Morgunblaðið - 09.03.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 09.03.1977, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 19,77 ERLENT Idi Amin Dada forseti setur ofan í við bandarfska fréttamenn á blaðamannafundi f Kafró. Amin vísar af- tökufréttum á bug Kairó, 8. marz Reuter Amin forseti Uganda vfsaði f dag á bug fréttum um umfangs- miklar aftökur f Uganda og sag5i að hann ætlaði að mæta á sam- veldisráðstefnuna í London hvort sem Bretum Ifkaði betur eða verr. Forsetinn, sem tók sér frf af leið- togafundi Asfu- og Afrfkurfkja, til að tala á blaðamannafundi, var spurður hvort hermdarverk hefðu veriðframin í Uganda: „Það er ekki rétt, því að við höfum lög og ef einhver fremur glæp á hann að koma fyrir rétt og fá sinn dóm samkvæmt lögum landsins ", sagði Amin. Hann hafnaði hugmyndinni um að alþjóðleg nefnd kannaði atburði undanfarinna vikna í Uganda, þar á meðal dauða tveggja ráðherra og erkibiskups ensku biskupakirkjunn- ar, því „allt er með felldu i Uganda' Hann bætti því við að þrátt fyrir áhyggjur i Bretlandi og viðar yfir láti mannanna í siðasta mánuði, sem Amin sagði að hefði átt sér stað eftir bílslys, þá ætlaði hann að fara á samveldisráðstefnuna í júní með 250 manna sendinefnd „Ég ætla að benda Bretum á hver séu helztu veikleikamerki þeirra', sagði hann en kaus að skilgreina þau ekki frekar Hann sagði að Bret- ar hefðu ekkert vald til að koma i veg fyrir að hann kæmist á ráðstefn- una. „Hvort sem þeim likar betur eða verr, þá fer ég Hér er það stóri bróðir sem talar ', sagði Amin Amin sagði að Luwum erkibiskup hefði verið handtekinn vegna þess að mikið magn af vopnum hefði fundist í húsi hans. Erkibiskupinn hefði verið „kirkjuleiðtogi sem átti að biðja fyrir friði en hann bað fyrir blóðsúthellingum' , sagði forsetinn „Það var óheppni að hann skyldi farast i bílslysi' Varðandi óskir um alþjóðlega rannsóknarnefnd, spurði Amin bandariskan blaðamann hvort al- þjóðleg rannsókn hefði farið fram eftir morðið á Kennedy forseta 1963 „Þúsundir manna týna lífi i bíl- slysum í Bandarikjunum á hverjum degi og enginn heimtar alþjóðlega rannsókn ", sagði forsetinn. Hann neitaði einnig að hann of- sækti kristna í Uganda og sagði ,,Ef ég útrými kristnum mönnum, hverj- um á ég þá að stjórna í minu landi?' Amin, sem klæddur var í búning flughersins, sagði Uganda vera mar- stólpa Afríku. Hann ásakaði Kenya- menn um að vera öfundsjúka í garð Uganda, „vegna þess að mitt land hefur fallegasta og besta dýralifið' Flokksmönnum vikið úr starfi Hjón kveðja tengdadóttur sem fórst f jarðskjálftanum f Rúmenfu. Moskvu 8 mars. NTB MEIR en 60 flokksstarfsmönnum og stjómendum samyrkjubúa hefur ver- ið vikiS ur starfi i Hvita Rússlandi eftir víStæka upprætingu á spillingu. Skýrt var frá þessu i fyrsta sinn opinberlega i ræðu flokksleiStoga Hvita Rússlands. Pjotr Masjerov, sem hann hélt nýlega og birt var i málgagni flokksins Sovjetskaja bjelorussia. Erlendum fréttamönnum tókst að ná í blaðið i gær Flokksleiðtoginn fjallaði I ræðu sinni fyrst og fremst um spill- ingu innan landbúnaðar og beindi harðri gagnrýni til opinberra starfs- manna flokksins, sem misnotað hafa aðstöðu sina og falsað tölur Fjórir háttsettir starfsmenn kommún- istaflokksins i Gomel og Minsk hafa verið reknir úr starfi og 56 stjórnendur samyrkjubúa fylgdu I kjölfarið Allir höfðu þeir misnotað stöðu sina og brotið gildandi reglur Teknir á Rauða torginu Moskvu. 