Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 EGYPTALAND: Fátækt, sukk og gífurleg hernadar- útgjöld — og landið á barmi gjaldþrots_ Mohammed Ihrahim stóð hryggur á svip innan sótugra veggja, sem eitt sinn höfóu verid glæsilegur næturklúhh- ur kallaður „Píramídakráin“. Ilann starði á hrúgur af hrotnum mataráhöidum, flöskum og húsbúnaði og við hlið hans var stór og sterklegur dyravörður staðarins, sem ekki hafði tekizt að hindra eyóilegginguna, en hann var með sáraumbúðir um höfuðió. Sama sjón mætti augum á efri hæð hússins en að auki var þar innan um rústirnar stór mynd af Sadat forseta F^gyptalands, og hafði hún verið rifin úr skrautlegum rammanum og stór kross ristur yfir hana þvera. Ibrahim, eigandi klúbbsins, sagði: „Þetta er grátlegt en þó er ég betur settur en margir aðrir, sem misstu allt sitt.“ Arabafurstar og glaumgosar frá hinum olíuauðugu ríkjum við Persaflóa flykktust til Kafró í einkaþotum sfnum til að njóta þar hins Ijúfa lífs á næturklúbbunum innan um vín, víf og söng. í heimaríkjum flestra þeirra ríkja nefnilega hin ströngu lög múhameðstrúarinnar og sandauðnin. Nú verða auðmennirnir að leita annað eftir dægra- stvttingu því allir glæsilegu skemmtistaðirnir í Karíró hafa lokað dvrum sínum fvrir viðskiptavinum, að minnsta kosti um stundarsakir. Æstur múgur réðst til inngöngu í þá nýverið, rændi öllum matvælum og vín- föngum. og lagði síðan eld að húsakvnnunum. Atburðir þessir gerðust um miðjan janúar s.l. og aðrar eins óeirðir hafa ekki átt sér stað í Karíró síðan 1952 en þá urðu mikil uppþot undanfari falls Farúks konungs. Tekst Sadat að þrauka? Viðbrögð stjórnvalda Aðgerðirnar ollu miklum ugg hjá ríkisstjórninni, og neyddu hana að lokum til að kalla herinn út til að stilla til friðar. Síðan var sett strangt útgöngubann í Kaíró og Alexandrfu. Þessi. úrræði stjórnarinnar svertu ímynd Sadats meira í augum almennings en flest önnur örþrifaráð, sem hann hefur gripið til I stjórnartíð sinni. Uppþotin hófust í kjölfar ákvörðunar stjórnarinnar um hækkun á matvælum og oiíu. Síð- an þróuðust þau í skipulögð mót- mæli, sem drógu í efa vald stjórnarinnar til slíkra aðgerða, líklega mun einnig að lokum Iýst vantrausti á Sadat. Vestrænir stjórnmálamenn hafa látið það álit í ljós, að farí ekki að komast skriður á friðar- viðræður milli Egypta og ísraels- manna, efist þeir um að Sadat takist að halda völdum. Friðar- samningar milli þessara tveggja ríkja eru mjög mikilsverðar, og ef líkindi eru til að svo geti samist gæfi það góða von um vænkandi efnahag í Egyptalandi. Ríkis- stjórn Sadats hefur nú þegar eytt 7 milljörðum bandaríkjadollara til vígbúnaðar vegna yfirvofandí styrjaldar við israel meðan gífur- leg efnahagsvandræði tröllríða þjóðinni. Egyptar eru langhrjáð þjóð, og láta sér ekki bregða við lítilshátt- ar valdbeitingu, en nú virðist mælirinn fullur. I aldaraðir, allt frá dögum faraóanna og til þess tíma, er Farúk var steypt af stóli, hafa þeir lotið yfirráðum erlendra valdhafa, sem bjuggu í vellystingum praktuglega innan- um þrúgandi örbirgð f jöldans. Gamal Abdel Nasser var for- sprakki