Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
Ragnheiður Jóns-
dóttir fgmun skóla-
stjóri — Minning
Andlát manns hlýtur ævinlega
aó vera timamót í einhverjum
skilningi og þegar i hlut á ein-
staklingur, er veitt hefur fjölda
ungmenna handleiðslu áratugum
saman fer ekki hjá því, að margir
úr þeirra röðum staldra við og
hugleiða hversu samfylgdinni var
háttað.
Lát Ragnheiðar Jónsdóttur,
fyrrverandi skólastjóra Kvenna-
skólans í Reykjavík, orkaði með
þessum hætti á hugi þeirra
kvenna, er fylla hópinn sem sett-
ist í 1. bekk kvennaskólan's haust-
ið 1938 og var þar síðan meira og
minna við nám til vorsins 1942, að
hún útskrifaði nemendur í fyrsta
sinni sem skólastjóri. Forveri
Ragnheiðar við stjórn skólans,
Ingihjörg H. Bjarnason, féll frá í
oktöber 1941 og kom í hlut Ragn-
heiðar að taka við skólanum, en
hún átti þá að baki nær þriggja
áratuga kennslustarf þar.
Þegar Ragnheiður lét af störf-
um fyrir aldurs sakir, árið 1959,
átti hún framundan æviskeið,
sem mörgum reynist örðugt að
horfast í augu við, þótt umvafnir
séu fjölskyldu. Hvort Ragnheiði
varð þetta tímabil ævinnar með
einhverjum hætti seinsóttara en
öðrum, skal ekki dæmt um, en
nákomin skyldmenni átti hún
engin, sjálf hafði hún ekki gifst
og eignaðist ekki afkomendur. Á
möti kom í einhverjum mæli, að
nemendur hennar margir áttu þvl
láni að fagna, að eignast vináttu
hennar og guldu við sinni.
Ragnheiður mætti þessum
árum með vakandi huga,
skipulagði tíma sinn eins og
endra nær, fyllti dagana með til-
tækri athöfn og sótti sér styrk í að
bregða ekki vana sínum. Hún
veitti í lengstu lög viðnám elli-
hrörnun, andlegri og líkamlegri,
af kjarki er svipar til forföður
hennar Skúla fógeta, en Skúli
Thorarensen, læknir á Móeiðar-
hvoli, móðurafi hennar, var dótt-
ursonur Skúla Magnússonar.
Daglegar gönguferðir, mislang-
ar en markvisst útmetnar eftir
veðri hvern daginn, þreytti hún
fram á síðasta ár og mátti iðulega
sjá hana stansaða á götu af konum
á ýmsum aldri, þar voru fyrrver-
andi nemendur að heilsa kennara
sínum. Dagstund á heimili henn-
ar. en hún bjó lengst af út af fyrir
sig í eigin húsi, opinberaði að
býsna margir inntu eftir líðan
hennar simleiðis og þessi tengsl
mat hún ofar flestu — þvi vissu-
lega getur einmanakenndin orðið
áleitin þeim, er þegar á unga aldri
mega sjá á bak ástvinum sínum
eins og var hlutskiptí Ragnheiðar.
Það var á útmánuðum i ár, að
ljós hætti að loga í gluggum henn-
ar að Tjarnargötu 49 og við eftir-
grennslan var auðsætt að nú var
henni á kné komið. Eftir harða
lokasennu milli lífs og dauða í
Landspítalanum, sem hún á sin-
um tíma átti hlut í að reisa, urðu
loks þáttaskil, sem valda þvi að
við nemendur hennar lítum yfir
farinn veg.
A vordögum 1938 þreytti hópur
unglingsstúlkna inntökupróf við
Kvennaskólann i Reyljavík. Fæst-
ar þeirra höfðu sést fyrr, en þær
hafa varla sleppt hendi hver af
annarri þau 35 ár, sem liðin eru
siðan þær fóru vonglaðar út um
dyr skólans, með fyrstu skólaslita-
ræðu Ragnheiðar Jónsdóttur í
huga. Hún sleppti heldur aldrei
hendi af þessum hópi, sem varð
með sérstökum hætti hennar hóp-
ur, hún mælti sér á stundum mót
við og það gladdi hana að einmitt
þessi hópur hélt saman.
En okkur, sem teljum þar innan
hirðar er fullljóst að það er ekki
einungis sem kennari, að Ragn-
heiður hefur auðgað líf okkar.
