Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
31
Aðalheiður Kristjánsdóttir
frá Hlöðum - Minningarorð
Fædd 9. nóv. 1885.
Dáin 9. feb. 1977.
Far þú 1 friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk, fyrir allt og allt.
Aðalheiður Kristjánsdóttir lést
á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
þann 9. feb. s.l. og hafði þá eitt ár
um nírætt.
Hún var fædd að Végeirsstöð-
um í Fnjóskadal, dóttir hjónanna
Lísbetar Bessadóttur frá Skógum,
og Kristjáns Friðgeirs Guðmunds-
sonar frá Hróarsstöðum. Hún var
yngst barna þeirra hjóna og kveð-
ur okkur nú síðust.
Foreldrar Aðalheiðar bjuggu
lengst af á Végeirsstöðum og það-
an átti hún allar sinar kærustu
bernskuminningar.
Hún naut þess lika að aka um
dalinn sinn á fögrum sumardegi,
stansa hjá Végeirsstöðum og
segja okkur frá gömlum dögum.
Inna við tvítugt fór hún til
Akureyrar og nam klæðskeraiðn,
er kom sér vel seinna, þegar allt
þurfti að sauma heima á stóran
barnahóp, og ófáar voru flíkurn-
ar, sem hún sneið og saumaði
fyrir nágrannana, alltaf boðin og
búin að hjálpa uppá sakirnar ef á
þurfti að halda.
Þann 12. nóv. 1905 giftist hún
Oddgeiri Jóhannssyni frá Saur-
brúargerði, en hann hafði þá
flutzt til Grenivikur fyrir nokkr-
um árum, með móður sinni og
stundaði sjóróðra. Hann lést 20.
júní 1971 þá níræður. Áður hafði
Oddgeir keypt nýlegt timburhús,
Hlaði, og þar hófu þau sinn
búskap.
Árið 1929 og 1930 byggðu þau
stórt þriggja hæða steinhús, sem
enn stendur.
Oddgeir var stórhuga bjart-
sýnismaður, hafði alla tið verið
aflasæll og árið 1911 keypti hann
sinn fyrsta bát, ,,Hákon“ og hóf
eigin útgerð, með miklum
myndarbrag enda dugnaðar- og
atorkumaður. Lengst af var hann
sjálfur formaður en seinna tók
við af honum elsti sonur hans
Jóhann Adolf. Voru þetta afla- og
happaskip alla tíð.
Þau hjónin eignuðust 12 börn,
einn dreng misstu þau á 1. ári.
Hin 11 eru öll á lífi, hið elsta 70
ára, yngsta 48 ára, allt vel dug-
andi fólk. Sannast þar að „eplið
fellur sjaldan langt frá eikinni.".
Á Hlöðum var jafnan margt
fólk í heimili og oft glatt á hjalla.
Þau hjón voru bæði mjög söng-
elsk og var sungið með fjórum
röddum hvort sem var i beitu-
skúrnum eða heima. Ösjaldan
kom fólk að til að fá að syngja
með á löngum vetrarkvöldum.
Aðalheiður var falleg kona og
bar sinn glæsileik allt fram á sið-
ustu ár. Einhverju sinni var rætt
um kvenþokka dætra hennar.
Gamall maður viðstaddur, sagði
að loknu samtali: „Þið hefðuð átt
að sjá hana móður þeirra, þegar
hún var ung“.
Mikið þrek þurfti til að stjórna
svona stóru heimili og vinnudag-
urinn oft langur. Þurfti oft að
leggja nótt við dag, er sjóróðrar
stóðu yfir, ganga frá matarköss-
um sjómannanna og þvíumlíkt.
Aðalheiður hafði mikið yndi af
góðum bókum, en litill tími gafst
til lestrar, nema um nætur, en
alltaf var hún samt fyrst á fætur á
morgnana.
Ég man að þegar ég kom ung að
árum i Hlaði, sem tilvonandi
tengdadóttir þeirra hjóna, hve
gott var að eiga hana að, ef ráða
þurfti fram úr einverjum vanda-
málum, alltaf hafði hún eitthvað
gott til málanna að leggja.
Hún var börnum mlnum góð
amma enda var hún bæði elskuð
og virt af þeim. Á hverju vori
félag við búféð. Ég held það hafi
veri Guðmundi nautn að komast
úr streitu borgarlífsins út i
ósnortna náttúruna, þar sem rikti
kyrrð. Til þess aó fullnægja eðli
sinu hafði hann um árabil átt
hesta góða og vel með farna.
