Morgunblaðið - 09.03.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 09.03.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 Móðir okkar og tengdamóðir KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR andaðist í Landspítalanum að morgni 7 marz Jón Ágúst Guðbjórnsson Anna Bjorgúlfsdóttir Ólafur Guðbjörnsson Gyða Einarsdóttir Sigríður Guðbjörnsdóttir Steinn Gunnarsson Ingibjorg Guól jornsdóttir Hans Sigurjónsson. Asmundur Guðbjörnsson Guðmundur Guðbjörnsson t Eigmmaður minn, VIGGÓ H V JÓNSSON, forstjóri, Lindargotu 1 2, verður jarðsungmn frá Fríkirkjunm, i dag miðvikudaginn 9 marz kl 13 30 Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vilja minnast hans er bent á Hjartarvernd Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabarna. Sigríður Jónsdóttir t Útför frænku okkar INGIBJARGAR BLONDAL frá Tungu á Vatnsnesi sem lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28 febrúar s I , fer fram frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi, laugardaginn 12 þ m kl 2 Systkinabörnin. t Kona mín og móðir okkar KRISTÍN GUÐWUNDSDÓTTIR frá Tungu í Flóa verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 1 1 mars 1 977. klukkan 1 3 30 Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu. er bent á Guðjón Benediktsson og Davíð Davíðsson, Hannes Kr. Davíðsson, Kristín D. Davíðsdóttir. Blóm afþökkuð liknarstofnanir t Utför eigmmanns míns. föður og afa SIGUROAR G.S ÞORLEIFSSONAR er lést 2 mars verður gerð frá Fossvogskirkju. föstudaginn 1 1 mars Þeim sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Hjálparstofnun kirkjunnar Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir Rósa Sigríður Sigurðardóttir Dóra Guðný Sigurðardóttir Halla Sólný Sigurðardóttir Elmar Örn Sigurðsson Þorleifur Már Sigurðsson Kristján Guðni Sigurðsson Bára Rut Sigurðardóttir Kristinn Rúnar Ingason. t Útför eiginkonu minnar, móður og ömmu, KRISTJÖNU BLACK (f. Kristjánsdóttur) Eiríksgötu 23, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10 marz kl 10 30 Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrimskirkju Willy Black Sigriður Kristjánsdóttir Susan Black Jóhanna Kristjánsdóttir Helga Linnet Hafsteinn Linnet og aðrir vandamenn + Þökkum vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður MARKUSAR SIGURÐSSONAR, Grænuhlið, Kópavogi. Einar Markússon Guðný Árnadóttir Helga Markúsdóttir Einar Eina/sson Jóhanna Markúsdóttir Guðmundur Helgason Guðrún Markúsdóttir Stoffel Edward Stoffel t Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar, GUÐLAUGS EINARSSONAR hæstaréttarlögmanns. Ennfremur þokkum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki á deild E-6 Borgarspítalanum fyrir góða umönnun í veikindum hans Guðrún Guðlaugsdóttir Einar Guðlaugsson, Kristján Guðlaugsson, Svana Guðlaugsdóttir, Júníus Kristinsson, Auður Egilsdóttir, Soffía Snorradóttir, Sunna Guðlaugsdóttir. Lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfarar VIGGÓS H. V. JÓNSSONAR, forstjóra. Sælgætisgerðin Freyja s.f. Viggó H. V. Jónsson forstjóri — Minning Fæddur. 30.júní 1917. Dáinn. 1. marz 1977. Það var mikið reiðarslag fyrir mig og aðra góðvini Viggós H.V. Jónssonar, forstjóra Freyju h.f., er sú fregn barst að hann hefði látist skyndilega laust fyrir mið- nætti 1. mars. Raunar vissi ég að hann hefði fengið aðkenningu af kransæðastiflu á miðju siðasta ári, en virtist hafa komist vel yfir það áfall og kenndi sér litils meins eftir það. Við sátum saman i fjölskyldu- samkvæmi fyrir rúmri viku siðan og var hann léttur og ræðinn að vanda, kvað heilsu góða og leit hjörtum augum til framtiðar- innar, hraustur og sællegur að sjá. En enginn veit sina ævi fyrr en öll er, og hver okkar fer næst. Ég kynntist Viggó á þeim árum er hann starfaði hjá Isafold fyrir rúmum þrjátíu árum. Þar var hann lengi gjaldkeri. Móðir mín fékkst við útgáfu bóka Þorsteins föður míns þá sem fyrr og bar það