Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 31 Þórður Jónsson, Látrum: Borið í bakka- fullan læk skatta- frumvarpsins Að sjálfsögðu er margt til bóta í hinu marg um talaða skattafrum- varpi, en fólki finnst vanta meira í réttlætisátt. Það er aðeins eitt atriði sem mig langar til að segja álit mitt á, og ræða hér lítillega. Það hefir litið komið fram í umræðum en aðeins drepið á það af flestum, en eins og fólk veigri sér við að ræða það, sem er skiljanlegt. En það er skattlagning gervitekna úthlutuð- um af skattvöldum eftir þeirra geðþótta og án þess að skatt- greiðandinn eigi þess nokkurn kost af hálfu samfélagsins að ko.a vörnum við hversu miklu rang- læti sem hann er beittur. Af þeim umræðum sem fram hafa farið num nefnt frumvarp, af fólki úr flestum stéttum og Þórður Jónsson stöðum þjóðfélagsins, þá mætti ætla að það lægi nokkuð ljóst fyrir að frumgerð frumvarpsins hefði að flestu mistekist. Hvers vegna? Að minu mati vegna þess, að hjartaþátturinn í gegnum frumvarpið þjónar ekki þeim tilgangi að styrkja það réttlæti sem þjóðin hefir krafist og krefst að ríki í skattamálum, heldur styrkir hann það, að hver sú skattalagabreyting sem frum- varpið gerir ráð fyrir, skili meiri skatttekjum í ríkissjóð. Það er aðalatriðið, og ekkert við því að segja, en þjóðin bað um réttlæti fyrst og fremst, en minna fer fyrir því, í því felast vonbrigðin. Fulltrúar stétta semji, frumvarpið Sú veigamikla spurning er trúlega á vörum margra: Hvers vegna eru háttvirtir alþingis- menn og rikisstjórn að bögglast við að gera frumdrög að þessu frumvarpi þvi það er sennilega ekki rétti aðilinn eins og málin standa. Því ekki að láta gera það á miklu víðtækari vettvangi af fulltrúum frá sem flestum stétt- um þjóðfélagsins, konum og körlum, og gefa þeim að minnsta kosti eitt ár til starfans, það liggur ekkert á. En umfram allt, hvorki ríkisskattstjóri ríkisskatta- nefnd eða nokkur alþingismaður kæmi nálægt frumsamningu frumvarpsins, þeir fengju það til meðferðar og breytinga síðar. Hæstvirtur fjármálaráðherra mundi að sjálfsögöu segja þeirri háttvirtu nefnd, hvað hann vildi fá útúr frumvarpinu af fjár- munum. Hæstvirtur menntamála- ráðherra setti sinar kröfur um að frumvarpið væri menningarlega séð þjónustuhæft við það menningarþjóðfélag sem það ætti að þjóna. Hæstvirtur forsætisráð- herra með sínar kröfur, að frum- varpið skerti á engan hátt þau mannréttindi sem stjórnarskráin kveður á um, um frelsi manna og jafnrétti. Svo og aðrir ráðherrar hver á sínu sviði. Tekjur hækkaðar á pappfrnum Við vitum, það, að skatialög- gjöfin er einhver þýðingarmesta og margslungnasta löggjöf sem við höfum, og nú er svo illa komið, að mínu mati, að við erum komin að þeim mörkum að missa framkvæmd hennar út fyrir þau siðferðilegu mörk mannlegra samskipta sem við getum lengst gengið án skaða. Og einmitt í þessu nýja skattalagafrumvarpi er að minnsta kosti eitt atriði sem sæmir ekki, að mínu mati siðari þjóð að hafa í sínum skattalögum. Á ég þar við ákvæði um það að skattvöld séu ekki bundin af framtölum framteljanda þegar smáatvinnurekandi ætti í hlut, heldur getur skattlagt viðkomanda eins og hann hefði verið í atvinnu hjá öðrum, til dæmis eins og hjá bændum, sem fjöldinn allur nær ekki þeim tekjum sem ákveðnar eru i verð- lagsgrundvellinum