Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 19 Ragnheiöur Hákonar- dóttir—Minningarorð Fædd. 16. ágúst 1901 Dáin. 19. mai 1977 í DAG er til grafar borin Ragn- heiður Hákonardóttir fyrrum húsfreyja frá Reykjarfirði við ísa- fjarðardjúp. Hún var fædd þann 16. ágúst 1901 að Reykhólum á Barða- strönd. Hún var dóttir þeirra sæmdarhjóna Arndísar Bjarna- dóttur og Hákonar Magnússonar bónda þar. Þau hjón áttu margt barna, sem urðu að mörgu leyti eftirtektarverðar manneskjur sakir myndarskapar og dugnaðar í lífi sinu og lyndiseinkunna sinna sem einkenndust af skap- ríki og festu og alveg sérstöku trygglyndi. Nú eru aðeins tvö þeirra Reykhólasystkina á lífi. Oddfriður hjúkrunarkona, sem dvalið hefur mestan sinn aldur í Noregi og lengstum búið i Ála- sundi, en síðustu árin verið öðru hvoru hér heima um styttri eða lengri tíma hjá Ragnheiði heit- inni systur sinni og verið henni geysimikil stoð i erfiðum veikind- um. Hitt systkinanna er Kristinn fyrrv. yfirlögregluþjónn í Hafnar- firði. Snemma fór Ragnheiður úr föðurgarði, því hún giftist eftirlif- andi manni sínum Salvari Ólafs- syni árið 1921 eða aðeins um tví- tug að aldri. í Reykjarfirði var búið rausnar búi. Þar skorti ekki á röggsemi við stjórnun innanhúss hjá Ragn- heiði og Salvar var annálaður at- hafnamaður og dugnaðarforkur hinn mesti. Allt var því stórt í sniðum á þeim bæ og blómgaðist líf þeirra í ánægjulegum samskiptum við góða granna, sem sumir hverjir voru miklir persónuleikar og sömi sveitar sinnar. Þau Reykjarfjarðarhjón áttu sex börn: Þessi eru á lífi: Gróa, ekkja Halldórs Víglundssonar. Hún býr í Reykjavik. Hákon nú bóndi í Reykjarfirði, kvæntur Steinunni Ingimundardóttur. Sigríður gift Baldri Bjarnasyni bónda i Vigur. Arndís gift Júlíusi Jónssyni hreppstj., Norðurhjá- leigu, V-Skaft. Ólafía gift Baldri Vilhelmssyni presti i Vatnsfirði. Hér verður nú farið fljótt yfir sögu. Þegar Hákon Salvarsson tók við búi i Reyðarfirði og tengdadóttir- in hafði tekið við húsmóður- störfunum má segja að nýr þáttur hefjist í lífi Ragnheiðar. Hún fékk tækifæri til þess að sinna gömlu hugðarefni. Það var að stunda störf við menntun ung- menna. Við slíkt starf naut hún sín ágætlega. Það vakti athygli hve stjórnsöm hún var og áreiðan- lega lærðu margir nemendur að meta verk hennar og virða og skilja hve mikið i fágaðri fram- komu þeir lærðu við að umgang- ast hana, bæði sem ráðskonu i Reykjanesskóla og við hannyrða- kennslu, en í þvi efni var hún frábær kennari. Hún var kröfu- hörð og mátti vera það og menn fundu að hér fylgdi hugur máli. Mannræktarstarfið var það sem henni féll bezt. Á þessum árum dvaldi hún nokkrum sinnum að sumarlagi hjá Oddfríði systur sinni i Noregi og hafði af því ómetanlega ánægju. Nokkrum sinnum á þessum ár- um þurfti hún að gangast undir hvern uppskurðinn á fætur öðr- um og þar kom, að hún þurfti það mikið að vera undir læknishendi, að hún taldi sig þurfa að setjast að hér syðra. Það var gott að koma á Laugar- læk 1 til Ragnheiðar. Þar munu bæði skyldir henni og óskyldir hafa notið þess að finna hve hún fagnaði að fá gesti. Hún vildi að gestum sinum liði vel og hún kunni þá list að hlusta. Hún var það kurteis og hógvær, að oft á tíðum lagði hún kannski ekki svo mikið til málanna, þegar aðrir létu gneista frá sér, en það var ekki að því að hún væri eigi fullgild í samræðurnar. Gestirnir skyldu fyrstir fá að láta ljós sitt skína. Oft brosti hún þá, þegar menn sögðu spekingslega frá sjálfsögð- um hlutum og hafði góðlátlegt gaman af enda var kímni og skop- skyn henni eðlislægt. Ég tel að hún hafi verið glöð í hjarta, þótt yfirbragðið