Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 10

Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 HMÐURINNINED HASSHUNDANA MAÐUR heitir Þorsteinn Stein- grímsson og er rannsóknarlög- reglumaður. Hann hefur starfað hjá Sakadómi í ávana- og fíkni- efnum frá því að sá dómstóll var settur. á laggirnar. Hans megin- starf hefur þó verið þjálfun og meðferð hasshundanna svo- kölluðu frá því að þeir komu fyrst til landsins, sá fyrri árið 1970. Þorsteinn ætti þvi að vera vel kunnugur fíkniefnaleit og rann- sókn þeirra mála almennt. Undirrituð hitti Þorstein einn góðviðrisdag fyrir skömmu, þar sem hann var að viðra hundana labradorinn Prins og seháfer- hundinn Skugga. Fallegir hundar en ekki beint árennilegir ef í hart fer. ,,Það er margt i sambandi við fíkniefnamál hér á landi, sem bet- ur mætti sjá dagsins ljós,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst þó tregur til að tjá sig um þetta í blöðum, þar sem af því gæti hlotizt meira illt en gott. Það sem hér fer á eftir gæti kannski gefið einhverjum vísbendingu um hvað hann á við. Þörf á hasshundi... Það má segja að ég hafi staðið I í því að gagnrýna yfirvöld siðast- | liðin þrjú ár. Fyrir tveimur árum | ákvað ég að hætta hjá Sakadómi í | ávana- og fíkníefnum vegna j óánægju með framgang mála, en I fékk því ekki viðkomið. En þetta | er langt mál og flókið og því bezt | að ég segi söguna frá byrjun. f: Árið 1970 var ákveðið á hass- I hundur yrði fenginn hingað til 1 landsins, þar sem sýnilegt var að I innflutningur á hassi hingað var | stöðugt að aukast og því þörf á I þjálfuðum hundi til leitunar. I Kiwanis klúbburinn gaf fé til ;| kaupa á slikum hundi, þar sem I einhverjir þeirra höfðu kynnzt II notkun slíkra hunda í Bretlandi. | Fyrir hundrað þúsund krónur var I keyptur labrador-hundur og hlaut I hann nafnið Prins. I Ég starfaði þá sem lögreglu- 1 maður í Reykjavík og var fenginn I til þess að fara út til Bretlands og 1 sækja hundinn. Þvi fylgdi að I sjáifsögðu að ég þurfti að sækja | námskeið og læra um meðferð | slikra hunda, þar sem enginn |l kunni skil á þjálfun þeirra hér | heima. Ég sótti því sex vikna nám- il skeið, sem haldið var á vegum I „Metropolitian police “ í London, I haustið 1970. Á þessu námskeiði lærði ég I fyrst og fremst meðferð og þjálf- I un hasshunda, svo og að vinna I með þá. 5 Þá var lögð gífurleg áherzla á I skipulagningu og framkvæmd I leitunar með og án hjálpar hund- I anna. Á þessum sex vikum, sem nám- skeiðið stó yfir, var farið í eitur- \ lyfjarannsóknir. Okkur var kennt ’ að skilgreina efnin sem slík og , allt þar að lútandi eins nákvæm- lega og unnt var á svo skömmum tíma. Efnin, sem við lærðum um, voru t.d. kannabisjurtin, sem hass og maríúana er unnið úr, svo og hráópium, sem er í svipuðu formi og hass þaó er harðir kögglar. Bæði maríúana og hass er unnið tír kannabisjurtinni. Maríúana er efri hluti jurtarinnar og einkum unnin á Vesturlöndum en hass er neðri hluti hennar, „harpisinn", sem unninn er í Austurlöndum. Við lærðum frumgreiningu þess- ara efna og unnum með smásjá. Einnig lærðum við að þekkja áhrif þeirra og um leið neyt- endur. Fengum við tækifæri til að fylgjast með rannsókn slíkra mála allt fra upphafi og þar til í þeim var kveðinn upp dómur. Nám- skeiðin stóðu frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 5 á daginn. Á kvöldin fylgdist ég svo með umræðum um þessi mál og allt var þetta mikil og gifturík reynsla. t október 1970 kom ég svo heim með Prins í för með mér. Næsta árið var ég í því að þjálfa hann, bæði í póstleitum og húsleitum. Hann var átján mánaða þegar hann var keyptur. En svona hunda á að þjálfa frá þeim aldri og þangað til þeir veróa þrjátíu og sex mánaða. Þeir eru svo virkir næstu sex til sjö árin. Og nú fer Prins blessaður að komast á elli- laun. Leitaö í farangri hermanna Það má segja, að á þessum árum eða þar til Sakadómur ávana- og fíkniefnamála var stofnaður hafi ég unnið hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík að nafninu til. Og nóg var að starfa. Við unn- um fyrir herinn á Keflavikurflug- velli við leit. Hass var að komast í tízku og innflutningur að aukast mjög. Viðhorf fólks til hasshunds- ins nýkomna var þó tvískipt. Einn hópurinn áleit og vann að þvi öllum árum að