Morgunblaðið - 09.03.1977, Side 32
\l <.i,ysim;asiminn KR:
22480
Jflor0unX>Tol>ií)
trjpmMaifoiífo
\L'ííLVsiNíiASÍMINN ER:
22480
JWor0unbIflí(iö
IVIIÐVIKUDAGiUR 9. IVIARZ 1977
Biðstada við Kröflu:
Stærri skjálft-
ar en færri
Kvikurennslið ámóta og í Elliðaánum
Kröfiu. 8. marz.
Frá blaöamanni Mbl.
Árna Johnsen
LANDRIS heldur áfram á
Kröflusvæðinu og
sprungur í Leirhnúki
halda einnig áfram að
gliðna. Skjálftum á
svæðinu hefur ekki fjölgað
í dag, en þeir urðu 122 sl.
nótt og þar af 13 af
stærðargráðunni 2—3 stig
á Richterkvarða. Sýnir það
að skjálftavirknin er í
snarpari kippum. Síðan ki.
3 í dag hefur skjálftum
fækkað nokkuð miðað við
sl. tvo sólarhringa og má
áætla að þeir verði nálægt
90 til kl. 3 á morgun.
Skjálftavirknin hefur
færzt lítið eitt til innan
Kröfluöskjunnar, að sögn
Axels Björnssonar jarð-
eðlisfræðings, en engin
skjálftavirkni er ennþá
norðan við öskjuna eða í
átt til Gjástykkis, eins og
kom fyrir 19. janúar sl.,
daginn fyrir síðasta sig.
Miðað við reglulegt ris landsins
áætla jarðvísindamenn, að hraun-
Fengu
stórlax
í þorska-
netin
ÞAÐ gerizt ekki á hverjum
degi að menn fái „stðrlax" í
þorskanet, en kemur þó fyrir.
Þann 4. marz s.l. kom Elliðaev
frá Vestmannaeyjum með lax
að landi, sem var milli 20 og 30
pund. Laxinn fengu skipverjar
f net á 150 faðma dýpi, um 10
mílur vestan við Portland.
Gústi, skipstjóri á Elliðaey,
tjáði Sigurgeir ljósmyndara,
að hann hefði aðeins einu
sinni áður fengið lax í net,
fyrir mörgum árum úti af
Þjórsárósum. Sagði Gústi skip-
stjóri, að ákveðið væri að
reykja laxinn og hafa hann sið-
an á borðum í lokaveizlunni í
vor, þannig að allir skipverjar
gætu notið þessa góða matar.
Á myndinni heldur Grímur
Þór, 12 ára sonur Gústa skip-
stjóra, á laxinum og virðist lax-
inn ekki vera miklu styttri en
Grímur Þór.
rennslið upp í kvikuhólfið á
nokkurra kílómetra dýpi sé 3—5
rúmmetrar á sekúndu, en það er
ámóta meðalrennsli i Elliðaánum.
Meginsvæði landrissins er um
það bil 10 km í þvermál og miðað
við að það sé kringlótt svæðið og 3
km dýpt niður á kvikuhólfið, eins
og vísindamenn telja, þá er
þyngdin á landinu sem lyftist á
þessu svæði jafnt og þétt um 600
milljarðar tonna. Þetta getur þó
verið talsvert meira.
Þegar Axel Björnsson var
inntur nánar eftir horfum sagði
hann að allt stefndi í þá átt. sem
Framhald á bls. 18
Ljósm. Mbl. á.j.
Jarðskjálftamælingar f Gjásiykki — Jarðvfsindamenn hafa komið upp jarðskjálftamælum f Gjástykki og
hafast tveir þeirra þar við til að fylgjast með mælunum. Eins og sést á myndinni til hægri er
skjálftavaktin til húsa f snjóbyrgi, en á stærri myndinni sést hvernig umhorfs er þar inni.
Samið um sölu á 3500 lest-
um af saltfiski til Spánar
SÖLUSAMBAND fslenzkra fiskframleiðenda hefur
gengið frá sölu á 3500 lestum af saltfiski til Spánar, og á
þetta magn að afgreiðast í vor. t janúarmánuði var
samið um sölu á 1300 lestum af saltfiski til Spánar af
þessa árs framleiðslu og hafa því samningar tekizt um
sölu á 4800 lestum af ísl. saltfiski til Spánar á þessu ári.
Tómas Þorvaldsson,
stjórnarformaður S.I.F.
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi, að
ýmsir aðrir samningar
væru á umræðustigi og þá
við aðila í helztu saltfisk-
viðskiptalöndum íslands.
— Yfirleitt göngum við
ekki frá okkar aðal-
samningum fyrr en síðar á
vetrinum og t.d. í fyrra
gengum við ekki frá aðal-
samningunum fyrr en í
marzlok og í apríl sagði
Tómas, og átti við að hann
ætti von á að svo yrði
jafnvel nú.
Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Mbl.
hefur aflað sér, reyna
Norðmenn nú mikið til að
komast inn á íslenzku salt-
fiskmarkaðina og Morgun-
blaöið spurði Tómas hvað
hann vildi segja um
þennan þrýsting frá
Noregi og hvort þetta gæti
ekki reynst íslendingum
hættulegt. „íslenzka þjóðin
Þjódhagsstofnun:
þarf að nota sitt fé í annað
en að borga útflutnings-
styrki með helzta lifibrauði
sínu,“ sagði Tómas Þor-
valdsson.
