Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1977 21 Stykkishólmur: Rótgróin verzlun flyzt í nýtt hús Stykkishólmi, 30. aprfl 1977 FIMMTUDAGINN 28. apríl s.l. opnaði Sig. Ágústsson h.f. Stykkishólmi nýja verslun í glæsilegum salarkynnum, en verslunarhús þetta hefir verið í byggingu s.l. 3 ár. Húsið er steinsteypt og á einni hæð en undir hluta af þvl eru vöru- geymslur. Verslunarhúsið er 840 fermmetrar með skrifstofu- húsnæði, en kjallari 250 fer- metrar. Nýja verzlunin heitir Vöruhúsið Hólmkjör og er stað- sett við Borgarbraut 1. Teikning af húsinu gjörðu þeir Gunnlaugur Lárusson og Bjarni Lárentsinusson í Reykjavík með höndum Hillur og kælitæki eru flutt inn af Matkaup h.f. og eru hillurnar af Beanstock-gerð, keyptar i Englandi. Kælitæki eru af Iwo- gerð frá Danmörku. Verslunin hefir á boð- stólunum allar algengar vörur, og er í mörgum deildum. Þar eru einnig sérdeildir sem eig- endur hafa leigt öðrum aðilum út, svo sem tískuverzlunin Pálminn og byggingarvörur- verslunin Veðramót. Þá annast Vöruhúsið Hólmkjör einnig rekstur sláturhúss hér í bær, sem 4 sláturleyfishafar á Snæfellsnesi nýta. Verslunin var áður til húsa í gömlu verslunarhúsnæði á Austurgötu 1, og var hún þar á 4. hæðum. Upphaflega var þetta Gramsverslun, en svo tóku þar við Tang & Riis, en um leið og það fyrirtæki hætti keypti Sigurður Ágústsson fv. alþm verslunina og rak hana þar til áramóta 1966/1967, að núverandi eigendur þeir Bene- dikt Lárusson, Bjarni Lárusson og Svanlaugur Lárusson keyptu fyrirtækið og hafa rekið af al- kunnum dugnaði síðan. Þá má geta þess að Gramsverslun var í öðru húsnæði áður, en árið 1912 brann það og fluttist verslunin þá í pakkhús til bráðabirgða en þó fór svo að þetta varð meira en bráðabirgðaástand, því þar hefir verslunin verið þar til nú að hún fluttist i þessi veglegu húsakynni. —Fréttarritari. Stykkishólmi, en byggingar- aðili var Trésmiðja Stykkis- hólms. Múrverk önnuðust þeir Már Hinriksson og Geir Einars- son. Raflagnateikningar annað- ist Júlíus Gestsson rafvirkja- meistari, Raflagnir annaðist Skipavik h.f. Stykkishólmi, meistari Helgi Eiríksson. Dúka- og flísalagnir annaðist Eggert Sigurðsson veggfróðrameistari Kæli- og frystibúnað annaðist Sveinn - Jónsson vélstjóri, Reykjavík. Lofthitun hafði með höndum Blikksmiðjan h.f., Skeifunni 2, Reykjavík. Það er nýlunda að verslunar- húsnæðið er hitað með hita frá fyrstitækjum þannig að vélarn- ar sem framleiða kælingu, gefa af sér hita sem nýttur er til upphitunar Skipulagningu innréttinga í versluninni hafði Jón ísaksson, Kveðja til Helga Hálfdanar- sonar út af Lé-skrifum Mikil gróska í starfi Taflfélags Húsavíkur TAFLFÉLAG Húsavíkur var nýlega endurvakið og hefur starf- semi þess staðið með miklum blónia í vetur. Skákmót hafa verið haldin, félagið hefur farið í keppnisferðir og skáksveitir og skákmeistarar hafa sótt það heim og má í þeim hópi nefna Kpassky. fyrrum heimsmeistara, Timman stórmeistara og dr. Alster, aðstoðarmann Horts. Aðalfundur félagsins var hald- inn í byrjun október 1976.Var þar kjörin ný stjórn. Stjórnina skipa: Ingólfur Ingólfsson formaður, Ólagur Ólafsson gjaldk., Brynjar Sigtryggsson ritari, og Kristján Mikkelsen meðstj. Af helstu mótum vetrarins má nefna haustmót, sigurvegari Ólafur Ölafsson, jólamót, þar sem Ólafur varð einnig sigurvegari, Húsavíkurmótið og hraðskákmót Húsavíkur, en Ölafur Ólafsson varð einnig sigurvegari beggja mótanna. Keppt var við banka- men frá Búnaðarbankanum í Reykjavík og Akureyringa, og tapaði Taflfélag Húsavikur báð- um viðureignunum. Sæll Helgi! Þú hefur augljóslega ekki tal- ið líklegt, að þér yrði svarað (grein þinni: Lér á íslandi), hvað þá þér yrði svarað með staðreyndum og vitneskju beint úr starfinu. Hún ber þess merki