Morgunblaðið - 09.03.1977, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977
rafslöðvar
■■ I f •
Lofsamlegur hug-
ur Siglfirðinga
Vilja dæla lodnunni úr skipinu beint í
þró — En þad er ekki nýtt hér á landi
VEGNA fréttar í Mbl sl laugardag langar mig að biðja blaðið fyrir eftirfarandi
smáklausu
Það var fyrir um fjörutíu árum, að vélaverksmiðja í Bandaríkjunum —
Yeomands manufacturers í Chicaco byrjaði fyrst allra að smíða fiskidælur.
Það mun svo vera fyrir 25 til 30 árum, að Yeomands-dælur eru keyptar hingað
til Reykjavíkur og settar upp á löndunarbryggju síldarverksmiðjunnar á Effersey
Mun það hafa verið Gunnar Thoroddsen (núverandi iðnaðarráðherra) og Richard
Thors, sem höfðu víðsýni og framtakssemi um þær framkvæmdir En eins og allir
vita — og Siglfirðingar hvað best — þá synti síldin sinn sjó frá íslandi, og
verksmiðjan og öll þau góðu tæki urðu þá óþörf. — En Yeomands-dælurnar voru
reyndar og sýndu geysimikil dæluafköst
En þrátt fyrir það, sem hér hefur verið drepið á, er hugur Siglfirðinga jafn
lofsverður En Siglfirðingar þurfa ekki að sækja sérfræði svo langt sem þeir
virðast halda. Þessi góðu, fullkomnu verkfæri eru til hér á landi og ætti það að
geta sparað mikla fyrirhöfn og dýrmætan erlendan gjaldeyri að reyna að nota þau
Þegar rætt er um að dæla upp úr skipslest er ekki um að ræða eina dælu heldur
dælusamstæðu
Að endingu: Það er sjálfsagt að veita Siglfirðingum frekari upplýsingar, ef að
því væri leitað, og vil ég Ijúka þessum orðum, með öllum góðum óskum til þeirra,
sem nú eru að athuga, hvort ekki sé hentugt að setja upp dælur við SR i
Siglufirði Arsæll Jónasson
Eyjólfur Konráð TX ^ f á* •
__Rannsoknir undanian
stefnumörkunar um stóriðju
Þrtr þingmenn Framsóknar-
flokksins: Ingvar Gíslason, Stefan
Valgeirsson og Páll Pétursson
lýstu sig f gær andvfga tillögu til
þingsályktunar um könnun á
staðarvali til stóriðju á Norður-
landi, þar eð að I henni fælist, að
þeirra mati, viss stefnumörkun í
stóriðjuátt. I sama streng tóku
þingmenn Alþýðubandalagsins er
til máls tóku I umræðunni. Flutn-
ingsmenn tillögunnar, Ryjólfur
Konráð Jónsson og Sverrir
Ilermannsson, töldu tillöguna
hins vegar einvörðungu gera ráð
fyrir nauðsynlegri, fræðilegri at-
hugun á staðarlegum og félags-
legum áhrifum stóriðju (á
hyggðaþróun, atvinnuþróun, á Iff-
ríki, orkuþróun o.fl.), sem væri
nauðsynlegur undanfari stefnu-
mörkunar og ákvarðanatöku, en
hins vegar fælist hvorki I henni
neins konar stefnumörkun né
ákvarðanataka, svo sem greinar-
gerð hæri glöggt með sér.
Kyjólfur Konráð Jónsson (S)
mælti í gær í sameinuðu þingi
fyrir tillögu til þingsályktunar,
sem hann flytur ásamt Sverri
Hermannssyni (S) Þess efnis, að
ríkisstjórnin láti gera athugun á
staðarvali fyris stóriðju á Norður-
landi og Austurlandi.
Eyjólfur tók skýrt fram i fram-
sögu sinni að tillagan hnígi ekki í
þá átt, að tekin væri ákvörðun um
frekari stóriðjuframkvæmdir.