svona hundur væri með öllu tilgangslaus. Annar hóp- ur hafði oftrú á hundinum og hélt aó hann leysti öll vandamál. Báðir hóparnir höfðu að sjálfsögðu rangt fyrir sér. En um þetta leyti voru allir tilbúnir að gefa upplýsingar varð- andi hass og innflutning, sölu og neytendur — en það er annað hljóð i strokknum í dag — og það er dómstólnum að kenna og vík ég að því síðar. En þessar upplýsingar höfðu í för með sér miklar skýrslugerðir. Samið var við póst- og tollyfir- völd um leit, sem bar þann árangur, svo ég nefni dæmi, að yfir sumarmánuðina 1972 fannst eitthvað af hassi daglega í send- bréfum. Voru bréf þau allt frá einu upp í tólf á dag. Starfið sem við unnum fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli var í því fólgið að leita í farangri hermanna við komu þeirra til landsins. En þar er skipt um her- deildir á fimm til sex mánaða fresti. Sú leit bar árangur, meira vil ég ekki segja. En eitt er vist að Bandaríkjamenn komu auga á gagnsemi hundsins og fengu sér einn sjálfir af augljósum ástæð- um. Árið 1973 sá ég fram á að Prins einn dugði ekki lengur og annars hunds var þörf. Lá beinast við fá labrador-tík og var ætlunin að ég keytpi eina slíka um leið og ég sótti námskeið hjá Scotland Yard það sama ár. Þetta var vikunám- skeið og þegar út kom voru engir hasshundar fáanlegir vegna mik- illar eftirspurnar víðs vegar að. Gerðar voru ráðstafanir til að senda hund hingað um leið og mögulegt væri, en Björn Ingvars- son, þáverandi lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli, hafði gefið úr eigin vasa upphæð fyrir and- virði nýs hasshunds. Á þessu námskeiði hjá Scotland Yard var farið i ýmsar nýjungar, sem þá voru komnar upp í sam- bandi við leit að kannabis á opin- berum vettvangi, svo sem á flug- völlum. Þá höfðu vaknað ýmsar spurningar í sambandi við eftirlit á Keflavíkurflugvelli, en þar stóðu yfir breytingar á flug- stöðvarbyggingunni. 1 april 1973 var hringt í mig frá Keflavíkurflugvelli og mér tjáð, að mín biði lítill hvolpur. Þegar á staðinn kom, var ekki um labra- dortík að ræða, heldur litinn, kol- svartan Scháferhvolp. Þetta voru auðvitað vonbrigði ' fyrstu, en Skuggi eins og ég nefni hann strax, sökum þess hve skugga- legur hann var, reyndist frábær við þjálfun og er í dag aðal- hundurinn. Eingöngu framlenging við ól hundanna 1 mai tók svo Sakadómur í ávana- og fíkniefnum formlega til starfa og var Ásgeir Fríðjónsson skipaður dómari þar. Það var tal- ið eðlilegt að ég flyttist frá Reykjavíkurlögreglunni og hæfi störf hjá þessum Sakadómi, sem ég og gerði. í upphafi var gert ráð fyrir því, að með tíð og tíma yrðu ráðnir átta rannsóknarlögreglumenn til starf á vegum þessa dómstóls, sem skyldi rekinn með sama sniði og Sakadómur Reykjavíkur, en með lögsögu í ávana- og fikniefnamál- um um allt landið. Það eru ef tii víll stórar ásakan- ir, sem ég færi fram núna, en til þessa sakadóms hefur enginn rannsóknarlögreglumaður verið ráðinn enn þann dag í dag að mér frátöldum. Ef til vill telur Ásgeir Friðjónsson það óeðlilegt, að á hans vegum vinni rannsóknarlög- reglumenn að málum, sem hann síðan dæmir í. Þetta hafði þær aflleiðingar, að ég vann ekki að neinum rannsóknum i fikniefna- málum — finnst mér að þjálfun mín hafi að lítlu gagni komið og má segja að ég sé einvörðungu framlenging við ól hundanna. Fíkniefnadeild Reykjavikurlög- reglunnar hafði öll þessi mál til meðferðar. Þar eru tíð manna- skipti, sem er afleitt, t>g þar er enginn maður, sem starfað hefur að fikniefnarannsóknum frá upp- hafi. Þeir koma og fara undir því yfirskini að hér sé um tíma- bundna þjálfun að ræða. Það gremjulegasta er, að ég er eini maðurinn, sem hef fengið vissa þjálfun í þessum málum — og hvað gerist? Jú, ég er sendur til Kópavogs- lögreglunnar, þar sem ég vinn við rahnsóknir á ávísanamisferli, sem er ekki það, sem ég hef verið sérþjálfaður i. Það starf, sem Sakadómi i ávana- og fíkniefnum var ætlað að inna af höndum, færðist því yfir til fíkniefnadeildar lögreglunnar i Reykjavik. Þannig hef ég ekki síðustu ár verið í neinu sambandi við framgang fíkniefnamála — og með því móti vissi ég vart hvað var að gerast í þeim efnum — og gat þvi ekki gripið inn i á réttum stöðum i sambandi við leit með hundunum. Áður en ég hóf störf hjá þessum