sem eru 1976 tæpar 1700 þús. fyrir hjónin. Nú er það svo, að margur bóndinn ungur og gamali sem er við búskap i dag, verður að láta sér nægja míklu minni upphæð til að lifa af og framfleyta fjölskyldu, jafnvel ekki helming nefndrar upphæðar. Getur fjár- hagurinn orðið mjög erfiður ef eitthvað ber útaf svo erfiðleikar skapast. En samt hafa skattvöld leyfi, eða jafnvel er það skylda þeirra að leggja skattframtal viðkomandi til hliðar og hækka á pappirnum hinar allof lágu tekjur bóndans upp í 1700 þús. og láta hann borga skatta og skyldur af því. Kæmi það viðkomandi smáat- vinnurekanda í vandræði, því geti hann ekki greitt af þessum gervi- tekj.um þá bætast við gjöldin af þeim 30% vextir + viðurlög, sektir og jafnvel tukthús. Þarna hefir skattgreiðandinn engan rétt, lögin heimila slíka meðferð á smáatvinnurekendum, sem af ein- hverjum ástæðum hafa minni tekjur en skattyfirvöld ætla þeim að hafa og skila. Um ástæður er ekki spurt. Þarna er, að mínu mati, verið að hverfa aftur til þess ástands er ríkti í umgengni við lítilmagna og fátæklinga fyrri tíma vanmáttar og niðurlægingar þjóðarinnar, umgengni sem nútíma menningarþjóð ætti að skammast sín fyrir, og er ekki í neinu samhengi við félagslegan þroska þjóðarinnar. Þetta er þó ekki að öllu leyti að komast I tög og reglur með þessu umrædda frumvarpi, svipað er búið að vera í skattalögum nokkurn tíma, þannig að ef fátæklingur hefir haft lítið til að lifa af samkvæmt framtali þá er skattvöldum heimilt að skapa honum tekjur sem þau telja líf- vænlegar og láta viðkomandi greiða af þeim. Og þessa hnúta- svipu skattvalda bættu háttvirtir Alþingismenn verulega í vor- verkum sínum á háttvirtu Alþingi síðastliðið vor, með lögum nr. 20 frá 5. júní '76 og reglugerð við þau, svo undan sveið, en ætla svo að fullkomna þennan fátækra- písk, sem helst mundi beitt gegn bændum, tekjulægstu stétt þjóð- félagsins, með því skattafrum- varpi sem f smíðum er. Kæran barst of seint Að sjálfsögðu hefir svipa þessi verið þegar tekin í notkun hér vestra, og ég hef til gamans eða til að sannreyna hlutina, kært slík fyrirbæri til hæstvirtrar ríkis- skattanefndar, þótt ég hafi vitað svarið fyrirfram. Ég er búinn að heyra það svo oft, það er eitthvað á þessa leið: Að kröfu ríkisskatt- stjóra er málinu vísað frá á þeim Framhald á bls. 25 Saga Saga úr stríðinu, íslenzk, 1977. Framleiðandi: RUV (Ríkisútvarpið- Sjónvarp) Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Saga: Stefán Júlíusson. Siðastliðið sunnudagskvöld var frumsýnt í barnatíma sjónvarpsins framlag íslenzka sjónvarpsins til samnorræna myndaflokksins ..Það var strið í heiminum ’ Myndaflokkur þessi er gerður fyrir börn og gera Danir, Svíar og Norðmenn þrjá þætti hver um börn i viðkomandi löndum á stríðsárunum, en íslendingar gerðu einn þátt Fmnar tóku hins vegar ekki þátt í þessu samstarfi, þar eð þeir höfðu nýlokið við að gera þætti um svipaðefni Þar sem um samstarf var að ræða, var fyrirfram mörkuð ákveðin stefna i framsetnmgu efnisins, m a sú, að engin samtöl ættu sér stað i myndunum, heldur læsi þulur allan textann, til að auðvelda þýðingar- vandamálið og losna við neðanmáls- texta, sem börn gætu átt i vandræð- um með að lesa Myndirnar áttu jafnframt að lýsa stríðinu frá sjónar- hóli um það bil 1 0 ára