Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 36
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977
Hættuástand í
Flugleiðavél
Eldfimt efni lak
HÆTTUÁSTAND skapað
ist um bord í Roeing-727
þotu Flugleida, sem flaug
frá Kaupmannahöfn tií
Keflavíkur í fyrradag, þeg-
ar eldfimt efni lak úr kút í
vörurými framan við far-
þegarýmið. Kom til greina
að millilenda í Björgvin í
Noregi, en er tekizt hafði
að stöðva lekann var hætt
við það og flogið beint
heim. Reykingar farþega
voru bannaðar alla leiðina.
Efni það, sem þarna var um að
ræða, heitir etyl aeetat og er eld-
fimt lausnarefni og hefur uppguf-
un áhrif á miðtaugakerfið. í flug-
vélinni voru nokkrir kútar með
þessu efni og hafðí einn þeirra
verið settur á hliðina í Kaup-
mannahöfn. Með í ferðinni var
aukavélvirki og var það hann,
sem varð var við lekann, er hann
fann torkennilega lykt í vörurým-
inu.
Strax og kúturinn fannst var
hann reistur upp og það sem lekið
hafði þurrkað upp af gólfi vöru-
rýmisins. En sem fyrr segir er
uppgufun mikil af efninu og það
út úr vörurými
eldfimt, þannig að allur vari var
hafður á til Keflavíkur.
Að sögn loftferðaeftirlitsins er i
fyllsta máta löglegt að flytja þetta
efni í þessu vörurými, og má
flytja allt að 300 lítra í ferð, en
umbúðir skulu rækilega merktar,
þannig að ljóst sé, að um eldfimt
efni er að ræða, og því þurfi að
stafla á sérstakan hátt. Að sögn
Sveins Sæmundssonar, blaðafull-
trúa Flugleiða, mun engin áletr-
un hafa verið í umbúðunum, sem
bannaði að kútarnír væru hafðir á
hliðinni.
Sigurður
landaði
kolmunna
i Norglobal
„VIÐ lönduðum fyrsta farmin-
um í Norglobal í nótt, 150
tonnum," sagði Haraldur
Ágústsson, skipstjóri á Sigurði
RE, þegar Mbl. náði tal■ af
honum sfðdegis í gær í Fugla-
firði í Færeyjum, þar sem
skipið var statt vegna viðgerða
á kolmunnatrolli.
Norglobal liggur vestan við
Færeyjar tilbúið að taka við
Framhald á bls. 20.
Skyndiskoðun
lögreglunnar:
Adeins 3 bíl-
ar af 98 voru
alveg í lagi
LÖOREGLAN f Reykjavík gekkst
fyrir skyndiskoðun bifreiða f
fyrrakvöld á tfmabilinu frá
klukkan 17 til 20. Varð útkoman
sú, að af 98 bflum, sem færðir
voru til skoðunar, voru númer
klippt af 18 bflum, þar sem þeir
voru í mjög slæmu ástandi. Bönn-
uð var notkun á 59 bflum og ein-
ungis leyft að aka þeim til næsta
verkstæðis og 18 bílar fengu
nokkurra daga frest til að kippa
hlutunum í lag. Aðeins þrfr bílar
reyndust vera í fullkomnu lagi,
en hafa ber f huga að sjaldnast
eru teknir úr bílar, sem líta mjög
vel út.
„Lögreglan hefur framkvæmt
slíkar skyndiskoðanir á vorin og
sumrin nokkur undanfarin ár og
ég man ekki eftir því að ástand
ökutækja hafi verið jafn slæmt og
það er núna,“ sagði Baldvin Ottós-
son, varðstjóri hjá umferðardeild
lögreglunnar, í samtali við Mbl.
„Það er greinilegt að við þurfum
að hafa slikar skyndiskoðanir
a.m.k. vikulega áfram. Margir
hafa trassað að færa bifreiðir til
aðalskoðunar og má beitá þá sekt-
úm,“ sagði Baldvin.
