Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977
29
.1] w æ
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
r\F i/JArm^-Utá'u i?
Að sinni ætla ég ekki að
orðlengja þetta málefni frekar, en
vil nú bíða svars þíns, og annarra
sem kynnu að vilja svara framan-
greindum spurningum. En ég hef
margt fleira að segja um þetta
efni, og spyr hvort þú viljir Ijá
þessum athugunum frekara rými
i dálkum þínum.
Utvarpshlustandi."
Því er hér til að svara að engin
hafa borizt svörin eða umsagnir
varðandi innihald framangreinds
bréfs, en það er rétt að bíða og sjá
hvort einhver hefur eitthvað við
þetta að athuga. Ef bréfritari
hefur eitthvað annað i poka-
horninu væri heldur ekki úr vegi
að fá að heyra um það, ef vera
mætti að það kallaði frekar á and-
svör en það sem komið er.
ÞeSvSÍr hringdu . . .
0 Sérstök
akrein fyrir
strætisvagna?
Ásgeir Guðmundsson:
— Eg var í fyrra á Spáni og
þar sá ég að sums staðar var sér-
stök akrein fyrir strætisvagnaum-
ferð. Þrjár akreinar voru i hvora
átt og síðan ein sérstök fyrir
strætisvagna og langferðabila og
var hún merkt þannig að enginn
vogaði sér að aka þar nema fyrr-
greindir bilar. Mér var að detta i
hug hvort ekki væri hægt að gripa
til einhverra þannig aðgerða
hérlendis til að leysa þennan
vanda strætisvagnanna, sem
virðist mjög mikill, þ.e. að hafa
þetta í huga i þeirri framtiðar-
skipulagningu sem nú og síðar
mun fara fram á umferðaræðum á
Stór-Reykjavikursvæðinu. Það er
auðvitað ekki hægt að mætast á
þessari sérstöku akrein, en það er
þvi skipulagt þannig að vagnarnir
aka alltaf hringleiðir, en ekki
fram og til baka sömu eða svipaða
leið. Einnig skal minnast þess að
þetta er aðeins gert á miklum
umferðargötum.
Væri ekki hægt að taka
eitthvert tillit til þess arna á
næstu 10—20—30 árum þegar
byggðin færist enn út og umferð
verður sifellt erfiðari á vissum
stöðum?
0 Opnagamla
Kambaveginn?
Guðjón:
— Mér var að detta i hug
hvort ekki væri hægt að opna
aftur gamla veginn um Kambana,
eða jafnvel það af gamla veginum
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti i Le
Havre i Frakklandi, sem nú er
nýlokið, kom þessi staða upp i
skák þeirra Böhms, Hollandi, og
Kochievs, Sovétríkjunum, sem
hafði svart og átti leik.
;
um Hellisheiði, sem hægt er?
Gæti ekki Ferðafélag Islands ýtt á
með þetta eða Vegagerðin sjálf
jafnvel eða þessir aðilar unnið
saman að þessu máli? Þetta finnst
áreiðanlega mörgum skemmtileg
leið að fara og það má að vissu
leyti segja að þessi vegur sé
menningararfur frá fyrri árum
ekki siður en Bernhöftstorfan eða
svo finnst mér að minnsta kosti.—
Það er að mörgu leyti rétt að
gamlir vegir eru oft skemmtilegri
leiðir en þeir nýju, þá er búið að
taka af allar beygjur og króka,
vegurinn er aðeins bein lína þvert
yfir landið. Sjálfsagt eru
fjölmargar leiðir sem þannig væri
hægt að opna að nýju, en það er
hins vegar ekki víst að sjóðir
Vegagerðarinnar leyfi að haldið
sé uppi tvöföldu vegakerfi þar
sem það er ekki alveg lífs-
nauðsynlegt.
0 t sund kl. 7?
Það hafa nokkrir árrisulir
sundkappar hringt og lýst sig fúsa
til að taka undir þá ósk sem fram
kom hér nýlega að sundstaðir
opni heldur fyrr á morgnana en
gert er, t.d. kl. 7. — Það eru
margir, sem þua að mæta 1 i
nuunuunu u kl.8,eagði einn
þeirra og þetta er alltof mikill
sprengur á manni þegar ekki er
opnað fyrr en kl. 7:20 enda er
alltaf komin biðröð 30—40 manns
þegar hleypt er inn á slainu 7:20.
Það er meira að segja komin
bjalla sem gefur merkið. Það
þyrfti án efa ekki allt starfsfólkið
að mæta svo snemma, þvi það er
ekki svo mikið að gera við að opna
og hleypa þessum fyrsta hópi inn,
svo ég held að ekki verði af þessu
mjög mikill kostnaðarauki.
Einnig finnst mér að mætti vera
lengur opið á sunnudögum en til
kl. 15, t.d. þegar gott er veður og
fólk vill gjarnan vera úti við með
börn sin, þá eru sundstaðir einna
ákjósanlegastir, þvi margt fólk
kemst ekki annað og hefur ekkert
annað að fara.
