Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
25
— Skák
Framhald af bls. 21
— Rxd3 25. Hdl — Db5 26. Bg5
— Bxg5 27. hxg5 — Df5 28. Hd2
— Hd4 29. Dc2
bættari meö 30. g4 — Dd7 þar
eð svartur hótar þá 31. ... h3 og
32. . . . Hxg4 + ) Dh3 31. Dc6 —
Hxh4 32. Dg2 — Df5 33. Dg3 —
Hd4 34. g6 — fxg6 35. De3 —
Hd5 36. Rfl — Rf4 37. Dxf4?
(Undarlegur leikur, miklu
meiri mótstöðu veitti 37. Hxd5
) Dxf4 38. Hxd5 — Dg4+ 39.
Rg3 — Dc4 40. Hd8 + — Kh7 41.
b3 — Dc2 42. Kg2 — g5 43. Hd6
— Dxa2 44. Re4 — Da5 (Auð-
vitað ekki 44. ... Dxb3?? 45.
Rxg5+ og mátar) 45. Kf3 —
Df5+ 46. Ke3 — Db5 47. Kd4 —
g4 48. Ke3 — Dxb3+ 49. Kf4 —
Df3+ 50. Ke5 — Df8 51. Rg5 +
— Kg8 52. Re4 — b5 53. He6 —
b4 og hér gafst hvítur upp.
r
— Utvarp
Framhald af bls. 2
Reksturinn varð því heldur
skárri, þar sem tapið varð ekki
eins mikið árið 1975. Afskriftir
sjónvarpsins voru 187 milljonir,
laun hækkuðu um 14,5%, dag-
skrárkostnaóur í heild um 28,7%,
önnur rekstrargjöld af afskriftum
frátöldum um 62,9% og reksturs-
kostnaður tæknideildar og sviðs-
myndagerðar alls um 34%. Rekst-
urskostnaður dreifikerfis meir en
tvöfaidaðist, nam 43,7 milljónum
króna í stað 18,3 milljóna árið
áður.
— Það er fiskað
Framhald af bls. 2
þær veikja málstað þeirra sem
eru að berjast fyrir fiskvernd
sem á fullan rétt á sér.“
„Hvernig hafa skipstjórar
tekið eftirlitinu?
„Þeir hafa tekið veiðieftirlit-
inu vel að því leyti að með því
er komin nokkur stjórnun á það
hvenær á að fara út af veiði-
svæðinu vegna óæskilegra
kringumstæðna.
Þótt einstaka skipstjórar
vildu skera sig úr og fara út af
veiðisvæði þar sem óeðlilega
mikill smáfiskur er, en engin
skipun hefur verið gefin út þar
að lútandi, þá er það ekki gam-
an fyrir einn að skera sig úr og
fara út af slóðinni þar sem fisk-
ur er og eiga á hættu að fá
ekkert annarsstaðar þar sem
borið er niður. Menn skera sig
ekki úr þannig upp á það að
aðrir geti haidið áfram að rót-
fiska.
Viðmiðunin er reyndar sú að
ef skipstjóri fær borgað fyrir
aflann þegar hann kemur i
land, þá fer hann ekki af þvi
svæði sem hann getur veitt á.
Honum er ýtt út I þetta ef ekki
r
— I hugans
leynum
Framhald af bls. 15
arar bókar flestum betur. Ritið er
hugvitlega samsett, röklegt og
laust við málalengingar.
Ég minntist á erfiðleika
íslenskra fræðimanna við að
koma á prent ritum af þessu tagi.
Orsök: fámennið! Þegar sleppir
hinum þjóðlegu fræðigreinum,
bókmenntum og sögu, er borin
von að gefa hér út rit á visinda-
legum grundvelli er nái til al-
mennings nema höfundur skrifi
fyrir fjölmennari og »breiðari«
hóp en sina líka. Þá kvöð þurfa
hugvisindamenn stórþjóðanna
ekki að taka á sig.
Sá er að mínum dómi megin-
kostur þessa rits að það er bæði
vísindalegt og einnig tiltölulega
alþýðlegt. Erlendur Jónsson
er um annan fisk að ræða. Auk-
ið eftirlit er það eina sem getur
spilað þarna inn i og þeir skip-
stjórar sem ég hef siglt með
hafa sýnt góðan samstarfsvilja
og reynt að aðstoða okkur við
okkar störf.