8. marz. NTB. Tíu sovézkir borgarar af þýzkum uppruna voru í dag handteknir á Rauða torgi eftir fyrstu mótmæli sem þar hefur verið efnt til í níu ár. Mótmælin stóðu tæpa mínútu. Herlögreglumenn og óeinkennisklæddir lög- reglumenn skárust í leik- inn þegar andófsmennirnr birtust með spjöld með kröfum um leyfi til að flytjast úr landi í samræmi við Helsinski- yfirlýsinguna. Fjórir vestrænir fréttaritarar voru settir í gæzluvarðhald en látnir lausir skömmu síðar. Fréttaritari UPI var hafður tvo tíma í gæzluvarðhaldi í síðustu viku. Fjölmenni var á Rauða torginu i dag sem er alþjóðakvennadagur- inn og fridagur i Sovétrikjunum. Filmur eins fréttaritarans voru gerðar upptækar. Vinir hinna handteknu sögðu að þeim hefði verið neitað um leyfi til að flytjast úr landi. Um 30.000 sovézkir borgarar af þýzk- um ættum hafa flutzt úr landi siðan 1970. Heroin-leik- ur í Hollandi feindhoven. Hollandi. 8. marz. AP. EFTIR að hafa rekizt á hóp unglinga vera að laumast með plastpoka fullan af hvítu dufti hélt hollenzka lögreglan að hún væri að uppræta stóran heroin- hring og kölluðu út liðsauka til að handtaka unglingana. Þegar til kom uppgötvuðu þeir að í pokan- um var sykur. Krakkarnir voru að ieika heróínsala. Olíuríkin lána Afríkuríkjum aðstoð. Sfðan tilkynntu olíuríkin við Persaflóa að þau mundu veita aðstoð að upphæð 4.353 milljónir dollara. Á fundi utanríkisráðherra land- anna hafði Tanzanía krafizt þess að Arabalöndin veittu Afríku 2,2 milljarða dollara efnahagsaðstoðð og um þá kröfu var þjarkað í fjóra daga áður en fundur æðstu manna landanna hófst. Ekkert landanna hefur gefið bindandi loforð um hvenær að- stoðin verði veitt og hvernig henni skuli varið. Kunnugir telja að þau vilji áskilja sér rétt til að ákveða hvernig aðstoðinni skuli varið. Aðstoð Araba við Afriku hefur hingað til verið háð loforðum um pólitískan stuðning. Aðstoðin hófst 1973 þegar nær öll blökku- mannariki Afriku slitu stjórn- málasambandi við ísrael. Það olli áhyggjum i Arabalönd- um íels, hélt fund i Genf með Felix Houphouet Boigny, forseta Fílabeinsstrandarinnar. Áhyggj- urnar jukust þegar Yigal Allon utanríkisráðherra kvað Genfar- fundinn lið i tilraununum ísraels- manna til að endurheimta áhrif sin i svörtu Afríku. Washington 7. marz. Reuter FJÖRUTÍU og einn Bandarfkja- maður, allt frá Miliani, Hawaii, til Spring Vally,, New York, varð frægur á svipstundu eftir fyrstu „beinu línu“ bandarfsks forseta. Rúmlega nfu milljón manna reyndu að hringja til Hvfta hússins. Forsetinn var mjög ánægður með þáttinn og kvaðst gjarnan vilja taka þátt f öðrum slfkum þætti. Carter forseti var spurður um fjölda mála allt frá Uganda til heilsugæzlumála og sagði að spurningarnar hefðu verið skemmtilegri og erfiðari en hann fengi á blaðamannafundum. Það varpaði skugga á þáttinn að prestur frá South Carolina, sá 24. sem hringdi í forsetann, fékk hjartaáfall og