Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977
VfK>
MOBöJK/- y \ V
KAFFINU \\ I **•
Hann tekur ofan 1 hvert skipti
sem forstjórinn hans fer
framhjá, — er það nauðsyn-
legt?
Jú, hún mamma þfn hringdi.
Elsku mamma mín! Ég vona að
það gleðji þig, þegar ég segi
þér, að undanfarna tvo mánuði
hef ég haldið mig í hæfilegri
fjarlægð frá konum og vlni!
— Þér vitið það fulivel, Ölsen,
að ég kæri mig aldrei um að
einhver sé að lesa yfir öxl
mfna.
Gðð hílakaup
Maður nokkur, sem ætlaði að
kaupa sér nýjan bfl sá auglýs-
ingu f blaði, þar sem bifreið af
Kadilakgerð 1952 var auglýst
fyrir 500 kr. Maðurinn hélt
fyrst að þetta væri eitthvert
gaman, en þegar auglýsingin
birtist aftur næsta dag datt
honum f hug að athuga það
nánar.
Hann fór þvf í heimsókn eftir
heimilisfanginu, sem gefið var
upp f auglýsingunni og hitti
þar fyrir roskna, mjög aðlað-
andi konu, og húsið sem hún
bjó f var mjög rfkmannlegt. —
Hann spurðist fyrir um bifreið-
ina, — fékk að skoða hana alla í
krók og kring og meira að segja
að aka f henni f reynslu ferð.
Hann gat ekki séð annað en
bifreiðin væri í fyrsta flokks
standi, og hann spurði frúna:
— Hvernig stendur á þvf að þér
ætlið að selja þessa bifreið,
sem mér virðist vera f alla staði
fyrsta flokks, fyrir svona litla
peninga?
— Jú, ég skal segja yður alveg
eins og er, svaraði frúin.
Maðurinn minn, sem er nýlát-
inn, tók fram f erfðaskránni
sinni að hann vildi láta selja
bifreiðina og andvirði hennar
skyldi „renna til einkaritarans
mfns, sem alltaf hefir verið svo
góð við mig“!!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I trompsamningi nægir stund-
um að telja tapslagina. En ekki er
verra að telja einnig vinnings-
eða tökuslagi sfna.
Suður gefur, allir utan hættu.
Norður
S. K842
II. 87
T. AKDG95
L. A
Vestur
S. G 10973
II. AK4
T. 763
L. D6
Austur
S. —
II. 109632
T. 84
L.G 108432
Veifaðu til hans afa, mamma, hann er hérna
'en'nþá!
Dýraspítalinn
„Skrif hafa orðið í Morgunblað-
inu nýlega um Dýraspítalann.
Þessi skrif eru hin furðulegustu.
Virðast þau skrifuð í þeim til-
gangi að gera þessa stofnun tor-
tryggilega í augum almennings.
Talað er um að Dýraspítalinn
liggi undir skemmdum vegna van-
rækslu. Hins vegar er öllum ljóst
sem skoða húsið að það er í mjög
góðu ásigkomulagi, þetta er
timburhús, sem er fúavarið og
stöðugt upphitað.
Inni hefur verið unnið látlaust
síðan í haust þegar dýra-
hjúkrunarkonan Sigfrið Þóris-
dóttir hafði lokið námi sinu í Eng-
landi og var alkomin til íslands.
Dýraspítalanefndin fól henni að
annast ýmsar framkvæmdir. Því
það vantar mikið á að rekstur geti
hafist i svona stofnun, ekki er nóg
að húsið sé komið á grunninn. Það
þarf að smiða dýrabúr, en nokkur
kattabúr fylgdu með spítalanum.
Allar innréttingar og skápa hefur
þurft að smíða, leggja þarf gólf-
flísar o.s.frv.
Sigfrið hefur unnið að þessu og
sýnt mikinn dugnað og ósérhlífni.
Nær öll vinna hefur verið unnin í
sjálfboðavinnu. Samband dýra-
verndunarfélaga íslands, S.D.Í.,
hefur lagt í þetta allt það fé er
það hefur safnað til Dýraspital-
ans. Un það fé er nú þrotið. Hinar
fjölmörgu stóru og smáu peninga-
gjafir sem borizt hafa til spitalans
undanfarið hafa orðið ómetanleg
hjálp.