Þvert á móti spannaði hún nauð-
synlega könnun á ýmsum þáttum,
sem væri nauðsynlegur undanfari
þess, að hægt væri að taka ákvarð-
anir — af eða á í málum af þessu
tagi, sem siðar kynnu að koma á
dagskrá hjá þjóðinni. Þessi könn-
un þyrfti m.a. að ná til eftirtal-
inna þátta:
1) Félagslegra þátta, s.s. varð-
andi áhrif hugsanlegrar stóriðju á
byggðaþróun og atvinnuþróun á
viðkomandi stöðum.
2) Umhverfismála, s.s. áhrifa á
lífríki byggðanna umhverfis.
3) Orkumála, þ.e. þörf orku-
frekrar starfsemi i tengslum við
stórvirkjanir í viðkomandi lands-
hlutum.
4) Staðbundnar aðstæður aðrar,
s.s. hafnaraðstöðu o.fl.
Alhliða könnun á þessu við-
kvæma máli væri nauðsynlegur
undanfari hyggilegrar og rök-
réttrar afstöðu og ákvarðanar-
töku þjóðarinnar á næstu áratug-
um. Slik athugun fæli ekki í sér
neinskonar stefnumörkun eða
ákvarðanatöku, heldur væri hún
forsenda þess, að hægt væri að
marka hyggilega framtíðarstefnu.
Þörfin fyrir stóriðju væri þó
hvergi nærri jafn brýn nú og ver-
ið hefði fyrir 15 — 20 árum. Þar
kæmi til hin nýja landhelgi okkar
og þeir nýju möguleikar i veiðum
og vinnslu á næstu árum og ára-
tugum, sem við hefðum fyrir sjón-
AIÞinGI
um. Ef hins vegar kæmi til þess
að heppilegt þætti að reisa eitt
eða tvö stóriðjufyrirtæki, ætti
staðarvalið að sínu mati að vera
norðanlands eða austan. Fráleitt
væri að velja fleiri stóriðjufyrir-
tækjum stað á Suðvesturlandi en
nú hefði verið tekin ákvörðun
um.
Vart mun hvarfla að nokkrum
manni, sagði þingmaðurinn, að
enn ein stórvirkjun verði byggð á
eldvirknisvæði, eftir að fram-
kvæmdum lýkur við Hraun-
eyjafoss. Raunar hefði verið eðli-
Iegt að skjóta þeirri framkvæmd
aftur fyrir stórvirkjanir á Norður-
eða Austuriandi, ef rannsóknir og
undirbúningur þar hefði verið
lengra komið. Rannsóknum hefði
hins vegar verið mun betur sinnt
á svæði Landsvirkjunar en
annars staðar á landinu.
í Iok máls sins áréttaði Eyjólfur
enn, að tillagan fæli ekki í sér
stefnumörkun né ákvarðanatöku
varðandi stóriðju, hvorki i heild
né einstakar framkvæmdir, held-
ur spannaði athuganir og rann-
sóknir, sem væru nauðsunlegur
undanfari og raunar forsenda
skynsamlegrar ákvörðunartöku
þings og þjóðar síðar.
Miklar umræður urðu um mál-
ið, sem hér verða ekki raktar, og
tók fjöldi þingmanna til máls.
Mæltu flestir, er til máls tóku,
gegn tillögunni, á þeirri forsendu,
að I henni fælist stefnumörkun
inn á stóriðjubraut (þingmenn úr
röðum Alþ.bl. og Frams.fl.)
í máli eins þingmanns F’ram-
sóknarflokksins (Halldórs
Ásgrímssonar) kom fram, að
Ný lög um hlutafélög undirbúin:
UTGERÐARMENN OG
VÉLSTJÓRAR VITA AF
REYNSLUNNI AÐ
CATERPILLAR
BREGST EKKI ÞEGAR
Á REYNIR
HEKLA hf
Laugavegi 170-172, - Simi 21240
Caterpillor, Cat, og CB eru skrósett vörumerki
Sölu-, viógerða- og
varahlutaþjónusta í sérflokki
ákvörðun um framkvæmdir við
Hrauneyjafossvirkjun þ.e. virkj-
unarleyfi hefði ekki verið rætt i
þingflokki Framsóknarflokksins.
