Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977
23
Jóhanna Hallvarðs-
dóttir—Minningarorð
Fædd: 19. júlí 1894
Dáin: 17. maí 1977
Jóhanna Hallvarðsdóttir var
fædd í Skjaldabjarnarvík i
Bjarnarfirði á Ströndum 19. júlí
1894. Hún lést á Landspítalanum í
Reykjavík 17. mai s.l. eftir erfiða
sjúkdómslegu á 83. aldursári.
Foreldrar Jóhönnu voru Hall-
varður Jóhannesson bóndi og Sig-
ríður Dagsdóttir. Þau fluttu frá
Skjaldabjarnarvík að Búðum i
Sléttuhreppi, þegar Jóhanna var
10 ára. Þar vann hún á búi for-
eldra sinna við hjásetur yfir kví-
ám, en þá var það talið sjátfsagt
að nota unglinga á hennar aldri
til slíkra verka.
Þegar Jóhanna var um tvítugt
réð hún sig sem fanggæslu á Sæ-
bóli í Aðalvík en þaðan var mikið
útræði á þessum árum. Ennfrem-
ur var hún í kaupavinnu á sama
stað. Siðar fór hún til ísafjarðar
og vann þar í vist, en þá var það
talið eftirsókarverð framavon
fyrir ungar stúlkur. Jóhanna
leysti öll þessi störf af hendi með
miklum myndarskap.
Nú lá leiðin aftur til Horn-
stranda, heim í þröngar vikur um-
girtar háum fjöllum. Nú verða
þáttaskil i lifi Jóhönnu. Hún
flytur frá Búðum norður að Horni
í Hornvík. Þar giftist hún Guð-
mundi Kristjánssyni útvegsbónda
þar. Hann var mikill atorkumað-
ur. Hann stundaði útgerð og
bjargsig jöfnum höndum. Hann
þótti djarfur sigmaður, hann
bauð hættum Hornbjargs byrginn
á svo dirfskufullan hátt, að um
var talað af mikilli lotningu.
Jóhanna bjó manni sínum
glæsilegt heimili á Horni. Þar var
engin fátækt, nóg að bíta og
brenna, um það sá bóndi hennar.
Eftir sex ára sambúð dregur ský
fyrir sólu. Guðmundur veikist af
lungnabólgu og deyr eftir stutta
legu. Miskunnarlaus örlög fyrir
unga konu, sem er að byrja lífið
með fögur fyrirheit um glæsta
framtíð, en maðurinn með ljáinn
spyr ekki um miskunn né afleið-
ingar. Hann reiðir til höggs á
björtum vormorgni i vikinni
norður við Dumbshaf.
Jóhanna stendur nú ein frammi
fyrir dimmum örlögum. Nei, hún
er ekki ein, hún á tvær ungar
dætur, Elínu og Sigríði, sem
fæddist vangefin, en þriðja barn-
ið var ófætt. Nokkrum mánuðum
siðar fæddist svo þriðja stúlkan,
sem var látin bera nafn föður sins
og heitir Guðmunda. Það þarf
engum getum að þvi að leiða að
það var mikil þrekraun fyrir ein-
stæða konu með 3 ung börn á
framfæri að komast af á þessum
árum, engar tryggingar, engin
opinber aðstoð, engin barnaheim-
ili, engin vinna fyrir einstæðar
mæður. Þá var ekki hrópað á dag-
vistunarheimili eins og nú er gert
við öll hugsanleg tækifæri.
Jóhanna leysti öll þessi vandamál
Tækni-
ráðstefna
blindra
DAGANA 12.—16. apríl sl. var
haldin i London ráðstefna á
vegum tækninefndar Evrópu-
deildar alheimssamtaka blindra.
Var þar fjallað um þrjú megin
málefni, þ.e. umferli blindra,
skipulagningu umhverfis og
bygginga; lestrartæki fyrir blinda
og nýjungar á sviði prentunar
blindraleturs; og tæknilega að-
stoð við þróunarlöndin. Var þátt-
takendum skipt í umræðuhópa
sem höfðu það verkefni að ræða
og skila niðurstöðum um ofan-
greind málefni. Ráðstefnuna sátu
fulltrúar frá 24 löndum Evrópu,
Norður-Ameriku og Ástraliu.