Fyrir utan þá kröfu, sem hún setti
okkur, að vera ævinlega af-
dráttarlausar, að taka afstöðu til
manna og málefna. að fylgja af-
sföðú’ ök'kar'éftlf til hiris'ífrasfá"'
og hirða ekki um hvort við yrðum
vinsælar af — þá fékk hún okkur
til eignar þá verðmætu lífs-
reynslu, sem felst i því að hafa
kynnst einstaklingi, er áræddi að
sniðganga staðlað mannlífsmót
samtímans. Ragnheiður kappkost-
aði að halda sínum per^ónulegu
einkennum, leyndi þeim ekki og
vald aldrei auðveldustu leiðina til
úrlausnar mála, heldur þá sem
sannfæring hennar og réttlætis-
kennd buðu. í hita augnabliksins
gátu orðið særindi milli nemenda
og kennara, sem þegar frá leið,
viku hjá flestum, fyrir feginleik
yfir að hafa hlotið ögun í stað
undansláttar á mótunarárum í
skóla.
Ótal atvik koma í hugann, ekki
öll stórfelld, en þegar i einn stað
eru komin gefa sterka heildar-
mynd af uppeldislegum markmíð-
um og þjóðfélagslegum viðhorf-
um, sem e.t.v. hafa þokast til hlið-
ar í seinni tíma.
Á þriðja eða fjórða degi í skóla
standa fáeinar námsstúlkur ráða-
lausar í fataherberginu og finna
ekki kápur sínar. Allir aðrir eru
þotnir burt að loknum skóladegi,
en þær standa eins og illa gerðir
hlutir með töskur sínar í hend-
inni. Ragnheiður á leið hjá og
spyr hvort eitthvað sé að, fyrst
þær séu ekki farnar eins og hinar.
Henni eru tjáð vandkvæðin og
hún spyr hvort ekki sé ráð að fara
til forstöðukonunnar í skrifstofu
hennar. Eftir nokkurt hik verður
það úr og útundan sér sjá nem-
endurnir að yfirhafnirnar Iang-
þráðu liggja þar á stóli. Þær
höfðu ekki tollað á snögunum, var
sagt, af því að hankarnir voru
slitnir, en gjörið svo vel að taka
þær. Þeir nemar, sem þetta upp-
lifðu létu slíkt ekki henda sig
aftur.
Nemandi stekkur í loftköstum
eftir miðjum stiganum milli hæða
í skólahúsinu, Ragnheiður sér það
og segir hvasst: „Hvað er að sjá
hvernig þéi farið stigann?" Nem-
andanum bregður, hægir á sér og
heidur að nú sé vel. „Vitið þér
ekki, að farið er hægra megin upp
og vinstra megin niður, þannig
slitnar stiginn jafnt og umferð
um húsið verður auðveld."
Margir nemar máttu una því að
verða að opna og loka dyrum eða
gluggum upp aftur og aftur, uns
viðunandi árangri var náð i þeirri
athöfn þ.e. að ekki yrði hark af.
Ragnheiður kenndi landafræði
og sögu og var kennslan ákaflega
lifandí hjá henni. Hún hélt nem-
endunum vel að efni m.a. með því
að koma þeim stöðugt á övart með
kröfu um að þeir fylgdust með
utan skóla í þeim fögum, sem hún
kenndi. Fyrirvaralausar spurn-
ingar úr atburðum líðandi stund-
ar, settir í samhengi við efni
kennslubókanna, gerðu að verk-
um að flestir nemenda unnu það
fyrir að hlusta á fréttir og fylgjast
með þjóðmálum. til þess að standa
ekki á gati í kennslustund.
Fyrir utan þekkingu úr bókum
lagði Ragnheiður mikið upp úr
hagnýtri kunnáttu, er að gagni
hiættl verða í daglegu lífi, hvers
kyns verkkunnátta átti mjög upp
á pallborðið. Undirrituð þurfti
eitt sinn, svo gott sem í miðri
Evrópu í landafræðitíma, að
standa skil á hvernig kjötsúpa
væri matreidd. Lítið varð um
svör, hafði aldrei leitt hugann að
þvi og var send í sætið með þá
niðurlægandi játun á vörum að
hafa lagt mér mat til munns, án
þess að hafa hugmynd um tilurð
hans. Næsta stúlka sem tekin var
upp gat tíundað út i æsar hvernig
rétturinn var tilreiddur, enda
hlaut hún fágæta sumarvinnu hjá
Ragnheiði í sumarbústað hennar
við Þingvallavatn næsta sumar.
Þar dvaldi einnig Ingibjörg H.
Bjarnason og miðluðu þær henni
ótæpt ýmsum fróðleik, allt sumar-
ið. Þessi stúlka hefur sagt, að þótt
tímabundin óþægindi hafi verið
að gera þessum heiðurskonum til
hæfis sumarlangt og reyna að
svara af viti, þegar spurt var, þá
hafi langtima ávinningur orðið
margfaldur, því Ingibjörg og
Ragnheiður voru víðförular og
menntaðar konur.