2ins og málin standa í dag er
ekki hægt að vera án togaranna
til þess að halda við eðlilegri
byggð og þar hlýtur botnvarpan
að vera veiðarfærið. Markið er
hins vegar það að reyna að nota
botnvörpuna þannig að sem
minnst af smáfiski komi í hana,
en óhjákvæmilegt er að eitt-
hvað komi. Það þarf að halda
þessu í iágmarki með eftirliti
og ákveðinni riðilsstærð.
Upplýsingar fiskifræðinga
hafa einnig breytt skoðun fólks
í þessum efnum á undanförn-
um árum og ekki sizt viðhorfi
manna til sjós eftir þvi sem
skipulegar hefur verið aflað
vitneskju um stöðuna i þessum
málum. Sjómenn eru manna
fúsastir til þess að halda smá-
fiskadrápinu niðri, en það þarf
margt að haldast í hendur í
þeim efnum og aðgerðir þurfa
að vera samræmdar og ákveðn-
ar.“
— Veröld-
Harðstjórn
Framhald af bls. 19
ANDSTAÐAN
Til er lögleg stjórnarandstaða í
Nicaragua og hefur eina 40 menn á
þingi. Leyfir Somoza það svo sem til
þess. að lýðræðismynd sé á ríkinu.
En þessi stjómarandstaða er múl-
bundin og sauðþæg Somoza og mun
seint rísa upp á móti honum.
Meira er að vænta af annarri
stjómarandstöðu. Hún nefnist
Frente de Liberacion Sandinista og
hún á engan mann á þingi, enda
ólögleg. Hún er reyndar tvlskipt, og
hefur fylkingunum gengið illa að
koma sér saman um baráttuaðferðir.
En þetta er samt sú stjómarand-
staða, sem máli skiptir.
Sandinistar eiga mikil ítök úti um
land. Hefur Somoza gripið til rót-
tækra ráðstafana við því. Lætur
hann myrða í stórum stíl sveita-
menn, sem grunaðir eru um aðstoð
við skæruliða. Er daglegur viðburð-
ur, að einhverjir séu drepnir fyrir
þessar sakir. Yfirvöld á hverjum stað
taka síðan jarðir bændanna eignar-
námi og munu dómarar jafnan fá
bróðurpart af þeim landareignum.
Ekki alls fyrir löngu var frá því
sagt í Time, að fjölmargir bændur í
Nicaragua hefðu verið drepnir fyrir
aðstoð við skæruliða. Ég spurði
kunningja minn, hvort leyft hefði
verið að dreifa þessu tölublaði Time í
Nicaragua. „Já, já," svaraði hann.
„Somoza er nefnilega enn hræddari
við Jimmy Carter en Sandinistana,
ef nokkuð er. "
Þess er ekki langt að minnast, að
Trujillo, forseta Dominikanska lýð-
veldisins, var steypt af stóli að undir-
lagi CIA. Þess er ekki heldur langt að
minnast, að Bandaríkjastjórn sat hjá
og kom ekki til hjálpar Batista ein-
ræðisherra á Kúbu, þegar Fidel
Castro fór gegn honum með her og
steypti honum. Það er áreiðanlegt,
að ýmsir í Nicaragua gera sér vonir
um það, að Bandaríkjastjóm muni
hafa annan tveggja háttinn á I
Nicaragua. Þykist andstæðingar
Somoza mega treysta því er ólíklegt,
að hann sitji í mörg ár enn.
Andstæðingar Nicaraguastjómar
bíða þess nú með nokkurri eftirvænt
ingu, að Bandarikjaforseti skipi nýj-
an sendiherra f Managua. Síðustu
tveir bandarísku sendiherrarnir, þeir
James Theberge og Tumer Shelton,
þóttu auðsveipnari Somoza en góðu
hófi gegndi Það er reyndar tákn-
rænt, að myndir þeirra Sheltons og
Somoza eru saman á bakhlið 20
cordóba seðlanna i Nicaragua. . . Er
óvíst, að samband Nicaragua og
Bandarfkjanna verði svo ástúðlegt
framvegis. T.d. er hætt við þvi. að
kólni nokkuð, ef Bandarfkjastjóm fer
að þeirri ósk andstæðinga Somoza
að taka fyrir lánin, sem hann fær úr
alþjóðlegum þróunarsjóðum. . .
