Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977
7
Pólitískur
áróður fyrir
almannafé
í Akureyrarblaðinu
„íslendingi" er nýlega
fjallað í leiðara um, hvort
réttlætanlegt sé að
styrkja af almannafé ein-
hliða pólitlskan áróður. Er
þar fjallað um afmarkað
atriði: styrk úr bæjarsjóði
Akureyrar til svokallaðs
Alþýðuleikhúss sem hefur
að yfirlýstu markmiði að
koma á framfæri pólittsk-
um áróðri með ákveðnar
pólitlskar þjóðfélagsbreyt-
ingar I huga. Viðleitnina á
slðan að greiða með
„þvinguðum framlögum"
borgaranna I formi skatt-
heimtu. Hér er skýrt
dæmi um afbrigðilega
samneyzlu, sem kann þó
að eiga fleiri hliðstæður I
„kerfinu". Samneyzlan
tekur til sln æ stærri hlut
af þjóðartekjum — og I
svo rlkum mæli, að svig-
rúm til kjarabreytinga I
þjóðfélaginu er stórlega
skert :f þeim sökum. Það
er þvl ekki að ástæðu-
lausu að fjallað sé um sllk
afbrigði samneyslunnar,
þó smá séu út af fyrir sig,
enda er brýn nauðsyn á
þvi, að efla almennt
aðhald I meðferð opinbers
fjár, þ.e. skattpeninga
borgaranna. Leiðari ís-
lendings fer hér á eftir
orðréttur:
(1) Stuðningur
við leiklist-
arstarfsemi
„Eins og sagt var frá í
íslendingi sl. fimmtudag,
hefur bæjarstjórn
Akureyrar samþykkt að
veita 400 þús. kr. starfs-
styrk til Alþýðuleik
hússins. Þar er stigið
skref í þá átt, að styðja
einhæfan pólitfskan
áróður, sem gefur ekki
gott fordæmi. Burt séð frá
öllum yfirlýstum tilgangi
leikhússins, verður ekki
séð hvaða skyldum Akur-
eyrarbær hefur : ð gegna
gagnvart umræddum leik-
hóp. Aðeins örfáar af
sýningum á vegum leik-
hússins hafa verið á Akur-
eyri, en flestar f Reykja-
vík. Það er því síst í
verkahring ráðamanna
Akureyrarbæjar að styðja
þessa starfsemi, ef ein-
hver á að gera það. Það
skal tekið fram, að það er
skoðun þessa blaðs, að
óeðlilegt sé, að styðja ein-
hæfa áróðursstarfsemi
með almannafé. Gildir þar
einu hvort um er að ræða
áróður með eða á móti
sósíalisma, eða öðrum
þjóðfélagsstefnum. Það
mun Ifka vera einsdæmi,
að jafn Iftið bæjarfélag og
Akureyri sjái sér fært að
styrkja tvö leikfélög.
í sumar kom fram f
bæjarstjórn styrkbeiðni
frá Alþýðuleikhúsinu. Þá
var hún felld með mótat-
kvæðum Sjálfstæðis-
manna og hjásetu
framsóknarmanna, Vals
Arnþórssonar og Stefáns
Reykjalfns. Þeir
tvímenningarnir hafa hins
vegar skipt um skoðun og
greiddu atkvæði með
styrkveitingunni, sem um
er rætt. Valur Arnþórsson
gerði grein fyrir skoðana-
skiptum sfnum f þessu
máli við umræðurnar f
bæjarstjórn. Sagði Valur,
að samkvæmt viðtali, sem
útvarp hefði átt við leik-
stjóra leikhópsins, væri
Alþýðuleikhúsið horfið frá
fyrri pólitfskri stefnu. Þvf
bæri að fagna þeim sem
týnda syninum og slátra
kálfinum og veita þeim
veglegan styrk."
(2) Hrossakaup?
Þessi rök eru harla
léttvæg á metunum,
þegar litið er til raunveru-
leikans. Alþýðuleikhúsið
hefur haft tvö verk til
sýninga, Krummagull og
Skollaleik, bæði eftir
sama höfundinn, Böðvar
Guðmundsson, sem ekki
hefur vitanlega skipt um
skoðun. Böðvar er gott
skáld og góður hag-
yrðingur, sem væri
verðugur skáldalauna.
Það breytir ekki þvf, að
óeðlilegt er að styrkja fjöl-
miðil verka hans af
almannafé. „Skolla-
leikur" var fyrra verk
Alþýðuleikhússins og
hefur verið til meðferðar
hjá leikhúsinu til skamms
tfma. Það getur því í
rauninni ekki verið um
neina stefnubreytingu að
ræða hjá Alþýðuleik-
húsinu. Það kom raunar
fram hjá einum bæjar-
fulltrúa meirihlutans, Frey
Ófeigssyni, að hann hafði
ekki einu sinni séð
sýningu hjá Alþýðuleik-
húsinu. Er kannski þannig
farið um fleiri bæjarfull-
trúa sem veittu styrkveit-
ingunni atkvæði sitt?