SIGGA V/óGÁ * llLVtm
28.. .Hxh3!, 29. cxb6+ — Kb8, 30.
bxa7+ — Kxa7, 31. Kxh3 —
Hh8+, 32. Kxg3 — Hh3 + !! og
eftir þessa síðari hróksfórn svarts
gafst hvítur upp, því að eftir 33.
Kxh3 — Dh5 + , 34. Kg3 — Dh4 + ,
35. Kg2 (35. Kf3 — Dh3 mát)
Dh2+ verður hann mát. Sigurveg-
ari á mótinu varð Sveschnikov,
Sovétríkjunum með ll'A v. af 15
mögul. Næstír komu landar hans
Kochiev og Beljavsky með 10'/í v.
hvor. Fjórði varð svo júgóslav-
neski stórmeistarinn Matulovic.
með 10 v.
AV Vv/' VÓ tffí NÝ Vfc'tfWA
VINN'bT Vl^ ÍG Vom AQ •
\im v/ó w wtisnóm
MANN V/ÍL'ÍW W'flUtf IH
ViAN/V ^AoA/AS
Ctffá A9 ctU Göfr
(k"
liui rr wAm'Ww*
& % W V<y(0R
\CA0P T/m /S) SplfKM
éirnt"'
— Maðurinn með
hasshundinn
Framhald af bls 11
nokkrum árum voru unnin
skemmdarverk á bílnum mínum
— eitri var hellt inn í húsið mitt
og annar hundurinn, Skuggi, stór-
slasaður... En auðvitað heldur
fólk að ég sé með stórborgar-
hasar, þegar ég skýri frá þessu.
Lengi vel hafði ég hundana i
þvottahúsinu heima hjá mér.
Eina nótt vaknaði ég upp við
hávært gelt og læti. Rauk ég fram
i þvottahús og sé náunga á leið út
um gluggann. Prins sem er í eðli
sínu ljúfur og ræðst aldrei á fólk
var augsýnilega i drápsham.
Hann hafði verið blóðgaður á
fæti, með sprautu get ég mér til
— og ég þurfti að byrja á því að
róa hann meðan náunginn, sem
inn hafði brotist var farinn veg
allrar veraldar. Eftir þetta þorði
ég ekki að hafa hundana í þvotta-
húsinu og flutti þá í kjallara húss-
ins, sem síðar varð þeim til lifs.
Eina nótt varð ég nefnilega var
við einkennilega lykt í húsinu.
Hélt ég fyrst að þetta kæmi frá
frystikistu sem er i þvottahúsinu
og fór þangað fram. Þar hafði
gluggi verið opnaður og
„tetraklór" sýnilega hellt ofan á
ofnana, þvi ég skreið um húsið
með blautan klút fyrir vitunum
og kom börnunum út (Þorsteinn
á sex börn). Tvö þeirra sváfu sam-
fleytt í sólarhring á eftir.
Fyrir þremur árum var brotist
inn i kjallarann eftir að hundarn-
ir höfðu verið fluttir þangað. Síð-
ar þakkaði ég forsjóninni fyrir að
Skuggi var af Scháfer-kyni, þvi
þeirra eðli er ótrúlega grimmt ef
einhver ætlar að rðast á þá. Þegar
ég kom i kjallarann þessa nótt,
var þar allt á rúi og stúi og Skuggi
dró á eftir sé afturlappingar og
var alblóðugur. Fatatætlur og
blóðslettur voru á við og dreif um
kjallaragólfið. En hann hafði
sýnilega borið sigur úr býtum, við
hvern svo sem bardaginn stóð. Á
Skugga þurfi að gera skurðaðgerð
eftir þessi átök.
Ég varð var vió þessa áreitni,
sem kom í bylgjum, þegar ég
hafði komist á snoðir um eitthvað
og einhverjum hefur verið kunn-
ugt um það að nú byggi ég yfir
einhverjum nýjum upplýsingum.
En þetta hefur gengið klakklaust
siðastliðin tvö ár. Um tíma var
ástandið þó þannig, að Kópavogs-
lögreglan stóð vakt fyrir utan hús-
ið hjá mér allan sólarhringinn."
HÞ.
Hjólhýsi til sölu
Sérstaklega vel með farið Eccles Evrópa 455
hjólhýsi til sölu.
Uppl. í síma 81177 milli kl. 1 7 — 1 9.
Til sölu
og afhendingar strax JCB 8D 1 973 vökvabelta-
grafa.
JCB 6C 1969 vökvabeltagrafa. Ámoksturstæki
á Bröyt X2 og X2B.
Góðir greiðsluskilmálar.
Útvega einnig erlendis frá allar tegundir vinnu-
véla og tækja.
Upplýsingar ísima 91-83151.
VERZIUNIN
3 frasteffens
©
r t
5151
Laugavegi 58-Sími 11699