Morgunblaðið - 15.05.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
27
Smíðum Neon- 09 plastljósaskilti.
Einnig ýmiss konar hluti
úr Acríl plasti.
Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, Sími 43777
Jasmin
Grettisgötu 64
hann hafi að baki nokkurra ára
starf í stúdíóum í Englandi, þá
liði langur tími þar til hann
kæmist i svipaða aðstöðu og hann
hefur hér, að vera aðalupptöku-
maður i fullkomnu 24 rása
stúdíói. Jónas R. er að verða
annar aðalupptökumaðurinn.
Hann ,,datt“ inn i starfið af
tilviljun, hafði enga merintun eða
reynslu á þessu sviði, utan þess
sem hann hafði lært sem áhorf-
andi á þeim tlma, er hann söng
sjálfur inn á plötur með hljóm-
sveitum og starfaði við gerð sjón-
varpsþátta. Þá vinnur Jön Þór
Hannesson hlutastarf við upptök-
ur og hann hefur einnig umsjón
með rekstrinum.
Nú vaknar sú spurning hvers
vegna Jón Þór starfi ekki meira
en raun ber vitni að upptökum,
nú þegar gamall draumur hans
hefur loksins rætzt. „Það er voða-
lega lýjandi og þrevtandi starf að
vinna við poppupptökurnar og ég
hreinlega treysti mér ekki til þess
að hafa það að aðalstarfi. Það
endist enginn í slíku starfi nema í
10—15 ár með þessu vinnuálagi.
Þá er betra fvrir okkur að vera
með menn i þessu sem eru með
töluverðan áhuga á þessari tón-
list. — Ég hef einnig annað starf
sem ég tel jafnþýðingarmikið og
það er að vera í umsjón og stjórn-
un fyrirtækisins ásamt Sigurjóni.
Ég hlevp svo i skarðið í upptökum
með kórum og sigildri tónlist, þvi
að ég tel mig hafa meiri revnslu á
þvi sviði en hinir og ég hef meira
gaman af að fást við þá tónlist. “
Sigurjón Sighvatsson er fram-
kvæmdastjóri stúdíósins, sér um
fjármál og bókanir. Garðar
Hansen aðstoðar við upptökur og
Baldur Sigurðsson i Hljóðvirkjan-
um sér um viðhald tækjabúnaðar,
en hann vann um þriggja vikna
skeið við uppsetningu tækjanna
með erlendu sérfræðingunum. Þá
kemur hönnuður stúdíósins, John
Storvck, hingað til lands á
þriggja-fjögurra mánaða fresti
ásamt tæknifræðingi og þeir fara
vfir tækjabúnaðinn, setja upp nv
tæki o.s.frv.
0 Stöðugt bætast
ný tæki við
Þvi að enn er verið að bæta við
tækjum i stúdíóið og líklega verða
aðstandendur þess seint fullkom-
lega ánægðir með búnaðinn, þvi
alltaf er eitthvað nýtt að koma til
sögunnar. Framfarirnar eru örar
i þessari grein. Síðast er John
Storvck og tæknifræðingur komu
til landsins fvrir nokkrum vikum
komu þeir með sérstök tæki til að
fínstilla hljómburðinn i stjórn-
herbergi stúdiósins og einnig
unnu þeir að uppsetningu nýrra
tækja fvrir hálfa þriðju milljón
sem Hljóðriti hf. hafði verið að
panta. Nú er fjárfestingin í
stúdióinu farin að náigast 50 mill-
jónir, ef allt er reiknað á gildandi
verðlagi í dag og stúdíóið er ekki
farið að skiia eigendum sínum
neinum arði, heldur hafa þeir lát-
ið allan ágóða og allar afskriftir
renna til kaupa á nýjum búnaði.
