Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
SPJALL VIÐ
MAESTRO
FELLINI
Sá stórviðburður í kvikmynda-
heiminum gerðist fyrr í mánuð-
inum, að frumsýnt var nýtt verk
eftir Federico Fellini Það var
CASANOVA, sem jafnframt er
fyrsta mynd leikstjórans sem er
með ensku tali Raunin er sú, að
myndinni hefur verið misjafnlega
tekið, enda er hún allólík fyrri
myndum meistarans. Það eitt
nægir að rugla fólk í ríminu En
um það verður ekki dæmt fyrr en
Casanova birtist hér eftir dúk og
disk
Hátt á fjórða ár er nú liðið síðan
AMARCORD var frumsýnd, en
hún var tekin til sýninga hérlendis
nú í vetrarbyrjun, svo við verðum
jafnvel að bíða ein tvö ár eftir því
að C stingi upp kollinum Hitt ber
þó að athuga, að Universal fram-
leiðir myndina. og Laugarásbió
hefur lagt mikið uppúr því á
undanförnum árum að sýna bestu
myndir kvikmyndaversins sem
ferskastar
En hvað sem öðru líður þá leiðir
frumsýningin hugann að Fellini,
og mun kvikmyndasíðan að þessu
sinni vera helguð honum, og hinni
nýju mynd hans, Casanova Að
mestu leyti er stuðst við viðtal sem
birtist í OUI-magazine í síðasta
mánuði, og grein sem birtist í The
New York Times Magazine 6 feb
77
Allar götur frá því að Federico
Fellini leikstýrði sinni fyrstu, löngu
mynd, THE WHITE SHEIK, árið
1952, hefur hann verið álitinn
einn af mestu leikstjórum allra
tíma Að hluta leikari. listamaður,
galdrakarl, bæði verið lofaður sem
snillmgur og fordæmdur sem
vindbelgur Fellini hefur jafnframt
verið bæði vegsamaður fyrir sið
ferðilegan boskap i myndum sín-
um um leið og aðrir hafa ásakað
hann um að velta sér uppúr hnign
un og saurlífi
Þrátt fyrir að sumir gagnrýnend-
ur telji að Fellini hafi ekki gert
umtalsverða mynd síðan NIGHT
OF CABIRIA (1956), þá vekur-
hver einasta ný Fellini mynd meira
umtal og eftirtekt en aðrar, og
nýtur mikilla vinsælda meðal al
mennings Það er skoðun flestra
að hann sé sífellt að víkka sjón-
deildarhring sinn, og CASANOVA
sanni að svo sé Af. þeim tólf
myndum sem Fellini hefur leik-
stýrt. hafa fjórar hlotið
Oscarsverðlaunin. en það er meira
en nokkkur núlifandi leikstjóri get-
ur státað af
Nú, á 56 aldursári, þá hefur
Fellini lokið við nýjustu mynd sína
um Giovanni Jacopo Casanova,
hinn nafntogaða kvennabósa,
ferðalang og listamann Leikstjórn
Fellinis er einhvers staðar á milli
hins krefjandi -hljómsveitarstjóra
og hugmyndarríka ballettmeistara
Hann kemur sínum stórkarlalega
líkama í hverja þá stellingu sem
hann krefst frá leikurum sínum,
andlit hans túlkar óendanleg svip-
brigði og stuttir fingur hans verða
að leiftrandi skýringum fíngerð-
ustu hreyfinga sem hann vill ná
fram
Ætíð meðvitandi um heifdarsvip
myndarinnar breytir Fellini sjálf-
krafa ýmsu jafnóðum i verkum
sinum Setur kannski einhvern
leikmun í forgrunn, fellir línu úr
handritinu eða bætir við Síðan, i
ólgu lita, Ijósa, myndhorna, hreyf-
inga og fólks smellur allt saman
Blm. OUI: Það er ekkert laun-
ungarmál, að þú hefur átt í heil-
miklum erfiðleikum við gerð
CASANOVA Hver voru megin-
vandamálin?
