Morgunblaðið - 12.05.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977
Fasteignasalan
Norðurveri Hátúni 4 a
Símar 21870 og 20998
Við Kríuhóla
2ja herb. íbúð á 5. hæð.
Við Hamraborg
2ja herb. íbúð á 6. hæð með
bílgeymslu.
Vid Æsufell
2ja herb. íbúð á 1. hæð. Mikil
sameign.
Við Gnoðavog
3ja herb. góð íbúð á jarðhæð.
Sér mngangur. Sér hitaveita.
Við Sigtún
3ja herb. ný standsett íbúð á
jarðhæð. Allt sér.
Við Hátún
3ja herb. íbúð á 7. hæð.
Við Hvassaleiti
4ra herb. vönduð íbúð á 4. hæð.
Við Sléttahraun
4ra herb. vönduð íbúð á 2. hæð.
Við Breiðvang Hf.
5 herb. glæsileg íbúð á 3. hæð.
Laus fljótlega.
Fasteignaviðskipti
Hilmar Valdimarsson,
Agnar Ólafsson,
Jón Bjarnason hrl.
James Jones
lézt í fyrradag
New York 10. maí — AP.
Bandaríski rithöfundurinn
James Jones lézt í dag úr hjarta-
bilun 55 ára gamall. Hann er aóal-
lega þekktur fyrir bók sína
„Héðan til eilifðar". Jones var
lagður inn á sjúkrahús í
Southampton í New York fylki
fyrir níu dögum síðan. Héðan til
eilífðar kom út árið 1951. Fjallar
hún um líf bandariskra hermanna
á Hawai fyrir árás Japana á Pearl
Harbour, og fékk hann fjölda bók-
menntaverðlauna fyrir hana. Síð-
ar var gerð kvikmynd eftir efni
bókarinnar.
Hafnarfjörður:
6 km af var-
anlegu slitlagi
GERT er ráð fyrir lagningu um 6
km af varanlegu slitlagi í götum
Hafnarfjarðar á þessu ári. Göt-
urnar verða bæði í nýja og gamla
bænum, en samhliða þvi fer fram
lagning jarðstrengja rafmagns-
veitunnar og loftlinur verða tekn-
ar niður. Samtals er gert ráð fyrir
að þessi framkvæmd kosti um 193
milljónir króna og er þetta mesta
framkvæmdin á vegum Hafnar-
fjarðarbæjar á þessu ári.
Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð
ca. 1 60— 1 80 fm. í 10— 1 5 ára tví- eða
þríbýlishúsi. Aðeins góð eign kemur til
greina.
[Hamraborgir
Höfum kaupanda að 3ja- herb. íbúð í
Hamraborgum.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17 (Silli&Valdi)
simi 26600
Ragnar Tómasson, hdl.
28644
afdrep
28645
Blönduhlið
3ja herb. 85 fm. kjallaraíbúð i
fjórbýlishúsi. Mjög þokkaleg
ibúð. Verð 8.5 millj Útborgun
5.5 millj.
Bragagata
3ja herb. 80 fm. ibúð á 2. hæð i
tvibýlishúsi. íbúðin er nýstand-
sett. Skipti koma til greina.
Kriuhólar
3ja herb. 90 fm. falleg ibúð á 6.
hæð í háhýsi. Stór stofa, mikið
skáparými. Verð 8.5 millj. Út-
; borgun 5.5 millj.
Æsufell
4ra herb. 105 fm. Stórglæsileg
íbúð á 6. hæð i lyftuhúsi mikið
skáparými. Gott útsýni. Verð
| 10,5 míllj. Útborgun 7 millj.
Miðbraut Seltjarnarnesi
5 herb. 115 fm. 2. hæð i þri-
býlishúsi, bilskúr fylgir. Verð
12.5 millj. Útborgun 8.5 millj.
Laufvangur Hafnarf.
6 herb. 140 fm. endaibúð á 1.
hæð i blokk. Aðeins 3 ibúðir i
stigagangínum, þvottahús í
ibúðinni. Stórar suðursvalir.