Fulltrúar Blindrafélagsins voru
Elínborg Lárusdóttir blindrarráð-
gjafi og Arnþór Helgason.
sjálf. Hún stundaði bjargferðir
eins og karlmennirnir gerðu og
fékk sinn hlut. Hún stundaði bú-
skap, vann við fisk, allt þetta varð
hún að leggja á sig til þess að geta
haft börnin sin hjá sér, en það var
hennar stærsta gleði í lifinu að
þurfa ekki að láta þau fara til
vandalausra. Henni auðnaðist að
hafa Sigriði hjá sér til fertugsald-
urs en nú dvelur hún á Kópavogs-
hæli.
Ár líða, sár gróa, líf Jóhönnu
þokast í sólarátt. Jóhanna ræður
til sin vinnumann, Oddmund Guð-
mundsson, ættaðan af Austur-
Ströndum. Með honum átti hún
einn son og heitir hann Grimur.
Oddmundur andaðist, þegar son-
ur þeirra var á öðru ári. Sonurinn
ungi var sólargeislinn, sem lýsti
móður sinni í myrkri sorgar og
örvæntingar.
Árið 1934 kemur Stefán Þor-
björnsson að Horni, ungur, glæsi-
legur maður. Nokkru síðar ræður
Stefán sig sem ráðsmaður hjá
Jóhönnu. Þessi ákvörðun Stefáns
átti eftir að verða þeim mikil
gæfa. Þau hafa búið saman i 43
ár. Jóhanna og Stefán eignuðust
eina dóttur, Guðbjörgu, búsetta í
Bolungarvík við Isafjarðardjúp.
Árið 1945 flytja Jóhanna og
Stefán frá Horni til Súðavíkur,
eru þau þar til ársins 1957 er þau
flytja til Isafjarðar. 1962 flytja
þau til Reykjavíkur og kaupa sér
íbúð á Háagerði 65.
Jóhanna hafði eitt sinn orð á
þvi við mig, að kærustu minn-
ingarnar _ætti hún frá Skjalda-
bjarnarvik og Horni.
Fyrir tæpu ári síðan flytja þau
að Hrafnistu. Þá var Jóhanna far-
in að heilsu, lifskrafturinn á þrot-
um eftir sviptibylji stormasamrar
ævi i sorg og gleði.
Elín dóttir hennar andaðist árið
1964 frá tveimur ungum dætrum.
Jóhanna var trúuð kona. Hún
sagði við mig, að hún hefði aldrei
komist í gegnum lifið án trúar á
æðri mátt. Þetta var hennar trú.
Á hverju sem gekk í lífi hennar
einkenndi hana alltaf hið góða
skap og hin mikla gjafmildi, þó
ekki væri alltaf af miklu að taka.
Ég hef verið beðinn af aðstand-
endum hinnar látnu að þakka
hjúkrunarfólki og læknum,
einkum þó Landspítalans, fyrir
einstæða hjúkrun.
Lifshlaup Jóhönnu föðursystur
er á enda runnið. Ég vil þakka
henni fyrir allar elskulegu stund-
irnar, sem ég átti á heimili
hennar.
Ég votta aðstandendum hennar
mína dýpstu samúð.
B.G.
Mig langar að kveðja frænku
mína, Jóhönnu Hallvarðsdóttur,
með örfáum orðum.
Ég var víst 11 ára, þegar ég varð
svo lánsamur að fá að dvelja á
heimili hennar i þrjá mánuði af
minni sex mánaða skólagöngu fyr-
ir fermingu. Ég var ekki hár í
loftinu en ansi orðhvatur og
þurfti þvi oft á hjálp að halda
þegar í harðbakka sló. Þá brást
hún mér aldrei, blessunin.
Jóhanna var einstök gæðakona
og þvi gleymi ég aldrei, hve barn-
elsk hún var. Mest var þó gaman
að sjá hana, þegar henni ver
sýndur hvitvoðungur. Þá varð
breytingin alveg óútskýranleg.
Það var einhvern veginn eins og
hún hætti að vera fullorðin, allt
breyttist, hún sjálf, röddin, málið
varð óskiljanlegt, einhverskonar
sambland af hjali, skrikjum og
pinulitlu nefhljóði. Ég hef aldrei
séð tvö börn skemmta sér betur,
og svo var innlifun hennar djúp
og falslaus, að það tók hana tölu-
verðan tíma að vera aftur full-
orðin.