oft við að Viggó heimsótti hana í þvi sambandi, því ýmsar bóka Þorsteins voru prentaðar þar. Tókst með þeim góð vinátta, sem hélst til dauða- dags hennar. Móðir min kunni vel að meta óvenjulega hæfileika Viggós, greind og glöggskyggni, því oft ræddi hún ýmsa hiuti við hann við viðvíkjandi bókaút- gáfunni. Ég ræddi minna um þá hluti við hann en við áttum nokkur sam- eiginleg áhugmál, ekki síst veiði- mál, og það leið ekki á löngu þar til við urðum veiðifélagar. Bæði tveir einir og ásamt mörgum veiðifélögum höfum við átt ótald- ar ánægjustundir við veiðiíþrótt- ina víða um land. Hann var meðai snjöllustu lax- veiðimanna sem ég hef kynnst og var flugan jafnan hans uppáhalds beita. Eitt sumar veiddum við saman í Korpu (Ulfarsá) og minnist ég ætíð eins fagurs júlí-morguns er við komum þangað og hann bauð mér af sínu venjulega veglyndi að velja hvort ég vildi byrja við ósana, þar sem laxinn mundi vera að ganga upp á flóðinu, eða uppi í brúarhylnum. Valdi ég að byrj§ við ósana og fékk þar á klukku- tíma fimm laxa. Ég var svo hreyk- inn, aó ég ók meó þá upp til Viggós, en þá var hann að landa átjánda laxinum á flugu. Ég dáð- ist að veiðihæfni hans, en litið varð úr að ég sýndi minn feng. Við höfum lengst verið saman í veiði við Norðurá og vorum þar saman í síðasta sinn i júní í fyrra. Alltaf var hann jafn uppörv- andi, kátur og ræðinn á hverju sem gekk. Hann hafði ætlað sér þangað aftur á sumri komanda, en enginn má sköpum renna. Frá samverustundum okkar við Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós er margra yndislegra samverutunda að minnast. Það er vart hægt að hugsa sér betri félaga en vin minn Viggó, ætíð tilbúinn að að- stoða og hjálpa og sífellt með skemmtilegar viðræður og sögur á takteinum. Það er því ekki að furða þótt hann væri með afbrigðum vinsæll + JÓEL GUÐMUNDSSON. Mánagotu 1 5. er látinn Jarðarförin fer fram 16 þessa mánaðar kl 10 30 i Fossvogs- kirkju Eiginkona og barnabörn. maður, enda munum við vinir hans ætíð minnast hans sem hins besta félaga sem við höfum eign- ast og sakna hans mjög. Viggó var gæddur margvíslegum gáfum og góðum eiginleikum, glöggur á flesta hluti, mjög fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Það var sjald- gæft að koma að „tómum kofan- um“ ef rætt var við hann. Hann virtist á flestum stöðum heima. Ég hefi verið læknir hans f all- mörg ár og jafnvel i læknisfræði hafði hann kynnt sér margt. Viggó hafði mikið yndi af hljómlist og lék vel á piano, blásturshljóðfæri o.fl. og var um skeið formaður lúðrasveitar Reykjavíkur. Honum var trúað fyrir ýmsum ábyrgðarstöðum. Hann var m.a. formaður stangveiðifélags Reykjavíkur um skeið og gott hefði verið að hans forustu þar hefði notið lengur. Hann var og lengi i stjórn félags ísl. bifreiðaeigenda og rit- stjóri timarits þess, Ökuþórs. Viggó var tryggur vinur þeirra er borið höfðu gæfu til að eignast hann fyrir vin og fátt er betra i þessu lífi en að eiga góða vini. Þann 30. júní n.k. hefði Viggó orðið sextiu ára og höfðum við margir vina hans búist vió að fagna honum við það tækifæri. Nú á dögum þykir það ekki hár aldur. Við munum minnast hans á þeim degi, glæsilegum, háum og hnarrreistum, fyrirmannlegum og glöðum að vanda. Mér þótti innilega vænt um Viggó og sakna hans mjög. Kona hans frú Sigriður Jónsdóttir var engu síður góð vinkona min og fjölskyldu minnar. Hún stóð ætíð við hlið hans æðrulaus, dugmikil og einlæg. Börn þeirra hafa og reynst mér og fjölskyldu minni bestu vinir. Guð styðji þau öll til að bera þá sorg sem á þau er lögð nú. Ég trúi því að leiðir okkar Viggós eigi eftir að liggja Saman siðar og vona að honum farnist vel á þeim leiðum er hann nú hefur lagt út á. Með innilegri hluttekningu og samúðarkveðjum frá mér og fjöl- skyldu minni. Erlingur Þorsteinsson. Stangaveiðifélag Reykjavikur kveður í dag Viggó H.V. Jónsson með þakklæti og virðingu. Félag- ið saknar nú eins af