Verð 13.5 millj.
Vallarbraut
Seltjarnarnesi
stórglæsilegt embýlishús á tveim
hæðum. Verð 25 millj.
Arnartangi, Mosf.
137 fm. fullgert eínbýlishús á
einum vinsælasta staðnum i
Mosfellssveit.
Ránargata
4ra herb. risíbúð við Ránargötu.
Stórar suður svalir. Sér hiti.
Kaplaskjólsvegur
100 fm. 4ra herb. ibúð á 1. hæð
endaibúð. Mikið skáparými.
Þokkaleg og falleg íbúð Verð 1 1
millj. Útb. 8 millj.
Skólastræti
járnvarið timburhús á tveimur
hæðum. Alls um 1 60 fm.
Smyrlahraun
stórglæsilegt endaraðhús á
tveimur hæðum samtals 150
fm. auk 40 fm. bílskúrs. Teppi
Harðviðainnréttingar. Verð 19
millj.
Víðihvammur
3ja herb. 90 fm. sér hæð í
þribýlishúsi. Verð 8.5 millj. Útb.
5.5 millj. »
BL Þorsteinn Thorlacius viðskiptafræðingur
flfdfCP fasteignasaia Solumaður
Öldugötu 8 Finnur Karlsson heimasimi 434 70
Lsímar: 28644 : 28645 'j
I bákninu
Nína Björk Árnadóttir:
MÍN VEGNA OG ÞÍN.
Kápa og myndskreytingar: Val-
geður Bergsdóttir.
Heimskringla 1977.
Min vegna og þín skiptist í
tvo kafla: Söng í fjallinu og Á
vistinni.
Það eru einkum bernsku-
minningar sem Nína Björk yrk-
ir um í fyrri kaflanum. í sveit-
inni var allt gaman og gott að
þreytast: „Dagarnir liðu með
heitum niði“. En sú þreyta sem
nú er komin til sögu nefnist
„nútímaþreyta" og enginn afi
til bjargar. í Söng í fjallinu er
lýst veröld afa og ömmu, þjóð-
trúnni, verum „myrkursins —
þokunnar og huliðsljóssins“. Í
fjallinu söng „undarleg rödd“,
en sá sem sér ljósið í bænum
villist ekki. Svo tekur annar
bær við með stelpum sem „áttu
dúkkuhús og stóra skíðasleða/
ég átti leggi og var rauðhærð".
I Skoðunum er ort um þá sem
„mynduðu sér skoðanir/ voru
duglegir/ að finna/ einustu/
einu/ réttu hlið mála“. Skáldið
horfir einarðlega í augu þeirra
„án þess að láta uppi/ flöktandi
hugsanir".
Án þess að hafa tileinkað sér
„þróttmiklar skoðanir" eins og
ort er um í Skoðunum birtist
gagnrýni Nínu Bjarkar á sam-
tímann í síðari kafla bókarinn-
ar. í Söng í fjallinu eru ekki
nema níu ljóð, þau eru aftur á
móti tuttutu og fjögur í Á vist-
inni. Flest ljóðanna munu ort í
Kaupmannahöfn. Gegn tauga-
veiklun stórborgarlifsins er
stefnt heiðum, fjöllum og foss-
um bernskunnar sem þó megi
sín lítils. í staðinn fyrir sak-
lausan beyg við hið óþekkta í
landslagi bernskunnar hefur
óttinn sest að og lifsgæðakapp-
hlaupið hefur tekið við því sem
áður hét að hlaupa út i sólina. í
Á vistinni er ort um fólk sem
Nína Björk Árnadóttir
beðið hefur ósigur fyrir kröfum
velferðarinnar og það ljós sem
lýsir þar er „eiturmengað".