Að sögn Tómasar er nú
enginn hörgull á saltfisk-
kaupendum, híns vegar
væri stóra spurningin sú,
hve mikið þessir
kaupendur gætu greitt
fyrir saltfiskinn, þannig að
íslendingar fengju það
sem þeir þyrftu fyrir þessa
vöru enda gæti ríkis-
kassinn hér ekki greitt með
fiskinum.
Samningarnir við Spán-
verja tóku á þriðju viku og
þá önnuðust, auk Tómasar,
þeir Helgi Þórarinsson
framkvæmdastjóri S.Í.F.
og Friðrik Pálsson skrif-
stofustjóri samtakanna.
Jafntefli í
fjórða sinn
JAFNTEFLI varð 1 fimmtu
skák Spasskys og Horts f gær-
kvöldi eftir aðeins 24 leiki og
bauð skákin upp á Iftil tilþrif.
Virtist sem hvorugur
stórmeistarinn þyrði að taka
áhættu f skákinni. Hefur
Spassky þvf enn eins vinnings
forskot staðan er 3:2 honum f
vil. Fjórum skákum hefur
lokið með jafntefli. Sjötta
skák þeirra f einvfginu verður
tefld á fimmtudaginn og hefur
Hort þá hvftt. Á blaðsfðum 16
og 17 er fjallað um skákina f
gærkvöldi með skákskýringum
og frásögn og einnig er þar
greint frá stöðunni f hinum
áskorendaeinvfgjunum
þremur.
Vantar menn
á fjölda báta
— segir Ágúst Einarsson hjá L.Í.Ú.
—Það er óhætt að segja að
erfiðlega hafi gengið að ráða
menn á minni vertfðarbátana og
enn er nokkur f jöldi skipa á skrá
hjá Landssambandi fsl. útvegs-
manna, sem menn vantar á, sagði
Ágúst Einarsson viðskiptafræð-
ingur hjá L.Í.tl. f samtali við
Morgunblaðið f gær.
Að sögn Ágústs hefur gengið
vel að fá menn til starfa á loðnu-
skipunuin og flestum togaranna,
og raunar væri ásókn í að komast
á þessi skip. Flestir hinna raun-
verulegu íslenzku sjómanna væru
einnig komnir til starfa á þessum
skipum, en á minni bátana færu
menn sem fóru á sjóinn um
stundarsakir, sagði Ágúst.
Ágúst sagðist ekki vita hvort
verra væri að fá menn á bátana
nú en síðustu vertíðir, því það
hefði einnig verið erfitt þá. Þvi
miður væri það orðin staðreynd
að illa gengi að fá menn til að fara
út á sjó til starfa.
Iðnframleiðsla óx hrað-
ar en þ jóðarframleiðsla
Á ÞEIM árum, sem liðin eru frá
þvf að ísland gerðist aðili að Frf-
verzlunarbandalagi Evrópu. Efta,
hefur iðnaðarfraleiðsla aukist að
jafnaði um 8,5% á ári, en um
6,5%, ef álframleiðsla er frátalin.
Á sama árabili, þ.e. frá 1968 til
1976 hefur þjóðarframleiðslan
aukist til jafnaðar um 4,5% á ári.
Aukning iðnframleiðslu er þvf
töluvert meiri en heildarþjóðar-
framleiðslunnar. Þetta kemur
fram f skýrslu um hag iðnaðar og
aðild íslands að EFTA og við-
skiptasamning við Efnahags-
handalag Evrópu, sem Þjóðhags-
stofnun hefur gert að ósk rfkis-
stjórnarinnar.
Það kemur fram í skýrslunni að
atvinna í iðnaði hafi haldist
nokkurn veginn í hendur við
mannfjölgun á vinnumarkaðnum,
en aukning vinnuafls hefur verið
mun hægari en framleiðsluaukn-
ingin og framleiðsla á hverja
vinnueiningu er þvi meiri nú en
1969. Að meðaltali hefur fram-
leiðni f vöruiðnaði aukist um 4%
á ári og er álitið að fjárfestingar í
Framhald á bls. 18
Sovézka
sendiráð-
inu send
nóta um út-
gáfustarf-
semi APN
LÖGREGLUSTJÓRINN i
Reykjavík hefur sent utanríkis-
ráðuneytinu skýrslu um athug-
un á útgáfustarfsemi APN-
Novosti-fréttastofunnar á ís-
landi, en eins og fram kom í
Morgunblaðinu ekki alls fyrir
löngu kom í Ijós að útgáfustarf-
sem' fréttastofunnar samrýmd-
ist ekki íslenzkum lögum um
prentrétt.
Samkvæmt upplýsingum,
Harðar Helgasonar, skrifstofu-
stjóra utanrikisráðuneytisins,
hefur skýrslan verið til athug-
unar hjá utanríkisráðuneytinu
og verður nú sovézka sendiráð-
inu send óformleg nóta, þar
sem þvi verður bent að að ekki
sé farið að lögum um útgáfu-
starfsemi hinnar sovézku
fréttastofu.