Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf u II trúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sfmi 10100. ASalstræti 6, sfmi 22480 Morgunblaðið og kristin trú Inýútkomnu hefti Kirkjuritsins birtist grein eftir ritstjór- ann sr. Guðmund Óla Ólafsson, þar sem hann gagnrýnis Morg- unblaðið allharkalega fyrir það, sem hann teiur vera afstöðu þessi til kristni og kirkju og kemst að þeirri niðurstöðu, að Morgunblaðið „hafi tekið mjög svo eindreigna afstöðu með uppvakningasveitinni og þar með gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á tslandi". Hér notar sr. Guðmundur Óli Ólafsson býsna stór orð og eru þetta revndar ekki einu stóryrðin f garð Morgunblaðsins og nokkurra einstaklinga, sem skrifað hafa f blaðið. Hann talar m.a. þunglega til sr. Jóns Auðuns og Guðmundar G. Hagalfn. Sr. Jón mun svara fyrir sig hér f blaðinu. Þótt stóryrðin séu mörg má segja, að hið eina, sem máli skiptir sé sú staðhæfing Skálholtsklerks, að Morgunblaðið hafi tekið afstöðu gegn kristni og þjóðkirkju. (Jndir þeim stórvrðum mun Morgunblaðið ekki sitja. Starf og stefna Morgunblaðsins mótast af nokkrum grundvallar- atriðum. Morgunblaðið telur það m.a. hlutverk sitt að standa vörð um lýðræði á tslandi, mannréttindi og sjálfstæði fslenzku þjóðarinnar og kristna trú. Þess vegna er Ijóst, að með orðum sr. Guðmundar Óla Ólafssonar er vegið að grundvallarþáttum f starfi og stefnu Morgun- blaðsins og dregið f efa, að blaðið standi trúan vörð um einn þeirra meginþátta sem móta þjóðlff okkar. Þessum ásökunum vfsar Morgun- blaðið á bug og telur, að þær séu fram bornar af Iftilli sanngirni, en e.t.v. af rótgrónum misskilningi. Morgunblaðið hefur alla tfð og mun f framtfðinni standa dyggan vörð um grundvallaratriði f kenningum Krists. Morgunblaðið hefur alla tfð slegið skjaldborg um kirkjuna á Islandi og boðskap hennar, byggðan á orðum Krists. Blaðið mun leitast við að beita mætti sfnum til framdráttar kristinni trú, starfi þjóð- kirkjunnar og öðru kristilegu starfi f landinu, ekki sfzt f skólum, enda telur blaðið, að kristindómur og öflug kirkja séu forsenda hinna tveggja annarra meginþátta f starfi og stefnu blaðsins, sem er barátta fyrir borgaralegu lýðræði og sjálfstæði fslenzka lýðveldisins. Kristin menning er ekki sfzt undirstaða þess. Menn mega ekki rugla þessum grundvallarþáttum f afstöðu Morgun- blaðsins saman við þá almennu starfsvenju blaðsins að opna sfður sfnar fvrir mismunandi skoðunum. Sjálf afstaða blaðsins, eins og hún kemur fram f forvstugreinum, er eitt, annað eru þær mismunandí raddir, sem fram koma á sfðum blaðsins undir nafni tiltekinna einstaklinga og ekki ber að rugla saman við afstöðu blaðsins sem slfks. Innan þjóðkirkjunnar eru og hafa jafnan verið mismunandi skoðanir á þvf, hvernig túlka beri kenningar Krists og ýmis grundvallaratriði, sem varða Iff hans og störf. Morgunblaðið er opið fyrir þessum mismunandi skoðunum og gcrir þeim jafn hátt undir höfði, hvort sem um er að ræða skoðanir eða talsmenn meirihluta eða minnihluta innan kirkjunnar. Vonandi er umburðarlvndið innan þjóðkirkjunnar gagn- vart mismunandi skoðunum slfkt, að hún virði slfka starfshætti. Páskaleiðari Morgunblaðsins hefur verið mikið til umræðu