Morgunblaðið - 15.05.1977, Page 2

Morgunblaðið - 15.05.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977 Reikningar Ríkisútvarpsins fyrir 1975; Hagnaður af hljóðvarpi — tap af sjónvarpi ÁRSSKVRSLA Rfkisútvarpsins fyrir árið 1976 er komin út og eru I henni birtir rekstursreikningar yfir hljóðvarp og sjðnvarp fyrir árið 1975 með samanburðartölum frá árinu 1974. Stmkvæmt þeim hefur orðið hagnaður af rekstri hljóðvarps, sem nemur 17,3 milljónum króna, en tap á rekstri sjónvarpsins nemur 76,5 milljón- um króna. Hafði tapið á rekstri sjónvarpsins minnkað nokkuð frá fyrra ári, er það var 93,3 milljón- ir. Hins vegar var tap á rekstri hljóðvarps á fyrra ári 26,9 milljónir króna. í formála að reikningunum seg- ir að milli þessara ára hafi heild- artekjur hljóðvarps hækkað um 45,8%, en útgjöldin um 27,3%. Rekstrarafkoma hljóðvarpsins varð því betri en árið áður eins og áður segir. Laun hækkuðu um 20%, almennur dagskrárkostnað- ur um 30,8%, önnur dagskrár- gjöld að afskriftum frátöldum hækkuðu um 29,9% og rekstur dreifikerfis um 15,1%. Heildartekjur sjónvarpsins hækkuðu um 60,7% frá árinu á undan, en útgjöldin um 44,8%. Framhald á bls. 25 Tónleikar Kvennakórs Suðurnesja ÞRIÐJUDAGINN 17. maí heldur Kvennakór Suðurnesja tónleika í Félagsbíói í Keflavík og verða þeir endurteknir miðvikudag 18. maí og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 21. Söngstjóri er Herbert H. Ágústsson og píanóundirleik ann- ast Ragnheiður Skúladóttir. Á slagverk leikur Oddur Björnsson, Eugen Pravda á kontrabassa, Hrönn Sigmundsdóttir á harmóniku og Sigríður Þorsteins- dóttir á gítar. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Þórarinsson, lög úr Fiðlaranum á þakinu og syrpa af þjóðlögum og dönsum í útsetn- ingu Herberts H. Ágústssonar. Kvennakór Suðurnesja ásamt st jórnanda. Hólaborg, nýr leikskóli í Breiðholti tekur til starfa NVR leikskóli, Hólaborg, tók til starfa við Suðurtióla 1 Breið- holti I vikunni. Getur skólinn tekið við 114 börnum þegar hann verður fullskipaður, að sögn Sveins Ragnarssonar, fé- lagsmálast jóra Reykjavíkur- borgar. t sumar tekur einnig til starfa leikskóli f Seljahverfi f Breiðholti, og hann mun taka við 114 börnum. „Þegar báðir skólarnir eru teknir til starfa með 228 börn- um höfum við tekið kúfinn af þeim biðlistum sem fyrir lágu um dvöl á leikskólum,“ sagði Sveinn Ragnarsson. En hann bætti þvi við að áframhaldandi þörf væri á dagheimilum og myndi ekki rætast úr í þeim efnum á þessu ári, nema hvað stefnt væri að því að skóladag- heimili tæki til starfa í haust. Forstöðukona Hólaborgar er Lilja Torp. Hún og aðrir starfs- menn leikskólans hafa tekið börnin smám saman inn í skól- ann því ekki þykir heppilegt að taka öll börnin inn í einu. Skól- inn er fullbúinn að því frátöldu þó, að einhver frágangur er ennþá eftir á lóð. „Það er fiskað ef borgað er fyrir aflann 1 landi” Rætt við Markús Guðmundsson eftirlitsmann á skuttogaraveiðum „TILGANGURINN með eftir- litinu um borð f skuttogurun- um er að fyrirbyggja of míkið smáfiskadráp og að riðillinn sé réttur," sagði Markús Guð- mundsson skipstjóri og eftir- litsmaður sjávarútvegsráðu- neytisins og Hafrannsókna- stofnunarinnar i samtali við Mbl., en Markús er einn af 4 eftirlitsmönnum með veiðum togaranna og von er á þeim fimmta til starfa innan tíðar. Lög um eftirlitið gera hins veg- ar ráð fyrir 10 eftirlitsmönn- um, en samkvæmt upplýsing- um Markúsar vantar fjármagn 1 þá útgerð. Markús hefur um áratugaskeið verið f hópi kunn- ustu togaraskipstjóra landsins, en sfðan s.l. haust hefur hann gegnt starfi eftirlitsmanns eða eins og hann sagði brosandi: „Nú er ég svipan á þá stétt sem ég tilheyrði f 27 ár, skipstjór- ana.“ „Þungamiðjan í stöðunni í dag,“ sagði Markús, „er smá- fiskurinn. Ég var alinn upp við það að það fékkst svo smár fisk- ur að hann var ekki nýtanlegur, en það heyrir til undantekn- inga í dag ef henda þarf svo rtemi einhverju af þorski úr afla. Það er hins vegar ekki hægt að neita og horfa fram hjá því að stundum er óæskilega mikið af ungfiski í aflanum, fiski sem Hafrannsóknastofn- unin telur ekki skynsamlegt að drepa. Þá grípum við eftirlits- mennirnir inn í með leyfi ráðu- neytisíns. Þessi vandamál eru aðallega fyrir vestan og norðan, en Suðurlandsmiðin eru að detta út sem veiðisvæði fyrir togarana. Þeim er vísað á mið þar sem smærri fiskur er, en að sjálfsögðu er þó ekki aðeins smáfiskur þar, hann er bland- aður. Það er ekki bara stundað smáfiskadráp. Það er hins vegar staðreynd