Virðing fyrir verðmætum, and-
legum eða veraldlegúm, voru
aðall Ragnheiðar. Þeir nemar,
sem voru fulltrúar bekkjadeilda
sinna á árlegum fundi um úthlut-
un styrkja úr Systrasjóði, með
Ingibjörgu og Ragnheiði, þar sem
teknar voru fram bankabækur,
skoðaðir reikningar sjóða, ígrund-
aður höfuðstóll og spáð í Vexti,
fengu einfalda en staðgóða til-
sögn í fjármunavörslu, bankavið-
skiptum og ávöxtun fjár.
Ábyrgð í meðferð opinbers fjár
var mjög rík hjá Ragnheiði og
hún lét þau orð falla, eftir að
Kvennaskólinn í Reykjavík varð
ríkisskóli árið 1947, að hún vildi
ekki sækja meira fé í opinberan
sjóð en nauðsyn krefði, það gilti
sama og að fara í vasa nágranna
síns. Ef það bar til, að hún
hringdi einhverra erinda til fólks,
þegar það var við vinnu, talaði
hún mjög stutt og endaði gjarnan
samtölin á þessa leið: „Ég tala
ekki lengur við yður núna, þér
eruð upp á kaup,“ Að teljast til
vina Ragnheiðar þýddi i raun
annað hvort eða, fátt var þar á
milli og gat leitt til þess að ekki
entust öll tengsl hennar við fólk
ævina út, slíkt er nær óhjákvæmi-
legt afleiðing svo tíðrar kröfu.
Réttlætiskennd Ragnheiðar
sagði oft sterkt til sin og hún tók
málin gjarnan i sínar hendur. Eitt
sinn bauð hún tveimur náms-
meyjum til sín í sumarbústaðinn
til nokkurra daga dvalar. önnur
þeirra var úr stórum systkinahópi
og hafði ekki verið mulið undir
hana, en hin var-einbirni af efn-
uðu heimili og hafði ekki dýft
hendi i kalt vatn eins og kallað er.
Meðan á dvölinni stóð mátti su,
sem var einbirni bera inn kol, út
ösku og skúra gólf, meðan Ragn-
heiður lét hina sitja á taii við sig,
ganga úti með sér og lesa bækur.
Heimboð til Ragnheiðar hófst
gjarnan með símtali á þessa leið:
„Nú sleppið þér kaffitimanum á
vinnustað í dag, hættið þeim mín-
útunum fyrr og drekkið síðdegis-
kaffi hjá mér.“ Slíku boði varð
ekki hafnað, hún ætlaðist til að
það væri þegið og móttökur voru
höfðinglegar. Undir borðum fór
fram miðlun eins og endranær,
erfitt var að standast prófin um
hvaða kryddjurtir eða víntegund-
ir hún hefði notað til bragðbætis
mat eða kökum.
Seinasta slika boðið hjá henni
var daginn eftir að hún varð 85
ára. Við sátum tvær yfir veislu-
borði og undrunarvert var hversu
nákvæmlega hún hafðí fylgst með
mörgum nema sinna, makavali
þeirra, hverrar ættar eiginmenn-
irnir voru og hvernig börnum
þeirra fleygði fram. Hún rifjaði
upp frá fyrstu árum sínum í
Reykjavík, er fjölskyldan var ný-
flutt til bæjarins og hún var send
að kaupa rabbabara eða aðra
jarðarávexti til höfðingjanna í
Grjótaþorpi. Hún sagði frá einni
höfðingskonu, er ævinlega lét
hana, telpuna, finna að hún var
aðflutt úr sveit og að þessi kona
seinna varð undir Ragnheiði sett í
skólastarfi. „Ég lét hana aldrei
gjalda þess“, sagði Ragnheiður,
„Það er lögmál að hinir síðustu
verða fyrstir."
Hún hugleiddi þarna hálfníræð,
hvernig því viki við, að inn í skól-
ann streymdu stöðugt nýir og nýir j
árgangar hæfileikaríkra ung- [
meyja, reynt að koma þeim til j
þroska, en eftir nokkur ár er eins j
og þeirra sjái hvergi stað. „Mér i
finnst litið hafa miðað síðan 19.
júní 1915. Við, sem þá lögðum allt
undir til að ná kosningarétti og
kjörgengi erum sumar hverjar
vonsviknar."
Nemendahópurinn, sem Ragn-
heiður Jónsdóttir útskrifaði fyrst-
an hefur nær óskertur fylgt henni
seinasta spölin. Ihugum flestra er
hljóð þökk fyrir frábæra leiðsögn.