væri oftast alvarlegt. Já, þær hverfa nú öðum af sjónarsviðinu hinar svokölluðu aldamótamanneskjur og mikill er sjónarsviptirinn af þeim. Dauðanum fylgir ávallt tregi og söknuður, þótt hinn látni skilji eftir sig ljúfar minningar og eng- um komi endalokin á óvart. Nú er þessi góði fulltrúi alda- mótamanna horfin frá okkur. Ragnheiður var fönguleg kona, sem bar höfuðið hátt. Hún var stolt og átti sér hugsjón. Hún bar djúpa virðingu fyrir heiðarleika og mannhelgi og i umgengni við hana fann maður, að hjá henni tókst illri hugsun aldrei að festa rótum. Hún var trúuð kona, og ! vitanlega veitti það henni mikinn styrk, þegar veikindi og síðar erf- itt dauðastríð fór í hönd. Hún tók líka endalokunum af fullkomnu æðruleysi og i sátt við allt og alla eins og slikar mann- eskjur alltaf gera. Það var unun að sjá hve natnir og umhyggju- samir hennar nánustu voru henni i dauðastríðinu. Um leið og ég og fjölskylda min þakka fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast þessari ágætu konu, sem Ragnheiður var, þá vottum við ástvinum hennar sam- úðar. Megi minningin um þessa göðu konu lengi lifa. (H.M.) Þann 19. maí s.l. lést frú Ragn- heiður Hákonardóttir fyrrum húsfreyja í Reykjarfirði við ísa- fjarðardjúp. Haustið 1966 var Ragnheiður ráðin handavinnu- kennari við Héraðsskólann i Reykjanesi, sama haust og undir- ritaður tók við skólastjórn þess skóla, og hófust þá okkar kynni. Ragnheiður kenndi til vors 1972 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki hafði Ragnheiður kennarapróf, en fulla þekkingu og vald hafði hún á þeirri náms- grein sem hún kenndi ásamt þeim eiginleikum sem kennurum eru nauðsynlegir en ekki verða lærðir í skólum svo sem þolinmæði, INTJK til Noregs LEIKFLOKKUR Þjóðleikhússins sýnir leikritið Inúk á Lista- hátfðinni, í Björgvin dagana 1.—6. júní n.k. Fleiri íslendingar verða þar á ferðinni því að tón- listarfólk héðan tekur þátt f hátfðinni. Ráðgert er að sýna Inúk á Alþjóðaþingi esperantista i Reykjavík í byrjun .ágúst í sumar, og verður leikið á esperantó. Verður þetta í fyrsta skipti sem flokkurinn leikur Inúk á öðru máli en íslenzku. festu og myndugleik. Hún átti auðvelt með að vekja áhuga nem- enda á viðfangsefni hverju sinni og leiða þá til jákvæðra starfa. Þar kom fram hin mikla reynsla sem hún hafði við að stjórna stóru heimili, frá þeim tíma er hún og maður hennar bjuggu stórbúi í Reykjarfirði. Skólastarfi hér var mikil blessun að njóta starfs- krafta hennar og ótaldir eru þeir nemendur er áttu hana að trúnað- armanni og vini og löðuðust að henni vegna góðleika og hlýju er var svo ríkur þáttur f skapgerð hennar og framkomu. Ragnheiður var einn af þeim einstaklingum sem seint gleymast og lærdóms- ríkt var að kynnast. Lífsreynsla Ragnheiðar hafði veitt henni göða þekkingu á blæbrigðum mann- legra samskipta. Þannig var Ragnheiður góður ráðgjafi þeim er til hennar leituðu hvort það voru nemendur eða samstarfs- menn eins og undirritaður er oft þáði góð ráð hjá henni. Síðustu kennsluár sín í Reykjanesi gekk Ragnheiður ekki heil til skógar. Þó kvartaði hún aldrei og ekki var hún frá vinnu vegna veikinda, heldur stundaði starf sitt af þeirri stöku samviskusemi sem er ein- kennandi fyrir svo marga af hennar kynslóð. — Frú Ragnheið- ur er nú horfin af sjónvarsviðinu en minningar um mæta konu munu geymast. Ég og fjölskylda min sendum eiginmanni Ragnheiðar, Salvari Ólafssyni, og börnum þeirra hjóna, barnabörnum og öðrum að- standendum, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Kristmundur Hannesson. Það passar fiá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.