Ásamt félaga sínum og vini,
Kjartani Ólafssyni, bráGuðmund-
ur sér oft á hestum upp i heiðina
austan Reykjavíkur. í slíkum
ferðum var hægt að sækja sál og
líkama endurnæringu.
Eftir langan og giftudrjúgan
starfsdag er gott að mega falla
eins og Guðmundur, I skaut jarð-
ar, á leið til hestanna sinna með
fangið fullt af ilmandi töðu.
Predikarinn segir: „öllu er af-
mörkuð stund, sérhver hlutur
undir himninum hefur sinn
tima“. Já, allt hefur sinn tíma. En
þegar Herra lífsins kallar burt
náinn samferðamann, finnst okk-
ur timinn stuttur, sem við fengum
að njóta hans. En þá tekur eilífðin
við, — og af henni bregður birtu.
Ég og fjölskylda min vottum
ástvinum hins látna innilega
samúð okkar. Guðmund kveðjum
við svo með virðingu og þökk.
Björn Erlendsson.
Örfá kveðjuorð um Guðmund
Ingimundarson frá fjölskyldu
minni, nú er hann er allur, aðeins
67 ára að aldri. Við erum oft
minnt á, hve skammt er bilið milli
lifs og dauða.
Við eigum ljúfar minningar um
Guðmund frá fyrri árum er við
bjuggum í húsi hans. Við fyrstu
kynni virtist hann dulur, fámáll
og brynjaður, en þvi heilli og
traustari er maður kynntist
honum nánar, ekkert flaður eða
fals, hjálpsamur og úrræðagóður
með afbrigðum. Hæst ber þó I
huga mér þakklæti til hans fyrir
hversu góður hann var dætrum
okkar litlum, bros til þeirra
yngstu í vöggunni, smáglettur við
þær eldri. Það var beðið eftir
frænda i stiganum er hann kom
úr vinnunni, já, alltaf var eitt-
hvað gott til að miðla litlum
höndum.
Guðmundur var i eðli sinu
sveitamaður, þótt þar yrði ekki
hans ævistarf. Veiðiskapur og
hestamennska var hans yndi.
Margir eiga eflaust góðar minn-
ingar frá slikum ferðum, þar var
hann hrókur alls fagnaðar,
úrræðagóður og traustur félagi.
Það er táknrænt að hann skyldi
enda sina lifsgöngu við að gefa
hestunum sínum.
Við brottför Guðmundar er enn
eitt skarðið rofið i systkinahóp-
inn, en hann er þriðji bróðirinn
sem kvaddur er á rúmu ári.
Við vottum eiginkonu hans,
dætrum og öðrum vandamönnum
innilega samúð.
Sigriður Magnúsdóttir.
fóru þau að hlakka til að fara
norður, til ömmu og afa á Hlöð-
um, til að dveljast þar einhvern
tíma á hverju sumri.
Alltaf hafði amma tíma til að
segja sögur eða syngja með þeim
eitthvert fallegt lag.
Eftir lát manns sín, bjó hún á
Hlöðum með ókvæntum syni
sínum, sem hefur annast hana
með ástúð og umhyggju.
Honum þökkum við öll, hve vel
hann hefur gjört.
Afkomendur þeirra hjóna telj-
ast nú nokkuð á annað hundrað,
og er það allstór hópur.
Að lokum vil ég þakka minni
góðu tengdamóður, fyrir sam-
fylgdina, og allt það traust og
elsku, sem hún sýndi mér og
minni fjölskyldu. Veit ég að þar
mæli ég fyrir munn, alls hins
stóra afkomendahóps.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tfð.
Bleðssuð sé minning hennar.
Lára Egilsdóttir.
í þessari viku fylgja Grenvik-
ingar aldursforseta staðarins, til
grafar, heiðurskonunni Aðalheiði
Kristjánsdóttur á Hlöðum, er lést
í hárri elli (91 árs) 9. febr. sl.
eftir aðeins vikudvöl á sjúkrahús-
inu á Akureyri.
Maður hennar var Oddgeir
Jóhannsson útgerðarmaður í
Grenivík, látinn 1971.
Þegar Aðalheiður átti níræðis-
afmæli fór hún hress og glöð til
Reykjavíkur i heimsókn til af-
komenda, sem þar eru búsettir.