Ljóðunum er ætlað það hlut-
verk að hjálpa. Bent er á sígild
mannleg verðmæti í þeirri von
að þau séu einhvers virði f
tæknivæddum og ópersónuleg-
Bókmenntlr
eftir JÓH ANN
HJÁLMARSSON
um heimi. Hönd sína „ívið
fátæklega og litla“ sendir
skáldið þeirri hendi sem er sár
og hrædd. Hún hlýtur í raun að
vera sterk því að „hún hefur
bifað mörgum undarlegum ár-
um“. Sögnin bifa á einkar vel
við á þessum stað.
Ljóð Nínu Bjarkar eru yfir-
leitt ljóðræn gædd mjúkri
hrynjandi og byggja oft á
endurtekningum. Málið er ein-
falt, stundum barnslegt. En í
ljóðum eins og til dæmis Hvísl-
að í gegnum skráargat og Með
vísnasöng gera yrkisefnin það
að verkum að Ijóðin verða
prósaisk. Þetta veikir sjður en
svo heildarmynd bókarinnar,
dýpkar hana fremur en hitt.
Mín vegna og þín er samfelld
bók, greinilega vel unnin. Ljóð-
unum er ekki sleppt lausum
fyrr en þau hafa fengið varan-
legt form. Vandvirkni Nínu
Bjarkar er áður kunn. Ljóð
hennar eru agaðir söngvar.
Yrkisefnin geta stundum virst
smá. En það sem kemur I stað-
inn eru listræn tök á orðum og
myndum. Stutt ljóð eins og
Sjálfsmynd leynir til dæmis á
sér:
Hjartad í mér
er fugl vestur í F'latey
livernig ættir þú
margslungna manneskja
að geta skilið það
Min vegna og þin likist öðr-
um ljóðabókum Nínu Bjarkar.
Ljóð hennar eru mörg tilbrigði
við sama stef. Þó verður það
ekki sagt með neinni sanngirni
að Nina Björk standi í stað.
Yrkisefni hennar verða fjöl-
breyttari og henni vex ásmegin
f túlkun þeirra. Mér kemur í
hug ljóð eins og Leiðin okkar
þar sem trúarleg kennd bland-
ast eftirsjá bernskunnar. Ljóð-
ið hefst svona:
Ég er viss um að þeir
byrla þér eitur
á gæslubásnum
þó fer ég þangað með þig
á hverjum degi Jesús
dreg þig yfir heita teinana
við hendumst inn í
neðanjarðarófreskjurnar
járntröppur æða á móti okkur
og henda okkur áfram
þetta er leiðin okkar
þú átt að læra að bölva
syngja og bjarga þér
ég á að vera búin að læra þetta
Hér er birt sú niðurstaða að
„mökkur sem kæfir ljósbirtu
daganna/ erum við orðin
Jesús“. Sá heimur sem Nina
Björk lýsir er líkt og veitinga-
staðurinn í samnefndu ljóði. í
honum er bannað að hlæja og
bannað að gráta. Báknið er
heiti á öðru ljóði, táknrænt
nafn fyrir bókina.
í Mín vegna og þín eru nokkr-
ar myndir eftir Valgerði Bergs-
dóttur trúar efninu.
Grafík &
í Gallerí
Fjórar ungar súlkur, sem
allar eru að ljúka námi í mynd-
list og keramik, hafa sett saman
sýningu á verkum sínum i
Gallerí Sólon íslandus. Þær
nefna sýningu sína Grafík &
keramik, og má af titli þessum
ráða, hvað til sýnis er. Það eru
63 verk á þessari sýningu og
ætti þess vegna að vera hægur
vandi að gera sér grein fyrir,
hvar hver og ein af þessum
ungu listakonum er á vegi
stödd í listsköpun sinni. Þetta
er snurðulaus sýning i fljótu
bragði séð, sem hefur fáa hor-
titti, en það verður heldur ekki
sagt með sanni, að þar sé að
finna mögnuð listaverk. Það er
einnig nokkur skólabragur á
þessum vinnubrögðum, en er
hægt að búast við öðru? Þetta
er ekki venjuleg nemendasýn-
ing eins og maður er vanur að
sjá á hverju vori hjá Myndlista-
og handiðaskólanum og mér
finnst þetta skemmtilegt og
virðingarvert framtak hjá
þessum ungu konum. Þótt
grafik sé aðaluppistaða
keramik
Sólon
þessarar sýningar, eru listakon-
urnar það ólíkar að eðlisfari, að
hver þeirra hefur sinn svip, og
er það ágætt, að slikt skuli
þegar koma fram. Þær hafa
sem sagt þegar byrjað að mót-
ast sem einstaklingar í list
sinni. Góðs viti hjá svo ungum
listakonum.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
INGA S. RAGNARSDÓTTIR
er sú af þessum listakonum,
sem stundar keramík. Hún á
þarna nokkra hluti, sem eru
látlausir í sniði, og jarðlitirnir
njóta sín vel í verkum hennar.