Sáttanefnd og
ríkisstjórnin
á fundi í gær
SÁTTANEFND í yfir-
standandi kjarasatnninga-
gerð átti í gærmorgun
fund með fimm ráðherrum
ríkisstjórnarinnar um
kjaramálin og stöðuna í
þeim. Stóð fundurinn í
hálfa aðra klukkustund.
Ekkert hefur verið látið uppi
um efni viðræðnanna í gær, en
gera má ráð fyrir að hugsanlegar
aðgerðir stjórnvalda til lausnar
kjaradeilunni hafi verið á dag-
skrá. Einnig eru uppi raddir inn-
an verkalýðshreyfingarinnar um
að nauðsynlegt færi að verða að
fram kærni tillaga frá sáttanefnd
til að koma málum á skrið á nýjan
leik, en einn sáttanefndarmanna
tjáði Morgunblaðinu í gær að ekk-
ert væri hægt að segja hvenær
slikrar tillögu mætti vænta frá
nefndinni, enda þótt nefndar-
menn gerðu sér ljóst að nefndin
hlyti að koma fram með slíka til-
lögu til sátta fyrr eða siðar.
Fundir í kjaradeilunni hefjast
strax kl. 9 árdegis í dag með við-
ræðum um ýmsar sérkröfur, en
sáttafundur með almennu
samninganefndunum hefst kl. 4.
Almarkadurinn styrk-
ist og verðið hækkar
- hagnaður af rekstri álversins í fyrra 9,4 milljónir
„ÞESSI þróun hefur haldið
áfram það sem af er þessu
ári, bæði hefur markaður-
inn styrkzt og verðið hækk-
að,“ sagði Ragnar S. Hall-
dórsson, forstjóri íslenzka
álfélagsins, er Mbl. ræddi
við hann í gær, en nú er
komin út skýrsla félagsins
fyrir árið 1976, sem sýnir,
að á því ári hefur mjög
skipt um hvað sölu á áli
snertir eftir langvarandi
sölutregðu.
Á sfðasta ári framleiddi álverið
65.200 tonn af söluhæfu áli, en
heildarsalan var 78.600 tonn og
eru nú aðeins um 6000 tonn eftir
af þeim 28.000 tonna birgðum,
sem söfnuðust fyrir í sölu-
tregðunni. Hagnaður álversins á
árinu var 9.407.794 krónur eftir
að 271 milljón og 493 þúsund
krónur höfðu verið greiddar í
framleiðslugjald. Á rekstri ársins
1975 varð halli upp á röskar 984
milljónir króna.
Sölutekjur á árinu 1976 námu
10.8 milljörðum kröna á móti 8.4
milljörðum árið áður.
9
Farmanna- og fiskimannasamband Islands:
Stefnir að því með kröfum sjómanna
að ná sömu skiptum og giltu fyrir 1970
FARMANNA- og fiskimannasam-
band íslands boóaði f gær til
blaðamannafundar vegna kjara-
samninga þeirra, sem nú fara í
hönd og kynntu þeir þar kröfur
sjómanna. í upphafi fundarins
hörmuðu fulltrúar sjómanna, að
Landssamhand fslenzkra útvegs-
manna skyldi f fyrradag fara
Auglýsend-
ur athugið
Vegna yfirvinnibanns þurfa
allar auglýsingar sem birtast
eiga f laugardags- og sunnu-
dagsblaði, að hafa borist aug-
lýsingadeildinni fyrir kl. 18.00
f dag, fimmtudag.
með kröfugerð sjómanna í fjöl-
miðla áður en hún væri rædd á
öðrum vettvangi. Þetta væri ný-
lunda og með þessu sögðu þeir að
brotið væri blað f sögu samskipta
aðila á vinnumarkaðinum og
sögðu þeir það skoðun sfna að
þeir teldu slfkt ekki til velfarnað-
ar. Oskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins, sagði þó
að f þessu væri þó einn Ijós
punktur — sjómenn hefðu ekkert
að fela.