önnur opnan þín í Morgunblað- inu, því þar svarar þú engri spurningu, sem til þín er beint, ræðir ekki málefnalega þau at- riði, sem hrakin eru hjá þér og þá þú svarar reynirðu að snúa út úr eða gleyma því er þú hefur áður sagt! Engin svör Til marks um það er m.a. þetta: — Ég gerðist svo djarfur að biðja þig að útskýra hver þessi óhæfuverk væru, sem þér hefði verið þröngvað til að gera (af hverjum?) og glymja nú í eyr- um af sviði Þjóðleikhússins. Ekki svarar þú því. — Ég fór fram á, að þú út- skýrðir hvernig þér hefðu dott- ið i hug (eða hver „frætt“ þig um) að tilvitnunin „leiði hór- konu“ tæki af skarið í kenn- ingu leikstjórans um hórdóm konu Lés. Ekki svarar þú því. Eg bað þig að rökstyðja full- yrðingu þina um að Glosturjarl sé að segja Kentjarli frá fjar- vist Játmundar í upphafi leik- ritsins. Ekki gerðir þú það. — Ég bað þig að útskýra hvað þú ættir við með að ótæk- ur seinagangur væri á sýning- unni og einnig að styttingar væru miklu meiri en gengur og gerist. Ekki gerir þú það. — Ég bað þig að utskýra hvaðan þú hefðir þær „upplýs- ingar“, að leikstjórinn hefði sagt leikurunum að senda alla gát á bragformi norður og nið- ur. Ekki gerir þú það, enda þótt hér sértu vændur um slúður. — Og einnig þessar „hraust- legu“ staðhæfingar: .....skáld- leg sérkenni hans (höfundar- ins) öðru fremur lögð í einelti." Og „.. .allt sem á leiksviði minnir á ljóð er eitur í beinum þessa leikstjóra." Þú gerir það ekki heldur. — Ég sýndi fram á, að leik- húsvinna er hópvinna, þ.e. sam- vinna einstaklinga, þar sem úti- lokað er að leikstjóri setji sig yfir leikarana og skipi þeim fyrir sem einhver einvaldur eða þröngvi sinum hugmyndum upp á leikarana. Þetta virðist þú ekki skilja. — Einnig sýndi ég fram á, að afstaða þín gagnvart erlendum leikstjórum er fordómafull og hrakti hana með dæmum. — Ég sýndi fram á hina hróplegu mótsögn i sleggju- dómi þínum um leikmynd Kolt- ais. — Ég sýndi fram á, að það mat, sem þú leggur á flutníng texta í einni leiksýningu er al- gjört ofmat, þar sem textaflutn- ingur er aðeins einn þáttur í samspili við marga aðra, en þú sérð ekki út fyrir hann. Þú skýtur þér fullkomlega hjá að svara öllum spurningum og útskýra hvernig hugmyndir þínar verða til o vitneskja þín er fengin. HVERSVEGNA? „Hroki er falli næstur“ Eitt virði ég þó mikils við þig og það er hin djúpa hreinskilni þín að viðurkenna yfirburði þina fram yfir aðra menn. Þú segir ástæðuna fyrir þvi að þú vildir ekki ræða við leikstjór- ann vera: ....því mér þætti ljóst, að þar vissi ég betur en hann.“ Og þú bætir strax við: „Víst var þetta helzttil lítil auð- mýkt við frægöarmann, gott ef ekki sá hroki, sem einatt er svara engu eða snúa út úr falli næstur.“ (Undirstr. mín- ar) Hér er að sjálfsögðu komin rótin að orsök skrifa þinna og stil þeirra. Hvað sem hver seg- ir, þá veist þú allt betur. Svona yfirlýsing gerir að sjálfsögðu erfitt um vik fyrir áframhald- andi umræður af einhverju viti, því hvernig á að þróa mál áfram á þessu plani? Hvað sem sagt yrði gegn þinni „þekk- ingu“ og hversu pottþéttur sem rökstuðningurinn væri yrði það all snarlega afgreitt sem „tóm vitleysa", af þvi þú veist betur. Enda átt þú t.d. enga skýringu fyrir sjálfum þér á andmælum minum og Þórhalls aðra en þá, að báðir séum við heilaþvegnir af leikstjóranum! Það er leitt að þurfa að endurtaka sig, en stundum er það óhjákvæmi- legt: Þetta heitir að reyna að sleppa billega. Rangfærsla og utúrsnúningur Að segja meiningu sína um- búðalaust getur að sjálfsögðu þýtt hressilegt orðaval og-auð- vitað henti það mig í andmæl- um mínum við fyrri grein þina: Lér á Islandi. Þó verð ég að játa mig gjörsigraðan af þér á sviði staðlausra staðhæfinga, stór- yrðavals og orðhengilsháttar, þvi þar ert þú svo sannarlega i essinum þinu, gott ef ekki ósigrandi. 