Óneitanlega ber þetta
mál lykt af þvf, að átt hafi
sér stað einhver hrossa-
kaup innan meirihlutans f
bæjarstjórn, sem stendur
með einu umframat-
kvæði. Voru framsóknar-
menn, að greiða Sofffu
gerðan eða ógerðan
greiða? Þeirri spurningu
verður aldrei svarað svo
óhrekjanlegt sé, en
óneitanlega bera
skoðanaskipti Vals og
Stefáns keim af slfku."
(3) Að gæta
hagsmuna
skattborgaranna
„Það má segja með
sanni, að hér er ekki um
stóra fjárfúlgu að ræða,
en hitt verður þyngra á
metunum, að með þessari
styrkveitingu hefur
núverandi meirihluti í
bæjarstjórn markað ákaf-
lega varhugaverða stefnu.
Það kæmi kannski til með
að vefjast fyrir vinstri
meirihlutanum f bæjar-
stjóm, ef annarskonar öfl
settu á fót leikhús og
færu fram á styrk til starf-
seminnar úr sjóðum
bæjarbúa.
Það er hlutverk bæjar-
fulltrúa, að gæta hags-
muna umbjóðenda sinna,
bæjarfélaginu til heilla og
framfara. Það er ekki f
þeirra verkahring að veita
einhæfum pólitfskum
áróðri brautargengi með
styrkveitingu. Hafi
almenningur eitthvað að
sækja til Alþýðuleik-
hússins, þá fer hann á
sýningar þess. Verði þær
fjölsóttar þarf leikhúsið
ekki á styrkveitingu að
halda. Það er fólksins, að
velja og hafna. Hér er
ekki lagt listfræðilegt eða
menningarlegt mat á
starfsemi Alþýðuleik-
hússins, heldur boðskap
þess og þann einhæfa
áróður, sem þaðflytur."
Mikið reyndi á varnargarðana f Skaftárhlaupinu.
Fréttabréf úr Meðallandi
Hnausum, 17. febr.:
ÞAÐ hefur dregizt lengi að ég
sendi almennt fréttabréf, svo að
af einhverju ætti að vera að taka.
Þó er það svo, að ekki ber eitt svo
mjög öðru hærra í atburóarás
þessara mánaða. Er ekki að lasta
það, þar sem það þykir oft frétt-
næmara er snýst á verri veg.
Árferði
Hér á Suðurlandi hafa nú
komið tvö rosasumur í röð og er
það kappnóg. Getur þetta ekki
annað en valdið kjaraskerðingu
hjá bændum, vegna aukinna
kjarnfóðurkaupa. Haustið var
gott og veturinn það sem af er.
Oft hafa verið stillur og gott
veður og varla sézt snjór. En þar
sem hefur stundum komið nokk-
urt frost og alltaf á auða jöró er
klaki kominn nokkuð djúpt í jörð.
Framkvæmdir
Byrjað var á smíði nýs íbúðar-
húss í miðbænum i Efri-Ey á
árinu sem leið og flutt i það þvi
sama ári. Var það flekahús frá
Selfossi. Þetta er mjög gott hús og
mér datt í hug þegar ég kom þar,
að þarna vantaði ekkert nema
málverk eftir Kjarval, en þarna
er meistarinn fæddur.
Á Efri-Steinsmýri er búið að
reisa íbúðarhús og ætla ung hjón
að fara að búa þar. Hefur sú jörð
verið í eyði frá 1960.
Skaftárhlaup
Hlaupinu í Skaftá er nú lokið.
Það mun hafa verió í meðallagi að
vatnsmagni. Þótt reyndi mikið á
garðana, sem eru hér til varnar
Ut-Meðallandinu, munu þeir lítió
hafa skemmzt.
Hafnargerðir
Undanfarið hefur hafnargerð
hér við suðurströndina verið
mikið til umræðu. Þetta er engin
furóa. Héðan var róið til fiskjar
áður. Sjórinn var þá mikill þáttur
í lífi kynslóðanna og tækni nútím-
ans mun sjá fyrir þvi að svo mun
aftur verða. Hér eru mestu land-
búnaðarhéruðin. Mestu orku-
verin og miklir möguleikar ónýtt-
ir á þvi sviði. Það er lika hægt að
gera hafnir á suðurströndinni og
aðeins timaspursmál hvenær að
því kemur að þær verða fleiri en
nú er.
Örn
Veturinn 1967—'68 var örn
hérna og hefur alltaf komið síðan.
Hann heldur mest til á vatna-
svæði Eldvatns í Meðallandi og
einnig við Grenlæk í Landbroti.
14. janúar sást örninn á Syðri-
Steinsmýri og sama mánaðardag
og á sama tima sást hann þar fyrst
árið áður, sat þar á túninu i bæði
skiptin. Þetta er voldugur fugl og
frekar spakur. Nú hefur hann
ekki sézt hér undanfarió og er
líklega farinn. En örninn hefur
stundum verið hér allan veturinn.
Þorrablótin
Eins og vant er voru hérna þrjú
Þorrablót. Fyrst í Hrifúnesi, þá á
Efri-Ey og seinast á Kirkjubæjar-
kiaustri.
Þetta voru ágætar skemmtanir.