opinber- lega meðal kirkjunnar manna og áhugamanna um trúmál. Hann hefur bersýnilega oft verið misskilinn f grundvallaratriðum, ekki endilega vegna þess, sem f honum stóð, heldur vegna hins, að tilhneigingar hefur gætt til að rugla saman þeim sjónarmiðum, sem fram koma f leiðaranum og þeirri almennu starfsvenju blaðsins að vera opið fvrir mismunandi viðhorfum. Þess vegna hefur þessi umræddi páskaleiðari e.t.v. verið lesinn með öðru hugarfari en efni stóðu til. Hann ber ekki að skilja á þann veg, að þar sé f nokkru dregnar f efa grundvallarkenn- ingar kristinnar trúar eða meginviðhorf um túlkun þeirra. Þær Ifkingar, sem notaðar eru í þessum páskaleiðara eiga sér allar traustar stoðir f guðspjöllunum og raunar orðum Krists sjálfs, hvað sem hver segir. Þar var m.a. talað um sindur af afli guðs f hverjum manni, enda talar Kristur sjálfur um að hann sé f föðurnum, faðirinn f honum „og ég er f yður“, segir hann. Það hlýtur að merkja, að maðurinn eigi sér guðdómleg fyrirheit, fyrst Kristur sjálfur segist vera f honum. Að snúa út úr orðum Morgunblaðsins f þessu sambandi lýsir a.m.k. ekki mikilli góðvild f garð blaðsins. Að sá órökstuddri tortrvggni lýsir ekki kristilegu hugarfari. Svipaðar Ifkingar er oft að finna f sálmum þjóðkirkjunnar, þar sem talað er um neista og guðlegan eld o.s.frv. og vel mætti f þessu sambandi minna á orð Jónasar Hallgrfmssonar: að fljúga á vængjum morgunroðans o.s.frv. 1 dæmisögu Krists um góða hirðinn sér maður fvrir sér margar f járgötur að sauðabyrgi hans. Kristur rak ekki sauði sfna, hann gekk á undan. Þeir runnu f fang hans eins og lækír til hafs. Menn skyldu fara varlega f að snúa út úr Ifkingum. Sr. Bjarni minnti á, að svöluhreiður er guðshús. Og hann sagðist oft fara niður að Tjörn og læra margt af fuglunum, en halda sfðan endurnærður heim — og lesa Fjallræðuna. Þessi meginatriði sér Morgunblaðið ástæðu til að taka fram og undirstrika f tilefni af orðum sr. Guðmundar Óla Ólafssonar og öðrum Tnisskilningi um mál þessi, sem fram hefur komið að undanförnu, þvf að ástæðulaust er, að misskilningur valdi misklfð eða að kristnir bræður berjist. Stór orð sr. Guðmundar Óla Ólafssonar telur Morgun- blaðið stafa af sárindum, sem sprottin eru af misskilningi, og erfir blaðið þau ekki. Hitt er vafalaust og ástæða til að fagna þvf, að umræður af þessu tagi geta aðeins orðið til þess að efla áhuga á kristni og kirkju og sýna, sem betur fer, að innan hennar er gróska og Iff. Það skiptir meginmáli að mati Morgunblaðsins. En þá ættu menn að gæta tungu sinnar. Spurt hefur verið: hvað á blaðið við með rúmgóðri og vfðsýnni þjóðkirkju? Við svörum með orðum Krists sjálfs: „Komið til mín allir.“ Og hvernig eiga menn að koma til hans? Eins og börn segir hann sjálfur. Kristur er vfðsýnastur allra, sagði sr. Bjarni. Það er einnig skoðun Morgunblaðsins. Þegar sr. Bjarni jarðsöng Nfels Dungal, sem hafði lengi barizt hatramlega gegn kirkju og kristni, minnti hann á, að drottinn Iftur á hjörtun. Morgunhlaðið er kristið blað og óskar fslenzku þjóðinni einskis frekar en eiga Krist að leiðtoga. Og sízt af öllu hefur það efazt um guðdóm Krists. Eru önnur fslenzk dagblöð reiðubúin að lýsa þvf yfir? Kerfið gagn- rýnt innan frá Til eru