án slikrar
ölmusu) til húsahitunar hér inn-
anlands og spara þannig ótaldar
milljónir í gjaldeyri. Það er með
framkvæmdum sem þessum sem
við getum skapað varanlegt efna-
hagslegt öryggi fyrir komandi
kynslóðir.
Með þessari stuttu ritgerð okk-
ar höfum við leitast við að sýna
fram á að áætlanir valdhafa I
þessum málum séu beinlinis
hættulegar framtíð islensks sam-
félags. Ótrúlegt kæruleysi virðist
ríkja meðal yfirvalda gagnvart
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar jafnt sem þeirri hættu sem
lifrikinu stafar af eitruðum úr-
gangsefnum sem ávallt fylgir ál-
bræðslu. íslensk náttúra er ekki
ýkja fjöiskrúðug af tegundum og
lifsskilyrði eru heldur ekki mjög
ákjósanleg í þessu landi norður
við heimskautsbaug. Hið aukna
álag sem flúormengun og reyndar
hvers kyns litt hollum úrgangs-
efnum fylgir þolir íslensk náttúra
alls ekki.
Hún er því ekki glæsileg fram-
tíðarsýnin sem blasir við erf-
ingjum þessa lands ef stóriðju-
draumar íslenskrar valdastéttar
og Alusuisse verða að veruleika.
íslenskur æskulýður gerir sér
grein fyrir að efnahagslífi þjóð-
arinnar er líkt farið og náttúr-
unni, það þolir hreinlega ekki að
frumkvæðið sé tekið úr höndum
landsmanna og fært á gulldiski
erlendum auðhring.
F.h. starfshóps f M.II. um stórióju á íslandi.
Björn Guðhrandur Jónsson.
Aths. ritstj.
Grein þessi b.vggist þvi miður
fremur á tilfinningavaðli en virð-
ingu fyrir staðreyndum. Um stað-
reyndir varðandi ábata tslend-
inga af stóriðju vísast til Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins sl.
sunnudag.
LEIKFELAG
KÓPAVOGS
GLATAÐIR
SNILLINGAR
Eftir William Heinesen og Caspar
Koch.
Sýning sunnudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasala hjá Lárusi
Blöndal, Skólavörðustíg og i
Félagsheimili Kópavogs opin frá
kl. 17.
Sími4 19 85.
Næst síðasta sinn.
Akranes
Hljómsveit
Kalla Bjarna
Allar veit-
ingar
Fjörið verður
á Hótelinu
m
I
w
m
§
ɧ
E]E]GlBlE]E]G]E]G]E]G]E]E]ElG]B]E]B]E]G]Ql
B1
Bl
B1
Ðl
Bl
Bl
g| Leikafrákl. 9—2. Aldurstakmark 20 ár. gj
G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]g]E]
DÓMINIK
Bl
Bl
Bl
Bl
Bl
Bl
Selfossbíó
Celsíus
skemmta í bíóinu í kvöld
Sætaferðir B.S.Í., Þorlákshöfn.