íslenzkur matur og heimatilbúið
skemmtiefni, þar sem reynt var
aó sjá lióna atburði í spéspegli. Og
þarna skemmti sér saman ungt og
gamalt og datt engum í hug kyn-
slóðabil.
Kannski förum við full geyst í
að skemmta okkur, en það er svo
stutt síðan við fórum til þess
aftur, þvi kirkjuvaldið bannaði
þetta lengi. Og það er enn styttra
siðan við höfðum almennt nóg að
éta. „Klára vín, feiti og mergur
með mun þar borðum á,“ segir
skáldið, er það sér í anda dýrðina
í himnaríki.
Ætli það verði ekki erfitt að
gera okkur, sem nú lifum, ein-
hverja tilbreytingu þegar við
komum þangað. Og þó. Þetta ætti
að geta 'verið i lagi méð marga
okkar í V-Skaftafellssýslu, þvi ég
sá það í nýrri úttekt á þjóðar-
búinu, að hér er almennast kven-
mannsleysi á landinu.
— Vilhjálmur.
Jóhanncs Traustason útgerðarmaður og oddviti gaf sér tfma til að
rabba við komumann sem snöggvast.
AUtsaman
aulafiskur
Staldrað við á Árskógsströnd
Hauganes og Litli-
Árskógssandur eru lítil og yfir-
lætislaus sjávarpláss við Eyja-
fjörð, nokkru fyrir innan Dal-
vík. Venjulegur ferðamaður
verður þeirra naumast var, sér
þau ekki nema sem skilti eða
vegvisi.
Frá Árskógssandi gengur
ferjan til Hríseyjar. Að öðru
leyti er engin umferð um þorp-
in nema menn eigi þangað er-
indi.
Hér lifa allir á sjófangi; stöku
maður á þó nokkrar kindur,
sem hann gegnir sér til and-
legrar heilsubótar. Frá hvorum
stað eru nú gerðir út 3 netabát-
ar, 20—55 tonna, Níels Jónsson,
Sæfari og Víðir Trausti frá
Hauganesi og Arnþór, Sæþór og
Sólrún frá Sandinum. Það er
sérstakt um þennan rekstur, að
fjölskyldur standa að bátunum
og vinna saman að þvi, sem
gera þarf. Hver útgerð hefur
sitt saltfiskverkunarhús og allir
hjálpast að við að gera að aflan-
um þegar að landi er komið.
Handtökin lærast ósjálfrátt og
áður en varir eru strákarnir
farnir á sjóinn.
„Hann er i blóðinu," sagði ein
móðirin við mig. „Þeir byrja
strax og þeir geta og hugsa ekki
um annað. Svona verða líka
beztu sjómennirnir til.“
Ég skrapp út á Árskógsströnd
á mánudagskvöld i fyrri viku
og hitti heldur en ekki vel á.
Afli hafði haldizt góður og jafn
um 10 daga skeið og þennan
dag bárust á land 60—70 tonn
af „aulafiski" eóa stórþorski.
Hann hafði fengizt fram og
vestur af kantinum á Eyjafjaró-
arál, á 150—200 faðma dýpi eóa
þar sem það verður mest á þess-
ari fiskislóð.
Eins og að líkum lætur fóru
allir, sem vettlingi gátu valdið,
að gera að. Skólastjórinn og
bændur komu til hjálpar og
fólk innan frá Akureyri. Klukk-
an var farin að halla í tvö, þeg-
ar þeir síðustu gengu til náða.
Siðan var risið úr rekkju um
rismál eða á sjötta tímanum og
haldið á miðin á ný. Ég hafði
spurnir af því, að sama afla-
sældin hefói verið á þriðjudag-
inn og til marks um það má
nefna, að Níels Jónsson kom þá
með 13—14 tonn annan daginn
í röð. Þannig er róið og unnið
sex daga vikunnar.
Öll umgengni og hirðusemi er
til sérstakrar fyrirmyndar og
allt nýtt. Hrognin eru seld til
Svíþjóðar, lifrin brædd og úr-
gangi ekið til Dalvikur. Yngsta
kynslóóin sér um gellurnar og
selur til Akureyrar. Hún er
ekki siður kappsöm en aðrir og
hefur sig alla við til þess að
ekki safnist fyrir.
Aflinn frá áramótum hefur
verið mun betri en í fyrra.
Þannig var einn báturinn kom-
inn með 112 tonn nú i febrúar-
lok en tæp 50 tonn þá. Menn
eru hóflega bjartsýnir á, að það
muni halda áfram að ganga vel,
þótt þeir séu varkárir í spádóm-
um, — þvi að „bezti mánuður-
inn er eftir. Marz hefur alltaf
verið beztúr". Menn þykjast
líka greina það, að fiskurinn sé
vænni en venjulega og þakka
það aukinni friðun og verndun
fiskstofna.
Eins og raunar hefur komið
fram er dugnaður og atorka að-
Framhald á bls. 18
Garðar Nfelsson gellar f ákafa en bróðir hans sex ára er nýgenginn
til náða eftir að hafa hjálpað afa sfnum, Gunnari Nfelssyni, að
vaska fiskinn.