uppreisnarhersins, sem að lokum rak Farúk frá völdum, og lofaði hann þjóð sinni bættum kjörum. í staðinn sóaði hann mestu af fjármunum ríkisins í 5 ára styrjöld í Yemen. Sadat gaf iíka loforð- en efndirnar eru ókomnar. Vonlaus barátta Milljónir manna berjast von- lausri baráttu við sárustu örbirgð. Egyptaland er mjög víðáttumikið, stærra en Frakkland og Ítalía til samans, en meirihluti þess er gróðurlaus eyðimörk. Ört vaxandi íbúafjöldi, sem nú þegar er um 40 milljónir, verður því að þrengja sér saman á bökkum Nílar á litl- um gróðursvæðum. Landið býr yf- ir litlum náttúruauðlindum, meira en helmingur landsmanna hefur afkomu sína af jarðrækt og notast við frumstæðar Iandbún- aðaraðferðir. Á undanförnum 15 árum hafa fólksflutningar aukizt mjög til þéttbýlissvæðanna — íbúafjöldi Kaíró jókst úr 4 í 7,5 milljónir — þetta hefur raskað. mjög öllu jafnvægi í efnahag landsins, sem var þó valtur fyrir. Hörgull er á allri aimennri þjónustu, fæðu, húsnæði og ekki sizt atvinnu. Mestur hörgull virð- ist þó vera á ráðum til úrbóta. Ef bætt er við þetta hinum gífurlega kostnaði er fer til að halda víg- búnaóarkapphlaupinu gangandi er auðsætt að ekki blæs byrlega fyrir Sadat. Botnlaust fen Skuldir landsins aukast með degi hverjum, verðbólgan er 20% árlega, erlendar fjárfestingar sáralitlar og laun Iandsmanna mjög lág. Meðallaun eru innan við 1000 kr á viku. Engan þarf því að undra, þó að upp úr syði að lok- um, ólgan hefur verið að búa um sig í langan tíma. Síðastliðið sumar snerust vinnudeilur í óeirðir, í Damiette, þar sem kveikt var í nokkrum byggingum. 1 kjölfarið breiddust síðan út verkföll víðar um landið. í einu af fátækrahverfum Kaíró þustu þúsundir manna út á göt- urnar, fóru um eyðandi höndum, eftir að smávægilegar fjölskyldu- erjur leiddu til dauða manns eins í lögreglustöð I hverfinu. Stjórnvöld gerðu sér grein fyrir hættunni, er fólgin var í hækkun vöruverðs en treystu á að geta haldið erfiðleikunum í skefjum. Þrýstingur var mikill á yfirvöld frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, vestrænum ríkisstjórnum og hin- um auðugri Arabalöndum, sem hafa öll lánað — og jafnvel gefið Egyptum fé. Þessir aóilar hafa lagt hart að þeim að koma efná- hag landsins I betra horf. Stjórnin hefur notað árlega um 1 milljarð dala til að halda verði á nauðsynjavörum niðri og í mörg- um tilfellum voru vörur seldar Angi ai ninu ijuta llli sem oiá- snauður almúginn f Egyptalandi er nú hvað æfastur yfir. Hér er Sadat forseti í opinberu sam- kvæmi. langt undir kostnaðarverði. T.d. var kútur af fljótandi gasi, sem kostar 2,34 dali í innflutningi, síð- an seldur á 1,62 dali. Öllum mátti ljóst vera, að sllkt hagkerfi gat ekki staðizt. Reynt var að draga úr niðurgreiðslunum og laun ríkisstarfsmanna hækkuð um 10% sem sárabætur (Ríkisstarfs- menn eru meira en helmingur alls vinnuafls utan landbúnaðar). Almenningur sætti sig ekki við þessi málalok, hækkanirnar komu sárast niður á þeim fátækustu, vegna þess að þær komu aðallega á brýnustu nauðsynjar. Næstum allir egypzkir karlmenn reykja, en tóbak var hækkað um 8%, mun meiri hækkun varð á