Morgunblaðið - 09.03.1977, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, MARZ 1977
„Alltaf fengur að
slíkum hlutum”
GRIPIR þeir sem ferðafólk
með Útivist fann í Þórsmörk í
siðustu viku eru nú komnir i
hendur þjóðminjavarðar.
Sagði Gisli Gestsson i samtali
við Morgunblaðið i gær, að
sér virtist sem gripir þessir
væru frá 11. eða 12. öld og
væri vissulega alltaf mikill
fengur að þessum hlutum.
Var hér um að ræða brot ofan
af snældusnúð og prjón, sem
sennilega hefur verið notaður
til að krækja saman hempur.
—1 Prjónninn er nokkuð
algengur og eigum við nokkra
slíka á Þjóðminjasafninu, sagði
Gísli. — Þetta er sennilega
hversdagshlutur, en einnig eru
til prjónar sem voru notaðir
með betri klæðum. Um brotið
af snældusnúðnum er það hins
vegar að segja að það er fyrst
og fremst merkilegt vegna
skreytingarinnar sem er á því,
en það er mjög sjaldgæft og
áttum við ekki fyrir slíkan hlut,
sagði Gísli.
Um 1500 manns hafa
séð sýningu Hrings
á Kjarvalsstöðum
IIRINGUR Jóhannesson, listmálari sýnir nú á Kjarvalsstöóum verk
sfn og eru þart eingönt;u olfumálverk og teikmnnar. Sýningu Hrings
lýkur um næstu helgi og nú hafa um 1500 manns sért hana, en hann
sýnir 51 olfumálverk og 4.1 teikningar. í virttali virt Mbl. sagrtist
Hringur vera mjög ánægrtur mert artsóknina, og hafa nú 40 mvndir
selzt.
— Kg er ánægrtur mert artsóknina, sagrti llringur, og hefur sýningin
mvndir selzt og þart er meira en ártur
gengirt mjög vel. Nú hafa um 40
hjá mér, ég hef venjulega selt um
Hringur Jóhannesson hélt sína
fyrstu sýningu árið 1962, fyrir 15
árum, í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins og voru það artallega teikning-
ar. Hann var kennari virt Mynd-
lista- og handírtaskóla íslands
1959 — 1962 og hefur hann kennt
við Myndlistarskólann 1 Reykja-
vík, Ásmundarsal, síðan 1962,
Einnig hefur hann unnið við
keramikmálun hjá Glit 1962 —
•66.
— Þetta hefur artallega verið
kvöldkennsla hjá mér hin síðari
ár, sagði Hringur, og mér finnst
gaman að halda þannig samhandi
við ungt fólk. Það koma fram ým-
is sjónarmið og þannig heldur
maður sambandi við tilveruna, en
það er ómögulegt að loka sig úti
frá því, mér finnst gott að vera í
sambandi við þetta góða fólk sem
ég kenni.
Er meiri áhugi á myndlist með-
al ungs fólks nú en áður?
— Ekki held ég það endilega,
þetta er áhugafólk, það sem ég
kenni og þar er góður efniviður
— mörg góð efni og spennandi.
Það er óhætt að segja að áhugi á
þrirtjung mvndanna á sýningum.
myndlist sé mjög almennur hér-
lendis, og meiri en víða erlendis,
hafa menn sagt mér, því ég þekki
ekki svo mjög til erlendis. Það eru
til myndir á hverju heimili, mun
meira en gerist víða annars stað-
ar.
— Menn eru ekki bundnir við
eitt eða neitt — umburðarlyndi er
mjög mikið hér og það hefur auk-
izt. Það er heldur ekki hægt að
dæma listir eftir stefnu, hver tími
þróar vissa tegund af list og marg-
breytilegt líferni þróar marg-
breytilega list.
Hringur Jóhannesson sagði
einnig að hann ynni mest á sumr-
in en hann hefur vinnustofu í
Haga í Aðaldal og þangað sækir
hann mörg mótíf. — Þar er friður
fyrir síma og öðru kvabbi, sagði
hann.
Nokkuð sérstakt framundan?
Nei, ekki held ég þart, engin
heljarstökk að minnsta kosti, ég
ætla að vinna áfram að þessum
einföldu mótífum í sterkri mynd-
byggingu eins og ég kalla þau og
hef verið að vinna að undanfarin
ár, sagði Hringur Jóhannesson að
lokum.
Hringur Jóhannesson virt eitt verka sinna ásamt svni sfnum.
(Ljósm. OI.K.M.)
(Ijósm.ágás)
Þessari mynd var smellt af Pétri Salómonssyni f Austurstrætinu einn góðviðrisdaginn I sfrtustu viku,
en þar var hann sem aðra góðviðrisdaga á hásumri að bjóða mönnum til sölu frfmerki og mynt.