,,Við verðum að gera þetta,“
segir Sigurjón. „Við getum ekki
sagt: Þetta er nógu gott, það er
hvort sem er orðið of dýrt fvrir
hljómlistarmenn að fara út og
taka upp, og nú getum við farið að
græða. — Við erum sjálfir að taka
upp plötur hér og þekkjum þetta
bezt.“
Og nú eru þeir líka með áætlan-
ir um að færa út kvíarnar, stækka
við sig. Þeir hafa í hyggju að
leigja hinn helming hæðarinnar
til að koma þar upp tveimur æf-
ingastúdíóum, hlustunarherbergi
og gevmslu.
„Við höfum orðið varir við
það,“ segir Sigurjón, „að fólk hef-
ur oft mjög litinn æfingatima að
baki þegar það kemur í stúdíóið.
Þetta veldur töfum og við höfum
tekið talsverðan hluta af þeim
skaða á okkur. Það er þvi hag-
kvæmara að koma upp, ódýru æf-
ingastúdíói en að láta fólkið æfa
sig i dýru upptökustúdíóinu sem
margir biða eftir."
% Álagningin minni
en erlendis
Og þá er það fjármálahliðin. Nú
kostar klukkustundin í stúdióinu
10.500 krónur, sem er mun lægra
gjald en tiðkast hjá sambærileg-
um stúdíóum erlendis, en íslenzk-
ur markaður er smár og heldur
verðinu því niðri. Að sögn Sigur-
jóns eru stúdió erlendis gjarnan
rekin með 100% álaghingu, en
hér er álagningin innan við 20%.
Verðlagningín er miðuð við, að
það þurfi 250—300 selda tíma á
mánuði til að standa undir kostn-
aði, en stúdiöið hefur komizt upp
í 400 stundir, „en það var geð-
veiki,“ segir Sigurjón. „Við vild-
um ekki vinna svo mikið, en út-
gefendur platnanna voru svo
óraunsæir. Þeir pöntuðu 100 tíma
fvrir eina plötu, en þurftu
kannski 150—200. Og við revnum
að þjóna viðskiptavinunum."
En þrátt fvrir mikla notkun
stúdiósins koma ekki eins margar
krónur i kassann og ætla mætti.
Ef mikið er að gera, þá fást tvær
bókanir á dag að jafnaði, 16 timar.
En þar af eru aldrei meira en
10—12 tímar virkir. Það tekur
tima að setja upp hljóðfærin og
koma sér af stað og stúdíóið hefur
aldrei reiknað þann tíma með.
„Við þekkjum alla viðskiptavin-
ina og það er ógurlega erfitt að
vera grimmur i þessum efnum.
Við höfum revnt að vera sann-
gjarnir," segir Sigurjón ennfrem-
ur.
En eftir því sem fjárfestingin
evkst, þá þarf nýting stúdíósins
að batna og eins og áður sagði
hafa eigendur Hijóðrita gert ráð
fvrir því að reyna að laða erlenda
viðskiptavini að. Litið hefur þö
verið gert i þeim efnum ennþá, en
nú er verið að útbúa kvnningar-
bækling um stúdióið og á næst-
unni kemur grein um stúdíóið i
einu stærsta blaðinu um stúdíó-
málefni sem gefíð er út í Banda-
rikjunum. Heitir það Recording
— Engineer — Producer og
greinina skrifar blaðakonan
Deborah Rothstein, en hún er eig-
inkona tæknifræðingsins Theo-
dore Rothstein, sem er aðalupp-
tökumaður Bearsville Studios í
New York-ríki og stjórnandi fvrir-
tækis em nefnist ROR Audio Re-
search. Þau hjónin komu hingað
til lands með John Storvck fvrir
nokkrum vikum og safnaði
Deborah upplýsingum um stúdíó-
ið á meðan maður hennar vann að
stillingum og uppsetningu tækja.