valdamiklir kommúnistar, þó ekki í Kreml, sem telja sovézka kerfið gallað í grundvallaratriðum og eru reiðubúnir að láta hafa það eftir sér á prenti. Þeir eru þeirrar skoðunar að „miðstýring og einræði“ kunni að hafa átt rétt á sér á fyrstu árum ráðstjórnarinnar, en hafi orðið átylla til þess að fram- lengja líf sovézku valdastéttar- innar. Nokkrir þeirra sem fyrstir gagnrýndu sovézka kerfið sögðu, að það hefði breytzt í „ríkiskapítalisma". Nokkrir þeirra kommunista, sem nú halda uppi gagnrýni, kalla það „ríkissósialisma“. „Vörn rfkissósfalisma- kerfisins," segja þeir, er orðið sérhagsmunamál sovézka for- ystuliðsins og apparatsins," það er að segja embættismanna flokksins. Tilvitnunin er úr viðtali við Lombardo Radice, fulltrúa í miðstjórn ítalska kommúnista- flokksins, en keimlíkar skoð- anir hafa komið fram á ýmsum tímum hjá öðrum ítölskum, frönskum og spænskum kommúnistum. Nokkrir þeirra hafa verið háttsettari en Radice, aðrir ekki. Sumt i gagn- rýni þeirra var afdráttarlaus- ara en í gagnrýni Radice, annað ekki. En viðtalið við Radice, sem birtist i síðasta tölublaði Encounters, er að þvi leyti ein- stakt, að það var tekið í þeim tilgangi að útvarpa því til Austur-Evrópu frá útvarpsstöð- inni Radio Free Europe, sem að dómi Kremlverja þjónar þvi markmiði að kollvarpa sovét- kerfinu. Raunar sagði Radice við George Urban, sem tók viðtalið við hann, að hann væri fylgj- andi róttækum breytingum bæði í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Hann taldi að slíkar umbætur væru fyrir löngu orðnar tímabærar. Að dómi Kremlverja mundu þær jafngilda tilraun til að grafa undan stjórn þeirra. Radice staðhæfði að sovézkir leiðtogar yrðu að gera sér grein fyrir því að sósfalisma gæti ekki miðað í framfaraátt nema tekin væri áhætta. Hann gerir greinarmun á sovézkum borgurum, sem hann skoðar sem þátttakendur i upplýstu, vísindalega inn- blásnu og tæknilega háþróuðu menningarsamfélagi, og for- ystumönnum þeirra. í Kreml sér hann aðeins „þráláta íhalds- semi, kyrrstöðu sem eigi rætur að rekja til hversdagslegra ein- kenna eins og ótta við breyt- ingar og ótta við hvers konar óvissu". Radice álítur, að þau lönd, sem nú búa við kommúnista- stjórn, séu fórnarlömb „kreppu ójafns vaxtar", sem hafi leitt til óhóflegrar og skjótrar þróunar á sumum sviðum kerfisins, en stöðnunar á öðrum sviðum. „Þau hafa fengið geysistór höfuð i andlegum, tæknilegum og efnahagslegum skilningi, en ekki að sama skapi stóran lík- ama hvað snertir pólitíska gerð, menningarlegt frelsi, mann- réttindi og svo framvegis.“ En slíkar alhæfingar, þótt þær kunni að virðast áhrifaríkar hafa ekki verið rökstuddar með sundurliðaðri og gagnrýninni könnun ítalska kommúnista- flokksins á sovézka kerfinu. Á því er reginmunur að gagn- rýna sovézka kerfið með al- mennum yfirlýsingum og að taka afstöðu gegn því. Þannig hefur ekki aðeins ítölskum Eftir Victor Zorza heldur einnig frönskum og spænskum kommúnistum tekizt að aflá sér almenns stuðnings. En með því að taka til við sundurliðaða skilgrein- ingu á því sem aflaga fór, hvers vegna það gerðist og hvernig leiðrétta megi mistökin, væri verið að taka fyrir einmitt þau mál, sem þeir reyna að fela á hverjum degi. Hvers konar