„Aldrei svo snemma á
ferðinni í Austurstrœti”
■„JÚ, jú, það er alveg rétt. Eg hef aldrei byrjart svona snemma árs
að bjóða fólki frfmerki, bankasertla og minnispeninga hér fyrir
utan hankann ef undanskilin er útgáfa nokkurra fyrstadagsum-
slaga. Það gerir hlessuð tfðin. Aður hef ég ekki byrjart fyrr en á
krossmessu. Ég var nú reyndar búinn að segja fyrir um hvernig
veturinn yrði, ef undan eru skildir nokkrir dagar, þar sem ekki
hefur allt staðizt sem ég hafrti fyrir spáð. Ég á veðurspá mfna á
segulbandi, svo það getur hver reynt hvort ég hafi ekki séð fyrir
þetta górta vertur. Ég skal segja þér þart vinur, art ég er býsna
górtur verturfræðingur, en óskólagenginn þó.“
Þannig mælti Pétur Hoff-
mann Salómonsson er við dok-
uðum við hjá honum i góða
veðrinu einn daginn í síðustu
viku. Pétur var þá búinn að
koma sér fyrir utan við Utvegs-
bankann, með umslögin sfn og
peninga, og ekki verður annað
sagt en að hann setji skemmti-
legan svip á bæinn.
Pétur sægarpur sagðist vera
nokkuð vel friskur, og að lítið
sæi á honum, þótt hann hefði
nýlega orðið áttræður. Ekki vit-
um við hvernig salan gekk hjá
Pétri i þetta sinn, þar sem mest
var spjallað um veðurfarið.
Sagði Pétur 1 því tilfelli að hér
hefði eiginlega ekki verið nokk-
ur vetur að ráði í rúm 50 ár, og
ekkert jafnaðist á við veturinn
1907. „Þá hefðu bifreiðar staðið
um kyrrt fram á fyrsta sumar-
dag, en sem betur fer voru
öngvar bifreiðar í þá daga,“
sagði Pétur. Ekki var sægarpur-
inn bjartsýnn á að veðurfar
yröi hagstætt 1 sumar, en kvað
þó öllum, jafnvel landkröbbum,
óhætt að fara í Eyrarbakka-
bugtina á næstunni.
Undir lok spjalls okkar vatt
miðaldra frú sér að Pétri og
spurrti hann hvort hann gæti nú
ekki orðið fullorðna fólkinu til
liðsinnis og komið því i kring að
eitthvað örlítið yrði spilað af
klassískri tónlist í stað alls
þessa popps sem dyndi yfir veg-
farendum í Austurstræti úr
nærliggjandi tízkubúðum. Við
þessa bón konunnar virtist
koma hálfgert hík á Pétur, sem
virðist meta poppið. En kemp-
an hafði svar á höndum, og
sagði því von bráðar: „Ja, ég
yrði ögn feginn, og þætti vel við
eiga, að öðru hverju færu þeir
með Andrarimur hinar fornu i
gegnum þetta þarna.“
Afmœlisfundur Kvenréttindafélagsins
LJÓSMYNDARI
Morgunblartsins Ieit inn
á hádegisfund hjá
stjórn og varastjórn
Kvenréttindafélags
Islands, að Ilallveigar-
stöðum vegna 70 ára
afmælis félagsins 27.
janúar s.l., en þann dag
efndi K.R.F.Í. til
almenns fundar um
skattamál. i tilefni
afmælisins hárust
félaginu kveðjur og
blóm vfrta að, m.a. frá
ríkisstjórpinni, Alþýrtu-
sambandi íslands,
Bandalagi starfsmanna
rfkis og bæja, Kven-
félagasambandi
íslands, þingflokki
Alþýðuflokksins og
fleirum. Stjórnin færrti
félaginu gestabók að
gjöf og afrártið var að
safna fé og gefa f
Menningar- og
minningarsjóð kvenna
til minningar um stofn-
anda K.R.F.Í. Bríetu
Bjarnhértinsdóttur og
dóttur hennar Laufeyju
Valdimarsdóttur.
Söfnunin mun aðallega
fara fram á aðalfundi
félagsins að Hallveigar-
stöðum mirtvikudaginn
16. mars n.k. — á þeim
fundi verður auk venju-
legra artalfundarstarfa
sérstök dagskrá f tilefni
afmælisins.
Á myndinni eru talirt
frá vinstri Áslaug
Frirtriksdóttir, Guðrún
Gfsladóttir, Valborg
Bentsdóttir, Kristfn
Gurtmundsdóttir, Stein-
unn Finnbogadóttir,
Signý Gunnarsdóttir,
Björg Éinarsdóttir,
Jóhanna Valdimars-
dóttir, Sólveig Ólafs-
dóttir, Þóra Brynjólfs-
dóttir, Liljá Ólafsdóttir,
Margrét Einarsdóttir,
Brynhildur Kjartans-
dóttir, Unnur Jóhannes-
dóttir og Lára Sigur-
björnsdóttir. AIIs eru
20 manns f stjórn og
varastjórn og vantar á
myndina Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur,
Fannýu Long, Gerrti
Steinþórsdóttur, Lísbet
Bergsveinsdóttur og
Sigrfði Önnu Valdi-
marsdóttur.