Fellini. Ég hef ætíð átt í erfiðleik-
um með myndirnar mínar, vegna
þess að vinir minir, framleiendurn-
ir, hafa löngum viljað að ég gerði
sömu mynd og ég leikstýrði síðast
á undan, en þeir höfðu þá ekki
áræði til að fjármagna, en hafa
það í augnablikinu, því myndir
mínar eru vinsælar
Þegar flestir framleiðendur
hristu höfuðið (af ýmsum ástæð-
um) yfir LA STRADA, þá sneri ég
mér til eins með handritið af I
VITELLONI, sem fjallar um rótlaus-
an ungdóm í smábæ Hann studdi
við bakið á mér, og svo þegar
myndin hlaut frábærar viðtökur,
þá fékk ég alls kyns tilboð um að
gera VINIR VITELLONI, SYNIR
VITELLONI, o s frv Ég neitaði, og
þá var Dino De Laurentiis fús til að
fjármagna LA STRADA Samt leist
honum ekki á að ráða Anthony
Quinn, taldi 'hann aðeins færan
um að fara með smáhlutverk En
ég fékk mínu fram
Blm: Og LA STRADA hlaut
Oscarsverðlaunin Næsta mynd
þín var svo THE SWINDLE með
Broderick Crawford?
Fellini: Já. en hún gekk ekki sem
best, og framleiðandinn vildi rjúfa
samninginn. Ég bað hann um að
fá að gera NIGHTS OF CABIRIA,
en hann brást hinn versti við
,,Fyrst gerirðu mynd um kynvill-
inga", — ég imynda mér að þá
hafi hann átt við I VITELLONI —
„siðan aðra um skítuga sígauna"
— LA STRADA — „og nú viltu
gera eina um hórkonur. Mér þætti
gaman að vita um hvaða óþverra
þú ætlar að fjalla næst ?" Fram-
leiðendur, öskraði ég og rauk á
dyr
Blm: En þú gerðir CABIRIA?
Fellini: Ekki fyrr en eftir að
ellefu framleiðendur höfðu snúið
við henni baki
Blm: Þrátt fyrir það hlaustu fyrir
hana þín önnur Oscarsverðlaun
Hvað gerðist síðan með LA DOLCE
VITA?
Fellini: Eftir fjölmargar af-
neitanir hélt ég til Dino De
Laurentiis, sem samþykkti að gera
myndina, og vildi fá Paul Newman
í aðalhlutverkið Þegar ég stakk
uppá Marcello Mastroianni, sagði
Dino að ég væri snarvitlaus:
„Mastroianni er ofgóður: hann er
eins og heima tilbúið brauð; hann
hugsar um konu sína og börn, en
ekki að tæla ókunnugt kvenfólk
upp í til sín." Munið að þetta
gerðist fyrir sautján árum Annar
framleiðandi samþykkti Marcello,
og ég gerði myndina.
Blm: Sem færði þér enn ein
Oscarsverðlaunin Átti eitthvað
svipað sér stað með CASANOVA?
Fellini: Ekki ólikt. Dino var fyrsti
framleiðandinn sem tók hana á
dagskrá Að venju vildi hann fá
bandaríska stjörnu í aðalhlut-
verkið, heimtaði Al Pacino,
Redford eða Brando „En sjáðu
til," sagði ég. „Pacino er aðeins
einn og sextíu, en Casanova var
næstum tveir metrar á hæð " Það
varð ekki til að sljákka í Dino „Al
Pacino" sagði hann hátíðlega,
„hefur af miklu að státa" Þegar ég
svo lýsti því yfir, að Redford eða
Brando myndu gera svip myndar-
innar andstæðan því sem ég hafði
í huga svaraði Dino, með tárin í
augunum: „En hvernig getur
nokkur afþakkað Redford eða
Brando?" En ég stóð fast á mínu,
og myndin yfirtók svo Andrea
Rizzoli en faðir hans fjármagnaði
LA DOLCE VITA
Blm: En Rizzoli gafst einnig
upp?