1 grein minni spyr ég: „Hvers vegna er það fölsun að Kentjarl og Játgeir fara sér i leikslok? Og hneykslanlegt gerræði? Ilver eru þessi sjálf markmið höfandarins og kjarni verks hans, sem leikstjóri umturnar og hefur aldrei skilið?" Þessar spurningar tekur þú beint upp sem tilvitnun og bætir siðan við: „Og Sigurður svarar sér sjálfur: „Fullyrðingar Helga eru bara stór orð.. .hugaræs- ingur.. .vitleysur og dellur!“ Ef þetta er ekki grófleg fölsun eða rangfærsla, þá skal ég hundur heita, því ég svaraði mér nefni- lega alls ekki, þvert á móti sagði ég: „Fullyrðingar Helga eru bara stór orð, sem vekja hjá manni spurningar sem þessar, en veita ekki nokkur svör.“! Kannski kann einhverjum að þykja svona fölsun sniðug til þess að komast hjá að svara sjálfur, en afskaplega gef ég lítið fyrir þess konar vinnu- brögð. Tilraun þín til að snúa út úr eigin orðum um hornin frægu, sem fíflið talar um, verkar ekki sannfærandi. Hún breytir ekki þvi, að þú viðurkennir merk- ingu þeirra sem kokkálshorna og þú viðurkennir ósvifni fífls- ins gagnvart kóngi og nægir þetta fullkomlega til staðfest- ingar á þeim möguleika, áð kóngur sé kokkáll. Að kannast ekki við orð sín Þú ert mikið hissa á þvi, að ég skuli tala um að leikararnir fái útreið hjá þér og þykist ekkert vita. Þú segir: „Ég hélt ég hefði ekki sagt hnjóðsyrði um nokk- urn íslenzkan leikara, enda væri það fjarri mér.“ Þú gerir það ekki endasleppt. Með fyrri grein þinni nýr þú leikurunum um nasir ósjálfstæði og fávisku. M.a. gefurðu í skyn, að leik- stjórinn hafi dregið þá á asna- eyrunum, leitt þá i hlálega villu o.s.frv. Svo segirðu, að ofleikur- inn hjá þeim sé svo ofboðslegur um þessar mundir (þ.e. núna í þessari sýningu, ekki áður eins og þú reynir að breyta því 1 seinni greininni þinni): .svo einatt ris frumstæður óhemju- skapur eins og veggur á milli leiksviðs og salar.“ En þú átt það kannski alveg eins til að segja í einhverri af komandi greinum þínum að svona nokkuð orðalag sé kompliment, þegar það hljómar af þínum vörum. Og e.t.v. líka þessar lýsingar þínar á leikur- unum úr seinni grein þinni: „heilaþvegnir", „pilikianistar“, „trúarsöfnuður" o.s.frv. Aö vera alvitringur í fílabeinsturni Hvort sem það hefur eitthvað upp á sig eður ei vil ég að lokum skýra þér frá, að ég er hvorki talsmaður hinnar kyn- ferðislegu söguskoðunar (sem ég reyndar tjáði þér fyrr, en þú ekki skildir, frekar en margt annað) né „pilikíanisti“, hvað svo sem það er, né heldur er ég heilaþveginn af nokkrum eða meðlimur í einhverjum söfn- uði, þó svo að þú mælir svo um. Ástæðan fyrir því að ég greip til pennans og andmælti grein þinni var einfaldlega sú, að þar ægði saman fjöldanum öllum af órökstuddum fullyrðingum og gífuryrðum, ranghermi og ósannindum um kenningar og aðferðir við uppsetningu Lés konungs og hroka gagnvart öllu, er sýningunni viðkom (nema þýðingunni að sjálf- sögðu). Þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að þú svarir ekki spurningum, sem beint er til þín, dragir ekki ósannindi þin til baka, snúir út úr og lýsir yfirburðaþekkingu þinni, þá hafa samt þessi skrif þín komið að gagni..Þau hafa sýnt fram á, að hroki er falli næstur. Þau hafa sýnt fram á, að einangrun í fílabeinsturni slítur mann úr tengslum við iif og alla þróun. Þau hafa afhjúp- að, að hrokagikksháttur og stað- hæfingar, sem leiddar eru af honum, eru lítt uppbyggjandi eða upplýsandi um eitt eða ann- að. Eigi að siður sendi ég þér góða kveðju með einlægri ósk um að þú takir þig á, kornir niður á jörðina, litir i kringum þig og skoðir annað en þaö sem frani fer í eigin kolli. Vertu sæll. Rvk. 3. maí, 1977. Sigurður Skúlason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.