— CHRISTOPHER ROPER.
— Logsauð
Framhald af bls. 1.
að ná beltinu af ungfrú Hauen-
stein. Þurfti að flytja hana í
sjúkrahús vegna 2. og 3. stigs
brunasára. Tripp var dæmdur
í 100 dollara sekt og 7 daga
fangelsi fyrir líkamsárás
skömmu eftir atvikið á sl. ári.
Engin skýring hefur verið gef-
in á hvers vegna Tripp taldi
nauðsynlegt að klæða heitmey
sína i slikt bleti.
— Óbreytt
Framhald af bls. 40
trúum ríkisins myndi hafa sam-
starf við nefnd, sem félagsmála-
ráðuneytið hefur falið að fjalla
um skiptingu verkefna og tekju-
stofna milli ríkis og sveitarfélaga.
„Mér finnst hæpið, að nokkurt
sveitarfélag muni setja sig upp á
móti óbreyttri kostnaðarskiptingu
í vetur,“ sagði Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Sambands islenzkra sveitar-
félaga, er Mbl. hafði samband við
hann. „Hins vegar er það skoðun
okkar að með fullri gildistöku
grunnskólalaganna séu fallin úr
gildi lög um framhaldsdeildir
gagnfræðaskólanna, þannig að
ekki hvíli nein skylda á sveitar-
félögunum nú að halda uppi námi
eftir grunnskólann.“
Hins vegar sagði Magnús, að
fyrir haustið 1978 yrði að koma
þessum málum á hreint og þar
væri stefna sveitarfélaganna sú,
að allt skólahald eftir grunnskóla
yrði rikisins verkefni, en i frum-
varpinu um framhaldsskólalög er
stefnan sú, að allt nám milli
grunnskóla og háskóla verði sam-
eiginlega rekið af ríki og sveitar-
félögum, þar á meðal mennta-
skólar og aðrir sérskólar, sem
ríkið hefur kostað að öllu leytf og
mun gera í vetur samkvæmt
framangreindum upplýsingum
Birgis Thorlacius, ráðuneytis-
stjóra.
— Lyf úr
blómafræi
Framhald af bls. 1.
var öflug hindrun gegn blóð-
tappamyndun, jafnvel þótt það
væri aðeins tekið i mjög litlu
magni, 80 milligrömm eða svo.
Tilraunir hafa fram til þessa
verið gerðar í tilraunaglösum, á
öpum og mönnum og hefur
sami árangur náðst á öllum
þessum þremur sviðum. Dr.
Sim telur að efnið megi nota,
sem fæðuviðbót hjá sjúkl-
ingum, sem hætt er á að fái
hjartablóðtappa. Þetta gæti
þýtt, að mjög yrði hægt að
draga úr hættu á blóðtappa án
þess að sjúklingurinn þvrfti að
breyta lífsvenjum sínum veru-
lega hvað snertir fæðu og dag-
legar athafnir. Hann gæti borð-
að þann mat sem hann vildi og
gert það sem hann vildí með
hjálp lvfsins.
Hnitmiðuð tveggja daga námskeið um arðsemi og áætlanagerð þar sem:
- fjallað er um leiðir til að auka arðsemi atvinnurekstrar
- byggt er á reynslu af ráðgjöf í íslensku athafnalífi
- notuð er einföld og skýr framsetning
- efnið kemur hvers konar atvinnurekstri að gagni
dags. staður í samráði við
14.-15. maí 1977 20.-21. maí 1977 4- 5. júní 1977 Hvolsvöllur Akureyri Selfoss ísafjörður Stjórnunarfél. Norðurlands JC Selfossi
Þátttaka tilkynnist samstarfsaðila á hverjum stað eða til Hagvangs hf. sími 2 85 66
Hagvangur hf. hefur um árabil annast rekstrarráðgjöf fyrir
fjölmörg íslensk atvinnufyrirtæki og unnið að hagrannsóknum
fyrir samtök, fyrirtæki og opinbera aðila.