Fellini: Þú verður að gæta þess
að á þessum tíma átti Ítalía við
gífurlega efnahagsörðugleika að
etja Rizzoli bað mig um að skera
niður útgjöldin eins og hægt væri,
sem ég og gerði Ég útskúfaði
persónum og atriðum sem mér
voru hugfólgin. En það dugði ekki
til. Síðan, snemma árs 1 975, kom
mér til hjálpar Alberto Grimaldi, sá
sem fjármagnaði SATYRICON
Jafnvel þá var það óvíst að CASA-
NOVA yrði nokkurn tíma að raun-
veruleika í fyrra hélt ég uppá
þriggja ára afmæli undirbúnings
myndarinnar CASANOVA, frekar
en að halda til Hollywood og ná i
fjórðu Oscarsverðlaunin fyrir
AMARCORD
Blm: Hvernig náði Grimaldi
endunum sáman?
Fellini: Fyrir kraftaverk skrapaði
hann saman fjármagni í Banda-
ríkjunum Svo, rétt einu sinni enn,
var áforfninu borgið
Blm: Eru framleiðendur á verði
vegna þess mikla kostnaðar sem
þú leggur í myndir þínar?
Fellini: Framleiðendur eru
fæddir gætnir Þeir gera sér ekki í
hugarlund að ég er sparsamasti
leikstjóri jarðkringlunnar
Blm: Hvað sagðirðu?
Fellini: Ég endurtek það, ef þú
vilt. Ég held því ekki fram til að
hefja þrætur Þetta er hlutlæg
fullyrðing, fullþroskuð sjálfs-
koðun, byggð á reynslu, því ég
veit hvernig aðrir semja kvik-
myndir Ég skapa ekki myndir með
þeirri áhugamennsku, getgátum
og eftiröpunarhætti sem einkennir
flesta framleiðendur og leikstjóra
Blm: Er það rétt að kostnaður
myndarinnar CASANOVA sé nú
nærri 9 milljónum dala?
Fellini: Jafnvel Þetta er mjög
kostnaðarsöm mynd, og þess
vegna samþykkti ég ákvæði í
samingnum sem veldur ringulreið
í óreiðunni: Að gera myndina með
ensku tali, tungumáli sem ég kann
litil tök á Þetta er hreinasta vit-
leysa, og skella ætti sökinni á
Universal Pictures — eða er það
Fox? Jú, rendar: Universal
Blm: Saga Casanova gerist viðs
vegar um Evrópu: London, París,
Constantinople En síðan er
myndin öll tekin hér. í Cinecittá
kvikmyndaverinu?
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
Fellini. Eg finn mig betur ef ég
get framkvæmt hugmyndir mínar í
beinu samræmi við hugmyndaflug
mitt, án utanaðkomandi áhrifa í
kvikmyndaverinu get ég ráðið
sjónarhornunum, mannfjöldanum,
litunum, og sérstaklega lýsing-
unni, — lýsingin er undirstöðu-
atriði Ég get hóað í frábæra leik-
tjaldamálara, þaulreynda tækni-
menn. Cinecittá býður mér uppá
allt
Blm: Hvernig skaparðu
kvikmynd?
Fellini: í upphafi fæ ég óskýra
ósjálfráða hugmynd Á þessu stigi
virðist myndin hafa allt til að bera
en er i rauninni ekki neitt. Hún er
vitrun, tilfinning: hreinleiki hennar
er töfrandi Síðan kemur fjárhags-
hliðin Lögfræðingarnir koma inn
á ballið Einn skálar i kók yfir
kampavínsglösum Hlutirnir fara
að gerast með viðbjóslegri stund-
visi. Kanarnir mæta. við höldum til
fundar við þá Þeir vaða um á
fundarstað á nærklæðum einum
saman, hafandi meiri áhuga á
laununum en listinni Á meðan
þeir eru að ræða við þig, hringja
þeir til Tokyo Kanarnir færa þér
fjármagn, sem er á sinn hátt hug-
hreystandi Frh í næstu kvikm
síðu
kviki
rnijno
/íðom
• Casanova leikur Donald Sutherland. • Ein af fjölmörgum undirlægjum kvennabósans. £ „Engin hugsjón, tilfinning eða skoðun'
—
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Fra PORTSMOUTH
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Frá ANTWERPEN mánudaga
- FELIXSTOWE þriójudaga
- KAUPMANNAHÖFN ------------
- ROTTERDAM ---n----
- GAUTABORG mróvíkudaga
- HAMBORG fimmtudaga
—
FERÐIR FRA ÖORUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF
samíSi,
ISLANDS