að millifiskurinn, 55—70 sm, er orðinn stærri hluti af aflanum en hann var og það er lítið af hrygningarfiski . i þeim afla. Þessi aflahlutaaukning er þó fyrst og fremst á kostnað stærri fisksins. Mér finnst vanta í þetta þorsk eins og við Sunn- lendingar köllum ákveðna Markús Guðmundsson stærð af þorski en sömu stærð kalla Norðlendingar stórþorsk. í þeim 5 túrum sem ég hef farið á skuttogurum í eftirlits- ferðir sfðan i október hefur orð- ið úrkast úr einum túr. Það var norður af Horni í janúar, en þa fór H—14 hluti aflans í úrkast vegna smæðar, en þegar það kom 1 ljós var svæðinu lokað samstundis. Ef fiskur undir 58 sm fer yfir 40% aflans þá er óæskilegt að halda áfram veið- um á sama stað. í þessum um- rædda túr við Horn varð allt að 70% af aflanum undir 55 sm. Þetta var 1 lok aflahrotunnar sem hafði staðið þar yfir undan- farnar vikur en þann tíma voru eftirlitsmenn í fríi. Það er ekki hægt að líta fram hjá þvl að það þarf eftirlit til þess að stjórnun sé á þessu, annars er ekki tekið af skarið. Þess ber einnig aú gæta i um- ræðum um þessi mál að menn eru mjög viðkvæmir og ég þekki það t.d. að togaraskip- stjórum þykir oft á tiðum að það sé alltaf verið að sneiða að þeim og réttlætinu sé ekki full- nægt í gagnrýni með því einu saman. Klögumál vilja því ganga á vixl og þvi verða að koma fram ákveðin atriði til þess að unnt sé að friðmælast. Klagað er yfir smáfiskadrápi skuttogaranna, netafjölda neta- bátanna o.s.frv. Það stingur einnig í stúf ef Iokað er t.d. fyrir botnvörpuna á ákveðnu veiðisvæði, ef öðru veiðarfæri er hleypt inn. Þótt lína sé t.d. talin með ,,heilbrigðari“ veiðar- færum þá tekur hún einnig smáfiskinn. Á fleiri atriði er einnig að líta I þessu sambandi. Þegar verið er að friða hrygningarsvæði eins og á Selvogsbanka er þess að gæta að fiskurinn hrygnir aðeins á bankanum. Miklu stærra svæði er hins vegar lok- að og kanturinn frá Eyjum og vestur á Tá allt undir Grinda- víkurdýpi, er lokaður af póli- tískum ástæðum fyrir togurun- um. Þar gátu togarar gert góða túra I marz og fyrri hluta apríl í ufsa, karfa ýsu og þorskbland- að. Nú er þarna pólitfsk lokun, en slikum ráðstöfunum eiga ráðamenn ekki að standa fyrir, Framhald á bls. 25 Pólýnfónkórinn efnir til fjölbreyttrar skemmtun- ar í tilefni Ítalíuferðar PÓLÝFÓNKÓRINN vinnur nú að undirbúningi hljómleikaferðar til ttalfu f júni n.k. t för sinni kemur kórinn fram f 7 borgum á Italfu en með f förinni verður stækkuð Kammersveit Reykja- vfkur og einleikarar verða Rut og Marfa Ingólfsdætur á fiðlu og Lárus Sveinsson á trompet. Þátt- takendur f förinni verða um 180 og er það fjölmennasta hljóm- leikaferð tslendinga til útlanda en för þessi verður ekki studd af opinberu fé, að því er segir f frétt frá Pólýfónkórnum. Til að afla fjár til ferðarinnar efnir Pólýfón- kórinn til skemmtunar á Hótel Sögu á uppstigningardag, 19. maí. Á skemmtuninni flytur kórinn vinsæi veraldleg lög, fslenzk og erlend, flest alkunn, og gefst gest- um kostur á að taka undir með kórnum undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar f nokkrum þeirra. Fjölmargt annað verður til skemmtunar, en hófið hefst með veizlukvöldverði kl. 19.00 og mun franskur matreiðslumeistari sjá um matseldina. Veizlustjóri verð- ur Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur. Meðan á bor^haldi stendur leika félagar úr Kammer- sveit Reykjavíkur tónverk eftir Schubert og er Gunnar Egilsson einleikari á klarinett. Þá verður tfzkusýning, þar sem Módelsam- tökin sýna glæsilegan tfzkufatn- að, vor, sumar- og baðfatatizkuna. Félagar úr Þjóðdansafél. Reykja- víkur sýna ftalska dansa. Pólýfónkórinn á mörgu ágætu söngfólki á að skipa, sem einnig kemur fram með fjölbreytta efn- isskrá f einsöngshlutverkum. Ingibjörg Marteinsdóttir, Hákon Oddgeirsson, Halldór Vilhelms- son, Hjálmtýr Hjálmtýsson og Jó- hanna Sveinsdóttir syngja ein- söng, vinsæl þjóðlög, ljóð og óperuarfur. Blásarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni leika létta tónlist undir forystu Lárusar Sveinsson- ar og Ómar Ragnarsson flytur gamanþátt. Inn á milli skemmti- atriða leika hljómsveit Ragnars Bjarnasomr og Lúdó fyrir dansi til kl. 2 e. miðnætti. Þá fer fram bingó og verða vinningar í þvf þrjár sólarlanda- ferðir en auk þess verður ókeypis happdrætti, sem allir gestir fá miða f og er vinningurinn ítaliu- ferð fyrir tvo með aðgöngumiðum að hljómleikum Pólýfónkórsins I Markúsarkirkjunni í Feneyjum 29. júní n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.