Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 V-Þjóðverjar hafa veitt 2.576 tonn af ufsa hér síðustu fimm mánuðina „SAMKVÆMT þeim tölum, sem ég hef fengið frá hafrannsókna- stofnuninni f Hamborg og ég tel enga ástæðu til að vefengja, þá hafa vestur-þýzk skip veitt 2.576 tonn af ufsa á Islandsmiðum frá desember 1976 til loka aprfl sfðastliðins", sagði Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsókna- stofnunarinnar, er Mbl. leitaði til hans í gær vegna þeirra skoðana, sem fram komu f viðtölum blaðs- ins við útgerðarmenn og sjómenn f Þorlákshöfn, að ufsi hefði ekki sézt f afla þeirra f vetur og að ástæðan væri ufsaveiðar vestur- þýzkra skipa. Jón Jónsson sagði, að á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins hefði í febrúar sl. verið haldin ráðstefna um ufsastofnana i Atlantshafi. Heildarufsaaflinn í Norðausturatlantshafi hefur verið nokkuð stöðugur undan- farin sex ár, á bilimu 636.000 tonn 1972 upp í 710.000 tonn 1974. Hafa allir ufsastofnarnir verið frekar stöðugir, nema sá íslenzki, en við ísland hefur ufsaveiðin farið stöðugt minnkandi. Hún var mest 137.000 tonn 1971, en var 79.000 tonn á síðasta ári. Sagði Jón, að fiskifræðingar teldu þessa minnkun stafa af líf- fræðilegum þáttum, sem væru or- sök þess, að undanfarið hefðu veiðar byggzt í lélegum árgöng- um. Þá sagði Jón, að mjög miklar sveiflur væru í ufsagöngum og að því leytinu væri ufsinn dálítið sér á parti, að hann ætti það til að ganga milli landa, líkt og síldin. Þannig sagði Jón að dæmi væru þess, að heilir árgangar hefðu horfið af Islandsmiðum og gengið til Noregs og svo hefðum við aftur fengið ufsagöngur frá Færeyjum og Noregi. Jón Jónsson sagði, að af ufsa- stofnunum í Atlantshafi væri nú áberandi minnst sókn í smáufsa við ísland. Við værum komnir Framhald á bls. 18 Rannsóknarlög- regla ríkisinsr Margir hafa sótt um UMSÓKNARFRESTUR um stöð- ur lögreglumanna og fulltrúa við hina nýstofnuðu Rannsóknarlög- reglu rikisins rennur út í dag. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa langflestir lögreglu- menn við Rannsóknarlögregluna í Reykjavik lagt inn umsóknir. Einnig munu hafa borizt umsókn- ir frá allmörgum almennum iög- reglumönnum á höfuðborgar- svæðinu og víðar. Davíð Baldursson Davíð Baldurs- son kjörinn á Eskifirði TALIN voru atkvæði á skrifstofu biskdrfs í gær í prestkosningu í Eskifjarðarprestakalli er fram fór s.l. sunnudag. Tveir umsækjend- ur voru um prestakallið, séra Kol- beinn Þorleifsson, Reykjavík, og cand. theol. Davið Baldursson, Reykjavík. Á kjörskrá voru 1011, þar af kaus 621 og Davíð Baldurs- son hlaut 534 atkvæði, en séra Kolbeinn Þorleifsson 76. Auðir seðlar voru 11 og kosningin er lögmæt. Grænlenzkur f járbóndi í heimsókn KUNNUR grænlenzkur fjár- bóndi, Job Egede frá Görðum í Einarsfirði, er nú i heimsókn hér á landi í fyrsta sinn ásamt konu sinni, en sonur þeirra, Andrés Egede, hefur dvalið á Hesti í Borgarfirði siðan i haust til þess að kynna sér sauðfjárrækt á íslandi. í sam- tali við Andrés i gær, sem talar islenzku eftir dvölina hér, sagði hann að faðir sinn hefði á þriðja hundrað fjár i Einars- firði, en alls eru um 200 fjár- bændur á Grænlandi með 15—18 þús. kindur. Andrés lét vel af dvölinni á íslandi og kvað miklu betra