al- varleg könnun á því sem mis- tókst í Rússlandi mundi óhjá- kvæmilega vekja þá spurningu, hvort svipuð mistök yrðu ekki uppi á teningnum, ef kommún- istar tækju sæti í samsteypu- stjórnum í Vestur-Evrópu nú. Berlinguer Marchais Viðtekin röksemd Evrópu- kommúnista er á þá leið, að efnahagslegar og pólitiskar að- stæður í Vestur-Evrópu nú í dag séu svo ólíkar þeim sem væru til staðar í Rússlandi um það leyti sem byltingin var gerð, að engin hugsanleg hætta geti verið á því að sovézk ,,mistök“ verði endurtekin. Við- tekin röksemd andkommúnista er á þá leið, að stalínismi hafi ekki verið sögulegt slys heldur efleiðing kerfisbundinna skoð- ana, sem kommúnistar aðhyllist enn í dag, afleiðing kerfis, sem bæli niður gagnrýni, afleiðing efnahagslegrar heimspeki, sem leiði til pólitísks eftirlits á öllum sviðum þjóðlífsins. Radice viðurkennir þörfina á víðtækri, sögulegri og félags- fræðilegri skilgreiningu á „stöðunni í leiknum í svipinn“. Raunar hafa italskir kommún- istar lofað því árum saman að gera slika könnun og Radice endurtekur loforðið, en flokk- urinn þorir ekki að standa við það. Þegar skorað var á hann í þessum dálkum fyrir nokkrum árum að standa við loforð sitt, sagði starfsmaður flokksins að það yrði gert þegar þar að kæmi, að þetta væri alvarlegt mál, sem útheimti djúpa hugsun og víðtækan undirbún- ing. Þörf slikrar könnunar var fyrst viðurkennd fyrir rúmum 20 árum, skömmu eftir „leyni- ræðu“ Krusjeffs 1956 um glæpi Stalíns. En nú viðurkennir Radice 1977, að „núverandi skilningi okkar sé greinilega áfátt“ og að „gera þurfi miklu rneira". Hann velur auðveldustu leið- ina eins og svo margir aðrir evrópskir kommúnistar með því að hvetja Moskvumennina til að leyfa pólitiskri andstöðu að sjá dagsins ljós, en enginn alvarlegur sérfræðingur í sovézkum málefnum trúir þvi að slík tilmæli fái hljómgrunn i Kreml. Hann segir að leyfa ætti Soizhenitsyn að fara aftur til Sovétrikjanna og prédika boð- skap sinn. Allar skoðanir verði að njóta „algers frelsis". Sósial- demókratar í Tékkóslóvakíu ættu að fá að sækja fundi Al- þjóðasambands jafnaðarmanna á Vesturlöndum og pólskum bændum ætti að vera frjálst að sækja fundi „Græna alþjóða- sambandsins'*. Þetta hefði enga hættu í för með sér, að þvi er hann heldur fram, því að eftir 60 ár sósialistastjórnar í Rúss- landi og 30 ára sósíalistastjórn í Austur-Evrópu vildi fólkið í þessum löndum ekki „færa klukkuna aftur“. Kremlverjar vita betur. Kremlverjar vita að stjórn þeirra stafar mest hætta frá umræðum og útbreiðslu póli- tiskra hugmynda, sem mundu ganga í berhögg við túlkun þeirra á kreddu marxismans. Aðeins marxistar geta véfengt þessa kreddu með nokkrum árangri, svipað því og aðeins gagnrýnendur þeir sem lögðu grunninn að siðbótahreyfing- unni miklu gátu að nokkru gagni véfengt kreddu kaþólsku kirkjunnar innan frá. En kredda Kremlverja, eins og hún birtist í þvi hvernig sovézka kerfið starfar, er ekki véfengd með nokkurri alvar- legri marxistiskri skilgreiningu flokka Evrópu-kommúnista. Þeir hafa látið undir höfuð leggjast að gera þá sérfræði- legu könnun, sem þeir hafa lofað svo oft, þannig að minna mark er takandi á öðrum lof- orðuni þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.