Þokkaleg vinnubrögð, en ekki
sérlega frumleg.
JENNV E.
GUÐMUNDSDÓTTIR sýnir 15
grafísk verk. Hún hefir næma
tilfinningu fyrir grafiskum
tónum, er koma vel fram i æt-
ingum hennar. Ballettskórnir
nr. 25 er mynd, sem ég rrtan
eftir, og einnig gleymir maður
ekki myndröð, er Iistakonan
nefnir Bolur A, B, og C.
JÖNÍNA L. EINARSDÓTTIR
á þarna aðlaðandi ætingar, og
sérstaklega þótti mér skemmti-
legt silkiþrykk hennar nr. 15,
Hvít blóm.
SIGRUN ELDJÁRN hefur ef
til vill meiri tilhneigingu til að
beita vissri ádeilu í verkum sín-
um en hinar listakonurnar á
þessari sýningu. Hún sýnir
myndröð af sjálfri sér í sól, í
regni og i kulda; skemmtileg
hugdetta, en að mínu áliti tekst
henni best í nr. 43, í lófa, sem
er snoturt silkiþrykk.
Allar þessar ungu konur, sem
hér sýna grafík, stunda ætingar
og silkiþrykk jöfnum höndum
og og tvær þeirra ennfremur
dúkskurð. Þær hafa á þessari
sýningu allar sama fjölda
verka, eða 15 verk hver.
í heild er þetta snotur sýning,
sem gefur góðar vonir. Hér eru
á ferð framsæknir nemendur,
sem eru að byrja feril sinnn
sem sjálfstæðir einstaklingar í
listinni. Ég óska þessum lista-
konum til hamingju með þessa
sýningu þeirra I Gallerí Sólon
íslandurs ög vonast til, að þær
eigi eftir að sanna ágæti listar
sinnar á komandi árum.
Eigendur gamalla
bíla stofna klúbb
Nýlega komu saman f Reykja-
vík nokkrir eigendur gamalia
bfla til þess að ræða sameiginleg
áhugamál. Var ákveðið að stofna
klúbb eigenda gamalla bíla. Til-
gangur klúbbsins á að vera:
1. Að vekja áhuga og skilning á
gömlum bílum, varðveislu þeirra
og minjagildi. ,
2. Útvega aðstöðu til geymslu
og viðgerða.
3. Öflun varahluta.
Klúbbmeðlimir hafa mikinn
áhuga á að halda sýningu einu
sinni á ári fyrir almenning og þá
hugsanlega uppboð á gömlum bíl-
um í tengslum við það.
Ákveðið var að halda formlegan
stofnfund klúbbsins fimmtudag-
inn þann 19. maí (uppstigningar-
dag) að Eiríksgötu 5, Templara-
höllinni, II hæð.
Þangað eru allir velkomnir sem
áhuga hafa á að gerast meðliTnir
og eiga eldri bíla en 20 ára, einnig
aðrir sem sérstakan áhuga hafa á
gömlum bilum.
Gert er ráð fyrir að þetta verði
landsklúbbur, þannig að áhuga-
fólk hvaðanæva að af landinu er
velkomið.