Af 11 börnum þeirra hjóna eru 5
þar, tvær dætur giftar á Akur-
eyri, ein á Raufarhöfn, en þrjú
hafa ætíð búið á Grenivík, þar á
meðal Kristján Vernharð, sem
alltaf hefir átt heimili að Hlöðum,
og er nú einsamall í hinu stóra
húsi, þar sem allt var áður iðandi
af lífi, athafnasemi, söng og
kátínu.
Milli Hlaða og æskuheimilis
mins, Miðgarða er aðeins stuttur
spölur og systurnar Aðalheiður og
móðir min Friðrika samrýndar,
svo eðlilega urðu samskiptin mik-
il og góð.
Á jafn fjölmennu heimili og
Hlöðum var mörgu að sinna, störf-
in svo að segja óþrjótandi, ekki
sist á sumrin, en allt lék í höndum
Aðalheiðar, bæði úti og inni. Þá
var hún manna fljótust til að rétta
hjálparhönd, þegar þess þurfti
með.
Þeim Oddgeiri búnaðist vel' og
farsællega, enda var hann mjög
fiskinn á báta sína, sem báru
nafnið Hákon hver fram af öðr-
um.
Mér er minnisstætt þegar við
hjónin vorum i siðasta sinn í stór-
afmæli hjá þeim. Börn og tengda-
börn voru komin úr öllum áttum,
auk annarra skyldmenna. Þá var
mikið sungið og vantaði þó dóttur-
soninn, Magnús Jónsson óperu-
söngvara, er var erlendis. En
sungið var fjórraddað allt kvöld-
ið, milli þess sem þegnar voru
veitingar, spjallað og hlegið og
skemmtileg atvik rifjuð upp.
Fleiri minningar rek ég ekki að
sinni, þó af mörgu sé að taka.
Við systkinin frá Miðgörðum og
venslafólk okkar kveðjum Aðal-
heiði með þakklátum huga og
blessunaróskum.
Hermann Stefánsson.
Afmœlis- og
minningargreinar
Aö marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar verða að berast blað-
inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem
birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs-
formi eða bundnu máli.
Sé vitnað til ljóða eða sálma skal- höfundar getið.
Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu
linubili.
— Þistilfjörður
Framhald af bls 11
horfðu lengi á mig, fylgdu jafn-
vel i humátt á eftir mér. Ég
stoppaði bara og talaði við þau,
ég hef gaman af börnum og
likar að vera með þeim.
— Ég kom til íslands meira
og minna af ævintýraþrá en ég
sé ekki eftir því. Mér er sagt að
i lok maí verði sól allan sólar-
hringinn og ég hlakka mikið til
að vera hér þá, en héðan fer ég
i lok maí. Ég veit ekki mikið um
landbúnað á íslandi, en gæti að
ég held vel hugsað mér að
setjast að á einhverri fallegri
jörð og gerast bóndi.
Bilið milli ríkra og
fátækra fer
minnkanéi
Við snúum spjallinu til
Ghana og Stephen segir okkur
að faðir sinn, sem er lögfræð-
ingur i Accra, og frændi sinn
sjái um rekstur búgarðsins.
Stephen hefur ekki komið heim
í tæp tvö ár og þvi ekki fylgst
nákvæmlega með þróun mála í
heimalandi sinu. Þar er nú her-
foringastjórn, en var áður lýð-
veldi. Stephen vill ekki ræða
stjórnmál, en segir okkur frá
ýmsu öðru frá Ghana.
— í Ghana er enska hið opin-
bera mál, en við höldum enn
við hinu forna máli þjóðarinn-
ar, segir hann. — í skólunum
er enskan notuð, en skóla-
skylda hefur verið aukin mjög
síðustu ár og er litið minni en á
Íslandi. Skólarnir eru góðir
miðað við það sem gerist i ná-
grannalöndunum og með auk-
inni menntun minnkar bilið
milli ríkra og fátækra með
hverju árinu. Sums staðar i
landinu eru lífsskilyrði að vísu
enn frumstæð en það lagast
með menntun og tækni.
— Jú, það er mikið rétt að
landbúnaður er stundaður með
talsvert öðrum hætti í Afríku
en hér á landi, heldur Stephen
áfram. — Eigi að siður tel ég
mig geta nýtt mér bæði það sem
ég læri og sé í Danmörku og á
íslandi þegar ég kem heim. Þó
svo að við þurfum aldrei að
hýsa féð vegna kulda, þá eru
ýmis atriði varðandi tækni og
skipulag búa, sem ég tel koma
mér i góðar þarfir.