Nú ríður á að dýravinir i land-
inu sýni einlægan samhug svo að
þessi stofnun taki til starfa sem
allra fyrst. Gjafir sem berast til
S.D.l. og ætlaðar eru Dýra-
spitalanum eru frádráttarbærar
til skatts.
Þó Dýraspítalinn sé i Reykjavík
er það fullvíst að hann mun verða
notaður af dýraeigendum af öllu
landinu. Hann stendur sem
kunnugt er inni í Víðidal og þar
eru mestu hesthús á landinu. Það
er knýjandi nauðsyn að koma upp
sjúkraskýli fyrir hross og stærri
búpening í tengslum við spítal-
ann. Slíkt yrði án efa notað af
hestamönnum og bændum.
Það hlýtur að vera brennandi
áhugamál allra sannra dýravina
hvar í félagi sem þeir standa og
hvar á landinu sem þeir búa að
Dýraspitalinn taki til starfa sem
allra fyrst og búa þannig að
honum að hann geti þjónað til-
gangi sinum til líknar dýrum í
landi voru.
Póstgíróreikningur Dýraspítal-
ans er númer 44000. Munum það.
Jórunn Sörensen."
Þetta er vissulega þarft mál að
koma Dýraspitalanum upp og að
hefja rekstur hans og nú fer að
hilla undir að hann fari af stað.
Þetta má að miklu leyti þakka
erlendum aðila og það ætti varla
að verða íslendingum skotskuld
að framkvæma það sem á vantar
og styðja við bakið á þessari ungu
stofnun.
En frá Dýraspítalamáli hverf-
um við að tónlistarmálum og í
Suður
S. AD65
II. DG5
T. 102
I,. K975
Suður opnaði á einu laufi og
vestur sagði pass. Síðan varð
suður sagnhafi í fjórum spöðum.
Vestur spilaði út hjartaás, kóng
og þríðja hjarta sinu, sem sagn-
hafi tók heima. „Nú er slæmt að
vera ekki í fimm tíglum,“ hugsaði
suður þegar hann tók á spaðaás og
austur lét lauf. Tveir gjafaslagir á
tromp virtust óumflýjanlegir. En
sagnhafi gafst ekki upp.
Vinningur var mögulegur ætti
vestur þrjá tígla og tvö lauf. Lauf
á ásinn tigulás og kóngur og tígull
trompaður heima. Tekið á lauf-
kóng og staðan var þannig:
Suður Vestur Blindur Austur
S. D6 S. G1097 S. K84 Skiptir
II. — H. — II. — ekki
T. — T. — T. G máli.
L. 97 L. — L. —
Sagnhaíi spilaði ’nú laufi og
vestur reyndi sitt besta þegar
hann stakk með trompníunni. En
sagnhafi lét tígul frá blindum og
vestur var fastur í klemmunni.
Eins og sjá má var sama hvað
hann gerði og sagnhafi vann sitt
spil á næstum furðulegan hátt.
R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
35
ir og fáránlegir siðir augsýni-
lega nokkuð spánskt fvrir
sjónir. Hann tautaði eitthvað
um heimsku og léttúð, en sneri
sér snarlega aftur að efninu:
— Fyrri för morðingjans 1
eldhúsið hlýtur að hafa verið
gerð á bílinu upp úr hálf eitt og
til kortér I tvö eftir að Christer
og Gabriella voru farin upp og
áður en fröken Högström kom
niður til að hita kaffið. En svo
kom hann aftur og bjó til nýtt
kaffi og við getum ályktað að
það hafi verið rétt fyrir
klukkan hálf fjögur. Nokkrum
mlnútum sfðar fremur hann
morðið. Sfðan þerrar
morðinginn vandlega fingraför
af lyfjaglasinu — hvers vegna
hann gerði það veit ég ekki þar
sem augljóst er að hann var
með hanzka — sfðan gengur
hann fram á baðherbergið til
að skola glasið og skeiðina.