að vera hér en í Danmörku, það er reyndar svipuð stemmning yfir mannlífinu á íslandi og Suður-Grænlandi, sagði hann. Andrés sem er 21 árs, kvaðst halda aftur til Grænlands í júní og þá lægi fyrir að huga að fjárstofni föður hans. Herjólfur að nálgast Eyjar Miklir flutningar med Herjólfi MJÖG miklir flutningar hafa verið með Herjólfi milli lands og Eyja síðustu daga og í gær var t.d. fullskipað á bílaþilfari báðar leiðir, eða um 40 bilar i hvorri ferð. i fyrsta skipti síðan Herjólfur kom til landsins var ekki hægt að flytja alla bila sem voru mættir til skips, þvi skilja varð einn bíl eftir í Eyjum í gærmorgun. Þá hafa verið miklir vöru- flutningar með skipinu og t.d. var flutt vin í einum gámi til Eyja i gær að söluvirði 37 millj. kr. eða nærri því það sem kost- aði að gera við skipið síðustu mánuði samkvæmt upplýs- ingum Ólafs Runólfssonar framkvæmdastjóra Herjólfs. Vegna mikillar aðsóknar hef- ur verið ákveðið að setja upp aukaferð með skipinu um hvíta- sunnuna, þ.e. á hvitasunnudag, en þá mun skipið fara frá Eyjum kl. 8.15 og frá Þorláks- höfn kl. 13.45. Ólafur kvað viðstöðulausar pantanir berast til Herjólfs frá hópum i sumar, 40—100 manna hópum innlendum og erlendum sem ætluðu að sækja Eyjar heim. Aðspurður svaraði Ólafur því til að verið væri að ganga frá öllum reikningum vegna við- gerðarinnar á Herjólfi, þeir yrðu síðan lagðir fyrir norsku aðilana til greiðslu og mun þá koma i ljós hvernig á þeim málum verður tekið. \ BÍIaröð að Herjólfi Hassmálið; Nýr maður í gæzlu- varðhald TÆPLEGA þrítugur maður hefur verið úrskurðaður i allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna rann- sóknar fíkniefnamálsins, sem Mbl. skýrði frá á dögunum, en þar er um að ræða innflutning á nokk- rum kílóum af hassi. Vitað var að maðurinn bjó yfir vitneskju um málið og var hann handtekinn þegar hann var að koma úr sjó- ferð, en hann er sjómaður. Áður hafa þrir menn setið inni vegna rannsóknar þessa máls, en þeim hefur öllum verið sleppt. Sprengi- mottum stolið SEX sprengimottum var stolið um síðustu helgi, en þær voru geymd- ar á mótum Austurbergs og Suð- urhóla í Breiðholti. Hver motta vegur tæpt tonn en slikar mottur munu kosta 110 þúsund krónur. Hér er þvi um að ræða mikil vérð- mæti og eru þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um það hvar motturnar eru niðurkomnar, beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Til að fjar- lægja motturnar þarf krana og bíla og hefur það því varla farið framhjá fólki þegar motturnar voru teknar. o INNLENT Kyngreining í auglýsingum varðar við lög eftir 1. júlí JAFNRÉTTISRÁÐ hefur vakið athygli auglýsenda og fjölmiðla á ákvæðum laga um jafnrétti kvenna og karla, þar sem segir: „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skai standa opið jafnt konum og körlum. i slfkri auglýs- ingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu.“ Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að jafnréttisráði hefur verið falið að sjá um að ákvæðum þess- um sé framfylgt og bendir á að [ 12. grein sömu laga segir, að sá sem af ásettu ráði eða gáleysi brjóti gegn lögum þessum sé skaðabótasky ldur samkvæmt al- mennum reglum. Slfk brot skuli varða fésektum nema þyngri refsing liggi við að lögum. í tilkynningunni kemur enn- Framleiðslan eykst hraðar en neyzlan: Ekki tekizt að nýta 15 til 26,3% af agúrkuframleiðslunni sl. 5 ár FRAMLEIÐSLA á ágúrkum hér á landi hefur á undan- förnum árum vaxið nokkuð ört. Þannig nam heildarfram- leiðslan á árunum 1951 til 1955 um 50 tonnum árlega, á árunum 1966 til 1970 er ársframleiðslan komin upp I um 200 tonn, — 1973 voru framleidd 240 tonn af gúrkum, 1975 nam framleiðslan 317 tonnum og á síðastliðnu ári voru framleidd 322 tonn af agúrkum. Að sögn Þorvalds Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra Sölufélags garðyrku- manna, hefur agúrkuneyzla einnig vaxið en þó ekki nóg til að mæta hinni auknu fram- leiðslu. Þannig hefur ekki tek- izt á síðustu árum að selja til neyzlu eða til niðursuðu milli 30 og 35% af framleiðslunni, þegar hún er mest á vorin og siðari hluta sumars en að með- altali hefur ekki tekizt að nýta 15 til 26,3% eða að meðaltali 20% af ársframleiðslu síðustu fimm ára. — Við höfum reynt að mæta þessari auknu framleiðslu með því að lækka verðið á gúrkunum og þannig seldum við þær fyrir þremur árum á sérstöku kynningarverði. Þetta kynningarverð var helmingi lægra en verðið hefði að öllu eðlilegu átt að vera og var hreinlega langt undir kostn- aðarverði. Þetta dugði ekki til að auka söluna nema um 10 til 12%. Neyzlan hefur að visu aukizt jafnt og þétt en ekki nóg, sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að vandinn væri mestur yfir háuppskeru- tímann á vorin og siðari hluta sumars en framleiðendurnir gætu ekki við sáningu gert sér grein fyrir hver framíeiðslan yrði, því þar kæmu til margvís- legar aðstæður s.s. veðrátta. Fram kom hjá Þorvaldi að ýms- ar leiðir hafa verið reyndar til að nýta þá framleiðslu, sem ekki selst í verzlunum, til niðursuðu og færi jafnan nokk- uð til þess en ekki hefði reynzt unnt að auka það. — Við íslendingar búum ekki við þær aðstæður, sem aðrar þjóðir hafa, að geta komið um- framframleiðslu sinni á markað í öðrum löndum. Við verðum þvi stundum að gripa til þess ráðs að henda nokkru magni. Vissulega væri æskilegt að fólk vildi nýta sér þessa matvöru en framhjá því verður ekki gengið að það lifa engir á því að gefa framleiðsluna, sagði Þorvaldur að lokum. fremur fram, að ráðið hafði ákveðið í upphafi að veita nokkurn aðlögunartima á að framfylgja lögum þessum, þar sem um nýmæli væri að ræða, en nú sé liðið tæpt ár og flestum ætti þvi að hafa gefizt nægilegt svig- rúm til að aðlagast nýmæli þessu. Þeir, er auglýsi eftir 1. júlí nk. þannig að andstætt sé framan- greindu lagaákvæði, geti átt von á þvi, að mál verði höfðað gegn þeim. ítrekar ráðið að það líti á ákvæði þetta sem lið í þeirri baráttu að brjóta niður þá hefð- bundnu starfsskiptingu, er rikt hafi i karla- og kvennastörf og þann launamun sem við það skap- ast. í samtli við Morgunblaðið um túlkun laga þessara sagði Guðrún Erlendsdóttir, formaður Jafnrétt- isráðs, að hún liti svo á að það Framhald á bls. 18 Benzínafgreiðslur olíufélaganna: Loka báða hátíðisdagana BENZÍNAFGREIÐSLUR oliu- félaganna á Reykjavíkursvæðinu verða opnar frá kl. 7.30—21.15 á laugardag en lokaðar á hvíta- sunnudag að vanda og einnig á 2.1 hvítasunnu vegna yfirvinnu- banns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.