Þá er víst best að orðlengja
þetta ekki meir en óska frænku
minni góðrar heimkomu og þakka
henni alla hennar góðvild og óbil-
andi trúmennsku við lífið og gró-
andann.
Manni hennar, börnum og
barnabörnum votta ég samúð
mina.
Magnús Stefán.
Elskuleg amma okkar, Jóhanna
Hallvarðsdóttir frá Horni, verður
jarðsett í dag. Hún lést á Land-
spítalanum 17. maí s.l. eftir erfiða
iegu.
Margt kemur upp i hugann
þegar minnast skal ömmu, en hér
verður fátt eitt upp talið. Það má
segja að líf hennar hafi verið
erfið ganga á stundum, en með
léttu hugarfari og dugnaði komst
hún yfir allar torfærur. Við
systurnar nutúm elsku hennar í
riku mæli alla tíð, ekki hvað
minnst er við vorum yngri.
Við minnumst gleðistundanna
þegar við máttum fara í heimsókn
til hennar inn í Súðavík og dvelja
hjá henni um stund. Þar liðu
dagar sem aldrei gleymast. Einn-
ig minnumst við erfiðari stunda
þegar veikindi steðjuðu að á
heimili okkar og tilveran litaðist
dekkri litum, þá var það okkar
gæfa að geta komið til hennar,
þar sem hún mildaði allt og aftur
birti til.
Hún kenndi okkur mikið af
sálmum og bænum, því af slíku
efni ásamt ljóðum kunni hún
mjög mikið.
Það var alltaf svo hlýtt og bjart
i kringum ömmu, þar sem hún
létt á fæti og snögg í hreyfingum
vann öll sin verk.
Þó að veikindi segðu oft til sin i
seinni tíð, hélt hún alltaf sálar-
þreki sínu, allt til hinztu stundar.
Við kveðjum nú ömmu með
hjartans þökk fyrir allt.
Guð blessi minningu hennar.
Iðunn og Freyja.
+
Þökkum auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og jarðarför
SIGUROAR
FINNBOGASONAR.
Stöðlakoti,
Fljótshlíð
Sérstakar þakkir sendum við
læknum og starfsfólki sjúkra-
hússins á Selfossi og öllum þeim
sem styttu honum stundir i veik-
indum hans
Fyrir hönd aðstandenda,
Jórunn Þorgeirsdóttir.
+ Móðir okkar +
INGIBJORG ÞÓRÐARDÓTTIR Móðir mín.
frá Laugabóli ÞJÓÐBJÖRG J. PÁLSDÓTTIR,
Garðabraut 1 0 Týsgötu 3,
Akranesi andaðist 26. maí.
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 26 maí. Július Sigvaldason.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna.
dætur hinnar látnu.
+ KARLV. GUOBRANDSSON + Eiginmaður minn og fósturfaðir
BJÖRGVIN ALEXANDERSSON,
frá Hafnarfirði, andaðist að Hrafnistu 25. maí s.l. Risabjörgum, Hellissandi, verður jarðsunginn laugardaginn 28 mai að Ingjaldshóli
Kristin Hjorleifsdóttir og börn. Kveðjuathöfnin hefst kl. 2 frá heimili hans.
Andrea Kristjánsdóttir. Kristensa Andrésdóttir.
MOSFELUNGAR
Kjörverð íKjörvali
WC SANI 12 R. Á kr. 634 - NAUTAHAKK KR . 770 -
WCMETE0R4R.Á KR. 247,- NAUTAGRILLSTEIK KR . 730 -
HVEITI P.B. 5. LBS. KR. 216- NAUTABÓGSTEIK . KR.730 -
HVEITI P.B. S.R KR. 150- NAUTAGULLASH KR. 1.530 -
STRÁSYKUR 1 KG. .. KR. 96- NAUTABUFF KR. 1.650 -
KAFFI KAABER I.P. .... KR. 370 - NAUTA T-BEIN . KR. 1.242 -
MOLASYKUR 1 KG. ... .... KR. 144- NAUTALUNDIR KR. 2.050 -
ÓHv<
" 'AJ-
r
rr?:.
Gerið verðsamanburð
tJjÍ0M*VCMÍ