Meðan hann er önnum kafinn
við það, heyrir hann að einhver
kemur ... hann hevrir fótatak
Puck I stiganum og hann
verður skelkaður ...
Mina frænka kinkaði kolli.
— Já, það fer ekki hjá þvl.
Það brakar og brestur f stigan-
um. Maður myndi heyra það
þótt mús læddist um.
Eg hafði setzt upp og spurði
með öndina f hálsinum:
— En hvað varð af honum?
Ég ... á við ... hann var ekki
inni f sjúkraherberginu þegar
ég kom þangað ... EÐA
HALDIÐ ÞIÐ AÐ HANN HAFI
VERIÐ ÞAR ALLAN
TlMANN?
— Nei, svaraði Löving
sefandi. — Það hefur hann
árelðanlega ekki verið. Þegar
hann heyrði fótatak þitt {
stiganum hraðaði hann sér út
úr baðherberginu og gaf sér
ekki einu sinni tfma til að setja
glasið aftur á náttborðið. Hann
læddist fram f borðstofuna að
öllum lfkindum, og sfðan var
leið hans greið.
— Já, einmitt, tautaði ég
hugsi — glerdyrnar voru f
hálfa gátt þegar ég fór til að
vekja Christer...
Eg sá áhuga vakna f dökkum
augum Christers.
' — Maður á kannski ekki að
vera að sverja f tfma og ótfma.
sagði hann. — En ég held ég
gæti svarið að ég lokaði þeim
vandlega þegar við Gabriella
fórum upp um hálfeittleytið.
Við störðum öll á glerdyrnar
sem blöstu við okkur. Morð-
inginn hafði læðzt út um þessar
dyr... Hann hafði staðið örfáar
sekúndur f döggvotu grasinu og
iagt við hlustir... og sfðan
hafði hann horfið. Hvert? Alm-
urnar tvær voru rétt hjá.
öðrum mcgin fbúðarálma Ottos
og Helene. Hinum megin
Gabriellu og Piu. Hafði hann
horfið inn f aðra hvora þessa
álmu? Eða inn f skóginn eða út
á þjóðveginn.
Anders Löving strauk yfir
ijóst hárið og sagði þreytulega:
— Lind yfirlögregluþjónn
hefur þegar yfirheyrt ykkur
varðandi sfðustu nótt og hinar
aðskiljanlegu fjarvistarsann-
anir sem þið segist hafa. En ég
myndi nú vera þakklátur ykkur
ef þið vilduð óformlega endur-
taka þessar upplýsingar fyrir
mig. Við vitum að ákveðinn
tfmi nætur kemur sterlegar til
greina, það er f fyrsta lagi tfma-
bilið frá hálfeitt til korter fyrir
tvö og f öðru lagi tfmin'n á bil-.
inu rétt fyrir hálffjögur og þar
til um fimm eða tfu mfnútur
yfir. Má ég nú spyrja hvað þið
voruð að gera um það leyti?
Helene varð fyrst til að svara
og andlit hennar virkaði bæði
spennt og þrjóskulegt.
— Ég svaf — en þér verðið að
vera svo elskulcgur að trúa orð-
um mínum, þvf að ég get ekkert
komið með sem sannar bók-
staflega þá staðhæfingu mfna.
— Þið hjónin sofið ekki f
sama herbergi?
— Nei.
Rödd hennar var undarlega
ócðlileg en þó var ekkert hægt
að iesa úr henni. — Eg sef á
efri hæðinni, og Otto niðri.
Ljósbrún augu Ottos Malm-
ers horfðu á mig eina stund.
Svo leit hann strax undan og þó
sá ég að f augum hans vottaði
fyrir mæðu og uppgjöf. Hann
er ástfanginn af henni, hugsaði
ég og fann til meðaumkunar
með honum. — Og það er ekki
að hans vilja að þau sofa sitt á
hvorri hæð. Samtfmis velti ég
þvf fyrir mér hvernig nokkur
maður gæti orðið ástfanginn af
jafn kuldalegri og ópersónu-