umrædda Sakadómi hafði ég frumkvæði að leit og það er mergurinn málsins. Innflutningur nemur tugum kílóa Fljótlega eftir að ég var ráðinn hjá Sakadómi fór leit að bera minni árangur. Starfsmenn pósts- ins og tollsins vildu ráða því hven- Labradorinn Prins, sem nú fer að komast á ellilaun.. ær leitað væri og báru því við, að hassneyzla væri að minnka og þar af leiðandi innflutningur. Því bæri mér eingöngu að sinna út- köllum frá þeim og mátti teija þau á fingrum hægri handar. Kannski að tollverðir hafi litið á hundana sem keppinauta.. . Ég var eiginlega búinn að fá mig fullsaddan af þessu öliu, þeg- ar ég innti Ásgeir eftir því hvort ég fengi að vinna að rannsókn fíkniefnamála hjá Sakadómi-ÁF i samvinnu við fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar, en hann taldi af fyrrgreindum ástæð- um, að óeðlilegt væri að hann sem dómari í þessum málum hefði í vinnu hjá sér menn, sem rannsök- uðu mál, sem hahn síðan skyldi dæma í. En til hvers þá að vera að stofna þennan dómstól? Og þvi var ég lánaður til Kópa- vogslögreglunnar og notaður þar til að vinna við rannsóknir á tékkamisferli. Þar hef ég verið síðustu tvö árin. Hefur fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík verið á kafi í rannsóknum þessara mála á meðan ég hef verið ein- angraður. Annars hef ég á þessu tímabili verið sendur út á land til að halda lögreglunámskeið, bæði i líkams- þjálfun, skýslugerð og fleiru, eiginlega lögregluskólinn í samanþjöppuðu formi. Mér var sem sé treyst fyrir því, á meðan aðrir unnu að þeim rannsóknum, sem ég hafði einn sérþjálfun í. Því fór ég hreintega fram á það að ég hætti störfum hjá fíkniefna- dómstólnum, en dómsmálaráðu- neytið sagði það óráðlegt á þeirri forsendu, að brátt yrði stofnuð rannsóknarlögregla ríkisins og þá flyttist ég að sjálfsögðu þangað eins og aðrir rannsóknarlögreglu- menn. Sú stofnun tekur til starfa hinn 1. júlí næstkomandi — en síðan ég sótti um að hætta eru liðin tvö ár. Og á þessum tveimur árum hefur fíkniefnainnflutn- ingur aukist gífurlega — hann hefur verið í tugakílóatali eins og dæmin sanna og marg oft hefur komið fram, bæði í fjölmiðlum og annars staðar. Af þvi getur maður að sjálfsögðu dregið þá ályktun að neyzia þessara efna hafi stórauk- ist, þvi hún er í beinu sambandi við innflutninginn. Greint á við mína yfirmenn frá upphafi Og hvar stöndum við nú? Illa að vigi og verr en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er einföld, við fórum illa af stað, og of seint til að stemma stigu við þessum háskalega böl- valdi. Mig hefur greint á við mína yfirmenn frá upphafi. Ég sá strax fram á það, að við sem einangruð eyþjóð stóðum betur að vígi heldur en aðrar þjóðir, hvað varð- aði innflutning á fíkniefnum. Við hefðum átt að láta aðgerðir og reynslu annarra þjóða verða okk- ur víti til varnaðar. En við gerð- um nákvæmlega sömu reginvit- leysuna. Það er ekki langt síðan að fór að bera á þessum innflutn- ingi, varla meira en einn áratugur eða tæplega það, — og samt hefur málið vaxið okkur yfir höfuð. Það sama hefur gerst hér og í Banda- ríkjunum, þegar stjórnvöld þar gerðu sér grein fyrir að þörf var ítarlegra aðgerða til að stemma stigu við innflutningi, var það orðið of seint. Til að byrja með hafði fíkniefnalögreglan þar lítið fé til aðgerða — nú hafa fikni- efnadeildir þar mesta ráðstöf- unarféð, eingöngu vegna þess að þær eru að fást við eitt stórtæk- asta vandamálið. Það er of seint að vera vitur eftir á. En í upphafi hefðum við átt að leggja mikið fé í löggæslu, einmitt meðan innflutningur var lítill, eða minni en nú. Samfara löggæslu hefði siðan að sjálfsögðu átt að fara af stað með kalda stað- reyndafræðslu í fikniefnamálum, en það hefur aldrei verið gert. Þeirri fræðslu hefði átt að beina til unglinganna, sem iðulega hafa orðið og eru fórnalömbin. Sýknt og heilagt hefur verið rekinn áróður út um alian hinn vestræna heim, að kannabis sé skaðlaust. Um skaðleysi þess er kannski hægt að lesa í einhverj- um gömlum læknaskruddum, sem fyrir löngu hafa misst gildi sitt. Kannabis var til langs tíma til- tölulega litt rannsakað og óþekkt. En rannsóknir síðari ára hafa samfara nýjum upplýsingum leitt í ljós að kannabis er skaðlegt — f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.