—- Hins vegar þurfum við
aldrei að hafa áhyggjur af veðr-
inu og ég hef aldrei velt því
neitt fyrir mér i rauninni fyrr
en ég kom hingað. Veðrið
heima er eiginlega alltaf eins
og alltaf gott, segir Ato Stephen
að lokum.
Fjölþjóðlegt heimili
Jóhannes Sigfússon bóndi á
Gunnarsstöðum býr þar ásamt
konu sinni Berghildi í félagsbúi
við foreldra sina. Það var í
gegnum Árna Gestsson i
Glóbus; sem Ato Stephen gerð-
ist vetrarmaóur á Gunnarsstöð-
um, en i Danmörku hafði
Stephen verið á vegum fyrir-
tækisins Muus, sem Glóbus er
með umboð fyrir. Sagði
Jóhannes að það væri bæði
mikið gagn og gaman af veru
Stephens á Gunnarsstöðum.
Þetta er þó ekki í fyrsta
skipti, sem útlendingar dvelja
lengri eða skemmri tíma á
Gunnarsstöðum. Þar hafa dval-
ið skiptinemar ávegum Þjóð-
kirkjunnar, einir fimm, annað
hvort hjá Jóhannesi eða Sigfúsi
föður hans. Þetta fólk hefur
komið frá Nýja Sjálandi, Ástra-
liu og Bandarikjunum, en fleiri
útlendingar hafa verið meðal
gesta á Gunnarsstöðum, Þjóð-
verjar, Kanadamenn og
franskur arkitekt hafa verið
þar um tima og rússneskir
vísindamenn börðu dyra einn
daginn fyrir tveimur árum á
Gunnarsstöðum. Tungumála-
kunnáttan hefur þvi verið í
stöðugri endurnýjun á þessu
bændabýli'* norður við
Dumbshaf á mörkum hins
byggilega heims" eins og þau á
Gunnarsstöðum orðuðu það
þegar blaðamenn komu í heim-
sókn í vikunni. En það er ekki
spurning um staðinn, heldur
fólkið.
ALLT MEÐ
EIMSKIP
ANTWERPEN:
Grundarfoss 2 1. feb.
Tungufoss 28. feb.
Grundarfoss 7. mars.
Tungufoss 14. mars.
ROTTERDAM:
Grundarfoss 22. febr.
Tungufoss 1. mars
Grundarfoss 8. mars
Tungufoss 15. mars.
FELIXSTOWE:
Mánafoss 22. febr.
Dettifoss 1. mars
Mánafoss 8. mars
Dettifoss 1 5. mars
Mánafoss 22. mars.
HAMBORG:
Mánafoss 24. febr.
Dettifoss 3. mars.
Mánafoss 10. mars
Dettifoss 1 7. mars
Mánafoss 24. mars
PORTSMOUTH:
Selfoss 22. febr.
Brúarfoss 1. mars
Bakkafoss 7. mars.
Goðafoss 22. mars
HALIFAX:
Brúarfoss 4. mars
KAUPMANNAHÖFN
Múlafoss 22. febr.
írafoss 1. mars
Múlafoss 8. mars
írafoss 1 5. mars
Múlafoss 22. mars
GAUTABORG:
Múlafoss 23. febr.
írafoss 2. mars
Múlafoss 9. mars.
írafoss 1 6. mars
Múlafoss 23. mars
HELSINGBORG:
Úðafoss 23. febr.
Úðafoss 7. mars
Álafoss 21. mars.
KRISTIANSAND:
Úðafoss 22. febr.
Úðafoss 8. mars
Álafoss 22. mars
STAVANGER:
Álafoss 26. febr.
Úðafoss 9. mars
Álafoss 23. mars
ÞRÁNDHEIMUR:
Álafoss 28. febr.
GDYNIA/GDANSK:
Reykjafoss 28. febr.
VALKOM:
Reykjafoss 24 febr.
VENTSPILS
Reykjafoss 22 febr.
WESTON POINT:
Kljáfoss 1. mars.
Reglubundnar
ferðir
jhálfsmánaðarlega
frá: STAVANGERf|
KRISTIANSAND
HELSINGB0RG,
ALLT MEÐ
EIMSKIF