barns og ekki að vera leiknar af atvinnuleikurum Það má vera augljóst, að þessar hömlur takmarka mjög frelsi höf- undanna til útfærslu og uppsetn- ingar á verkinu Sú ákvörðun, að hafa engin samtöl i myndunum, er hér hvað þyngst á metunum og setur útfærslumöguleikunum hvað mestar skorður Efnislega segir „Saga úr striðinu' frá ungum pilti, sem missir föður sinn í hafið vegna stríðsins Hann gerist einrænn og fráhverfur félags- skap jafnaldra sinna, sem leika sér gjarnan við hermennina. Þegar móðir hans fer að umgangast einn hermanninn náið, eykst einangrun drengsins, og smám saman finnur hann, að hann er að missa móður sina líka Þegar hún ákveður að fara til Ameríku með hinum nýfundna vini sinum, ákveður hann að verða eftir hjá afa sínum og ömmu Striðið kostar því þennan islenzka dreng báða foreldrana I myndinni er striðsvandamál íslendinga einskorð- að við hið svonefnda „ástand" Sú spurning vaknar þvi, eftir að horft hefur verið á myndina, hvort ekki hefði verið hægt að krydda hana með fleiri vandamálum en þessu ema, og hvort börn yfir höfuð, sem myndin er ætluð, nái að skilja þetta „ástand" sem slíkt Það er einmitt i þessum punkti. sem virðist að um einhvers konar innri togstreitu sé að ræða í mynd- inni, þ.e.a.s. hvort myndm sé gerð fyrir börn eða fullorðna, hvort sagan er sögð út frá sjónarhóli tiu ára drengs eða fullorðins manns Þessi tvö sjónarmið virðast berjast um yfirráðin í verkinu allt til enda Þessi togstreita kemur nær eingöngu fram i lesnum texta myndarinnar, þar sem, ef ég man rétt, eru notuð ýmis orð, sem tiu ára barn notaði ekki, skildi jafnvel ekki Þetta vandamál hefði komið mjög skýrt fram, ef unglingur hefði lesið textann og röddin þennig fengið samsvörun með drengnum. sem við erum að úr stríðinu kvik ffll)A /íoon SIGUROUR SVERRIR PALSSON horfa á Eins og þetta er elyst myndinni, er rödd eldri manns algjörlega úr tengslum við myndina. því það er tíu ára drengur. sem er að segja okkur sögu sina Þetta vandamál. hver segir sög una, kemur mjög skýrt fram í lokin. þegar drengurinn yfirgefur móður sina og systur, jafnvel i siðasta sinn Þar sem hann situr i aftursætinu í bil afa og ömmu og veifar til móður sinnar í kveðjuskyni. heyrist allt einu glymja yfir lagið „Það er draumur að vera með dáta" I undanfarandi atriði hefur verið um tregafullan skilnað að ræða og Framhald á bls. 23 The Shootist er að mörgu leyti athyglisverð mynd og bráð- fyndin á köflum. Þetta er eins- konar vestri allra vestra og myndin er greinilega gerð með það fyrir augum. John Wavne leikur hér þá kvikmvndahetju. sem hann hefur skapað í gegn- um tlðina. Nú er hann hins vegar farinn að eldast, hann er dauðvona úr krabba og ætlar sér að bfða þann tfma, sem hann á eftir ólifað f rólegu um- hverfi. Hann fær hins vegar ekki frið. þvf ýmsist vilja hinir og þessir hagnast á dauða hans eða verða þeirrar frægðar að- njótandi að drepa hann. John Wavne sýnir hér tvfmælalaust sfna bestu hlið sem leikari og án þess að fjallað verði um m.vndina nánar f bili er óhætt að mæla sterklega með henni, ekki síður við hina eldri kyn- slóð kvikmvndahúsgesta en við hina vngri. John Wavne er hér með annarri kvikmyndakempu úr villta vestrinu, James Stewart, sem fer með smáhlut- verk f mvndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.