gasi, benzíni og kjöti — sem fæstir höfðu þó efni á að kaupa áður. Á sykri, te, brauði og hrísgrjónum varð hækkunin nokkru minni. Hópfundur á Frelsistorginu Ákvörðunin um hækkanir var birt 17. jan. Fyrstu viðbrögð frá dmenningi komu í ljós strax íæsta dag. Stórir hópar fólks öfnuðust saman á Freisis-torginu Kaíró miðri, og hrópuðu vígorð dns og „með blóði og lífi munum ’ið fá verðlagið lækkað". Hóparnir héldu síðan í áttina að iinghúsinu skammt þar frá. Um ama leyti héldu flokkar verka- nanna af stað frá verksmiðjunum átt til borgarinnar og háskóla- itúdentar flykktust einnig á vett- rang frá skólunum. Átökin hóf- ist, er lögreglan reyndi að koma I 'eg fyrir, að þessir hópar gætu ameinazt. í Alexandríu, 120 míl- im norðar, voru sömu atburðir að ;erast. Óeirðirnar stóðu langt ram á kvöld og þegar linnti löfðu 6 manns fallið og 137 neiðzt. Þrátt fyrir þetta allt var kki talin ástæða til að óttast frek- iri aðgerðir og öryggisverðir þótt- íst fullfærir um að halda múgn- im í skefjum. Tveim dögum einna fóru að sjást blikur á lofti. )agurinn rann upp bjartur og agur en undarleg kyrrð hvíldi •fir borginni, sem venjulega er snjög hávaðasöm og iðandi af lifi. Uestar verzlanir voru lokaðar og varla sást manneskja á ferli. — Jm hádegi var borgin orðin að 'ígvelli. — Kröfugöngur streymdu frá öll- ;im borgarhlutum að lögreglu- ; töðvum, opinberum byggingum og Þinghúsinu. Fólkið veifaði ogypzka fánanum og hrópaði víg- orð eins og „Við erum að svelta í iiel svo þú skalt skjóta okkur með byssum þinum, Sadat.“ Þjálfaðar :;veitir öryggisvarða tóku á móti hópnum, og voru vopnaðar tára- gas- og reyksprengjum, auk þess liáru þær langar kylfur. Uppreisnarhóparnir réðust að lögreglumönnum með grjótkasti (n þeir gripu upp þessi skeyti og I.östuðu til baka. Gluggarúður < erzlana og ljósaskilti voru brotin mélinu smærra og stöðugar sprengingar úr táragasbyssunum dundu um borgina. Blátt mistur reyksprengjanna huldi hina stríð- andi aðila. Þessi ósköp, sem gengu á i mið- borginni, voru þó barnaleikur á við það, sem var á döfinni i út- hverfunum og nágrannabæjun- um. Uppreisnarmenn reyndu að hefta samgöngur milli Kairó og Alexandríu með þvi að kynda bál- kesti á járnbrautarteinunum. í Súesborg brutust þeir inn í vopnabúr lögreglunnar, hrifsuðu byssur og hófu skothrið af handa- hófi. í Mansoursk, sem stendur við ósa Nílar, var ráðizt á heimili fylkisstjórans og mikil spjöll unn- in og í Aswan, þar sem Sadat beið komu Tító Júgóslavíuforseta, reif múgurinn niður sigurboga sem reistir höfu verið í tilefni heim- sóknar marskálksins. Örfáum klukkustundum eftir að óeirðirnar brutust út ákvað ríkisstjórnin að draga til baka ákvarðanir um verðhækkanir. Samfara þessari tilkynningu var gefin út önnur, um útgöngubann, sem vara skyldi frá kl. 4 eftir hádegi til dögunar, jafnframt var varað við, að óeirðaseggir yrðu skotnir. Sadat lét kalla út herlið, en það hefur ekki gerzt undanfarin 25 ár, að beita hafi þurft hervaldi Hjálmklæddir lögreglumenn á verði við egypska innanrikisráðuneytið eftir grjóthrið uppþotsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.