andaðist skömmu síðar. Það spillti einnig fyrir þætt- inum að aðeins 201 fékk samband og aðeins 42 náðu tali a{ Carter. Einn hinna heppnu, Nick Kniska, 16 ára piltur frá Lanham. Maryland, spurði Carter hvers vegna einn sona hans byggi i Hvíta húsinu á kostnað skatt- greiðenda og stundaði ekki vinnu. Carter neitaði ásökun Nicks og hann sagði blaðamönnum að hann hefði gert sig ánægðan með skýringar forsetans. Maður frá Centerville, Georgia, skammt frá Plains, heimabæ Carters, gagnrýndi þá ráðstöfun hans að náóa menn sem komu sér undan herskyldu i Vietnam- striðinu. „Ég átti von á vinsam- legri spurningu frá Georgiu," sagði Carter. Þátturinn er liður i efndum lof- ors sem Carter gaf i kosningabar- áttunni þess efnis að færa almenning nær stjórninni, hugsunum hennar og gerðum, í síðustu viku voru send úr Hvíta húsinu bréf til 300.000 borgara. sem voru valdir af handahófi, til að biðja um uppástungur um leiðir til orkusparnaðar. Kafró, 8. marz. Reuter. Þrjú auðug olfurfki við Persa- flða — Kuwait, Qatar og Arabfska furstasambandið — fðru f dag að dæmi Saudi-Arabfu og hétu að auka aðstoð sfna við blökku- mannarfki Afrfku þannig að þau hafa alls fengið loforð um næst- um þvf einn og hálfan milljarð dollara. Loforðin voru veitt á öðrum degi ráðstefnu æðstu manna Afrfku og Arabaheimsins þar sem að þvf er stefnt að auka sam- vinnu 60 Afrfku- og Arabalanda sem ráða yfir mestallri olfu og málmauðæfum þriðja heimsins. Öllum á óvart tilkynnti Saudi- Arabfa á ráðstefnunni i gær- kvöldi að stjórn landsins hefði ákveóið að veita Afrikulöndunum einn milljarð dollara i efnahags- Portúgalþarf 10 ára aðlögun Bonn, 8. marz. Reuter. PORTÚGALAR munu sækja um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu í þessum mánuði en munu þurfa um 10 ára aðlögunar- tfma áður en þeir fá fulla aðild sagði Helmut Schmidt kanslari í dag. Hann sagði Bonn- stjórnin mundi styðja Mánudag- ar til mæðu New York, 8. febr. NTB. Heilbrigðisstofnun i New York hefur komizt að raun um að erfiðara er að lifa af mánu- daga þar í borg en nokkurn annan dag vikunnar. Þar deyja að meðaltali 215 manns á mánudögum, en aðeins 207 á I sunnudögum. Af þessu má sjá | að mánudagar eru alltaf til í mæðu. aðildina og kvaðst gera ráð fyrir að samningaviðræður hæfust í haust eða snemma á næsta ári. Schmidt sagði þetta að loknum fundi með Mario Soares, forsætis- ráðherra Portúgals, sem kom til Bonn frá Paris þar sem hann kvaðst hafa tryggt sér stuðning Frakka við aðild Portúgals að EBE. Soares kvaðst einnig hafa rætt við vestur-þýzka ráðamenn um tafarlausa efnahagsaðstoð Banda- ríkjamanna, Vestur-Þjóðverja og fleiri þjóða við Portúgal. Hann þakkaði Vestur-Þjóðverjum fyrir um 500.000 milljón dollara aðstoð sem þeir hafa veitt Portúgölum siðan byltingin var gerð 1974 og stuóning þeirra við EBE-aðild. Hann kvað Ijóst að Portúgalar yrðu að leysa vandamál sem þeir ættu við að stríða, einkum í efna- hagsmálum, áður en þeir fengju aðild. Hann sagði að hann mundi leggja fram formlega umsókn um aðild um leið og hann kæmi aftur til Lissabon. Aðeins 41 náði tali af Carter forseta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.