Óskar Vigfússon sagði um þá
útreikninga, sem útvegsmenn
birtu í fyrradag, að það væri sitt
álit að ef prósentutölur, sem þeir
hefðu birt, stæðust, þá væri út-
gerð á tslandi betur borgið. Með
launakjör sjómanna væri það að
menn vissu hvað þeir hefðu haft í
laun í gær, en algjör óvissa ríkti
aftur um það, hver laun þeirra
yrðu á morgun.
Fulltrúar sjómanna hafa gert
ýmsa útreikninga á kjörum sjó-
manna og hver áhrif kröfur
þeirra hafa á laun þeirra. Jafn-
framt hafa þeir gert útreikninga
á því, hverjar breytingar urðu við
gerð kjarasamninga í fyrra, sem
sjómenn tvívegis höfnuðu, en
voru siðan lögfestir. Við þá breyt-
ingu var svokallað sjóðakerfi fellt
niður. Einn stærsti liðurinn i
sjóðakerfinu, að sögn Jónasar
Þorsteinssonar, formanns Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins, var olían og olíusjóðurinn.
Því hafa sjómenn kosið að nota
eins konar oliuvísitölu og reikna
síðan út frá verði hvers oliulítra á
ársgrundvelli árið 1970, en hann
var 3,60 krónur. Þá var fiskverð á
tonni til háseta 178 krónur, en til
útgerðarinnar 4.347 krónur. Á
vertið 1977 er oliuverð 30,05 krón-
ur og fiskverð til háseta 1.840
krónur, en til útgerðarinnar
50.765 krónur. Samkvæmt þessu
fékk sjómaður 49,4 lítra af olíu
fyrir tonnið af fiski 1970, en 1977
fær hann 61,2 litra, en það er
hækkun, sem nemur 23,9%. Árið
1970 fékk útgerðarmaður 1.208
lítra fyrir tonnið, en 1977 fær
hann 1.689 krónur fyrir tonnið.
Þar er hækkun 39,8%.
Eigi sjómaðurinn að fá sömu
prósentuhækkun i lítrum og út-
vegsmaðurinn, þ.e. 39,8%, þarf
hann að fá 69,1 lítra fyrir hvert
tonn. Það þýðir m.ö.o. að miðað
við óbreytt oliuverð 30,05 krónur
þarf háseti að fá 2,075 krónur
fyrir tonnið. Þetta þýðir að háseti
þarf 12,77% hækkun á 1.840 krón-
urnar til þess að hafa fengið sömu
hækkun og útgerðarmaðurinn. Er
það 2,92% á háseta eða að afla-
hluturinn hjá áhöfninni færi f
32,1%. Skiptaverðmæti það, sem
lagt er til grundvallar er 71,042
krónur. Árið 1970 var skiptaverð-
Frarnhald á bls. 20.
Fasteignagjöld
á að miða við
nýja matið
Yfirfasteignamatsnefnd
hefur úrskurðað, að rétt
hafi verið að leggja
fasteignagjöld á eftir
nýja fasteignamatinu,
en rangt að nota gamla
matið. Við álagningu
fasteignagjalda völdu
sveitarfélög ýmist að
miða við nýja matið eða
það gamla, t.d. lagði
Reykjavíkurborg á eftir
nýja matinu, en Kópa-
vogur eftir því gamla.
Þá hefur yfirfasteignamats-
nefnd úrskurðað í kærumáli,
sem reis vegna þess, að Kópa-
vogskaupstaður kaus að miða
við gamla matið. Var úrskurð-
urinn á þá leið, að enda þótt
rétt hefði verið að leggja á
eftir nýja matinu, var álagn-
ingin ekki ómerkt, þar sem
upphæðin í þessu ákveðna til-
viki hefði lent innan þess
ramma, sem lög heimila, hver
aðferðin sem notuð var.