sinum traust- ustu og beztu mönnum, sem horf- inn er héðan langt fyrir aldur fram. Viggó var ritari félagsins 1952—1956, formaður þess 1956—1959 og átti sæti í fulltrúa- ráði frá 1970 til dauðadags. Viggó var jafnan mjög áhuga- samur um málefni félagsins, dug- mikill svo af bar og legði einarður lið þeim málum, sem hann taldi félaginu til heilla. Á fundum lét hann skoðanir sínar i ljós um- búðalaust, en hreinskilinn mál- flutningur hans var ávallt drengi- legur. Hann var einn af þeim mönnum, sem ekki telja eftir sporin í þágu málefnis, sem hjart- anu er kært, og um hug hans til SVFR þurfti enginn að efast. Fyr- ir mikilsverð störf í þágu SVFR var Viggó sæmdur heiðursmerki félagsins fyrir tveimur árum. Um árabil hafði Viggó sumar hvert notið unaðssemda Norður- ár, einnar hinnar fegurstu perlu íslenzkrar náttúru. Þar ráðgerði hann enn að dveljast í nokkra daga á sumri komandi. Sú ferð verður ekki farin, en + Þokkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar. tengdamóður og ömmu ÓLAFÍU BJARNADÓTTUR Sveinn Bjornsson Kristín Ingvarsdóttir Bjarni Björnsson Kristjana Brynjólfsdóttir Guðmundur Kr. Björnsson Else Björnsson börn og barnabörn. við óskum Viggó velfarnaðar til hinna silfurbláu strauma handan við móðuna miklu. Fyrir hönd stjórnar og félags- manna Stangaveiðifélags Reykja- víkur flyt ég eiginkonu hans og öðrum ástvinum einlægar sam- úðarkveðjur. Magnús Ólafsson. Hér verða aðeins skráð stutt kveðjuorð frá gömlum vini úr ísafold! Viggó var rétt rúmlega tvítugur þegar hann byrjaði í ísafoldar- prentsmiðju. Þá nýlega útskrifað- ur úr Verzluriarskólanum. Eitt fyrsta verk hans var að undirbúa pöntun á rotations-prentvéi, sem ætluð var til prentunar á Morgun- blaðinu. Slfk vél hafði ekki verið áður hér á landi. Vélin átti að koma frá Þýzka- landi, og svo kom stríðið. Viggo hafði ávallt yndi af vélknúnum tækjum, einkum þó bílum og vandvirkni hans kom m.a. fram f því hve vel hann fór með hina mörgu bíla, sem hann eignaðist um ævina. Ekki þurfti að gá að bilnúmerinu (R.64), þvi að bilar hans skáru sig úr á götum Reykja- vikur. Hann sagði frá því í út- várpserindi fyrir nokkrum árum að hann hefði fyrst setið undir stýri hér í bænum 9 ára gamall. Kannski var það af því að hann vann i ísafold að Viggo átti frum- kvæðið að þvi að FÍB fór að gefa út bílaritið Öku-Þór. Þegar ísafold hætti að prenta Morgunblaðið var hafist handa um aukna bókaútgáfu. Bókaút- gáfa var þá, eins og nú, fjármuna- frek og stundum erfitt að sækja á brattann. Reyndi oft á þolrifin í Viggo, sem var gjaldkeri fyrir- tækisins og ekki var um það að ræða að lækka seglin. Bókaútgáf- an komst í það að verða allt að 50 bækur á ári. Eftir nær tuttugu og eins árs starf hjá Isafold, ákvað Viggo að gerast sjálfstæður at- vinnurekandi og keypti með öðr- um sælgætisgerðina Freyju. En ávallt hélt hann tryggð við gömlu ísafold og vinátta hélst til hins síðasta. Viggo var hreinlyndur maður, opinskár, tryggur og traustur og munu margir Reyk- vikingar sakna einlægni hans og frásagnargleði. Ástvinum hans eru hér með fluttar innilegar samúðarkveðjur. Pétur Ólafssson Viggó var fæddur í Reykjavík 30. júní 1917 og var sonur hjón- anna Ásdísar Jónsdóttur og Jóns Gíslasonar. Ásdís var mikil myndarkona, há og myndarleg með mikið ljóst hár. Hún var ættuð úr Laugardal (Miðdal), en ætt hennar er mér ekki kunn að öóru leyti. Jón var fæddur á Lambanes- reykjum í Fljótum, sonur Gísla Árnasonar bónda í Vallhólum og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann lærði skósmfði, flutti til Reykjavíkur og vann hjá Efna- gerð Reykjavfkur sem sölustjóri síðustu áratugi sína. Þau eignuðust 4 börn, Olgu Dagmar, sem gift er Gústafi A. Sveinssyni hæstaréttarlögmanni, Óskar Thorberg bakarameistara sem kvæntur er Edith f. Julin, Viggó Valberg, sem lézt ungur, og Viggó H:rald Valberg, kv. Sigríði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.