0 Genesis og Clapton
Þegar bæklingurinn og greinin
hafa birzt, er ætlun eigenda
Hljóðrita að vinna að því að afla
viðskiptavina erlendis. En hvað
kemur út úr því veit enginn. Þó
hafa þegar borizt fvrirspurnir um
stúdíóið frá þekktum listamönn-
um, bæði frá hljómsveitinni Gen-
esis og frá stórstjörnunni Eric
Clapton, en hvort þessir aðilar
hafa i hvggju að nota sér stúdíóið
er ekki vitað. Eins og áður sagði
er timagjald stúdíósins mun
lægra en gerist erlendis og vrði
því ekkert dýrara fvrir útlend-
inga að taka upp hér en erlendis,
þótt þeir þurfi að borga ferðir og
uppihald að auki.
í þessu sambandi má geta þess
að þeir erlendu hljómlistarmenn
og upptökumenn sem hingað hafa
komið og unnið i stúdiöinu eru
allir á einu máli um að þetta
stúdíó sé mjög gott og fvllilega
sambærilegt við mörg þekkt
stúdió erlendis.
Og þá vaknar að lokum sú
spurning, hvort stúdíóið sé
kannski of fullkomið fvrir
islenzka hljómlistarmenn. Jón
Þór er þeirrar skoðunar:
„Nú tel ég okkur vera komna á
undan tónlistarmönnunum og nú
! þurfa þeir að sýna hvað í þeim
býr. Þetta þarf að haldast i hend-
ur, stúdíóið og búnaður þess og
geta tónlistarmannanna, annars
, er fjárfestingin ekki til neins
gagns. — Það sem er að hér er að
enginn þessara stráka sem hafa
tónlistina að atvinnu tekur starfið
nógu alvarlega. Þetta er þeim
bara hobbí eða stundargaman.
Þess vegna eigum við ekkert af
góðum „sessionmönnum", mönn-
um sem aðstoða við undirleik á
hljómplötum eftir pöntunum. Ef
hingað kæmu erlendir listamenn
til að taka upp plötur, þá vrðu
þeir að taka með sér erlenda að-
stoðarmenn eða að láta sér nægja
að taka upp hluta undirleiksins
hér og ljúka verkinu erlendis.
Sumir menn hér mæta seint og
illa í upptökur, láta kannski ekki
sjá sig og þá þarf að vera að
sendast um allar trissur eftir
hljöðfæraleikurum. — Nei,
stúdióið er alveg nógu gott, en
það er bara tónlistarumhverfið, ef
svo má segja, sem ekki hæfir þvi,“
segir Jón Þór að lokum.
Jónas R, hefur einnig sina skoð-
un á þessu efni: „Síðan plata Bitl-
anna, „Sergeant Pepper's". kom
út, hefur hljómplatan verið leiðin
til fullkomnunar á poppinu. Það
er sama hvar er, menn vilja alltaf
vinna að þvi að ná bezta árangri
og láta sér ekki nægja það næst-
bezta. Við íslendingar eigum
ekkert síður skilið að hafa það
bezta en einhverjir náungar úti i
Kaliforníu. Þess vegna er stúdióið
ekkert of gott fvrir Islendinga."
—sh.
Vorum að taka upp margar gerðir af skyrtum,
blússum, mussum, og kjólum úr indverskri
bómull á mjög hagstæðu verði. Einnig
bómullarefni og silkislæður í miklu úrvali.
Austurlenska listmuni tilvalda til tækifærisgjafa
fáið þér í
Jasmin Grettisgötu 64
(horni Barónsstígs og Grettisgötu)
D0DGE RAMCHARGER
Seljum í dag Dodge Ramcharger árgerð 1975
m. sjálfskiptingu, vökvastýri, 318 cm. vél 16“
felgur. Fast mismunadrif ásamt fleiri gagnleg-
um útbúnaði. Teppi í sérflokki — Ekinn aðeins
1500 km.
Til sýnis mánudaginn 1 6. maí.
Vökull h.f.
Ármúla 36,
símar 84366 og 84491.
Orginal kúpplingar
®naust ht
Sími: 82722.
B0RG.BECK
—-1-1-r-rrrr.rrrir—rfr rrn.r^— rciriTrrrrrrnr^iT m .... mi II. .----a — ,-,-1— - rr***rfi