Okkur er öðrum fremur ljóst, að
við nutum Ragnheiðar er hún stóð
á hævi sinnar, á meðan hún var
kennari, áður en stjórn skólans
tók að íþyngja henni.
Björg Einarsdóttir.
Frk. Ragnheiður Jónsdóttir,
fyrrum skólastjóri Kvenna-
skólans i Reykjavík, lést í Land-
spítalanum þann 7. mai, eftir |
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Frk. Ragnheiður Jönsdóttir var
fædd 8. október, 1889, að '
Vestri—Garðsauka i Rangárvalla-
sýslu. Faðir hennar var Jón
hreppstjóri Árnason, sem fluttist
til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu
sinni árið 1897 og andaðist þar 10.
mars, 1910. Foreldrar Jóns voru
Árni Árnason og Elín Jakobs-
dóttir, sem bjuggu að
Vestri—Garðsauka. Móðir Ragn-
heiðar var Sigríður, dóttir Skúla
læknis Thorarensen á Móeiðar-
hvoli, en hún lést 22. apríl 1905.
Börn þeirra Jóns og Sigríðar voru
Elín, fædd 1886, dáin 1915 Ragn-
heiður skólastjóri, og Skúli
fæddur 1892, útgerðarmaður i
Reykjavík, sem dó á miðjum
aldri. Skúli faðir Sigriðar var al-
bróðir Bjarna Amtmanns og
skálds Thorarensen, en foreldrar
þeirra voru Vigfús Þórðarson,
sýslumaður, að Hlíðarenda, og
Steinunn Bjarnadóttir Pálssonar
landlæknis.
Frk. Ragnheiður hlaut miklar
gáfur og þá eiginleika i vöggu-
gjöf, sem hæfðu starfi hennar,
hún var kona starfsorku og starfs-
löngunar, og varð þeirrar náðar
aðnjótandi að halda heilsu sinni
fram á elliár og henni hlotnaðist
sú gæfa að sjá æfistarf sitt bless-
ast. Ragnheiður stundaði nám við
Kvennaskólann i Reykjavík á
árunum 1907—1909 og við
Statens Lærerhöjskole i Kaup-
mannahöfn 1911—1913, var hún á
þeim árum í einkatimum hjá
Boga Th. Melsted i íslandssögu.
Árið 1913 gerðist hún kennari
við Kvennaskólann og tók þar við
skólastjórn 1941 og helgaði hún
skólanum alla sína starfskrafta
þar til árið 1959 að hún lét af
skólastjórn fyrir aldurs sakir, 70
ára gömul, og hafði hún þá stjórn-
að skólanum i 18 ár með röggsemi
ogprýði.
Frk. Ragnheiður var frábær
kennari, hún kunni þá list að
vekja áhuga nemenda sinna á
námsefninu, svo að flestar náms-
meyjarnar hlökkuðu til kennslu-
stundar hennar. Hún kenndi sögu
og landafræði, en ekki einungis
eftir kennslubókinni, heldur fór
hún með nemendur sína út um
heima og geima og hafði það fyrir
sið á hverjum vetri að stefna
stúlkunum saman á heiðskíru
vetrakveldi suður á Mela og sagði
þeim nöfn á ýmsum stjörnum
himinsins. Einnig fór hún með
námsmeyjarnar á björtum vetrar-
degi upp á Öskjuhlið, þar sem
hún kenndi þeim nöfn fjalla og
ýms örnefni í nágrenni Reykja-
víkur.
Ragnheiður Jónsdóttir gerði
miklar kröfur til nemenda sinna,
hún brýndi fyrir þeim, að þær
væru komnar í skólann til þess að
læra og menntast og búa sig sem
best undir lífið. Ragnheiði var um
það hugað, að námsmeyjarnar
mættu :uðgast af þekkingu og
þroska, svo að það mætti á þeim
sannast „að I sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna“.
Frk. Ragnheiður gerði strangar
kröfur til sjálfrar sín og var hún
vakandi og sofandi í starfi sinu
fyrir velferð skólans og nemenda
hans og vissi ég til þess, að hún
hjálpaði efnilegum stúlkum, sem
sökum fjárskorts áttu erfitt með
að stunda nám í skólanum. Hún
kunni þá fögru list að veita hjálp
og uppörvun í kyrrþey, henni
voru það hin bestu laun, að
Framhald á bls. 24.
f
og rakar
SlðBP allfc ú
0 1 LAWN - BOY
* Létt, sterk.ryðfrí
* Stillanleg sláttuhæð
* Slær upp að húsveggjum og út fyrir kanta
Sjálfsmurð, gangsetning auðveld
* Fæst með grassafnara
« <=i5
Garðsláttuvél
V
Garðslattuvel K Hhn up
hinna vandlátu n nr