Ath:
Heimildarlög um Hrauneyja-
fossvirkjun voru samþ.vkkt á
Alþingi 1971. Það er iðnaðarráð-
herra að veita virkjunarleyfi á
grundvelli laganna. Það gerði
hann f lok sl. árs, með samþykki
rikisstjórnarinnar, eftir að málið
hafði verið til gaumgæfilegrar at-
hugunar f ráðuneytinu allt það
ár.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðveitustöð reist
við Varmahlíð 78
Tenging Norðurlfnu
við orkukerfi
Skagafjarðar.
Gunnar Thoroddsen orkuráð-
herra svaraði í sameinuðu þingi
i gær fyrirspurn frá Ragnari
Arnalds (Abl) um ofangreint
efni. Svar ráðherrans var á
þessa leið:
,,í fjárlögum fyrir árið 1977
er gert ráð fyrir 14 milljónum
króna til efnispöntunar vegna
aðveitustöðvar í Norðurlínu við
Varmahlið í Skagafirði, en að
aðveitustöðin verði reist sumar-
ið 1978 og tekin í notkun I
október 1978, og tengist þá
Norðurlína orkuveitukerfi
Skagafjarðar.
Heildarkostnaður aðveitu-
stöðvarinnar er áætlaður 211
milljónir, þannig að á fjárlög-
um 1978 verður að gera ráð
fyrir 197 milljónum vegna
stöðvarinnar.
Samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Jónssonar rafmagns-
veitustjóra ríkisins hefur út-
boðslýsing vegna aðveitu-
stöóva, þ.á m.|
aðveitustöðvar
við Varmahlið,
verið send út og
er gert ráð fyrir,
að efni verði
pantað i lok
april næstkom-
andi.“
Þing-
fréttir
1 stuttu
máli
Ný löggjöf
um hlutafélög
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra svaraði fyrir-
spurn frá Þorvaldi Garðari
Kristjánssvni (S) um undir-
búning nýrrar löggjafar um
hlutafélög. í svari ráðherra
kom fram að unnið hefði verið
að endurskoða hlutafjárlaga og
lægi nú fyrir nýtt frumvarp til
laga um þetta efni, samið af
þeim Benedikt Sigurjónssyni
og Gylfa Knudsen hæstaréttar-
lögmönnum. Væri það nú í
prentun. Ráðherra kvaðst
vænta þess að það yrði lagt fyr-
ir Alþingi áður en langur tími
liði.
Námsmat á grunn-
skólastigi
Framhaldsumræður utan
dagskrár héldu áfram I neðri
deild í fyrradag um námsmat á
grunnskólastigi. Miklar um-
ræður urðu um málið og lauk
ekki. Fyrri hluti þessara um-
ræðna var rakinn hér á þing-
síðu. Ný efnisatriði komu lítt
fram í siðari hluta umræðna,
utan svar menntamálaráðherra,
eri meginpunktar þess koma
fram á greinargerð mennta-
málaráðuneytis um málið, er
birt var í heild í Morgunblaðinu
f gær.
Tvenn Iög í gær
Alþingi samþykkti í fyrradag
tvenn lög:
# 1) heimild fyrir rikis-
stjórnina til þess að leyfa inn-
flutning (Olíumöl hf.) á olíu-
pramma, til að fyrirtækið geti
sinnt umfangsmiklum verkefn-
um, á Vestfjörðum og viðar, við
malbikunarframkvæmdir. OIíu-
prammi þessi er eldri en svo, að
innflutningur hans rúmist inn-
an ramma gildandi lagaákvæða
um aldur innfluttra skipa, en er
þó talinn henta til ákveðinna
verkefna.
# 2) Staðfestingu á bráða-
birgðalögum frá 24. ágúst 1976
um Lifeyrissjóð bænda, til sam-
ræmis við hliðstæðar breyting-
ar, sem orðið hafa á öðrum lif-
eyrissjóðum landsmanna, m.a.
um uppbót á lífeyri skv. II.
kafla gildandi laga.